NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 13.08.1985, Qupperneq 4

NT - 13.08.1985, Qupperneq 4
•fl ffjr Þriðjudagur 13. ágúst 1985 4 LlL Fréttir Hundasýning: Vel vaxnir og góðir gripir ■ Hann er svolítið fýlulegur með munnvikin lafandi, en að sögn kunnugra eru Labrador Retriever miklir leitar- og vinnuhundar. Þetta er Labbi Trölli sem háfnaði í þriðja sæti keppninnar. Sendinefnd frá Kanadíska þjóðþinginu: Eigið að gera átak í markaðsmálunum '■ „Viðskiptin milli Kanada og íslands nema ekki nema þremur milljónum dollara í ár og stefna verður að því að auka þau, þau voru rúmlega tvöfalt meiri fyrir nokkrum árum,“ sagði Jean- Robert Gauthier, þingmaður fyrir Ottawa-Vanier, og aðili í sendinefnd frá Kanadíska þjóð- þinginu sem er stödd hérlendis. Sendinefndin er að endur- gjalda heimsókn íslenskra þingmanna frá 1976 og er um leið að gera ýmsar athuganir hérlendis með það fyrir augum að auka samskipti þjóðanna tveggja. Gauthier sagði að löndin tvö ættu margt sameiginlegt og myndu hagnast á því að auka samvinnu sína á ýmsum sviðum. Hann nefndi fjarskiptamál, til- högun virkjanamála, fram- leiðslumál og vandamál beggja þjóðanna að fá aukið fjármagn inn í landið en halda samt einkennum sínum og fjárhags- legu sjálfstæði. „Eitt stærsta vandamál Kan- adamanna er súra regnið. Bandaríkjamenn flytja ekki bara vöru til okkar, heldur líka mengun. f>ó ísland eigi ekki sjálft við þetta vandamál að stríða þá ættu íslendingar að. hugsa meira um það,“ sagði Jean J. Charest, þingmaður fyrir Sherbrooke og formaður sendi- nefndarinnar. Nauðsynlegt taldi Gauthier að Islendingar næðu að auka fjölbreytni í atvinnulífi hér. Of mikið vægi væri tengt sjávarút- veginum og af því væri töluverð áhætta. „íslendingar verða að gera átak í markaðsmálum í Norður- Ameríku. Japanar eru nú að slá í gegn með blöndu fisks og krabbakjöts og eftirspurnin eftir henni er gífurleg. Þið verðið að brydda upp á einhverju sniðugu Iíka og fá Bandaríkjamenn til að borða meira af fiski,“ sagði Gauthier. „Örlítil söluaukning á Bandaríkjamarkaði gæti skipt íslendinga gífurlega miklu máli.“ Hann sagði að vandamál Kan- adamanna og íslendinga væru í mörgu lík en helst bæri þó á milli að hér er mikil verðbólga en í Kanada mikið atvinnuleysi. Hann benti þó á að ein af ástæðunum fyrir litlu atvinnu- leysi hér væri hve lítill hluti fólks væri á atvinnumarkaðnum einungis 49% á móti 64% í Kanada. ■ Kanadíski þingmannahópurinn sem kom hingað á sunnudag og hefur kynnt sér mörg þjóðmál hélt blaðamannafund á Hótel Sögu á föstudag. Fyrir enda borðsins sitja Ingvar Gíslason alþingismaður og Jean J. Charest, formaður sendinefndarinnar. Þeim til hægri situr Jean Robert Gauthier, þingmaður og eini frjálslyndi í hópnum, hinir eru allir íhaldsmenn. Sem kunnugt er unnu íhaldsmenn stóran sigur í þingkosningunum í Kanada í fyrra. N1,mynd Ami Bjarna ■ Þeir voru ekki urrandi og geltandi hundarnir í Garðabæn- un síðastliðinn laugardag. Nei, þeir voru hinir spökustu, sjálf- um sér og eigendum sínum til mikils sóma. Flestir höguðu þeir sér eins og sannir heimsmenn og þolin- móðir sýndu þeir sig gestum og gangandi. Það var nefnilega hundasýning í Garðaskóla og þátttakendurnir voru 54 og af 5 tegundum. Hundasýning fer þannig fram að hundarnir eru fyrst flokkaðir eftir tegundum, kynjum og aldri. Þá er valinn besti hundur hverrar tegundar og sigurvegar- arnir keppa stðan um titilinn besti hundur sýningarinnar. Naddur, hundur af írsku Sett- erkyni, vann keppnina. Eigandi hans er Julíus Vífill Ingvarsson. Tíkin Lísa Margrét, af Golden Retriever kyni, hafnaði í öðru sæti. Hana á Þórður Þórðar- son. Labrador Retriever hundur, sem Labbi Trölli heitir, hafnaði í þriðja sæti, eigandi hans_er Sigurður Hreinn Hilm- arsson. Pug hundurinn Albert Guðmundsson í eigu Emilíu Sigursteinsdóttur hafnaði fjórða sætinu. Erlendir dómarar dæmdu á hundasýningunni og lét einn þeirra þau orð falla að langt væri síðan hann hafi séð eins fallegan hund og þann írska Setter sem vann. Það er einkum þrennt sem dómararnir taka tillit til. í fyrsta lagi er það bygging hundsins, öðru lagi er skapgerð hans vegin og mæld og í þriðja lagi er dæmt um sambandið milli manns og hunds. Önnur hundasýning verður í Garðaskóla laugardaginn 24. ágúst. Þar verða sýndar tvær tegundir hunda, íslenski fjár- hundurinn og Puddle hundar. ■ Hún Lísa Margrét er góðleg tík, enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna á liðnum árum. Henni voru veitt sérstök „Cham- pion“-vcrðlaun á sýningunni í Garðaskóla. ■ Þetta er hundurinn sem kosinn var besti hundur sýningarínnar. Hann er af írsku Setter kyni og heitir Naddur. Húsnæðisstofnun: Sækja þarf um greiðslujöfnun fyrir 1. september ■ Einstaklingar sem feng- ið hafa fullverðtryggð lán úr byggingarsjóðum þeim er heyra undir Húsnæðis- stofnun ríkisins fyrir 11. júlí sl. og eru í greiðslu- erfiðleikum, geta sótt um greiðslujöfnun samkvæmt nýjum lögunt þar að lútandi fram til 1. sept. næstkom- andi. Greiðslujöfnunin nær hins vegar sjálfkrafa til þeirra sem fá sín lán út- greidd eftir gildistöku lag- anna þ.e. 11. júlí 1985. Tilgangur laganna er, sem kunnugt er, að jafna greiðslubyrði af fasteigna- lánum einstaklinga. í greiðslujöfnun felst að hækki laun minna en láns- kjara- eða byggingarvísitala er hluta endurgreiðslu láns- ins frestað þar til laun, hækka á ný umfram viðmið- unarvísitöluna. Sá hluti greiðslunnar sem frestað er er settur inn á sérstakan jöfnunarreikning og telst skuld á honum hluti af höfuðstól lánsins. Hægt er að sækja um greiðslujöfnun vegna fyrri gjalddaga, vegna komandi gjalddaga og vegna bæði fyrri og komandi gjalddaga. Úmsóknareyðublöð á fólk að , geta fengið hjá Hús- næðisstofnun ríkisins og á bæjar- og sveitarstjórnar- skrifstofum, og skal þeini skilað til Húsnæðisstofnun- ar ríkisins fyrir 1. septem- ber 1985, sem fyrr segir. Umbætur í menntamálum ■ Thomas S. Popkewitz prófessor við School of Education, University of Wisconsin - Madison, held- ur fyrírlestur er nefnist „Umbætur í menntamál- urn: siðareglur, hugmynda- fræði eða orðin tóm?“, á ensku „Educational Reform: Ideology, Ritual or Rhetoric?", í Kennarahá- skóla íslands, stofu 101, í dag klukkan fjögur. Thomas Popkewitz hefur tekið þátt í rannsóknum á menntamálum og umfjöllun um þau víða um lönd. Hann hefur skrifað mikið um rannsóknir og breytingar í menntakerfinu. Hann stjórnar nú samanburðar- rannsókn á skólakerfum í fimm löndum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og öllum er heimill aðgangur.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.