NT - 13.08.1985, Blaðsíða 20

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 13. ágúst 1985 20 I’ovarnitsyn er 23 gamall og besti árangur hans áður var 2,26 nietrar. Hann bætti heimsmet Kín- verjans Zhu Jianhua frá |ivi í júní í fyrra um einn sentimctra og stökk 2,40 metra í þriðju tilraun. Hinn óþekkti Rússi, sem er 2,01 nietri á hæð, sagði eftir á: „Þjálfari minn lagði áherslu á að ég reyndi við 2,32 metra en þegar því var náð ákvað ég að láta hækka rána í 2,40 og reyna að slá heimsmetið." Evrópumet ■ Eitt Evrópumet var sett í Búdapest á Evrópu- bikarmótinu, B-keppni, um helgina. Búlgarinn Kristo Markov stökk 17,77 metra og bætti met Sovét- mannsins Oleg Protsenko um 8 sentimctra. ■ Þorsteinn Þorsteinsson fékk það hlutverk að gæta Guðmundar Þorbjörnssonar eins og sjáaldurs augna sinna. Það gekk bara vel hjá honum. NT-Mynd: Ámi Kjarna. 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu: FH-ingar af hættusvæðinu - með því að vinna Þrótt 2-0 á Kaplakrikavelli ■ FH-ingar fögnuðu innilega eftir að hafa sigrað Þróttara í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu á laugardaginn. Sigurinn tryggir enn betur stöðu þeirra í neðri hluta deildarinnar. Nú eru þrjú lið fyrír neðan FH, Víking- ur með 3 stig, Víðir með 9 og Þróttur með 10. Þróttarar eru hinsvegar á miklu hættusvæði, hafa tapað 5 af síðustu leikjum en gert eitt jafntefli. Leikurinn á laugardaginn var þokkalegur lengst af. FH-ingar voru ákveðnari og léku betur. Peir voru alltaf komnir tveir til þrír á boltann ef Þróttarar ætl- uðu að byggja upp sókn. Færin voru ekkert sérstök framanaf. Þó gaf Janus Guð- laugsson góða sendingu inn í vítateig Þróttar á 15. mínútu. Kristján Hilmarsson tók við henni en hann náði ekki að snúa sér og skjóta og Þróttarar bægðu hættunni frá. Þróttarar fengu gott færi á 23. mínútu. Boltinn kom þá fyrir frá vinstri, Sverrir Pétursson skallaði að marki en Henning Henningsson var á réttum stað og náði að vippa boltanum yfir þverslána á síð- ustu stundu. Fyrsta markið kom á 39. mín- útu er gömlu refirnir Janus og Ingi Björn léku á milli sín frá miðju og er þeir komu upp að vítateig renndi Ingi boltanum fyrir fætur Janusar sem skaut í bláhornið á Þróttarmarkinu. Þetta var virkilega fallegt mark og undirbúningurinn góður. Ingi Björn Albertsson skor- aði seinna mark FH á 45. mín- útu. Hann einlék frá miðjum vallarhelmingi Þróttar, inn í vítateiginn og þar veittist hon- um létt að plata markmanninn og skjóta í mark. Færi seinni hálfleiks voru FH- inga. Á 48. mínútu átti Janus skot í stöng og á 67. mínútu gaf Viðar Halldórsson fyrir, Kristj- án Hilmarsson skallaði boltann til Harðar Magnússonar og hann skaut föstu skoti. En heppnin var ekki með Herði því hann skaut beint í Ólaf markvörð, fékk boltann aftur en skaut þá í hliðarnetið. 10 mínútum seinna gaf Janus á Viðar sem skilaði boltanum til Kristjáns Gíslasonar á hægri kantinum. Kristján kom boltanum fyrir og þar var Hörður Magnússon sem skaut í slá á markteig, sannarlega gott færi. Síðasta færið átti Kristján Gíslason. Hann fékk sendingu frá Herði, brunaði frá miðju og inn í vítateig en skaut yfir. FH-ingar léku oft skemmtilega á milli sín og fremstur í flokki var Janus Guðlaugsson sem dreifði boltanum mjög vel út á kantana. Þá var hann sterkur í návígum og gaf ekkert eftir. Liðin: Þróttur: Ólafur Ólafsson, Arnar Friöriks- son, (Sigurjón Krístjánsson),Kristján Jónsson, Loftur Ólafsson, Ársæll Kríst- jánsson, Pétur Amþórsson, Daði Harðar- NT Boltinn Uii FH-ÞROTTUR: ■ Janus Guðlaugsson var besti maður vallaríns, stjórnaði spili Hafnfirðinganna af röggsemi og fær boltann fyrir það. VALUR-FRAM: ■ Ingvar Guðmundsson lék ágæt- lega á kantinum og Sævar Jónsson var góður í vöminni, hélt hinum skæðu sóknarmönnum Fram alveg niðri. Friðrik Friðriksson var best- ur Framara, greip vel inní fyrir- gjafir og varði mjög vel frá Hilmari Harðarsyni í dauðafæri. Þeir Þor- steinn og Ormar höfðu mjög auga með Guðmundi Þorbjörnssyni og eiga hrós skilið fyrir það. son, Björgvin Björgvinsson, Nikulás Jónsson, Atli Helgason, Sverrír Péturs- son. FH: Halldór Halldórsson, Viðar Halldórs- son, Hörður Magnússon, Guðmundur Hilmarsson, Dýri Guðmundsson, Krist- ján Gíslason, Henning Henningsson, Ingi Björn Albertsson, Janus Guðlaugs- son, Magnús Pálsson, Kristján Hilmars- son (Jón Erling Ragnarsson). — gþ. 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu: Rótburst hjá Eyjamönnum - skoruðu átta gegn Skallagrími 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu: Majrjkalaust jafntefli Frá Sigfúsi Guðmundssyni í Vestmannacyj- um: ■ ÍBV vann léttan sigur á Skallagrímií 2. deild á laugar- dag. Átta sinnum máttu Borg- nesingar sækja knöttinn i eigið net, en sjálfir komu þeir tuðr- unni aðeins einu sinni í net heimamanna. Eftir fjórar mínútur var stað- an orðin 2-0. Viðar Elíasson skoraði fyrst upp úr horni, með skoti í stöng og inn og svo skoraði Ómar Jóhannsson eftir mistök markvarðar Skalla- gríms. Gunnar Jónsson minnkaði muninn á 18. mínútu með marki upp úr skyndisókn, en þá tóku Eyjamenn við. Tómas Pálsson skoraði 3-1 á 44. mínútu og Ómar bætti við hinu fjórða fyrir hlé. Á 70. mínútu kom 5-1 og var Hlynur Stefánsson þar að verki og Tómas gerði næsta mark, 6-1. Þá kom röðin að Ómari og lokaorðið átti Jóhann Georgs- son, 8-1 á 82. mínútu. Hlynur Stefánsson var besti maður vallarins. ■ Það fór eins og undirritaðan grunaði er Valsmenn og Fram- arar áttust við í 1. deild Islands- mótsins í knattspyrnu á sunnu- dag. Jafntefli og eitt stig til hvors liðs. Leikurinn var of þýðingarmikill til að óhætt væri að taka áhættu í sóknarleiknum, þá niátti búast við marki hinum megin. Valsmenn gátu náð KR að stigum með sigri, og Fram þurfti sigur til að halda góðri forystu í deildinni, sem þeir hafa haft þangað til núna upp á síðkastið. En tveggja stiga for- ysta er ekki mikil og spennan í mótinu er orðin ótvíræð. Fram, KR, ÍA, Valur og Þór munu á næstu vikum berjast hatrammri baráttu um íslandsmeistaratitil- inn og Víðir, Víkingur og Þrótt- ur um sæti í deildinni. En svo við snúum okkur að leiknum sem minnst var á í upphafi, er rétt að segja það strax að hann endaði með markalausu jafntefli. Mörkun- um var aldrei ógnað verulega en liðin áttu bæði nokkur mark- tækifæri. Annars einkenndist leikurinn af baráttu á miöjunni og er líða fór á fyrri hálfleik, alltof mikilli hörku. Dómarinn Eyjólfur Ólafsson hefði að ó- sekju niátt lyfta gula spjaldinu oftar og á öðrum tímum en hann gerði það. Að mínu mati var farið að gægjast í rautt á köflum. Sem betur fer róaðist leikurinn að mun í seinni hálf- leik hvað þetta varðar. Bókuð færi í fyrri háltleik voru ekki nema tvö. Á 7. mín- útu skallaði Guðmundur Torfa- son framhjá eftir fyrirgjöf frá vinstri og á 26. mínútu skallaði Heimir Karlsson framhjá hinum megin eftir fyrirgjöf frá Ingvari Guðmundssyni. Þegar flautar var til leikhlés, höfðu þrír leikmenn fengið gult spjald. Ingvar Guðmundsson skap- aði besta færi Válsmanna í leiknum á 57. mínútu. Hann fékk boltann út á kantinn, lék upp að endamörkum og sendi hann fyrir markið. Heimir Karlsson stökk hæst allra og skallaði að marki, boltinn sveif í boga og lenti ofan á slánni aftarlega og afturfyrir. Besta færi Fram kom stuttu seinna. Kristinn Jónsson gaf fyrir, Guð- mundur Torfason skallaði að marki og Ómar Torfason var fljótur að átta sig, og náði til boltans rétt á undan Stefáni Arnarsyni markverði Vals en skot hans fór yfir frá markteig, enda ekki í góðri aðstöðu, þurfti að teygja sig í boltann. Valsmenn áttu annað ágætt færi á 82. mínútu er Guðmundur Þorbjörnsson skallaði laglega innfyrir vörn Fram og Hilmar Harðarson komst á auðan sjó, skaut rétt fyrir utan vítateig en Friðrik kom vel út á móti og varði vel. í heild var Ieikurínn ekki meira en þokkalegur. Það var of mikið í húfi og því var barátta aðalsmerkið. Spilið á köflum ágætt og skemmtilegir taktar en þess á milli óþarfa harka. Liðin: Valur: Steíán Amarson, Þorgrím- ur Þráinsson, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Val- ur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Magni Pétursson, Grimur Sæmundsson, Heim- ir Karlsson Hilmar Harðarson á 76. mín og Hilmar Sighvatsson (Kristinn Björnsson á 68. min.) Fram: Friðrik Frið- riksson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ormar örlygsson, Sverrir Einarsson, Kristinn Jónsson, Guðmundur Steinsson, ómar Toríason, Guðmundur Torfason, Ásgeir Eliasson, Pétur Ormslev og Þorsteinn Vilhjálmsson. -gþ.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.