NT - 13.08.1985, Blaðsíða 14

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 13. ágúst 1985 14 Sjónvarp kl. 22. Verndum votlendið ■ Verndum votlendi jarðar- innar nefnist bresk heimildar- mynd um mikilvægi votlendis fyrir lífríki jarðarinnar og þær hættur sem að því steðja. Einn- ig er fjallað um þau úrræði til Útvarp kl. 20:40: bjargar votlendinu sem hægt er að grípa til, sé viljinn fyrir hendi. Sýning myndarinnar hefst kl. 22.00. Pýðandi er Jón O. Edwald. Sjónvarp kl. 21:15 Sjónvarp kl. 20.35: Nú kemur í I jós hver greiðir ferjutollinn ■ Lokaþáttur breska fram- haldsmyndaflokksins Hver greiðir ferjutollinn verður sýndur í kvöld kl. 21.15. f síðasta þætti samþykkti Nikos að halda veitingastaðn- um og gera bandalag við Alan Haldane, sem hafði ákveðiö að vera áfram í Krít hjá fjöl- skyldu sinni. Allt féll í Ijúfa löð með hjónakornunum ungu og barnabarn Haldanes hefur tek- ið ástfóstri við hann. Annika hélt heilmikla veislu til að fagna jáyrði Nikosar en hún hafði hönd í bagga með að sannfæra hann um ágæti hug- myndar Haldanes. En hann á skæða óvini á Krít og móðir Anniku þreytist seint á að brugga launráð gegn honum. Matheos, sá leiðitami og ást- fangni þrjótur, ákvað að koma honum fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll og gerði bremsu- búnað bifreiðar hans óvirkan. En hann gerði sér enga grein fyrir afleiðingum gerða sinna og í staðs þess að myrða Hald- ane myrti hann fjölskyldu hans. Nú á Haldane enga fjöl- skyldu og mun þátturinn í kvöld leiða í ljós hvort hann gistir Krít áfram. En móðir Anniku verður vonandi að súpa seyðið af gerðum sínum. Með aðahlutverk fara Jack Hedleyl og Betty Arvaniti. Þýðandi er Jón O. Edwald. ■ Nú eru liðin um 25 ár síðan leysirinn (laser) var uppgötvaður. í margra hug- um tengist leysigeislinn stjörnustríði og dauðageisl- um. Og leysirinn er notaður sem vopn. í Falklandseyja- stríðinu léku sprengjur sem stýrt var með leysi mikilvægt hlutverk í lokahrinunni við Port Stanley. í heimildarmyndinni Von- arglæta (Ray of Hope) scm sýnd verður í sjónvarpinu kl. 20.35 í kvöld sjáum við að leysirinn er líka notaður til friðsamlegra hluta. Hann er notaður við augnaðgerðir og við almennar skurðlækning- ar, hægt er að fjarlægja með honum húðflúr og losa um blóðtappa. Leysiplötuspilar- ar hafa einnig rutt sér til rúms og svona mætti lengi telja. Nú hefur Bandaríkjafor- Hvað beið þeirra sem eftir lifðu? Hiroshima var friðsæl borg... ■ Leysiplotuspilarar hafa mjög rutt sér til rúms að undanförnu, enda eru hljómgæði slíkra spilara einstök. Er leysirinn vonarglæta framtíðarinnar? seti fært leysinn i átt til að skjóta niður sovéskar eld- leysitækni. mínútur í sýningu og þýðandi stjörnustríðs með áætlun um flaugar og gervitungl með Heimildarmyndin tekur 40 er Bogi Arnar Finnbogason. ■ Hinn 6. ágúst var látið til skarar skíða að hrinda í fram- kvæmd þeirri ákvörðun banda- rískra stjórnvalda að binda enda á stríðið við Japana með því að varpa nýrri og óþekktri sprengju á borgina Hiroshima. Hiroshima var friðsæl borg sem hafði sloppið blessunar- lega við stríðsátök. Afleiðing- arnar urðu hrikalegar og enn þann dag í dag eru þær að koma í ljós. Þremur dögum síðar endur- tóku Bandaríkjamenn fjölda- morðin yfir borginni Nagasaki, sem þó varð ekki eins illa úti. Allar götur síðan hefur mannkyninu staðið ógn af þeim óhemjukrafti sem í kjarnorkunni býr, en þeir sem ráða gangi mála í henni veröld hafa ekki ldfið sér segjast og halda áfram að vígbúast af kappi og hanna öflugri vopn. I kvöld kl. 20.40 verður á dagskrá útvarps síðari þáttur- inn í minningu þess að 40 ár eru síðan kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Fyrri þátturinn var á dagskrá síðastliðið þriðj udagskvöld, en þá voru liðin nákvæmlega 40 ár frá því að sprengju var varpað á Hiroshima. í þessum þætti verður fyrst og fremst fjallað um endur- minningar þeirra er lifðu af kjarnorkuárásina, reynslu þeirra og áhrif á ævi og störf. Einnig verður staldrað við og litið til nútímans. Hefur mannkynið lært af atburðun- um í Japan fyrir 40 árum? Umsjónarmenn þáttanna eru Emil Bóasson og Ragnar Baldursson. ■ Hvað gera Annika og Haldane nu? Þriðjudagur 13. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Freftir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Til- kynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurfekinn þátt- ur Guðvarðar Más Gunnlaugsson- ar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfegnir. Morgunorð - Jón Ólafur Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Matthías" eftir Barbro Llnd- gren Sigríður Sigurðardóttir les þýðingu sína (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugreinar dagblaöanna (utdr.). Tónleikar. 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður Sigurðardóttir á Jaðri sér um þáttinn. RÚVAK. 11.15 í fórum mínum Umsjón: Ingi- mar Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. fónleikar. . 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Heiðdis Norðfjörð. RÚVAK. 13.40 Létt lög. 14.00 „Lamb“ eftir Bernard Mac- Laverty Erlingur E. Halldórsson les þýðingu sína (5). 14.30 Miðdegistónleikar a. Lítil sin- fónia eftir Benjamin Britten. St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur; Neville Marriner stjórnar. b. Holberg-svíta op. 40 eftir Edvard Grieg. Norska kammersveitin leik- ur; Terje Tönnesen stjórnar. 15.15 Út og suður Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15,45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Upptaktur - Sigurður Einars- son. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Hvers vegna, Lamia?“ eftir Patriciu M. St. John Helgi Eliasson les þýðingu Benedikts Arnkelssonar (5). 17.40 Siðdegisútvarp - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Sviti og tár Guðrún Jónsdóttir stjórnar þætti fyrir unglinga. 20.40 40 ár. Siðari hluti dagskrár í minningu þess að liðin eru 40 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiros- hima og Nagasaki. Umsjón: Emil Bóasson og Ragnar Baldursson. 21.20 Hljómsveitarsvita eftir Leos Janacek Nýja strengjasveitin leik- ur; Josef Vlach stjómar. (hljóðritað átónleikum 1983). 21.45 Utvarpssagan: „Theresa" eftir Francois Mauriac Kristján Árnason þýddi. Kristín Anna Þórar- insdóttir les (11). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Leikrit: „Boðið upp á morð“ eftir John Dickson Carr. Fimmti þáttur endurtekinn: Hefndin ersæt. Þýðing, leikgerð og leikstjórn: Karl Ágúst Úlfsson. leikendur: Hjalti Rögnvaldsson, Jón Hjartarson, Helga Þ. Stephensen, Jón Sigur- björnsson, Guðmundur Ólafsson, Kristján Franklín Magnús, María Sigurðardóttir, Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason, Aðalsteinn Berg- dal og Arnar Jónsson. 23.30 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart Atriði úr „Töfraflautunni". Roland Bracht, Siegfried Jerusalem, Edita Gruberova, Lucia Popp og fleiri syngja með kór Ríkisóperunnarog Sinfóníuhljómsveit útvarpsins í Munchen; Bernard Haitink stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. ágúst 19.25 Sól og strönd Fjórði þáttur, og teiknimynd um Millu Maríu. (Nor- dvision - Danska sjónvarpið) Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Vonarglæta (Ray of Hope) Bresk heimildamynd um leysi- geisla og margvislega notkun þeirra, bæði til góðs og ills. Þýð- andi Bogi Arnar Finnbogason. 21.15 Hver greiðir ferjutollinn? Lokaþáttur. Breskur framhalds- myndaflokkur í átta þáttum. Aðal- hlutverk: Jack Hedley og Betty Arvaniti. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Verndum votlendi jarðarinn- ar (Saving the World's Wet Lands) Bresk heimildamynd um mikilvægi votlendis fyrir Iffriki jarðarinnar og þær hættur sem að því steðja. Einnig er fjallað um þau úrræði til bjargar votlendinu sem hægt er að grípa til, sé viljinn fyrir hendi. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 13. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Páll Þorsteinsson 14.00-15.00 Vagg og velta Stjórn- andi: Gísli Sveinn Loftsson 15.00-16.00 Með sinu lagi Stjórn- andi: Svavar Gests. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson 17.00-18.00 Frístund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.