NT - 13.08.1985, Blaðsíða 7

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. ágúst 1985 7 ■ Rafstöðvarstífla og vélarhús við Melsá, hjá Mel í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Stöðin er ekki lengur í notkun. Mynd: Einar Hannesson. Heimilisrafstöðv- ar í vexti á ný menn eru mannlegir eins og hver annar. Okkur hlýtur að renna í skap eins og flestum öðrum mönnum og endalaust er ekki hægt að standa í strögli við fólk misjafnlega á sig kom- ið og sumt hvert „ströglara af Guðsnáð" og finnur sér allt til að þrasa út af. Undantekning- arlaust þegar eitthvað það skeður að kalla þurfi til lög- reglu þá eru fyrir á vettvangi aðilar einn eða fleiri sem allt vita talsvert mikið betur hvern- ig leysa skulu og að málum unnið og oft á tíðum er ekki vinnufriður fyrir þessu fólki. Er það nema von að verk okkar séu gagnrýnd? f>að er vart lögreglunni að kenna að afskipti skuli þurfa að hafa af einu og öðru. Pað hlýtur að vera borgarans sjálfs og undir hverjum og einum komið hvort hann aðhefst eitthvað það sem óæskilegt er talið. Lögreglumenn í heild tel ég starfi sínu vaxna og leysi sín verk þannig af hendi að þau þoli gagnrýni, enda á það að vera. Það hlýtur ætíð að vera svo að finna má einn og einn gikk innan um bæði í stétt lögreglu- manna sem öðrum stéttum. Ætíð geta orðið mistök og slys. Hendir það fleiri en lög- reglumenn því miður. En stétt- ina má ekki dæma af slíku. Ég tel mig hafa talsverða reynslu varðandi löggæslumál, en þó er maður ætíð að læra og reka sig á eitthvað nýtt í þeim efnum. Á sínum tíma var ég barinn í andlitið og nefbrotinn er ég var að skyldustörfum. Menjar þess mun ég bera. Ekki varð ég var við að það væri mál á síðum dagblaða né í fréttum Ríkisútvarpsins. Ekki minnist ég þess að mynd af mér með glóðarauga væri heldur birt lesendum blaða til umhugsun- ar. Mál þetta fór ekki með neinum hraða „Skaftamálsins“ í gegnum kerfið og hverjar skyldu lyktir þessa hafa orðið? Mér virðist það orðin stað- reynd að máli skipti hver á hlut að máli og hvaða aðstöðu hann nýtur. Því verður ekki á móti mælt. Það virðist sem maður þurfi lögfræðing á hverjum fingri og dugar vart til því þeir eru ekki óskeikulir frekar en aðrir menn. Sauðárkróki í byrjun ágústmánaðar Guðmundur Óli Pálsson ■ Nokkuð víða hér á landi má sjá aflögð mannvirki í sambandi við einrafstöðvar. Er þetta oft stífla og liús rafstöðvar, en margar heimilis- rafstöðvar risu á fyrra helm- ingi þessara aldar. Nýtt var fallið í ám og lækjum í fjall- lendi eða þetta voru rennslis- virkjanir. Byggð var stífla og vatn leitt í pípu til hverfilsins. Eftir að raforka frá sam- veitum kom til sögunnar í vaxandi mæli lögðust þessar rafstöðvar niður enda of litlar til að þess að mæta aukinni orkuþörf heimilis og búrekst- urs eða að þær hreinlega gengu úr sér. Eigi að síður eru margir aðilar í sveitum landsins sem enn nýta þessa heimafengnu ,orku. Má þar til dæmis nefna býlið Borg í Miklaholts-. hreppi. Þar var virkjað fyrir um 30 árum, en nokkrir lindarlækir voru leiddir á hentugan stað heirna við bæ að Borg. Afl þessara vatns- flutninga gefur 25 kílóvatta orku, sem fullnægt hefur í 30 ár heimilisnotkun og öðrum búsrekstri að Borg. Hverfill- inn, sem notaður hefur verið öll þess ár, kom frá virkjun sem var á sínum tíma við Hafnarfjarðarlæk, en þar var unnið brautryðjendastarf á þessu sviði. Hverfillinn hafði verið notaður þar í 40 ár og síðan í 30 ár að Borg og má því segja að hann hafi reynst vel. Sumstaðar við rennslis- virkjanir sem aflagðar hafa verið, hefur þess ekki verið gætt sem skyldi, að opna göngufiski leið upp á eða læk, sem virkjað var við. Úr þessu þarf að bæta og taka fleka eða borð úr vatnsrás í stíflu eða opna fiski með örðum hætti leið um mannvirkið. Eins og kunnugt er, er skylt, ef stífla er reist í veiðivatn, að halda opinni leið um þessa hindrun. Áhugi er á ný vaknaður fyrir einkarafstöðvum á sein- ustu árum. Nokkrir tugir slíkra stöðva munu hafa risið eða eru í undirbúningi. Þessi enkennilega þróun, mitt í hinni öflugu samrafvæðingu um byggðir landsins, stafar af því að raforka var á samveitu er orðin of dýr, segja þeir aðilar sem núna reisa heimilis- rafstöðvar. EH okkur að minnast þess að við getum ekki flúið undan Sprengjunni - við erum hvergi óhult sama hvar við búum á jarðríki - það er það hrikaleg- asta í þessu öllu.- Þess vegna verðum við að taka höndum saman og reyna að afstýra þessu brjálæði með einhverju móti. Þó ekki væri nema vegna barnanna okkar sem erfa þessa kolbrjáluðu veröld. Er ekki betra að vera virkur í baráttu í dag en geislavirkur og/eða dauður á morgun? Margrét Rún Guðmundsdóttir Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Framkvstj.: Guðmundur Karisson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Steinullarverksmiðjan ■ Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er nú að hefja starfsemi sína. Þar var ráðist í það af stórhug og framsýni að reisa verksmiðjuna og hafa heima- menn haldið fast á sínum hlut. Verksmiðjunni er ætlað að keppa við erlenda framleiðslu á einangrunarefnum og er því fyllsta ástæða til þess að hlúa að starfseminni og fylgjast náið með henni fyrstu skrefin. Steinullarverksmiðja á Sauðárkróki eykur enn á fjölbreytni atvinnulífs í bænum nú þegar prófunum á tækjum verður lokið og full framleiðsla hafin. Sauðárkrókur er glöggt dæmi um bæjarfélag framsýnna samvinnumanna og NT óskar bæjarbúum til hamingju með þennan merka áfanga í atvinnusögu staðarins og þjóðarinnar. Hvar eru tillögurnar? ■ Lögregiumenn hafa nú haft hendur í hári glæpa- flokks tilræðismanna við samfélag okkar, eiturlyfja- sala og fylgifiska þeirra. Óaldaflokkur þessi hefur fjármagnað eiturkaup og sölu með innbrotum inn á heimili fólks á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Það vekur athygli landsmana, að í hópnum er að finna margdæmda menn og fræga ferðalanga á glæpabrautum og hér er því enn vísað til þeirrar staðreyndar, að íslenskt þjóðfélag og dómskerfi virðist taka tiltölulega létt á þessu fólki og alls ekki í samræmi við hinar grafalvarlegu afleiðingar eitur- lyfjasölu og -dreifingar. Tilræðismenn við samfélag okkar ganga því lausir eftir afplánun smávægilegrar refsingar eða greiðslu á sektum og halda áfram að sækja eitur til útlanda og selja ungmennum hér á landi. NT hvetur til þess, að tillögur nefndar, sem skipuð var til þess að gera tillögur um aukið viðnám við eiturflóði inn í landið.verði dregnarfram í dagsljósið. Þar er ekkert hægt að bera vjð peningaleysi. Ef við höfum ekki efni á því að bægja tilræðismönnum frá unga fólkinu í landinu, en höfum efni á því að byggja seðlabankahallir áöðru hverjugötuhorni, ervandséð til hvers við erum að halda saman hér samfélagi siðaðra manna. Hver borgar og fyrir hvað? ■ Vellauðug samtök grænfriðunga hafa efni á því að halda úti skipí sínu Síríusi í Reykjavíkurhöfn tii þess að koma í veg fyrir veiðar íslendinga á hvölum í vísindalegum tilgangi. Með veiðunum á meðal annars að færa heim sönnur á því að ekki sé gengið of nærri hvalastofni hér við land. Það hlýtur að vera okkur íslendingum umhugsunarefni, að rúmlega tuttugu manna áhöfn skipsins situr á fullum launum á bryggjupollum í Reykjavík og einhver hefur efni á að greiða þrjátíu þúsund krónur á dag í hafnargjöld fyrir skipið. Lesendur NT eru hvattir til þess að ræða við þá Síríusmenn um þessa þætti málsins og eiginlegan tilgang ferðar þeirra hingað til lands.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.