NT - 13.08.1985, Blaðsíða 23
„Stekk til
að vinna“
sagði Evrópumethafinn
■ „bg stekk til ao vmna og
miðað við aðstæðurnar í dag var
ekkert vit í að láta hækka rána
frekar," sagði Patrick Sjöberg,
Svíþjóð, eftir að lrafa unnið
öruggan sigur í hástökkinu.
Stökk 2,26 m, en hann á Evr-
ópumetið í greininni, 2,38.
„Það var kalt í veðri í dag og
hvasst. Brautin var einnig léleg
og auk þess var ég með vott af
hita. Svo meiddi ég mig í öklan-
um um daginn og er ekki alveg
búinn að ná mér, “ sagði
Sjöberg.
„Næsta mót sem ég tek í
verður sænska meistaramótið
um næstu helgi," sagði Svíinn
leggjalangi að lokum.
NT-mynd: Sverrir.
Patrick Sjöberg lét sér 2,26 nægja, enda sigurinn í höfn
- sagði Oddur Sigurðsson sem vann 400 m
■ „Ég
er mjög ánægður með
sigurinn því ég var hálfsmeykur
um að geta ekki verið með í
hlaupinu, vegna þess að ég togn-
aði lítillega í lærinu fyrir viku.
Hef ekkert getað æft þessa síð-
ustu daga," sagði Oddur Sig-
urðsson, Norðurlandamethafi í
400 metra hlaupi.
„Ég ákvað að keyra bara af
stað og gera eins vel og ég gæti.
Annað hvort myndi ég þá halda
þeirn fyrir aftan mig eða þeir
myndu rúlla fram úr mér. Þegar
ég kom í seinni beygjuna náði
ég svo góðu forskoti.
Það var gaman að hlaupa í
dag, fyrir framan svona marga
áhorfendur," sagði Oddur Sig-
urðsson.
Oddi stendur til boða að taka
þátt í heimsmótum stúdenta í
Japan síðar í sumar og sagðist
hann ekki vera búinn að ákveða
hvort hann færi þangað. „Það er
líka möguleiki á að ég fari eitthvað
annað," sagði Oddur.
Seinni dag keppninnar keppti
Oddur í 200 m hlaupi og varð þá
að láta sér lynda 3. sætið. Hljóp
á 21,61.
•) wt í \
>,<>•> V-:
kasti, á eftir Tríne Solberg,
NT-mynd: Árni Bjarna.
Gaman að vinna vegna áhorfenda
er, frábær árangur hjá Helgu.
„í vetur hef ég lagt aðal-
áhersluna á 100 metra grindina
en reikna með að fara að æfa
fyrir 400 metrana næsta vetur,
því mér hefur gengið vel í því.
Þó missi ég oft niður hraða eftir
fyrstu sex grindurnar í 400 metr-
unum, því þá þarf ég að breyta
um skrefafjölda.
Nú ætla ég að hvíla mig, enda
búin að æfa og keppa síðan í
febrúar. Ætli ég fari ekki bara í
útilegu," sagði Helga Halldórs-
dóttir.
■ „Það var mjög ánægjulegt
að vinna sigur í 400 metra
grindahlaupinu, einkanlega
vegna þess hve áhorfendur voru
margir," sagði Helga Halldórs-
dóttir. í 100 metra grindinni
varð Helga svo í öðru sæti á eftir
belgísku stúlkunni Sylvia Dethi-
■ Gggert Bogason varö annar í kúlu og kringlukasti
NT-mynd: Árni Bjurnu.
\ir Þriðjudagur 13. ágúst 1985 23
LL íþróttir
Afmælismót GA
Frá Gylfa Kristjánssyni á Akurcyri:
■ Úm aðra helgi, 17.-18. ágúst, fer fram á
Jaðarsvelli á Akureyri afmælismót Golf-
klúbbs Akureyrar, en klúbburinn er 50 ára
um þessar mundir.
Keppt verður í karla-, kvenna- og ung-
lingallokkum með og án forgjafar og leiknar
36 holur.
Samhliða mótinu mun Golfklúbburinn
halda veglegt afmælishóf í Golfskálanum að
Jaðri. Laugardagskvöldið 17. ágúst verður
matarveisla af glæsilegustu gerð og vönduð
skemmtiatriði á eftir. Þá verða nokkrir
klúbbfélagar heiðraðir sérstaklega í hófinu.
Úrslitakeppni 4. deildarinnar:
ÍR vann Hafnir
■ Reynir sigraði Sindra 5-1 í úrslitakeppni
4. deildar um helgina. I hálfleik var staðan
2-1.
Örn Viðar Arnarson skoraði tvö fyrir
heimamenn og það gerði Björn Friðþjófsson
reyndar líka, bæði úr vítum. Garðar Níels-
son skoraði eitt mark. Elvar Grétarsson
skoraði eina mark Sindra. Vaskur frá Akur-
eyri er einnig í þessum riðli úrslitakeppninn-
ar.
Á föstudag sigraði IR Hafnir 4-3 í hinum
riðlinum. Gunnar Björnsson, Jón Þorkels-
son og Valur Ingimundarson skoruðu fyrir
heiinamenn. Hlynur Elísson, Bragi
Björnsson, Sigurfinnur Sigurjónsson og Páll
Rafnsson skoruðu mörk IR. Augnablik er
þriðja liðiö í riðlinum.
GW^LP
er nýr matvörumarkaður í Garðabæ, sem leggur
aðaláherslu á vandað kjötborð og mikið vöruval
Allar vörur á lágmarks verði
G^RÐ^KAÞ