NT - 13.08.1985, Blaðsíða 6

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 6
Guðmundur Óli Pálsson: Ein stærsta meinsemd þjóð- félags vors er stjórnleysi ■ Vera má að það sé að bera í bakkafullan lækinn að leggja orð í belg varðandi svonefnt „Skaftamál". Mér virðist að mál þetta sé komið í þann farveg að haft geti afdrifaríkar afleiðingar varðandi fram- kvæmd löggæslunnar bæði hvað áhrærir hinn einstaka lög- reglumann svo og yfirstjórnina alla og ekki síst hinn almenna borgara. Mál Skafta Jónssonar er að mörgu leyti sérstætt nokkuð og ætla ég að þar sannist hið fornkveðna að; „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Að einn frakki skuli hafa verið upphaf alls þess er á eftir gekk. Mér er spurn hvort umræddur frakki hafi veri íslensk framleiðsla eða hvort hann hafi verið inn- fluttur og þá af hverjum? Ég minnist þess ekki að hafa séð auglýsingu varðandi frakka- tegund þessa og er furðulegt nokkuð því minna hálmstrá hefur verið gripið á lofti til framdráttar sér og sínum í öllu auglýsingaflóðinu er yfir dynur bæði í tíma og ótíma. Hvergi hef ég séð það hvort hinn týndi frakki komst aftur í hendur síns rétta eiganda. Þó frakkagarmurinn liafi gleymst í hita bardagans þá sáu fjölmiðlar (líklega DV hvað mest með Tímann eða NT á hælum sér) um að nafn Skafta og afleiðingar þess að hann týndi frakka sínum væru landslýð ljós og hversu illa lögreglumenn hefðu leikið blaðamanninn Skafta Jónsson. Skafti var upphafinn sem fórn- arlamb „lögregluofbeldis" al- saklaus borgari á heimleið af skemmtistað, en varð fyrir því óláni að frakki hans fannst ei í fatahengi Þjóðleikhúskjallar- ans er hann skyldi gegrta hlut- verki sínu og skýla eiganda um dimma og kalda vetrarnótt. Það gefur augaleið að slíkt sem það að finna ekki yfirhöfn sína getur haft afdrifaríkar af- leiðingar, en það mun fátítt nokkuð að kalla þurfi til lög- reglu þó yfirhöfn í fatahengi skemmtistaða finnist ekki í augnablikinu er eigandi hyggur á heimferð. Hinsvegar hygg ég það einsdæmi að aðila 'slíks máls þurfi að fjarlægja af vett- vangi í handjárnum vegna ofsa síns og æsings. Hver getur láð manni sem lendir í slíku þó hann skammist sín eftir á, reyni að gera málstað sinn sem bestan og kenni öðrum um ófarirnar. Staðreynd þessa máls hlýtur að vera sú að Skafti Jónsson sé upphafsmaður alls þess er á eftir fór, en ekki lögreglu- mennirnir er á vettvang voru sendir. Eftir framkomu og hegðun aðila á vettvangi varð að afgreiða málið af hálfu lög-, reglumannanna. Málið virðist ekki hafa verið hægt að sjatla og afgreitt því miðað við stöðu þess sem og rétt var. Það er ætíð slæmt þegar fólk fær höfuðáverka því það getur orðið hættulegt upp á heila- starfsemina að gera og skaddist heilinn og starfsemi hans fer úr skorðum verður vart ráðin bót á því síðar meir. Ég finn lítið til með Skafta þó hann fengi glóðarauga og aðra pústra. Hann hefur ekki við neinn að sakast nema sjálf- an sig, eða hver var þess valdur að kölluð var til lögregla? Það finnst mér öllu alvarlegra að starfsfélagi minn og nafni skuli hafa fengið á sig dóm vegna þess að hann er talinn hafa ekki gætt Skafta nægjanlega eftir að hann hafði á honum hönd. Það getur hafa verið yfirsjón hans að hafa ekki stungið rist sinni undir höfuð hins handtekna það hefði verið betri kostur en láta hann slá höfði sínu í kalt og hart gólf lögreglubifreiðarinnar, að vísu hefði þetta getað kostað mar á eina tá eða svo, en það eru smámunir miðað við marga pústra er við lögreglumenn verðum fyrir við störf okkar. Rétt er það að okkur lög- reglumönnum ber að gæta handtekins manns og ætla ég að við gerum það eftir föngum, en það er mjög erfitt hvað suma menn áhrærir því þeir berjast um á hæl og hnakka og reyna að skaða sig til að sýna áverka síðar meir, kenna þá lögreglunni um slæma meðferð á sér en upphefja sjálfa sig um leið og segjast hafa verið hirtir alsaklausir og að ástæðulausu. Því miður eru mörg svona atvik til. Við svona menn er ekki nema tvennt að gera, annað- hvort að leyfa þeim að skaða sig bótalaust eða þá að ráðu- neyti og yfirmenn löggæslunn- ar heimili að aðilar sem þessir verði reyrðir niður sem stóð- hestar við geldingu þá er af þeim þarf að hafa afskipti og að sé það gert í tíma og rétt að farið ætti slíkt að koma í veg fyrir stórmeiðsli. Skrif DV um Skaftamálið og mál löggæslunnar í heild eru aðstandendum þess vart til sóma. Leiðaragrein Jónasar Kristjánssonar í blaði sínu þriðjudaginn 23. júlí sl. ber yfirskriftina „Lögregluofbeld- ið“. Grein þessi er að mínu mati sóðaskrif sem eiga engan rétt á sér, en ætla mætti að hún lýsti á hinn bóginn slæmu innra ástandi höfundar. Við íslend- ingar búum sem betur fer ekki í lögregluríki né við ofsóknir löggæslu. Hinsvegar má vera að lögreglan hafi afskipti af mörgum þeim sem ætla sér lengra en æskilegt getur talist og telja sér nánast alla hluti leyfilega án afskipta annarra. Kæmust þessir aðilar upp með það er þeir ætluðu sér væri þess ekki langt að bíða að þjóðfélag vort tvístraðist, yrði sjálfu sér sundurþykkt og liði undir lok. Vera má að það séu einmitt þessir hlutir sem rit- stjórinn og hans álíka eru að óska eftir. Ég álít að ein stærsta meinsemd þjóðfélags vors sé stjórnleysi, en í kjölfar þess fylgir agaleysi, virðingarleysi á flestum sviðum og heimtu- frekja sem engum er til góðs, en flestum til bölvunar og öll- um er fram líða stundir. Undanfarin ár má segja að DV hafi helgað sig einkum tveimur málaflokkum; þ.e. landbúnaðarmál og mál lög- gæslunnar. Heilbrigð gagnrýni er öllum nauðsynleg, en slíku er ekki til að dreifa í þessu sambandi því um hvorugt þess- ara mála er fjallað af þekkingu né raunsæi og allra síst af sanngirni. Heldur ræður þar ríkjum einstrengingshátt- ur, vísvitandi rangfærslur og nánast ofsóknir oft á tíðum á hendur þessara tveggja aðila. Mætti álíta að höfundar þess- ara skrifa væru sjúkir bæði á sál og líkama og þó öllu ver á sig komnir sálarlega. Ætla mætti að þeir fyndu fyrir hrörn- uninni og teldu hana stafa af neyslu landbúnaðarvara og af- skiptum lögreglu. Allir er að löggæslumálum starfa, og margir fleiri sem betur fer, vita að starf lögreglu- manns er vandunnið svo vel fari og vart svo að öllum líki. Á vettvangi þurfa lögreglu- menn oftar en hitt að taka skjótar ákvarðanir og það oft örlagaríkar á fáeinum augna- Eg álít að ein stærsta meinsemd þjóðfélags vors sé stjórnleysi, en í kjölfar þess fylgir agaleysi, virð- ingarleysi á flestum sviðum og heimtufrekja sem engum er til góðs en flestum til bölvunar og öllum er fram líða stundir Þridjudagur 13. ágúst 19§5 6 Staðreynd þessa máls hlýtur að vera sú að Skafti Jónsson sé upp- hafsmaður alls þess er á eftir fór, en ekki lögreglumennirnir er á vettvang voru sendir blikum og gott þykir að geta talið tímann í mínútum. Ákvarðanir þessar og gerðir lögreglumanns og manna sem teknar eru á fáeinum augna- blikum eru síðan lögfræðingar og dómarar að dunda sér við að ákvarða réttmæti á á næstu, vikum, mánuðum og jafnvel árum. Oftar en hitt er leitast við að finna höggstað á ákvarð- anatöku lögreglumannsins og það er vel, en ekki ætíð jafn réttlátt. Ég hef ekki séð dóm Hæsta- réttar varðandi mál Skafta Jónssonar, en miðað við frétta- flutning fjölmiðla nú að undan- förnu og eins og áður, leyfi ég mér að efast um réttmæti hans. Fordæmi fyrir honum hygg ég engin vera og hann er mjög veikur þar sem tveir dómarar af fimm voru honum andvígir og þriðji dómarinn einnig er málið féll í undirrétti þar sem lögreglumennirnir voru sýkn- aðir. En skyldi ríkissaksóknari fá rós í hnappagatið fyrir sína framgöngu í málinu? Nú á dögum tíðkast það nokkuð að eitt og annað á vegum ríkisins sé boðið út eða selt. Ef löggæslan væri innt af hendi samkvæmt útboði væri dómur Hæstaréttar skiljanleg- ur. En nú er það svo að: „Ríkis- valdið heldur uppi starfsemi lögregluliðs, sem hefur það verkefni að gæta almanna- öryggis og halda uppi lögum og reglu...“. í lögum um með- ferð opinberra mála segir svo: „Lögreglumönnum ber að sýna árvekni í starfa sínum og kunna glögg skil á ábyrgð þeirri, sem starfa þeirra fylgir. Hlutverk þeirra er að halda uppi lögum og reglu, greiða götu manna, þar sem það á við, stemma stigu við ólög- mætri hegðun og vinna að uppljóstrun brota, sem framin eru og vera rannsóknardómara til aðstoðar í hvívetna.“ Enn fremur segir: „Lög- reglumenn skulu gæta þess í störfum sínum, að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjá- kvæmilegt er, eftir því sem á stendur. Ekki mega þeir beita sakaðan mann neins konar harðæri fram yfir það, sem nauðsynlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lög- mætum aðgerðum, svo sem hót- unum o.s.frv. Nú telur maður sig sæta ólögmætum harðræð- um af hendi lögreglumanns, og á hann þá rétt á því að koma fyrir yfirmann lögreglumanns- ins, svo fljótt sem kostur er, og bera fram kvörtun fyrir honum.“ Enn ætla ég að vitna til sömu laga, en þar segir: „Ríkissjóður ábyrgist jafnan greiðslur bóta, en kröfur á hann á hendur dómara eða öðrum, ef telja má þá hafa með ásetningi eða stórkostlegu gáleysi valdið aðgerðum þeim, sem krafa var reist á, eða framkvæmt þær með sama hætti.“ Samkvæmt þessu hlýtur ríkissjóður að bera ábyrgð á gerðum lögreglumanna og þar af leiðandi að vera ábyrgur vegna bóta er kunna að vera gerðar og dæmdar til þess sem misgjört er við. Ríkissjóður hlýtur einnig að eiga kröfurétt á þann starfs- mann sinn er málið rís út af og sá maður hlýtur að verða að gera grein fyrir sínum gerðum við sína húsbændur og yfirboð- ara. Vegna þessa sætti ég mig ekki við dóm Hæstaréttar í Skaftamálinu. Það má rétt vera að Skafta skyldi vera dæmdar bætur fyrir pústra sína, en ekki úr hendi lögreglumannsins heldur úr ríkissjóði. Ríkis- sjóði, dómsmálaráðuneyti og viðkomandi embætti bar síðan að afgreiða málið gagnvart lög- reglumanninum. Ætla ég að um þetta snúist málið og and- staða lögreglumanna almennt, en ekki það að Skafta Jónssyni skyldi dæmdar bætur fyrir eitt glóðarauga og eilítið meira. Það er vitað að lögreglu- Tökum höndum enn og aftur saman - staðreyndirnar eru hrikalegri en svo að við getum lokað augunum og afgreitt þær sem eitthverf helv. kjarnorkukjaftæði ■ Það er hjákátlegt en jarð- arbúar og þá sérstaklega íbúar iðnríkjanna og annarra auð- ugra ríkja lifa bestu en jafn- framt verstu tíma mannkyns- ins. Bestu að því leyti að tækninni hefur fleygt fram með þeim afleiðingum að líf okkar er orðið þægilegra en forvera okkar. Og þótt víða sé pottur brotinn hafa náðst fram ýmis mannréttindi og menn hafa jafnari möguleika á að láta drauma sína rætast en á öldum áður, konur horfa fram til aukins jafnréttis á við karla, svörtum hefur orðið nokkuð ágengt í réttindabaráttu sinni o.s.frv. Og verstu því einmitt tæknin hefur getið af sér skelfi- legt afkvæmi sem getur orðið banabiti allra jarðarbúa á að- eins einni nóttu - Sprengjuna. Ég hef aldrei getað skilið röksemdir þeirra manna sem halda því fram og virðast trúa því að vopnin tryggi friðinn og að kjarnorkuvopnajafnvægi milli risaveldanna sé eina leið- in til að koma í veg fyrir að þessum ólýsanlega skelfilegu vopnum verði beitt. Mérfinnst þetta hrikalegt dæmi um það hvernig menn geta lokað aug- um fyrir borðleggjandi og margítrekaðri staðreynd um mátt Sprengjunnar sérstaklega með það í huga að mannleg mistök - sem eru svo ríkur þáttur í mannlegu eðli - geta orðið til þess að allt kjarnorku- vopnakerfið fari af stað og pang - allt sem forfeður okkar og formæður og við sj álf höfum byggt upp, öll menning okkar, svitinn, tárin og gleðin og von- in fyrir bí og hamingjan hjálpi þeim sem hljóta þau villimann- legu örlög að lifa sprengjurnar af og þurfa að heyja lífsbaráttu sína meðal sporðdreka og rotta í nístingsköldum kjarnorku- vetrinum. í liðinni viku komu í heim- ■ sókn til íslands tveir Japanar í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Annar þeirra er í hópi svokallaðra Hibakusha - þeirra sem lifðu kjarnorkuár- ásirnar af - 66 ára og þjáist af brjósklosi og er illa brunninn á baki. En það er ekkert miðað við sárin sem sálin hans hefur hlotið sem við sem höfum ekki gengið í gegnum viðlíka hörm- ungar getum sjálfsagt aldrei skilið. Túlkurinn hans sagði mér frá því að hann hefði Jiðið miklar sálarkvalir vegna þess að þegar sprengjan féll í Hiro- shima var hann við störf í hernum og gat ekki komið slösuðum og örvæntingarfull- um börnum og fullorðnum til hjálpar því engin hjálpargögn voru til staðar. „Hermaður, skjóttu mig“, hrópaði sært fólk til hans og innan um svarta regndropana sem féllu í sveppalöguðu skýinu voru alls staðar eldar og fólkið, sem hitinn var bókstaflega að kála, hljóp í árnar eða upp til fjalla. Þetta var í tveggja kílómetra fjarlægð frá sprengjumiðjunni en í miðjunni sjálfri fuðraði fólk upp og ekkert stóð eftir nema svartur skuggi. Hinn er 41 árs læknir sem hefur sérhæft sig í lækningu Hibakushanna. Hann segir að krabbamein sé þrisvar til fjór- um sinnunt algengara í þeirra hópi samanborið við aðra Jap- ana og þeir þjáist í ríkara mæli af alls kyns hrörnunarsjúk- dómum svo sem liðagigt og brjósklosi. Þessi læknir og starfsbræður hans eiga mikið ógert, því enn á meðal annars alveg eftir að rannsaka af- kvæmi Hibakushanna í þeim tilgangi að kanna hvort ein- hverjar breytingar á erfðaeig- inleikum þeirra hafa átt sér stað. Og þessi 41 árs læknir myndi væntanlega sjálfur taka þátt í þeirri rannsókn því faðir hans er sjálfur Hibakushi. Um 200.000 þúsund óbreytt- ir borgarar fórust í kjarnorku- árásunum á Hiroshima og Nagasaki fyrir 40 árum en í dag eru sprengjurnar sem kjarnorkuveldin búa yfir mill- jón sinnum öflugri. Þetta er hrikaleg staðreynd sem við verðum að horfast í augu við. Og þótt sum okkar grípi ósköp eðlilegur leiði ogviðlýsum því yfir að við nennum ekkr að láta allt þetta kjarnorkukjaftæði með tilheyrandi ofsahræðslu eyðileggja daglega sálarró okkar þá er kannski vert fyrir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.