NT - 13.08.1985, Blaðsíða 9

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 9
Plötudómar Þriðjudagur 13. ágúst 1985 9 Hrá og rokkuð í liúlum Ipik — Mannaknrn I Ijúfum leik - Mannakorn ■ Hljómsveitin Mannakorn hefur í gegnum tíðina skipað veglegan sess í íslensku tónlist- arlífi, en heldur hefur verið hljótt um hljómsveitina á síð- ustu árum. Úr því rættist um miðjan síðasta mánuð, en þá kom út ný Mannakornsplata. Voru þá liðin sex ár frá síðustu plötu hljómsveitarinnar. Platan í ljúfum leik, er um margt ólík fyrri plötum Mannakorns. Lagasmíðar þjóðarskútan upp í hugann þegar hlustað er á það lag og ekki væri vitlaust að láta Mannakorn flytja lagið við þingsetningar héðan í frá. Hér að framan sagði ég að platan í Ijúfum leik, væri rokk- uð en Magnús er blúsari og heldur því áfram á þessari plötu. Alltaf er stutt í blústakt- inn og stöku lag er hrcinn blús. Greinilegt er að Magnús hefur hlustað mikið á blús og hann Stórgóð plata Limping For a Generation - The Blow Monkeys mannakorn ■ Limping For a Generation er góð plata með góðri hljóm- sveit. Tónlistin er vandað popp, en sú tegund tónlistar hefur notið mikilla vinsælda á síðustu mánuðum. Þessi tón- list er leidd af breskum lista- mönnum og helstu einkenni hennar er vandaður hljóðfæra- leikur og smekklegar útsetn- ingar. Hljómsveitin The Blow Monkeys er engin undantekn- ing þar á. Platan Limping for a Gener- ation er heilsteypt plata með góðri stígandi. Léttari lögin koma fyrst og er jassaða popp- ið nær allsráðandi á fyrri hlið plötunnar, en stutt er þó í rokkið í lögum eins og He’s Shedding Skin og Fatcat Bel- usha. Síðari hlið plötunnar hefst á tveimur poppuðum lögum, Porfessos Super Cool og perlunni The Man From Russia. Lögin þrjú sem á eftir koma eru mun þyngri og titil- lagið, Limping For a Generat- ion, er hreinræktaður jass. Lögin sem á undan komu, ruddu brautina að jassinum þannig að þróunin er eðlileg. Útsetningar The Blow Monkeys eru stórgóðar og mikið reynir á alla liðsmenn hljómsveitarinnar. Útsetning lagsins Atomic Lullaby er með ólíkindum góð. Byrjunin er róleg og takturinn einfaldur og saxafónninn seiðandi. En krafturinn ólgar og leikar æs- ast þar til sprengja springur í orðsins fyllstu merkingu. Und- ir dúndrandi sprengjugnýnum heyrast aftur ljúfu upphafstón- ar lagsins, verða þeir nú að fallegu niðurlagi. í Blow Monkeys er Robert Howard mest áberandi, reynd- ar notar hann listamannsnafn- ið Dr. Robert. Hann semuröll lög og texta fyrir hljómsveit- ina, en nýtur reyndar aðstoðar bassaleikarans, Mick Anker, við gerð tveggja laga á plöt- unni. Doktorinnspilarpínulít- ið á píanó, hann sér um allan gítarleik, rafmagnaðan sem órafmagnaðan auk þess sem hann syngur. Þó mest beri á rafmögnuð- um hljóðfærum eru þau ekki einráð. Þegar jassinn tekur völdin, leggur Anker raf- magnsbassann á hilluna og kontrabassinn tekur við. Trommarinn Tony Kiley verð- ur þá líka allur annar og með þessari plötu sannast að hann er jafnvígur á popp, jass og rokk. Saxafónleikarinn Ne- ville Henry gefur plötunni skemmtilegan blæ og leikur hans er oft á tíðum ansi húm- orískur. Hann á það til að blása léttum ska-takti inn í annars þung lög dr. Roberts. Textar plötunnar eru beittir þjóðfélagslegir textar og ljóst er að dr. Robert er mjög meðvitaður ungur maður. Hann er í fararbroddi ein- hverrar bestu hljómsveitar sem komið hefur fram á sjón- arsviðið lengi. Platan Limping For a Generation er stórgott verk og hvetur hvern þann sem heyrir að vera vel vakandi þar sem hljómsveitin Blow Monkeys er annars vegar. ÞGG (9 af 10) LJUFUM LEIK Magnúsar Eiríkssonar standa þó alltaf fyrir sínu, en nú eru útsetningarnar rokkaðri og hrárri en áður gerðist hjá Mannakorninu. Gítarinn er hafður aftar í hljóðblöndunni og á köflum hljómar Pálmi Gunnarsson eins og hann sé öskureiður. Söngurinn fellur þó vel að frekar hörðum bass- anum og trommunum, enda er Pálmi með betri söngvurum sem við eigum. Magnús Eiríksson hefur löngum þótt ágætur textahöf- undur og best tekst honum upp þar sem yrkisefnin eru sótt til samfélagsins. Svo er einnig á þessari plötu og bera textarnir börn við vorum og í Ijúfum leik vott um það. Magnús leikur sér einnig með skemmtilegar vangaveltur í textanum Hvers vegna og Heilafrysting. Svipaðar vanga- veltur eru einnig í textanum Eldur, eftir' Stein Steinarr, eina textanum á plötunni sem ekki er eftir Magnús. En ein- hver magnaðasti texti plötunn- ar er Þegar skipið sökk. Ein- hvern veginn kemur blessuð hefur gengið í smiðju J.J. Cale þegar hann samdi lagið Eldur, og þar er ekki leiðum að líkjast. Þegar ég hlustaöi fyrst á plötuna varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum, mér fannst vanta einhvern neista. En platan vann á og er reyndar enn að gera það. Upphaflega átti ég von á plötu í líkingu við I gegnum tíðina, en á plötunni í léttum leik sýnir Mannakorn á sér aðra og síst verri hlið. En það er alveg makalaust hvað umslagið er ljótt! ÞGG (8 af 10) Ágæt skemmtun Katrina And the Waves ■ Það er skrítið að lagið Walking on Sunshine hafi ekki orðið vinsælla en raun ber vitni. Lagið er létt, einfalt, melódískt og þræl-skemmti- legt. Allt útlit var því á að þar færi sannkallaður sumarsmell- ur, en vegir vinsældanna eru ekki kortlagðir fyrirfram. Reyndar er lagið Walking on Sunshine -ekki dæmigert fyrir þessa fyrstu plötu Katrina And the Waves. Lagið ber : sterkan keim af bresku ný- bylgjunni, en önnur lög plöt- unnar eru hreinræktað rokk. Katrina And the Waves er kvartett, hljóðfæraskipan er dæmigerð fyrir rokkhljóm- sveit, tveir gítarar, trommur og bassi. Leitað er fanga utan hljómsveitarinnar með orgel- leik og hluta bakradda. Liðs- menn hljómsveitarinnar eru ágætir hljóðfæraleikarar sem vita hvernig á að spila rokk. Hljóðfæraleikurinn er ágætur á plötunni og gítarsándið er virkilega skemmtilegt og Ijær það plötunni ferskan blæ. Lögin á plötunni eru einföld með grípandi laglínu. Átta af tíu lögum plötunnar eru eftir gítarleikarann Kimberley Rew. Bassaleikarinn Vince de la Cruz á hin tvö. Þetta eru ágætir rokk slagarar, en engar meiriháttar tónsmíðar. Text- arnir eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, en þó ekkert verri en gengur og gerist, ástin er ýmist í Mexíkó, á ströndinni eða þá farin í fússi. Að öðrum ólöstuðum er það Katrina Leskanich sem á mest- an þátt í að rífa hljómsveitina upp úr meðalmennskunni. Hún hefur hressandi skemmti- lega rödd og ræður bæði við hröð rokklög og ballöður eins og Cry For Me og The Sun Won’t Shine. Það er ekki hægt að segja að platan Katrina And the Waves sé tímamótaverk, enda hefur tæplega verið til þess ætlast. En þetta er skemmtileg plata, einfalt og melódískt rokk. Bestu lög plötunnar eru Red Wine And Whisky, Que Te Quiero og Walking On Suns- hine. ÞGG (74-10) Viðhöfrur kœkkað 17 // / / vextinalj / 18mánaða Sparireikningar Búnaðarbankans bera óumdeilanlega vextina. BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI TiMABÆR

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.