NT - 13.08.1985, Blaðsíða 11

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 11
 líj Þriðjudagur 13. ágúst 1985 11 LlI w Menning Maggí mín, því miður tókst mér ekki að vinna eins vel fyrir England og ég sjálf hefði óskað. Það var unnið leynilega gegn mér. En ég gerði samt mitt bezta. Maggí mín, en ég var ekki fyrr komin í mína köldu gröf 1693, en ráðherrar mínir hleypa hinum brjáluðu hugmyndum Jean Calvins inn í England. Og hvað hefur svo gerst síðan ég féll frá 1603? Maggí mín, þú og forverar þínir hafa ekki aðeins látið ensku þjóðina trúa á þessa pest Calvins, heldur hafið þið flutt hana út um allan heim. Svo þú skiljir mig betur Maggí, þá hafið þið flutt hugmyndir Jeans Calv- ins um himnaríki og helvíti nið- ur á jörðina. Hin leynilega póli- tík ykkar er sú, að 5 prósent af þjóðinni eigi að vera mjög ríkir, en 95 prósent mjög fátækir. Maggí mín, ég get ekki hugs- að mér betri samlíkingu um lífið á jörðinni og hugmyndir Jean Calvins um himnaríki og helvíti. Maggí mín, ómeðvitað eruð þið öll að reyna að framkvæma hugmyndir Calvins um himna- ríki og helvíti og gera þær að jarðneskum veruleika og það um alla jörðina. Já, Maggí niín, þið viljið hafa 5 prósent ríka og 95 prósent fátæka. Maggí mín, það er undarlegt en satt, að bæði þú, Keagan og Gorbachef, stjórnist öll af ómeðvituðum gömlum kalvin- isma, hver á ykkar sérstaka hátt. Bæði kapitalismi og len- inismi er í raun og veru ekkert annað en gamall kalvinismi þeg- ar öllu er á botninn hvolft.“ Margaret Thatcher sem setið hafði höggdofa undir ræðu hinn- ar gömlu drottningar gerði það sem hún hafði aldrei áður gert. Hún bókstaflega stamaði þess- um orðum út úr sér: „K,K,K,Kæra háttvirta drottning, viljið þér meina að ég sé bara kalvinskur kapitalisti, og, og, og að þér hafið verið kristilegur húmanisti á valda- tímabili yðar hátignar á árunum 1558 til 1603, drottning Englands?: Drottning Elízabeth I. tók aftur til orða: Maggí mín, þetta var það ■ Erasmus Roterodamus (1467-1536) grundvallaði hinn vísindalega húmanisma, ritaði margar vísindalegar bækur og þýddi Nýja testamentið úrfrum- máli sínu grískunni yfir á latínu. Frægasta bók hans er „Lofsöng- ur heimskunnar." Rituð 1508. skynsamlegasta sem nokkur forsætisráðherra brezka hcims- veldisins hefur nokkru sinni sagt fyrr og síðar. Þakka þér kærlega fyrir. Þetta var talað eins og út úr mínu eigin hjarta. Maggí mín, nú fer ég að fara aftur í mína gröf, en áður en ég fer, vil ég gefa þér góð ráð. Bráðum verður þú gömul og stirð, alveg eins og ég varð, og ég vil vara þig við læknunum, stór hluti þeirra hugsa aðeins um að verða ríkir og græða peninga með hjálp lyfjaverk- smiðjanna. Þetta er hræðilegt þegar ég hugsa um það. Ef ég hefði farið að ráðum lækna minna og tekið inn þeirra fúlu lyf, þá hefði ég lognast út af kannski 15 eða 20 árum fyrr en raun varð á. Kalvinsinnarnir vUdu mig feiga af því að þeir voru á móti minni stjórnar- stefnu. Ég vildi ekki kalvinisma. Ég barðist á móti þeim sko í andlegum skilningi. Ég reyndi að forðast stríð. Það lærði ég af Erasmusi. Og ég bjargaði VVilla okkar Shakespeare þegar Ro- bert Greene ætlaði að drepa hann af því að Willi var ekki háskólagenginn. Já, Maggí mín, ef ég hefði dáið svona 10 eða 15 árum fyrr en raun varð á, - þá hefði heimurinn aldrei eignast neinn William Shakespeare. Trúðu mér, Maggí mín, þetta er satt. Að hugsa sér, Maggí, að jafn- vel háskólarnir Oxford og Cam- bridge hafa ekki ennþá náð sér til fulls eftir heilaþvottinn af völdum kalvinismans. Þessir gömlu háskólar eru alls ekki færir um að skrifa æfisögu niína, og svo niun það verða í mörg ár enn. Og að lokum eitt ráð. Lestu nú hina góðu bók „Encomium moriæ“ eftir okkar gainla og góða Erasmus. Þótt þessi bók innihaldi mikla ádeilu á liina gömlu trúarhræsni og trúar- heimsku, er samt margt þar að finna sem gæti hjálpað þér við að átta þig á þeim blessuðu bjánum sem nú rita og tala mest um markaðshagsfræði. Hræsnin um markaðshagfræðina er í raun og veru ekkert annað en beint áframhald af trúarheimsk- unni og trúarhræsninni sem Er- asmus var að gagnrýna í sinni gömlu, frægu og sígildu bók. En ef þú getur ekki lesið latínu, þá skaltu bara lesa hana á ensku, Þessi bók hefur verið þýdd og heitir á ensku „Lofsöngur heimskunnar". Og Maggí mín, ef þú kemur að gröf minni, þá gleymdu ekki að leggja á hana fáein falleg blóm til merkis um það, að þú hafir íhugað orð mín. Ég trúi ekki á Jahve, heldur á Jesús. Þessvegna segi ég nú: Vertu sæl og Jesús verði með þér og hjálpi þér að velja Englandi rétta leið út úr ógöngunum. - Vertu sæl, Maggí mín, vertu sæl“. (Elízabeth I. fer út á sarna hátt og hún kom inn. Margaret Thatcher starir höggdofa út í loftið í ráðuneyti sínu við Downing Street 10.) Það er satt, að án hinnar pólitísku afstöðu Elízabethar 1. til kaþólsku kirkjunnar og ekki hvað sízt til kalvinismans, þá hefði skáld á borð við Shake- speare aldrei orðið til.' V. Þegar Oddur Gottskálksson var að þýða Nýja testamentið í fjósinu í Skálholti, þá var hann eiginlega að halda áfram baráttu Erasmusar Roterodamusar fyrir alheimsfriði, því að kristindóm- urinn og húmanisminn eru friðarstefnur. En Nýja testa- mentinu tókst því rniður ekki að sigra Gamla testamentið á þessu tímabili. Og það voru heldur ekki þýdd nein af ritum Erasmus- ar yfir á íslenzku þetta tímabil. í Evrópu á 16. öld var það helzt Elízabeth I. sem las Nýja testamentið og auk þess rit Er- asmusar. Aðrir þjóðhöfðingjar lásu helzt rit Machiavellis og Garnla testamentið en slíkir höfðingjar lögðu einnig áherzlu á styrjaldir, ofbeldi og hryðju- verk. Hér er ekki stund né staður til að fara mjög djúpt í þessa sálma. En rétt er að benda á ■ Margarct Thatcher er kal- vinskur kapitalisti, en slíkur kapitalismi er eiginlega tortím- ingarafl, og sem á 19. og byrjun 20. aldar hefur fætt af sér niarg- ar nýjar öfgastefnur þar á meðal marx-lenínisma. það, að Erasmus varaði kristið fólk við því, að vinna á móti vísindalegri þekkingu. Hann aðvaraði fólk einnig við dul- hyggjunni frá klaustrunum. Allt þetta hafði þá þegar reynst mjög hættulegt fyrir heimsfriðinn og allar jákvæðar framfarir. Á íslandi var t.d. vísindaleg hugsun á mun hærra stígi á 12. og 13. öld, en 17. og 18. öld. Meirihlutinn af nútíma ís- lenzkum prestum eru bæði heið- arlegir og vel lærðir. Auk þess hefur hinn litli, neikvæði hluti Sjálfstæðisflokksins, ekki ennþá fengið því framgengt með áróðri sínum, að Sjálfstæðis- flokkurinn fái meirihluta á al- Íiingi til.að m.a. breyta Háskóla slands í ruddalegt kaupsýslu- fyrirtæki ofstækisfullra og sjúk- v lega eigingjarna kapitalista, sem bera ekki hina minnstu virðingu fyrir frelsi og lýðræði, heldur ástunda mjög svívirðilega og hættulega útursnúninga á mjög þýðingarmiklum hugtökum er varða almenn, lýðræðisleg mannréttindi venjulegra ein- staklinga aföllumstéttum. Þess- ir helsjúku sjálfstæðismenn vilja fá einokunaraðstöðu á íslenzkri menningu og þýðingarmiklum stofnunum almennings eins og m.a. Háskóla íslands. Slíka augljósa glæpamennsku þarf að fyrirbyggja með öllu. Þar’sem íslenzka þjóðkirkjan stendur á gömlum merg og flest- ir prestar hennar standa á frem- ur háu menningarstigi miðað við margar aðrar þjóðir, - auk þess sem Háskóli Islands er á hraðri framfarabraut, þá ætti ekki að vera nein hætta á ferð- um þótt börn og unglingar á íslandi nú til dags lesi t.d. Gamla testamentið. Ég er and- vígur allri ritskoðun, en þó finnst mér Gamla testamentið vera fyrst og fremst bók fyrir fræðimenn. Hins vegar væri það mjög jákvætt að gefa öllum ferming- arbörnum Nýja testanientið. Einar Freyr : ' . • sS|al||;:ÍÍIÍ|;|s*ÍÍ|l < \ V \s ) \ / baokans. Þv' " eö vöxtum- er verötrygg®0' v,ð nöfuöstol ^Vát^veröurárs- tvlsvar i ao 9 avöxtun W * verðbólgu Betrl vörn geg" býöst varla- m vaxtareikningur Aðalbankl Bankastraetl 7 i Reykjavik og 18 útibú viðs vegar um land.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.