NT - 13.08.1985, Blaðsíða 5

NT - 13.08.1985, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. ágúst 1985 5 _LLL |_________Fréttir,____________ „Of mikið af versl- unum af þessu tagi“ - segir Stefán Friðfinnsson, framkvæmdastjóri Vörumarkaðarins ■ „Áður en við byggðum vest- ur á Seltjarnarnesi var ekki áberandi skortur á stórum versl- unum á höfuðborgarsvæðinu. Síðan við opnuðum, fyrir um það bil tveimur árunt, er búið að opna Miklagarð, Garðakaup og Víði í Mjóddinni. Allir vita að fyrir stendur stækkun hjá Hagkaup þannig að það er Ijóst að við sjáum fram á að of mikið verði af verslunum af þessu tagi,“ sagði Stefán Friðfinnsson. framkvæmdastjóri Vörumark- aðarins. í samtali við blaða- mann NT. - Má búast við að einhverjar þessara verslana heltist úr lest- inni? „Ég veit nú ekki hvort svo fer með stórmarkaðina sjálfa þó að ekki sé það útilokað. Hitt er annað mál, að þessi þróun hefur hitt smákaupmenn illa sem sést best á því að smáverslanir skipta mjög ört urn eigendur um þessar mundir." Álagning aldrei lægri - Ekki kemur öll viðbótin sem þarf frá smákaupmönnum? „Nei, það er alveg ljóst. Sam- keppnin, sem þegar er mjög hörð, á enn eftir að harðna. Ég leyfi mér að fullyrða að smá- söluálagning hér á landi hefur aldrei í sögunni verið lægri. Og ég veit að hún er mun lægri en á Norðurlöndunum til dæmis. Þetta hefur ekkert með verð- lagsákvæði að gera heldur er um að ræða beina afleiðingu samkeppninnar." - Það er keppt á fleiri sviðum en verði? „Auðvitað leikur þjónusta stórt hlutverk í þessu öllu. Nýj- asta dæmið um það er að Hag- kaup opnaði bakarí í verslun- inni. Upphaflega hugmyndin að Vörumarkaðnum og auðvitað Hagkaup líka var sú, að veita litla þjónustu og lágt verð þann- ig að það borgaði sig fyrir fólk að gera sér ferð og kaupa mikið í einu. Nú er þetta mikið að breytast, þó að auðvitað sé reynt að hafa þetta að leiðar- ljósi. Það sést best á því að nýja verslunin okkar vestur á Nesi veitir mun meiri þjónustu held- ur en gert var hér í Ármúlanum upphaffega og líka á því að við erum alltaf að bæta þjónustuna hérna, nýjasta dæmið um það er kjötborðið." Tveir markaðir? - Nú hefur þú reynslu af tveimur verslunum sem að mörgu leyti er ólíkar. Reynið þið að höfða til tveggja markaða - annars vegar til rikra og hins vegar til fátækra? „Ég held að það sé nú full mikið sagt. Hins vegar er neyt- andanum boðið upp á val. Og auðvitað er efnahagur misjafn eftir hverfum. En eins og ég sagði áðan þá er alltaf verið að bæta þjónustuna hérna í Ármúl- anum og mismunurinn á versl- ununum felst kannski einna helst í því að önnur er nýrri." - Það er mikið talað um lélcga lausafjárstöðu stórmark- ■ „ Auðvitað hefur samkeppn- in harðnað rosalega frá því ég hóf störf hérna fyrir sjö árum. En þrátt fyrir fjölgun stórmark- aða hafa viðskiptin hjá okkur alls ekki minnkað - við erum líka með gott kjötborð og höf- um komið vel út úr verðkönnun- um Verðlagsstofnunar,“ sagði Gísli Halldórsson, verslunar- stjóri í Kostakaupum í Hafnar- firði, í samtali við NT. Gísli sagði að Kostakaup hefðu verið með lægsta verðið á kjöti í tveimur síðustu könnun- um verðlagsstjóra. „Viðvinnum allt okkar kjöt sjálfir og losnum þar með við milliliði sem eru mjörgum verslunum þungir í skauti. Svo skiptir líka máli að kaupa nógu mikið af kjöti í einu,“ sagði Gísli. - Hvaðan koma ykkar við- skiptavinir? „Obbinn af þeim er sennilega aða. „Það.er alveg ljóst, að þeir sem hafa fjárfest mest og síðast standa ekki vel að vígi. Og annar þáttur, sem raunar er mun stærri en menn óraði fyrir, er kreditkortin. Hjá okkur jaðrar við að helmingur veltu sé bundinn hjá kreditkortafyrir- tækjunum og þetta hlutfall vex stöðugt." - Hvernig stóð á því að sam- staða kaupmanna um að hætta að taka við kreditkortum rofn- aði? „Það kom einfaldlega í ljós að svona samstöðu er geysilegá erfitt að knýja fram. Það eru alltaf einhverjir sem ekki fást til að vera með og aðrir sjá ofsjón- um yfir því - halda að þeir missi af viðskiptunum fyrir vikið. En óhagræðið af kreditkort- unum er ekki aðeins að þau úr Hafnarfirði en við verðum líka heilmikið vör við Reykvík- inga, Garðbæinga og Kópavogs- búa í versluninni. Og það er nokkuð merkilegt að þrátt fyrir að nýlega hafi verið opnaður stórmarkaður í Garðabæ virðist sókn Garðbæinga hingað alls ekki hafa minnkað. Ég held líka að eðli svona viðskipta sé nokkuð að breytast. Fólk gerir meira af því að flakka á milli verslana, prufa eitthvað nýtt. Tryggum kúnnum fækkar. Kannski að tilboðin, sem alltaf er verið að auglýsa, eigi sinn þátt í þessu.“ - Það er mikið talað um slæma lausafjárstöðu í verslun- inni og í því sambandi hafa margir gagnrýnt krítarkortin? „Mér finnst gagnrýnin á krít- arkortin vera að mörgu leyti óréttmæt. Vissulega binda þau peninga í einhvern tíma, en kosturinn er sá, að þessir pen- ingar koma inn og það á réttum tíma. Ef um vanskil er að ræða, lenda þau á kortafyrirtækjunum en ekki versluninni. Þessu er öfugt farið ef maður er með kúnnann í reikning hjá sér, sem auðvitað bindur peningana líka. Mér finnst raunar skrýtið hvað kaupmenn leggja mikla áherslu á að gagnrýna krítar- kortin. Mín reynsla er sú, að ávísanirnar séu miklu verri. Maður fær óhemju af innistæðu- lausum ávísunum í hausinn í hverjum mánuði og þótt oftast sé um smáar upphæðir að ræða safnast þær saman og verða að töluverðum peningum. Og það versta er kannski að það er mjög erfitt að fá lögregluna til að eltast við falsarana - hún segir að það þýði ekkert að eiga við svona smáupphæðir." - Þið eruð á samningi við þýskt pylsugerðarfyrirtæki? „Já. Og við erum alltaf að bæta við pylsuúrvalið hjá okkur. við fáum öll krydd í pylsurnar send hingað heim og framleið- um svo pylsurnar sjálfir eftir þeirra uppskriftum í okkar eigin kjötvinnslu. Þetta er bein afleið- ing samkeppninnar því að til að standa upp úr þarf sífellt að vera með eitthvað nýtt á boð- stólum,“ sagði Gísli. ■ Gísli Halldórsson, verslunarstjóri í Kostakaupum. „Gagnrýnin á krítar- kortin að mörgu leyti óréttmæt“ -segir Gísii Halldórsson, verslunarstjóri í Kostakaupum ■ Stefán Friðfínnsson, framkvæmdastjóri Vörumarkaðarins. bindi fé. í fyrsta lagi þarf að borga þóknun fyrtr að veita þessa þjónustu og í öðru lagi, sem náttúrlega er afleiðing af bindingunni, þarftu meiri íyrir- greiðslu í banka, scrn auðvitað er ekki ókeypis. Svo gerir léleg lausafjárstaða það að verkum að menn eiga erfiðara nteð að nýta sérstaðgreiðsluafslætti. Ég held að mér sé óhætt að segja að beinn og óbeinn kostnaður við kortin sé á bilinu 5 til 6%. Þetta lendir auðvitað á kúnnanum að lokuni, jafnt þeim sent nota kortin og hinum sern gera það ekki.” Verðskyn að batna -Þvt' hefur verið haldið fram að íslendingar væru rúnir öllu verðskyni. „Við höfunt áþreifanlega orð- ið varir við að þetta er að breytast í kjölfar minnkandi verðbólgu. Ég get nefnt sem dænti að gengissig gagnvart Evr- ópugjaldmiðlum hefur verið nokkuð rnikið núna undanfarna daga, sem gerir að verkunt að vörur frá Evrópulöndum hækka kannski um 4 til 5% ntilli send- inga. Það eru ótrúlega rnargir sem hafa orð á þessu, sem alls ekki hefði gerst íyrir örfáum árum.“ - Þú segir að smásöluálagning hafi aldrei verið lægri en núna. Hvað með heildsöluálagningu? Heildsalar ekki lækkað álagningu „Ég held að okkur smásölum beri nokkurn veginn saman um það, að heildsalan hafi ekki lækkað sína álagningu neitt í líkingu við það sem við höfum þurft að gera, þrátt fyrir meira frelsi í álagningu, sem heildsalar sögðu alltaf að myndi leiða til lægri álagningar.“ - Erlendis eru ódýrir stór- markaðir sem bjóða tiltölulega fáar vörutegundir-jafnvel bara tvær þrjár af hverju tagi. Hér ber lítið á þessu. „Ég veit að í Ameríku eru til stærðar matvörumarkaðir sem bjóða kannski bara fimrn hundr- uð vörutegundir á rnjög lágu verði. Það byggir á því að breidd markaðarins er gífurleg og verslanirnar svo stórar að þær geta knúið fram lágt vöru- verð með því að selja bara frá einu fyrirtæki - framtíð niður- suðuverksmiðju getur oltið á einni verslunarkeðju. Hér held ég að um slíkt verði aldrei að ræða nerna að mjög litlu leyti," sagði Stefán. „Versluninni standa engir sjóðir opnir“ - segir Ólafur Torfason, verslunarstjóri í Garðakaupum ■ „Þetta er náttúrlega barn- ingur að fara af stað með svona stóra verslun. Baráttan dag frá degi gengur út á það að ná endum saman. Fjárfestingin er mikil og nýjum verslunum standa engir sjóðir opnir um þessar mundir,“ sagði Ólafur Torfason, verslunarstjóri í Garðakaupum í Garðabæ í sam- tali við NT. Garðakaup var opnuð skömmu fyrir jólin í vetur sem leið. Verslunin er miðpunktur verslunarmiðstöðvar við Garða- torg og er verslað með matvöru á um 1.600 fermetrum. Að auki verða áður en langt um líður opnaðar nokkrar sérverslanir á efri hæðinni, en sá rekstur verð- ur ekki í neinum tengslum við matvöruverlsunina. - Þið tókuð ákvörðun um að ■ Ólafur segir allt að helming veltunnar bundinn kreditkortafyrir- tækjunum. byggja fyrir um þremur árum. Var ekki séð fyrir að nóg yrði komið af stórverslunum þegar ykkur tækist loks að opna? Hæstu meðaltekjur á íslandi „Auðvitað var farið að tala um að það væri of mikið af verslunum af þessu tagi. En hér í Garðabænum var að hefjast uppbygging á miðbæ, sem búinn var að vera á teikniborðinu í ein tíu ár. Þrátt fyrir allt var margt sem mælti með því að svona Verslun gæti gengið hér- Garða- bærinn er jú 6.000 manna byggð með hæstu meðaltekjur á Is- landi. Og hér voru aðeins tvær tiltölulega litlar matvörubúðir fyrir.“ - Gerir ekki verslun að þessu tagi, sem miðast við efnamikla viðskiptavini, kröfur til aukaút- gjalda - meiri þjónustu en víð- ast hvar? „Hún gerir það. Garðbæingar eru sennilega vandlátari cn margir aðrir. Það lýsir sér í því að þeir vilja langan opnunar- tíma, lágt vöruverð og ekki síst mikið úrval.“ - Kemurfólk úröðurnt bæjar- félögum í verslunina? „Ég held að obbinn af okkar viðskiptavinum sé úr Garða- bænum. En það er samt þó nokkuð af fólki úr Kópavogi og Hafnarfirði sem verslar hjá okk- ur og jafnvel úr Reykjavík líka.“ Samkeppnin aldrei meiri - Eruð þið þá nokkuð á auð- um sjó í samkeppninni? „Nei alls ekki. Samkeppnin í verslun hér á höfuðborgarsvæð- inu hefur aldrei nokkurn tíma verið meiri. Það lýsir sér í því að smásöluálagning hefur aldrei verið minni. En ég hef trú á að þetta fari að lagast því að menn hljóta að sjá áður en langt unt líður að það þýðir hreinlega ekki að standa í þessu ef ekkert er hægt að leggja á vöruna. Ég held líka að heildsalarnir eigi eftir að taka við sér. Þeir hafa ekki lækkað álagninguna hjá sér eða leitað í ódýrari vörur eftir að verðlagning var gefin frjáls, að minnsta kosti ekkert á við það sem smásalinn hefur gert." - Hafið þið leitað nokkurra skýringa á því hvers vegna heildsalar hafa ekki fylgt þeirri þróun sem þeir þóttust sjá fyrir í kjölfar frjálsrar álagningar? Kreditkortin stærsta vandamálið „Nei. Það liggja svo sem eng- ar einhlítar skýringar á borðinu. Sennilega eru þeir lengur að laga sig að breyttum aðstæðum en smásöluverslunin." - Þið eruð með kreditkorta- þjónustu? „Já. Og kreditkortin eru sennilega stærsta vandamálið sem sem verslunin á við að glíma. Hjá okkur er stundum allt að helmingur veltunnar bundinn hjá kortafyrirtækjun- um, sem auðvitað gerir okkur erfitt fyrir með innkaup og fleira - við getum til dæmis ekki nýtt alla þá staðgreiðsluafslætti sem bjóðast í heildsölunni.“ - Hvað er til ráða? „Þessari þróun verður örugg- lcga ekki snúið við því að greiðslukort eru þægileg fyrir kúnnann. Hitt er annað mál að það væri eðlilegra að færa kostn- aðinn, ég á við þóknunina, yfir á kúnnann og þá býst ég við að sjálfkrafa ntyndi draga úr notk- un þessara korta. Það er ekkert réttlæti að láta þetta vera óbreytt því að aukin útgjöld hjá versluninni útheimta að sjálf- sögðu hærra vöruverð sem jafnt bitnar á þeim sem kortin nota og hinum sem greiða með reiðu- fé eða ávísunum. Svo er mikið óhagræði af þessu þegar mest er að gera í verslunum því að það tekur svo langan tíma að afgreiða þá sem borga með kortum.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.