NT - 17.08.1985, Qupperneq 6
Laugardagur 17. ágúst 1985
Vettvangur
Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra:
Ríkisstjórninni ber að ákveða
stofnun háskólaútibús á Akureyri
■ 8. júní sl. gekkst Fjórðung-
ssamband Norðlendinga fyrir
ráðstefnu um háskólakennslu
á Akureyri. Ráðstefnan var
haldin í sal Mcnntaskólans á
Akureyri og var fjölsótt. Ríkti
mikill áhugi á umræðuefninu.
Fluttar voru margar ræður,
stuttar og gagnorðar. Töluðu
þar m.a. fulltrúar allra stjórn-
málaflokka. Mátti Ijóst vera
að ræðumenn höfðu kynnt sér
málefnið og myndað sér skoð-
un á því.
Það auðveldaði allar uniræð-
ur á þessari ráðstefnu að fyrir
lá greinargott álit ráðherra-
skipaðrar nefndar, sem mælt
hefur með því að hafin verði
háskólakennsla á Akureyri í
tilteknum greinum á vegum
Háskóla íslands. Þetta mál var
því síður en svo framandi ráð-
stefnugestum eða nýtt af nál-
inni. A ráðstefnunni voru ein-
hverjir að ætla á um það, -sem
þó skiptir litlu máli - hvenær
fyrst var farið að ræða um
hugsanlegt háskólastarf á Ak-
ureyri. Að því er best er vitað
fór einstöku maður að impra á
þessari hugmynd í einhverri
alvöru á árunum upp úr 1969,
varla miklu fyrr, enda síst við
að búast miðað við þjóðfélags-
aðstæður á þeim tíma. Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi orð-
aði þessa hugmynd opinber-
lega á 100 ára afmæli Akureyr-
ar 1962. «
Þingmál 1964
Árið 1964 gerði ég undirrit-
aður þetta mál að þingmáli
með flutningi sérstakrar þings-
ályktunartillögu, og voru
samflutningsmenn mínir að
henni Karl Kristjánsson og
Gísli Guðmundsson. Af því
tilefni urðu nokkrar umræður
um þetta mál manna á meðal
næstu ár, oft óvinsamlegar,
þótt ekki væri það einhlítt. Ég
hélt þessu máli alltaf vakandi í
minn hóp norðanlands eftir
því sem kostur var, enda liggja
fyrir ýmsar ályktanir í þessum
anda frá kjördæmisþingum
framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi eystra og enn
beittist ég fyrir flutningi þings-
ályktunartillögu um eflingu
Akureyrar sem skólabæjar
1971, en í reynd lá málið að
mestu í þagnargildi þar til í
ráðherratíð minni 1980-1983,
að ég fór að vinna hugmynd-
inni fylgi með nýjum hætti og ■
í nýrri aðstöðu til áhrifa á
framgang málsins. Allt tók það
sinn tíma, en 27. maí 1982
skipaði ég sem ráðherra
þriggja manna nefnd, sem í
áttu sæti rektor Háskóla
íslands, skólmeistari Mennta-
skólans á Akureyri og þáver-
andi ráðuneytisstjóri mennta-
•málaráðuneytisins, og var
meginverkefni nefndannnar
að kanna raungildi þessarar
hugmyndar og gera tillögur
um hvernig mætti framkvæma
hana.
Gömul og ný and-
staða Reykjavíkur-
valdsins
Nefndin skilaði jákvæðu
áliti, - en því miður nokkru
eftir að ég lét af ráðherra-
embætti -, og í Ijós er komið
að rekstur háskólaútibús á Ak-
ureyri er ekkert sérstakt
vandaverk eða þrekvirki nema
síður sé. Þess er skylt að geta
að háskólakennsla, þótt á
þröngu sviði sé, hefur farið
fram um árabil í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akuryeri, enda
er yfirlæknir sjúkrahússins
kennari við læknadeild Há-
skóla íslands, - reyndar fyrir
minn tilverknað, því að ég
endurskipaði Gauta Arnþórs-
son í dósentsstöðu á sínum
tíma í ntikilli andstöðu við
læknadeildina (þar voru uppi
raddir um að skipunin væri
vítaverð), og fundu deildar-
kennarar Gauta það m.a. til
foráttu að hann væri búsettur
á Akureyri og starfaði við
sjúkrahúsið þar, en ekki
Landspítalann í Reykjavík.
Þetta dósentsmál er að vísu
annar handleggur, þótt upp-
lýsandi sé að sínu leyti um
viðhorf ýmissa háskóla-
kennara í Reykjavík til
kennslu í háskólagreinum á
Akureyri. Afstaða þeirra
minnir á andstöðu Jóns Ófeigs-
sonar og Bjarna frá Vogi og
skoðanabræðra þeirra á þriðja
áratug aldarinnar, þegar fram-
sæknir Norðlendingar og Aust-
firðingar börðust fyrir stofnun
menntaskóla á Akureyri undir
andlegri leiðsögn Sigurðar
Guðmundssonar skólameist-
ara og fyrir pólitíska forystu
Þorsteins M. Jónssonar þáver-
andi alþingismanns, fulltrúa
Norð-Mýlinga á Alþingi, og
síðar Jónasar Jónssonar frá
Hriflu eftir að hann varð
kennslumálaráðherra 1927 og
lét verkin tala í þessu máli.
Einhugur Norðlend-
inga
Ef dæma má út frá ræðum,
sem fluttar voru á framan-
greindri ráðstefnu Fjórðungs-
sambandsins 8. júní sl., er
ástæða til að ætla, að allir
Norðlendingar, hvar sem þeir
búa á svæðinu frá Hrútafirði til
Langaness, geti sameinast um
kröfuna um að háskólakennsla
verði tekin upp á Akureyri í
samræmi við tillögur nefndar-
innar. Hver ræðumaðurinn á
fætur öðrum studdi málið með
gildum rökum, og lögðu allir
áherslu á að hér væri um
samnorðlcnskt framfaramál að
ræða, sem öllum Norðlending-
um bæri að styrkja. Um þetta
atriði kvað fast að orði Stefán
A. Jónsson, bóndi á Kagaðar-
hóli í Húnavatnssýslu, svo og
Sigurjón Jóhannesson, skóla-
stjóri á Húsavík, og Jón Hjart-
arson, skólameistari á Sauðár-
króki.
Rökstuddi Jón skólameistari
með fáum en skýrum orðum
gildi skipulegrar samvinnu
Norðlendinga í skólamálum
yfirleitt og lagði áherslu á að
vel hefði til tekist um fram-
kvæmd hinnar sameiginlegu
námsskrár á framhaldsskóla-
stigi, sem staðfest var fyrir 4
árum að því er Norðurland
varðar. Með þessu.m ummæl-
um sínum hrakti Jón Hjartar-
son eftirminnilega þær fullyrð-
ingar, sem stundum hafa
heyrst, að „ekkert" hafi verið
gert til þess að samræma
kennslu á framhaldsskólastigi
í landinu. Slíkt er alger firra,
eins og fram kom í orðum Jóns
Hjartarsonar, sem hann síðan
notaði til þess að rökstyðja þá
skoðun sína að háskólaicennsla
á Akureyri væri sameiginlegt
hagsmunamál allra Norðlend-
inga.
Steindór Steindórsson,
fyrrv. skólameistari, flutti
merka ræðu þessu málefni til
stuðnings og lét svo um mælt
að „háskólastarf á Akureyri
ætti að vera óskabarn allra
Norðlendinga“ og sagði einnig
að allur dráttur á framkvæmd
málsins væri til ills. „Það er
betra að byrja af vanefnum, en
byrja ekki,“ sagði Steindór
Steindórsson.
í fótspor Jónasar
frá Hriflu
Hjá ofangreindum ræðu-
mönnum, og mörgum fleiri var
baráttunni fyrir háskóla-
kennslu á Akureyri nú líkt við
baráttuna á sínum tíma (u.þ.b.
1922-1927) sem háð var um
stofnun menntaskóla á Akur-
eyri og áður var minnst á. Um
þann samanburð virtist mér
enginn taka jafn stórt upp í sig
og Gísli Jónsson,
menntaskólakennari, gamal-
reyndur forystumaður Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri, en
hann kvað skýrt upp úr með
það að sá menntamálaráð-
herra, sem nú gegnir því
embætti, ætti að fara að dæmi
Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
sem lét það verða eitt sitt
fyrsta verk sem kennslumála-
ráðherra (1927) að veita Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri rétt
til að brautskrá stúdenta, þvert
ofan í andstöðu og úrtölur
reykvískra skólaembættis-
manna og menntamanna. Síð-
ar var nafni skólans breytt með
lögum, og heitir hann upp frá
því Menntaskólinn á Akur-
eyri, ein virtasta skólastofnun
ílandinu. RæðaGíslaJónsson-
ar var áskorun á núverandi
menntamálaráðherra að feta í
fótspor Jónasar Jónssonar og
ákveða með ráðherrabréfi að
Háskóli íslands skuli stofna
útibú á Akureyri.
Þótt Gísli Jónsson hefði að
vissu leyti tekið af mér ómakið
að því er varðaði áskorun á
ríkisvaldið um að hefjast
handa í þessu máli á grundvelli
nefndarálits, gerði ég það auð-
vitað að meginboðskap mínum
á ráðstefnunni að benda á að
stofnun háskólaútibús á Akur-
eyri væri pólitískt mál, ákvörð-
unaratriði ráðherra eða ríkis-
stjórnar. Um þeta efni erum
við Gísli Jónsson sammála.
Þykir mér mikils vert að eiga í
Gísla skoðanabróður um það
mál, sem mér hefur lengi verið
hjartfólgið og ég hef reynt að
tala fyrir og halda fram í meira
en 20 ár við ærið misjafnar
undirtektir, þar til nú á allra
síðustu árum. Fleiri sjálf-
stæðismenn á Akureyri eru
traustir stuðningsmenn há-
skólamálsins og nefni ég sér-
staklega Tómas Inga Olrich
ritstjóra og Guðmund Heiðar
Frímannsson menntaskóla-
kennara.
Tímamót í sögu
málsins
Með skipun nefndar þeirrar,
sem ég setti á laggirnar á ráð-
Kyrrseta
■ Það þarf að skipa nefnd
sérfróðra manna til þess að
kanna málið, og slík skipun
þolir enga bið. Húsgagnasmið-
ir, bólstrarar, eðlis- og efna-
fræðingar, hugsanlega læknar
og líffræðingar, ættu að geta
skýrt fyrir Iandsmönnum hvað
veldur því að upp úr ráðherra-
stól verður ekki staðið, nema
þeir séu allir yfirgefnir samtím-
is. Eitt er víst, að embættisaf-
glöp og meðfylgjandi vantraust
kjósenda er ekki það meðal
sem , vinnur á því tröllataki er
límir teinóttar ráðherraskálm-
arnar við sætin.
Að axla ábyrgð
Ráðamaður í þingræðisríki
hefur beint eða óbeint umboð
þegnanna til þess að sækja
ákveðið starf í þágu heildar-
innar. Það á að heita svo að
slíkt umboð feli jafnframt í sér
ábyrgð viðkomandi stjórn-
málamanns á eigin gjörðum og
undirsáta. Þeir eru ófáir pót-
entátarnir sem hafa axlað
þessa ábyrgð, jafnvel þó svo
að tiltekinn atburður sé ekki
beinlínis tengdur þeirra eigin
vilja. Hver man ekki eftir Ric-
hard Nixon og Watergate,
Willy Brandt og Guillaume,
Cecil Parkinson og ólétta
einkaritaranum, og nú síðast
Kjeld Olsen og leyniþjónustu-
skömmunum. Þá eru einungis
fáir nefndir. Það er alla vega
ljóst að lýðræðislega kjörnir
stjórnendur og áhrifamenn
verða að vera sjálfum sér sam-
kvæmir, að öðrum kosti eru
þeir rúnir trausti, og þá um
leið raunverulegu umboði.
ráðherra
Einstakur íslenskur
ráðherra segir ekki af sér
En þessu er nú ekki svo farið
á eyjunni bláu, þess eru engin
dæmi frá lýðveldisstofnun að
einstakur ráðherra hafi sagt af
sér án meðfylgjandi stjórnar-
slita þ.e. fráhvarf úr embætti
hefur ávallt verið af almennum
pólitískum ástæðum. Það er
víst óþarfi að fjölyrða um
samtryggingu íslenskra stjórn-
málamanna, það er fyrir
brigði sem allir þekkja, margir af
eigin raun. Þar sem nefnd
samtrygging nær ekki til, tekur
við ströng flokkshagsmuna-
gæsla, sem er engu síður kunn-
uglegur þáttur í íslensku þjóð-
lífi. Hvað sem á dynur, þá
segir einn íslenskur ráðherra
ekki af sér, og er ekki neyddur
til þess af sínum samherjum.
Það er skiljanlegt að manni
er hefur helgað líf sitt stjórn-
málum þyki nokkuð til þess
koma að setjast í ráðherrastól.
Það er jú markmiðið að geta
tekið ákvarðanir. Þaðereinnig
skiljanlegt að slíkum manni
hitni svo í hamsi í orðaskakinu
við pólitíska andstæðinga, að
hann skrifi alla gagnrýni á
reikning formlegrar stjórnar-
andstöðu. Þegar málum er svo
komið er hætt við að dóm-
greindin fari á flakk. Þrátt fyrir
margítrekuð mistök og uppá-
komur, sem hafa vakið kjós-
endur til alvarlegrar umhugs-
unar, er aldrei minnst á afsögn.
Vanhugsaður
flumbrugangur
Stundum renna á menn tvær
grímur. Það getur verið vont
að vakna upp við þann illa
draum að það sem var í upp-
hafi álitið frumlegt, djarft og
fyndið í fari stjórnmálamanns,
er í rauninni merki um van-
hugsaðan flumbrugang sem
hæfir illa þeim er gegnir
ábyrgðarstörfum. Hundahald
í trássi við gildandi reglur,
yfirlýsingar í erlend blöð um
landflótta, og það að láta síðan
breyta fyrrnefndum reglum
sjálfum sér til hægðar, þvílíkt
og annað eins lét Albert
Guðmundsson sér ekki fyrir
brjósti brenna. En þetta var