NT - 17.08.1985, Síða 7
Laugardagur 17. ágúst 1985 7
herratíma mínum, og hafði
það hlutverk að gera tillögur
um háskólakennslu á Akur-
eyri, urðu tímamót í sögu
þessa máls. Nefndin reyndist
hliðholl hugmyndinni um að
stofna til háskólakennslu á Ak-
ureyri og gerði nákvæma áætl-
un um, hvernig staðið skyldi
að byrjunarframkvæmdum,
sem hæfust haustið 1985.
Nefndarálitið er gagnort og
tillögur nefndarinnar skýrar.
Skilyrði eru þegar fyrir hendi,
að áliti nefndarinnar, til þess
að hefja háskólakennslu á Ak-
ureyri í tilteknum greinum.
Háskólakennsla á Akureyri er
viðráðanlegt verkefni, eins og
nefndin ætlar henni að vera,
og þarf í sjálfu sér ekki að leiða
til aukakostnaðar fyrir háskól-
ann þar sem á móti ícæmi sparn-
aður í Reykjavík á því sviði.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
heitið að greiða fyrir háskóla-
kennslu í bænum með því að
sjá fyrir húsnæði undir starf-
semina.
Vel undirbúið
landsbyggðarmál
Af því sem fyrir liggur um
stofnun háskólaútibús á Akur-
eyri er Ijóst að hér er um vel
undirbúið mál að ræða, tillög-
urnar eru hófsamar og við-
ráðanlegar. Með nægum vilja
af hálfu ríkisstjórnarinnar væri
unnt að hrinda þeim í
framkvæmd. Pví miður hefur
ríkisstjórnin ekki sýnt nægan
vilja enn sem komið er til þess
að gera þessar tillögur að veru-
leika. Sú ákvörðun mennta-
málaráðherra að fela þróunar-
nefnd háskólans endurskoðun-
arhlutverk í sambandi við til-
lögur Akureyrarnefndarinnar
gerir hvort tveggja að seinka
ákvörðun í málinu og auka
óvissu um niðurstöðuna yfir-
leitt.
Eins og ég hef margbent á í
umræðum um þetta mál, m.a. í
bréfi til forsætisráðherra 12.
maí sl., falla tillögurnar um
stofnun háskólaútibús á Akur-
eyri ágætlega að hugmyndum
ríkisstjórnarinnar um nýsköp-
un í atvinnulífinu og æskilega
byggðaþróun. Hér er um til-
lögur að ræða sem fela í sér
dreifingu á þjónustustarfsemi,
sem er augljóslega langbrýn-
asta hagsmunamál lands-
byggðarinnar og mikilvægast
til þess að tryggja jafnvægi í
byggð landsins. Hér er um
pólitískt mál að ræða, en ekki
ákvörðunaratriði fyrir há-
skólaráð eða deildir háskólans
eins og þetta mál liggur fyrir.
Ég mun síðastur manna gera
lítið úr sjálfstæði og sjálfstæð-
um ákvörðunum háskólans í
sínum eigin málum innan
skynsamlegra marka. Hins
vegar er Háskóli fslands eng-
inn yfirbjóðandi hins pólitíska
valds um meginstefnur í þró-
un sinni og umfangi starfsemi
sinnar. Alþingi setur Háskóla
íslands lög og ráðherra setur
honum starfsreglur á grund-
velli laga. Ef ákveða skal að
stofna útibú frá Háskóla fs-
lands á Akureyri er eðlilegast
að ríkisstjórnin hafi þar for-
göngu og taki um það ákvörð-
un. Háskólaráð á ekki að vera
ákvörðunaraðili í slíku máli,
heldur framkvæmdaaðili sam-
kvæmt eðli máls þegar þar að
kæmi. Ákvörðun um stofnun
háskólakennslu á Akureyri er
dæmigert pólitískt viðfangs-
efni. Annaðhvort vill ríkis-
stjórnin láta kenna háskóla-
greinar á Akureyri eða hún vill
það ekki. Ef hún vill stofna
útibú frá Háskóla íslands á
Akureyri þá gerir hún það, ef
hún viíl það ekki þá gerir hún
það ekki. Ríkisstjórn sem hef-
ur pólitískan vilja í einhverju
máli sækir ekki um leyfi til
utanaðkomandi afla til að
koma vilja sínum fram.
Ég ætla ekki að væna ríkis-
stjórnina um pólitískt viljaleysi
í þessu máli, en hins vegar
óttast ég að þetta mál verði
dregið óhæfilega á langinn.
Ingvar Gíslason.
einungis nokkurs konar upp-
hitun, hallærislegt en saklaust.
Peir sem muna framvindu
verkfalls opinberra starfs-
manna síðastliðið haust vita að
fjármálaráðherra átti erfitt
með að feta sig á hinni hálu
braut framans, það seig á ó-
gæfuhliðina.
Umrætt verkfall getur ef-
laust kallast ein harðasta kjara-
deila á fslandi undanfarin ár.
Hvernig sem á deiluna er
litið, þá er það Ijóst að títt-
nefndur ráðherra átti sök á því
að magna hana langt umfram
það sem aðstæður gáfu tilefni
til. Pað má minna á það hvern-
ig samningaviðræður voru
dregnar á langinn, og um leið
á ummæli þess efnis að í raun
ættu launþegar að taka á sig
frekari launalækkun. Hver
gleymir heimskulegum og ó-
rökstuddum dylgjum í garð
kennara? Ekki urðu afskiptin
af ólöglegum útvarpsrekstri í
Valhöll heldur til þess að auka
hróður ráðherrans. Eins og
flestum mun kunnugt er hægt
að tína til fleira úr þessari
atburðarás sem orkaði tvímæl-
is.
Svo hlaupið sé hratt yfir
sögu, þá hefur háttvirtur fyrsti
þingmaður Reykvíkinga enn
einu sinn komið sér í vandræði.
Jú, það er salan á Flugleiða-
hlutabréfunum sem vísað er
til. Öll málsmeðferð er slík að
einungis koma tveir kostir til
greina. Annað hvort hefur ráð-
herra látið undan þrýstingi
áhrifamanna og brugðist þann-
ig skyldum sínum, eða þá hefur
hann ekki verið hæfur til þess
að annast þessa sölu. Hvor
kosturinn um sig er full ástæða
þess að Albert víki.
Nóg til af hæf um mönnum
og konum
Það er kominn tími til að
látið sé reyna á ábyrgö ís-
lenskra stjórnmálamanna, ef
ísland á að kallast lýðræðisríki
þá er ekki þolandi að kjörnir
eða skipaðir valdamenn taki
ekki afleiðingum gjörða sinna.
Það er víst að launin taka þeir
í samræmi við ímyndaða
ábyrgð. Það er mannlegt að
skjátlast, og stjórnmálamanni
er verða á mistök á að viður-
kenna þau og fara frá. Annað
er vanvirða við kjósendur.
Æðstu embætti ríkisins eru
eftirsótt vegna virðingar og
valda, og því er nóg til af
hæfum mönnum og konum er
geta tekist á við vandamál
þjóðarinnar án þess að þjóðar-
búið hljóti beinan eða óbeinan
skaða af.
Sturla.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
rar
ríF
Háskólakennsla
á Akureyri
■ Ingvar Gíslason, alþingismaður og fyrrverandi
menntamálaráðherra ritar grein í NT í dag um
háskólakennslu á Akureyri. Ingvar hefur lengi haft
forgöngu um baráttu fyrir þessu sannkallaða rétt-
lætismáli í skólamálum landsmanna og lykilmáli fyrir
þróun byggða utan Reykjavíkur í framtíðinni. Skóli
og aðstaða til menntunar er lífsspursmál fyrir þær
byggðir, sem ætla að halda ungu fólki sínu hjá sér og
því skal engan undra þótt Norðlendingar vilji efna til
kennslu á háskólastigi á Akureyri.
Raunar er vandséð hvers vegna kennslu í fjölmörg-
um greinum á vegum ríkisins hefur ekki verið dreift
meira um landið. Vera kann, að menn hafi sett fyrir
sig fjarlægðir og erfiðleika á aðföngum til kennslunn-
ar, en héðan í frá eru allar slíkar mótbárur fánýtar.
Landið verður brátt umlukið þéttriðnu neti tölvu-
sambanda og upplýsingar um tölvur munu verða
öllum aðgengilegar, hvar semerá landinu.
NT tekur því heils hugar undir baráttu Ingvars
Gíslasonar fyrir háskólakennslu á Akureyri og hér er
vitnað í grein hans í blaðinu í dag:
„Eins og ég hef margbent á í umræðum um þetta
mál, m.a. í bréfi til forsætisráðherra 12. maí s.I., falla
tillögurnar um stofnun háskólaútibús á Akureyri
ágætlega að hugmyndum ríkisstjórnarinnar um ný-
sköpun í atvinnulífinu og æskilega byggðaþróun.
Hér er um tillögur að ræða, sem fela í sér dreifingu
á þjónustustarfsemi, sem er augljóslega langbrýnasta
hagsmunamál landsbyggðarinnar og mikilvægast til
þess að tryggja jafnvægi í byggð landsins. Hér er um
pólitískt mál að ræða, en ekki ákvörðunaratriði fyrir
háskólaráð eða deildir háskólans eins og þetta mál
liggur fyrir. Ég mun síðastur manna gera lítið úr
sjálfstæði og sjálfstæðum ákvörðunum háskólans í
sínum eigin málum innan skynsamlegra marka. Hins
vegar er Háskóli íslands enginn yfirbjóðandi hins
pólitíska valds um meginstefnur í þróun sinni og
umfangi starfsemi sinnar.
Alþingi setur Háskóla íslands lög og ráðherra
setur honum starfsreglur á grundvelli laga. Ef ákveða
skal að stofna útibú frá Háskóla íslands á Akureyri,
er eðlilegast að ríkisstjórnin hafi þar forgöngu og taki
um það ákvörðun. Háskólaráð á ekki að vera
ákvörðunaraðili í slíku máli heldur framkvæmdaaðili
samkvæmt eðli máls þegar þar að kæmi. Ákvörðun
um stofnun háskólakennslu á Akureyri er dæmigert
pólitískt viðfangsefni. Annaðhvort vill ríkisstjórnin
láta kenna háskólagreinar á Akureyri eða hún vill
það ekki. Ef hún vill stofna útibú frá Háskóla íslands
á Akureyri þá gerir hún það, ef hún vill það ekki þá
gerir hún það ekki. Ríkisstjórn sem hefur pólitískan
vilja í einhverju máli sækir ekki um leyfi til
utanaðkomandi afla til að koma vilja sínum fram.
Ég ætla ekki að væna ríkisstjórnina um pólitískt
viljaleysi í þessu máli, en hins vegar óttast ég að þetta
mál verði dregið óhæfilega á langinn.“
Þetta var tilvitnun í grein Ingvars Gíslasonar,
alþingismanns um háskólakennslu á Akureyri, sem
birtist í NT í dag og blaðið ítrekar stuðning sinn við
þetta þjóðþrifamál.