NT


NT - 10.09.1985, Síða 4

NT - 10.09.1985, Síða 4
Þriðjudagur 10. september 1985 4 Sprengdu gegn skipu- lagslögunum ■ í trássi við ríkjandi skipulag um vegagerð í Suður-Múlasýslu hóf Vegagerð ríkisins fram- kvæmdir við nýtt vegar- stæði við Gilsá í Eiða- hreppi um helgina. Hreppsnefnd og landeig--. andi hafa kært vegagerð- ina fyrir landspjöll og brot á skipulagslögum. Fyrirhugað er í skipu- laginu að vegarstæði við Illuklif í grennd við Gilsá verði fært upp á klifið. Vegagerðin hóf hinsveg- ar sprengingar á öðrum stað, þar sem hún telur veginn eiga að vera. Þetta athæfi hefur hreppsnefnd Eiðahrepps kært sem brot á skipu- lagslögum. Þá er einnig fyrirliggjandi kæra frá landeiganda á Hjartar- stöðum, en þar rigndi grjóti yfir nýrækt, og fældust tvö hross á girð- ingu. Kæran frá landeig- andanum hljóðar m.a. upp á óvarkárni í með- ferð sprengiefna, en ekki voru notaðar sprengi- mottur við sprengingarn- ar, og engum gert aðvart. Örn Ragnarsson oddviti í Eiðahreppi sagði í samtali við NT að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem óánægja skap- ast vegna gerða vega- gerðarinnar. Það var Guðni Niku- lásson, verkstjóri hjá vegagerðinni, sem stóð fyrir sprengingunum. „Við sættum okkur ekki við minna en að verkstjóranum eða þeim sem tók ákvörðunina um að þetta yrði gert, verði sagt upp störfum," sagði Örn. Ekki náðist í Guðna vegna þessa máls. „Ég hef aldrei verið kvótamaður“ - segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra ■ í viðtali við Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra, sem birtist síðar í vikunni kemur fram, að Steingrímur telur mjög ólíklegt að sambandið milli sóknar og fiskigengdar skipti höfuðmáli varðandi stoínstærð- ina í sjónum, heldur séu það skilyrði sjávarins, átumagn og hitastig, sem skipti þar höfuð- máli. Við höfðum samband við Steingrím til að inna hann nánar eftir þessu og spurðum hann hvort hann væri ekki með þessu að segja að kvótakerfið væri mistök? „Nei, það er ég ekki að segja, alls ekki. Ég er ekki viss um að kvótakerfið sé það mikilvægasta í þessu máli, sambandiðmilli sóknar og stofnstærðar, ég held að náttúruleg skilyrði hafi þarna meiri áhrif, en það þýðir ekki það að það verði ekki að hafa einhverja stjórn á fiskveiðimál- unum. Sérstaklega þó þegar að af einhverjum ástæðum, hvort það er af of mikilli sókn eða ástæðum í náttúrunni, að liinn veiðanlegi stofn minnkar, þá þarf að skipta hópnum réttlát- lega niður á þau skip, sem eru fyrir hendi. Ég gerði það sjálfur eftir svokallaðri skrapdagaleið og var með hugmyndir um að breyta því í einskonar veiði- kvóta fyrir löndunarsvæði þar sem menn gætu haft frjálsar hendur um hvernig þeir ráðstöf- uðu honunr, en það varð ekki ofan á. Hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi báðu síðan um þennan kvóta. Ég hef hinsvegar aldrei verið kvótamaður en ég sam- þykkti kvótann þegar að hags- munaaðilar í sjávarútvegi báðu um hann.“ - Nú hafa skilyrðin í sjónum hinsvegar breyst. „Já það er rétt. Nú eru skilyrðin að breytast og ég er í engum vafa uin það að takmörk- un veiðanna einsog var í fyrra, og árið áður hefur haft sín áhrif til þess að fiskstofninn er ekki orðinn ennþá minni, það er enginn vafi á því en ég held að miklu hlýrri sjór og átumeiri muni hafa mest áhrif á það að þorskstofninn vex hratt á næstu árum. Ég vek athygli á því að það er hvað eftir annað að það komi mjög góður stofn af lítilli hrygningu, t.d. 73 árgangurinn. Það var fyrst og fremst vegna þess að þá voru lífsskilyrði í hafinu fyrir norðan svo góð að seiðin komust upp.“ - A Kjördæmisþingi Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum var samþykkt ályktun um sjávarútvegsmál og þú varst á þessu þingi. í ályktuninni segir orðrétt, að Kjördæmisþingið líti svo á að afnema beri kvótakerf- ið á næsta ári. Ert þú sammála þessu? „Ég greiddi ekki atkvæði um þetta, heldur sat hjá. Vestfirð- ingar hafa alltaf verið á móti kvótanum og hafa litið svo á að hann væri settur sem nauðvörn þegar að aflinn datt niður úr öllu valdi í fyrra og hitteðfyrra og þeir hafa alltaf sagt að þeir vilji hverfa frá kvótanum jjegar að fiskur fer vaxandi. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að skoða aðrar leiðir til stjórn- unar þegar að afli fer verulega vaxandi eða að auka kvótann, það mætti skoða það, en hvort það verður gert á næsta ári eða síðar, ég þori ekki að dæma um það. Við eigum eftir að skoða tillögur fiskifræðinganna." - Þú segir orðrétt í viðtalinu að þegar tillögur fiskifræðing- anna berast þann 20. þessa mán- aðar, að þá verði ákvörðun, tekin. „Já ég geri ráð fyrir því. Þá verður fyrst og fremst tekin ákvörðun um aflamagnið, sem talið verður fært að reikna með á næstu árum, en ákvörðun um hvort að því verður svo stjórnað með kvóta eða eftir öðrum leið- um, það bíður þess að hags- munaaðilar í sjávarútveginum -komi með sínar skoðanir." - Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, hefur talað um að til greina komi að færa til kvóta á milli ára, frá 1986 til ársins í ár. En áður en að til þess geti komið verður að samþy kkj a framtíðaráætlun um fiskveiðar til þriggja ára. Síðan verður að leggja það fram sem frumvarp á Alþingi eftir að hagsmunaaðilar hafa fjallað um málið. Þetta tekur allt sinn tíma og eflaust verða uppi skiptar skoðanir á Alþingi um framtíðartilhögun fiskveiðanna. Nú er ástandið í sjávarútvegsplássum víðsvegar um landið þannig, að það verð- ur að bregðast við skjótt. Kem- ur þá til greina að auka kvótann nú á meðan beðið er eftir fram- tíðarlausninni? „Vestfirðingarnir biðja um það. Ég benti á það þarna í ræðu að það gæti orðið erfitt því sumir aðilar hafa hagað sínum veiðum af mikilli sparsemi og miðað við að kvótinn entist þeim, t.d. á Patreksfirði og Tálknafirði, aðrir hafa ausið upp fiski og sent hann út með gámum og klárað kvótann. Það er því mjög erfitt að auka kvót- ann bara með því að bæta einhverri prósentu ofan á. Hinsvegar kemur til greina að leyfa línuveiðar eða eitthvað þessháttar yfir alla röðina. Ég vil annars ekkert tjá mig sér- staklega um þetta atriði. Ég held bara að það sé ákaflega erfitt svona seint á árinu að bæta almennt við kvótann. Það er rétt að sumstaðar um land þarf að bregðast skjótt við og ég veit að það er mikill þrýstingur á fiskifræðingum að þeir skili fljótt sínu áliti og þá verður tekin ákvörðun um það.“ - Nú hef ég eftir Sigurði Viggóssyni, einum af þingtulltrú- um á Kjördæmaþinginu, að eftir að kvótasalan varð leyfð þá ráði hið frjálsa markaðskerfi um hana og efnameiri útgerðirnar kaupi upp kvóta og hafi þá nægan kvóta út árið, en hinar efnaminni ráða ekki við að kaupa kvótann og eru því búnar með sinn kvóta. „Það er rétt og það er mjög mikil andstæða við þessa sölu hjá mörgum fyrir vestan. Það komu fram hugmyndir um að ríkið seldi kvótann. En þó að það sé andstaða gegn kvótasöl- unni held ég að hún hafi bjargað mörgu. Menn fyrir vestan segja: við erum að kaupa kvóta á þorsk sem er á okkar miðum.“ - Er þá kvótinn orðinn að nokkurskonar gjaldmiðli, fyrst hann gengur kaupum og sölum og hægt er að eiga innistæðu frá’ síðasta ári auk þess sem hægt er að fá fyrirfram? „Það verður nú að skoöast mjög vel.“ - En kvótinn er varla nein óumbreytanleg stærð? „Nei, það er alveg satt, þetta er háð því hvernig er í sjónum. Nú virðast aðstæður hafa breyst og t.d. á Ströndunum er mikill afli í net og það hefur varla komið þorskur í Húnaflóann í 20 ár og núna er allt vaðandi í þorsk þar. Þegar svo stendur á fer ég að hugleiða hvort það sé ekki meiri vöxtur í þorskstofn- inum en fiskifræðingarhafa gert ráð fyrir. Ég get heldur ekki skellt skollaeyrum við þegar reyndur sjómaður einsog Guð- jón Kristjánsson, skipstjóri, segir að hér séu göngur af Grænlandsþorski. Hann heldur því fram að mikill þorskur af Grænlandi sé á miðunum. Þetta er áreiðanlega maður sem þekkir Grænlandsþorsk frá Is- landsþorski eins vel og fiski- fræðingarnir. Vegna mikillar loðnugöngu fyrir vestan hefur Grænlandsþorskurinn bæst við okkar kvóta og þessvegna megi auka kvótann með tillliti til þess. Mér finnst svör fiski- fræðinganna ákaflega einkenni- lég, að þetta sé bara vitleysa. Ég er ákaflega hissa á því.“ - Nú hafa margir lýst því yfir að ekki verði hægt að sam- þykkja lögin um framtíðar- stefnu í fiskveiðum nógu fljótt og Björn Dagbjartsson hefur sagt að þessí tillaga sjávarút- vegsráðherra sé markleysa. Hver er þín skoðun á þessu? T.Eigi þessi lög að bjarga einhverju núna verður að sam- þykkja þau mjög fljótt, helst strax í október en það verður erfitt." - Ágúst Einarsson hjá LÍÚ hefur sagt að verði ákveðið að færa til kvótann milli ára, sé búið að kveða upp dauðadóm yfir kvótakerfinu, að hans mati. „Það má vel vera, ég held að þetta verði erfitt í framkvæmd. “ - En verður kvótafyrirkomu- lagið ofaná við mótun fiskveiði- stefnunnar? „Það fer algjörlega eftir því að hvaða niðurstöðu Fiskiþmg og þing annarra hagsmunasamtaka í sjávarútvegi, komast. Ég held að það sé vaxandi andstaða gegn kvótanum vegna þess að aflamagnið fer mjög vaxandi. Hinsvegar er það breytilegt eftir landshlutum og væri hægt að laga atvinnuástandið ef t.d. lín- an væri leyfð út árið. Það yrði enginn mokstur en myndi bjarga ýmsu samt,“ sagði Steingrímur Hermannsson að lokum. gjg K0KKUB1MM í Garðabæ auglýsir: Nú fer að fara í hönd tími árshátíða og annarra mannfagnaða. Hvort sem veislan er stór eða smá, þá erum við tilbúnir í allt. Veislan yðar er í öruggum höndum hjá okkur. Upplýsingar og pantanir í síma 45430 kl. 13-18 alla virka daga. KOKKURIMi Smiðsbúð 4, 210 Garðabæ sími 45430. ■ Sólbraut 13 fékk viðurkenningu fyrir vel hirta lóð og faliegt útlit. Seltjarnarnes: Fegurstu lóðir fá viðurkenningu ■ Fegrunar- og náttúru- verndarnefnd Seltjarnar- ness hefur gengið frá viður-. kenningum vegna frá- gangs garða og húsa í Seltjarnarnesbæ 1985. Fjórir aðilar fengu viðurkenningu vegna lóða sinna og húsa. Það voru: Sævargarðar 2, eigendur Sigþrúður Steffensen og Ingi R. Jóhannsson. Sævargarðar 15, eigend- ur Hjörleif Einarsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Sólbraut 13, eigendur Steinunn Margrét Tómas- dóttir og Aðalsteinn Karlsson. Skáli, en eigendur hans eru Guðrún L. Kristjáns- dóttir og Stefán Guð- mundsson. Viðurkenningu fyrir út- lit og umhverfi atvinnu- húsnæðis hlaut Prjóna- stofan Iðunn, Skerjabraut 1. Fegursta gatan á Sel- tjarnarnesinu var valin Sævargarðar. Mjög mikil framför hef- ur verið á allri ræktun og umgengni í sumar og hafa íbúar sannarlega tekið við sér í góða veðrinu og af- sannað þá kenningu að gróður eigi erfitt uppdrátt- ar á nesinu. Nefndin bend- ir á að margir garðar eru í mótun, sem spennandi verður að fylgjast með næstu árin.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.