NT - 10.09.1985, Síða 12
Þriðjudagur 10. september 1985 12
■ Hluti af MAN vöruflokknum í nýjumogendurbættumumbúðum.
NT-mynd: Róbcrt.
Sápugerðin Frigg:
Nýstárlegar umbúðir
- í MAN vörunum
Forstöðumenn 7 dagvistarheimila borgarinnar:
Borgaryfirvöld
veiti stuðning
- í stað þess að berjast gegn okkur
■ Sápugeröin Frigg hefur nú sett á
markaöinn MAN sjampó og baðsápu
vöruflokkinn, endurbættan að samsetn-
ingu og í nýjum og aðlaðandi umbúðum.
Nýju flöskurnar eru 250 ml og króklaga
þannig að þægilegt er að halda á þeim
cða jafnvel hengja á blönduartæki eða
sápuskál.
Auk miða á framhlið umbúðanna cru
miðar að aftan þar sem greint er frá
eiginleikum hverrar tegundar, efnainni-
haldi og sýrustigi. Er mikilvægt að gefa
upp sýrustigið, sérstaklega vegna þess
að í íslenskahitaveituvatninuersýrustig
hátt og nauðsynlegt er að velja sjampó
með lægra sýrustig en hitaveituvatnið
hefur, en það hefur ph gildi hærra en 7.
Nú eru til sjö mismunandi tegundir
undir vörumerkinu MAN, og ætti hver
og einn að finna þar eitthvað við sitt
hæfi, þar eru sjampó og sápur fyrir allar
tegundir hárs.
Forstöðumenn sjö dagvistar-
heimila Reykjavíkurborgar hafa sent
frá sér yfirlýsingu þar sem þeir krefj-
ast þess að borgaryfirvöld veiti þeim
stuðning í stað þess að vinna gegn sér
með þeim hætti sem verið hefur.
í yfirlýsingunni segir: „Við undir-
ritaðir forstöðumenn á eftirtöldum
dagvistarheimilum Reykjavíkurborg-
ar hörmum þann skilningsskort sem
kemur fram í allri umfjöllun borgar-
yfirvalda um þá starfsmannaeklu sem
heimilin búa við í dag. Ennþá hafa
yfirvöld ekki viðurkennt það ófremd-
arástand sem skapast hefur, þegar 7
dagvistarheimili borgarinnar hafa
neyðst til að loka deildum eða draga
úr starfsemi vegna skorts á hæfu
Húsnæðisstofnun rí kisins
BREYTTUR EIIMDAGI UMSOKNA
UM LÁN
TIL BYGGIIMGAFRAMKVÆMDA
ÁÁRINU 1986.
1. IMÓVEMBER
VERÐUR EIIMDAGI FRAMVEGIS
í STAÐ 1. FEBRÚAR.
Þess vegna þurfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986
að berast eigi síðar en 1. nóvember nk.
Lán þau sem um ræðir eru þessi:
- Til byggingar á fbúðum eða kaupa á íbúðum í smíðum.
- Til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða, og
dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða.
- Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis.
- Til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði.
- Til tækninýjunga í byggingariðnaði.
Ofangreindur eindagi giidir einnig fyrir framkvæmdaaðila í
byggingariðnaði sem vilja leggja inn bráðabirgðaumsóknir
vegna væntanlegra kaupenda.
Umsækjendur, sem eiga fullgildar lánsumsóknir hjá
stofnuninni, er borist hafa fyrlr 1. febrúar 1985, en gera ekkl
fokhelt fyrir 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstaklega,
ella verða þær felfdar úr gildi.
Reykjavík, 4. sept. 1984
c§pHúsnæðisstofnun ríkisins
starfsfólki.
Þessi röskun á starfsemi 7 heimila
hefur nú þegar bitnaö á a.m.k. 150
börnum og foreldrum þeirra. Eru þá
ótalin þau heimili sem ekki er enn
fullvistað á vegna starfsmannaskorts
þó ekki hafi komið til lokunar."
í yfirlýsingunni segir ennfremur að
forstöðumenn hafi margsinnis varað
við þeim vanda sem við blasti eftir
reynslu síðasta vetrar. Því þurfi eng-
um að koma á óvart það neyðarástand
sem nú ríkir. Það sé ekki verjandi
gagnvart börnunum að halda uppi
fullum rekstri á heimilunum þar sem
fólk vanti á heilar deildir, - það sé
ekki á færi forstöðumanna að töfra
fram uppeldisstarf þar sem ekkert
starfsfóik sé.
Forstöðumennirnir hafi talið að
borgaryfirvöld hlytu að skila þessar
einföldu staðreyndir en svo er ekki.
Stöðugt sé gert lítið úr vanda dagvist-
arheimilanna og sé nú svo komið að
forstöðumennirnir frábiðji sér opin-
berlega að sitja undir yfirlýsingum af
því tagi. Jafnframt vilji þeir frábiðja
sér ósmekklegar athugasemdir á borð
við þær sem Anna K. Jónsdóttir
formaður stjórnarnefndar dagvistar
lét falla á fjölmennum útifundi for-
eldra sl. mánudag um rannsókn og
skýrsluhald frá þeim heimilum sem
ekki hafa fullmannaðar deildir og því
þurft að draga úr starfseminni. Van-
traustsyfirlýsingar af þessu tagi flýti
ekki fyrir lausn vandans og torveldi
forstöðumönnum það samstarf við
foreldra sem nauðsynlegt sé við þess-
ar aðstæður.
Dagvistun barna og formanni
stjórnarnefndar sé fullkunnugt um
allt það sem gert hafi verið til að ráða
starfsfólk. Því lýsa forstöðumennirnir
yfir ábyrgð á hendur þeim sem vita
mæta vel um allar þær umsóknir sem
dæmdar hafa verið óhæfar, um öll
þau viðtöl sem tekin hafi verið og
allar þær ráðningar sem forstöðu-
menn hafi gert þar sem nýir starfs-
menn mæta ekki einu sinni til starfa.
Og undiryfirlýsinguna skrifa: Elín
Mjöll Jónasdóttir forstöðukona í
Ægisborg, Guðrún Steingrímsdóttir,
Fiagaborg, Elín Jóna Þórsdóttir,
Austurborg, Margrét Vallý Jóhanns-
dóttir, Hamraborg, Erna Jónsdóttir,
Austurborg, Margrét Pála Ólafsdótt-
jr, Steinahlíð, Halla Hrólfsdóttir,
Múlaborg, Sigfús Aðalsteinsson,
Austurborg og Soffía Zophoníasdött-
ir, Lækjarborg.
Réttir að hefjast
■ Nú um þessar mundir eru réttir að hefjast og þær fyrstu verða í
Hrútatungurétt og Miðfjarðarrétt í Húnavatnssýslu. Síðan rekur ein aðra sem
hér segir:
Auðkúlurétt í Svínadal
Arr.arhólsrétf í Helgafellssveit, Snæf.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr.
Felisendarétt í Miðdölum, Dal.
Fljótstungurétt í Hvitársíðu, Mýr.
Fossvallarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.)
Grímsstaðarétt íÁlftaneshr., Mýr.
Heiðabæjarrétt í Þingvallasveit, Árn.
Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr.
Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing.
Hrunamannarétt í Hrunamannahr., Árn.
Hrútatungurétt í Hrútafírði, V.-Hún.
Húsmúlarétt v/Koiviðarhól, Árn.
Kaldárrétt v/Hafnarfjörð
Kaldárbakkarétt í Kolb.st.hr., Hnapp.
Kjósarrétt í Kjósarhr. Kjósarsýslu
Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn.
Kollafjarðarrétt, Kjalarneshr., Kjós.
Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði
Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V-Hún.
Mælifellsrétt í Lýtingsstaðahr., Skag.
Nesjavallarétt í Grafningi, Árn.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg.
Reynisstaðarrétt í Staðarhr., Skag.
Selflatarétt í Grafningi, Árn.
Selvogsrétt í Selvogi, Árn.
Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag.
Skaftholtsrétt í Gnúpverjahr., Árn.
Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft.
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.
Skeiðaréttir í Skeiðum, Árn.
Skrapatungurétt í Vindhælishr., A-Hún.
Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún.
Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr.
Tungnárréttir í Biskupstungum, Árn.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún.
Vogarétt á Vatnsleysuströnd, Gullbr.
Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún.
Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún.
Þingvallarétt í Þingvallasveit, Árn.
Þórkötlustaðarétt v/Grindavík
Þverárrétt í Eyjahr. Snæf.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr.
Olfusrétt í Olfusi, Árn.
Olkeldurétt í Staðarsveit, Snæf.
Hrossaréttir:
Víðidalstungurétt, V-Hún.
Skarðarétt, Skag.
Reynisstaðarétt, Skag.
Laufskálarrétt.Skag.
föstudag 13. og laugardag 14. sept.
þriðjudagur24. sept.
mánudagur 16. sept.
mánudagur 16. sept.
mánudagur 16. sept.
sunnudagur22. sept.
fimmtudagur 19. sept.
Iaugardagur21. sept.
miðvikudagur 18. sept.
Iaugardagur7. sept.
fimmtudagur 19. sept.
sunnudagur8. sept.
mánudagur23. sept.
Iaugardagur21. sept.
sunnudagur 15. sept.
þriðjudagur24. sept.
miðvikudagur 18. sept.
þriðjudagur24. sept.
miðvikudagur25. sept.
laugardagur 14. sept.
sunnudagur8. sept.
sunnudagur 15. sept.
mánudagur23. sept.
miðvikudagur 18. sept.
föstudagur20. sept.
mánudagur 16. sept.
miðvikudagur25. sept.
miðvikudagur25. sept.
fimmtudagur 19. sept.
Iaugardagur21. sept.
sunnudagur 15. sept.
föstudagur20. sept.
sunnudagur 15. sept.
fimmtudagurl2.sept.
miðvikudagur 18. sept.
miðvikudagur 18. sept.
föstudag 14. oglaugard. 15. sept.
miðvikudagur25. sept.
föstudagur.13. sept.
föstudag 13. oglaugard. 14. sept.
mánudagur23. sept.
mánudagur23.sept.
mánudagur23. sept.
þriðjudag 17. miðvikud. 18. sept.
fimmtudagur26. sept. *
fimmtudagur26. sept.
Iaugardagur28. sept.
sunnudagur29. sept.
sunnudagur29. sept.
laugardagurS. okt.