NT


NT - 10.09.1985, Síða 15

NT - 10.09.1985, Síða 15
 - a Þriðjudagur 10. september 1985 15 IVI Axel Jónsson fyrrverandi alþingismaður Fæddur 8. júní 1922 Dáinn 31. ágúst 1985. Kveðja frá bæjar- stjórn Kópavogs I dag þriðjudaginn 10. sept- ember verður jarðsettur frá Kópavogskirkju heiðursmaður- inn Axel Jónsson fyrrverandi alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi. Axel Jónsson lést þann 31. ágúst aðeins 63 ára að aldri. Ungur að árum fór hann að hafa afskipti af félagsmálum, en árið 1962 var Axel kosinn í bæjar- stjórn Kópavogs og gegndi því starfi fram á mitt ár 1982, en gaf þá ekki kost á sér til endurkjörs. Hann sat í bæjarráði Kópavogs á árunum 1962 til 1971 ogsíðan 1978-1979. Axel Jónsson sat í ýmsum ráðum og nefndum á vegum bæjarfélagsins og var m.a. forseti bæjarstjórnar Kópavogs um skeið. Árið 1963 tók Axel sæti á Alþingi og gegndi þingmannsstörfum til árs- ins 1978. Axel Jónsson fylgdist ætíð grannt með því sem var að gerast og varðaði Kópavog. Hann lét sér hag Kópavogs- kaupstaðar ávallt miklu varða og nutu bæjarbúar velvilja hans fram á hans hinsta dag, þó ekki færi slíkt alltaf hátt. Að leiðarlokum vill bæjar- stjórn Kópavogs þakka honum fyrir óeigingjarnt framlag, bæjarfélaginu til handa. Jafn- framt því sem eftirlifandi eigin- konu hans, Guðrúnu Gísladótt- ur, börnum og barnabörnum eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Ragnar Snorri Magnússon, forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Kveðja frá Norræna félaginu í Kópavogi Kynni okkar Axels Jónssonar voru hvorki löng né mikil og eingöngu bundin starfi Norræna félagsins í Kópavogi síðustu árin, en ég minnist þess með þakkiæti og hlýhug, hve vel og ljúfmannlega hann tók mér, nýjum manni í því starfi, þegar fundum okkar bar fyrst saman. Mig minnir, að það væri, þegar haldið var norrænt vinabæjamót í Kópavogifyrirnokkrumárum, þar sem báðir komu við sögu. Löngu áður vissi ég, hver hann var, því að Axel hafði á um tæplega aldarfjórðungs skeið verið þjóðkunnur maður vegna stjórnmálaþátttöku sinn- ar og afskipta af opinberum málum. Störf hans í almanna- þágu kunna aðrir betur að rekja, en árum saman var hann opinber starfsmaður, alþingis- maður Reyknesinga, bæjarfull- trúi í Kópavogi og auk þess kvaddur til ýmissa trúnaðar- og félagsmálastarfa, eins og títt er um þá, sem ekki grafa pund sitt í jörð og eru reiðubúnir að fórna áhugamálum sínum tíma og kröftum fram yfir brýnustu einkaþarfir. Þegar fyrrnefnt vinabæjamót var haldið, varð ég þess fljótt var, að Axel Jónsson hafði mik- inn áhuga á samstarfi vinabæj- anna og var öllum hnútum kunnugur, enda hafði hann öðl- ast reynslu af bæjarmálum og lagt Norræna félaginu lið í starfi þess. Hann var vel kynntur og virtur af fulltrúum hinna vina- bæjanna, sem hann þekkti niarga hverja vegna samstarfs ogfyrri kynna. í Kópavogi hefur vinabæjasamstarfið lengst af verið tekið alvarlega og rækt samkvæmt því, og um það hefur verið góð samvinna milli bæjar- yfirvaldanna og Norræna félags- ins. Á því hygg ég, að sé einföld skýring. Kópavogur er ungur bær og félagsdeild Norræna félagsins þar ennþá yngri. Samvinna bæj- ar og félags hefur vafalaust fljótt orðið nánari en ella vegna þess, að í áratug var Hjálmar heitinn Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi, en jafnframt var hann sá maður, sem af hvað mestum krafti beitti sér fyrir stofnun Norræna félagsins þar á sínum tíma, var löngum lífið og sálin í starfi þess og formaður þess og Norræna félagsins á Islandi, þegar hann lést fyrir rúmu ári, en formaður Kópa- vogsdeildarinnar hafði hann þá verið lengst af. Hjálmar gat því um skeið beitt sér tvíefldur fyrir íramgangi norrænnar sam- vinnu, sem var honum hjartans mál, en naut þar líka fulltingis margra góðra manna og kvenna, sem lögðu sitt af mörkum. í þeim hópi var Axel Jónsson. Þó að þeir væru ekki pólitískir samherjar, að minnsta kosti ekki nema í sumum málum, var með þeim góð vinátta, og kunn- ugir hafa sagt mér, að þeir hafi átt auðvelt með samstarf og einatt lagst á eitt, og segir sig sjalft, að þeir hafa þá haft styrk hvor af öðrum og munað um sameiginlegt átak þeirra í þeim málum, sem þeir þörðust fyrir. Vinátta og vaxandi samstart' Norðurlanda á sem flestum sviðum var áhugamál beggja, eins og þeir sýndu í verki, svo sjálfsagður hlutur, að hvorugur hefði nennt að standa í karpi við þá geðstirðu úrtölumenn, sem stundum reyna að gera lítið úr norrænni samvinnu og þeirri hugsjón, sem hún er reist á. Hvergi sást þetta betur en í vinabæjasamstarfinu, sem gert er ráð fyrir, að norrænu félögin og viðkomandi bæjaryfirvöld hafi samvinnu um að efla og halda uppi. Ég hygg, að Axel Jónsson hafi átt drjúgan þátt í því„ hve vel hefur tckist til í Kópavogi í þessu efni, enda lét hann ekki sitja við orðin tóm, en var jafnan reiðubúinn að leggja nokkuð á sig fyrir hug- sjón sína. Oft hljóp hann undir bagga, þegar þörf var einhvers konar fyrirgreiðslu. Nú í sumar þurfti Norræna félagið í Kópavogi til dæmis að skjóta skjólshúsi yfir sænska gesti, sem hér voru á ferð. Axel og kona hans, Guð- rún Gísladóttir, dvöldust að mestu utanbæjar um það leyti, en töldu sjálfsagt að fá gestun- um íbúð sína til umráða, meðan þeir þurftu á að halda, og mun það ekki hafa verið í fyrsta sinn. sem þau hjón brugðust með svo myndarlegum hætti við svipuð- um óskum. En Axel Jónssyni var Ijóst, að vinabæjasamstarf á að geta komið að gagni jafnt í blíðu og stríðu; það má nota til stuðnings réttum málstað, þegar snúa þarf vörn í sókn og ætlast má til gagnkvæms stuðnings og sanngirni og láta á það reyna, hvað vináttan þolir. Það sýndi Axel fyrir þrettán árum, þegar við íslendingar áttum hendur okkar að verja vegna útfærslu landhelginnar og að okkur var sótt með ofbeldi og rangfærsl- um. Þá gerði hann sér ótil- kvaddur ferð á eigin kostnað til fjögurra vinabæja Kópavogs, Óðinsvéa, Þrándheims, Norr- köping og Tampere og kynnti málstað íslendinga og hélt fram rétti okkar. Á þremuraf þessum stöðum var sonur hans með í förinni, sem vitaskuld var til þess gerð að andæfa, eftir því sem einum manni var fært, því áróðursmoldviðri, sem upp var þyrlaö til þess að skaða íslenska hagsmuni. Það er bæði rétt og skylt að muna og virða slík dæmi um mannslund og dugnað einstaklings í þjóðarþágu. Axel Jónsson var heiðursfé- lagi Norræna félagsins í Kópa- vogi, sem nú kveður hann með þökk og virðingu fyrir vel unnin störf. Hann sat þar ekki í stjórn, svo að ég minnist, en var löng- um endurskoðandi þess, fulltrúi þess á sambandsþingum og jafn- an boðinn og búinn.að leggja því margvíslegt lið með Ijúfu geði, eins og heiðursfélagakjör hans er tii vitnis um. Slíkra er gott að minnast. í átján ár átti Axel viö hciisu- brest að stríða, en einmitt á þeim átján árum vann hann mörg þau störf, sem lcngst verð- ur minnst, og dró ckki af sér. Hann lét ckki meira á því bera en hjá varð komist, að hann gengi ekki heill til skógar, og þann tíma, sem ég þekkti hann, var hann hress í máli og hýr í lund. Hann og kona hans áttu sumarbústað uppi í Kjós og voru bundin þeirri sveit sterkum böndum. Það er gott til þess að hugsa, að þar skyldi Axel Jóns- syni auðnast að lifa sitt síðasta sumar, sem verið hefursvo blátt og bjart þar um slóðir, að lengi verður minnst. Fyrir hönd Norræna félagsins í Kópavogi sendi ég ekkju hans, börnum og öðrum skyldmenn- um samúðarkveðjur. Því félagi unni hanr og þó mest þcirri hugsjón, sem það var stofnað til þess að cfla. Sjálfur gaf hann um það gott fordæmi, hvernig það er unnt. Hjörtur Pálsson Ráðstefna S.U.F. Ráðstefna Sambands ungra framsóknarmanna um stefnu, starfshætti og skipulag Framsóknarflokksins. Bifröst 14.-15. sept 1985. Dagskrá: Laugardaginn 14. sept.: 1. Kl.13:00 Setning. Finnur Ingólfsson, formaður SUF. 2. Kl.13:05 Samþykkt miðstjórnarfundar Framsóknarflokks- ins er varðar SUF. Finnur Ingólfsson. 3. Kl.13:15 Hvernig koma stjórnmál og stjórnmálamenn fólki á aidrinum 18-25 ára fyrir sjónir. Hverju þarf að breyta? a: b: Hallur Magnússon. 4. Kl.13:30 Hvernig kemur Framsóknarflokkurinn ungu fólki fyrir sjónir. Hverju þarf að breyta? a: Guðrún Hjörleifsdóttir b: Þórður Ingvi Guðmundsson. 5. Kl.13:45 Stuttar fyrirspurnir og umræður. 6. Kl.14:15 Við hvaða breytingum má búast á næstu kosningabaráttu með tilkomu nýrra útvarps- laga? Helgi Pétursson, ritstjóri. 7. Kl.14:25 Er æskilegt að náin tengsl séu á milli stjórnmá- laflokkanna og hinna ýmsu félagsmálahreyf- inga? a: Unnur Stefánsdóttir b: Gunnar Baldvinsson c: 8. Kl. 15:00 Stuttar fyrirspurnir og umræöur. 9. Kl.15:30 Kaffihlé. 10. Ki. 16:00 Er skipulag Framsóknarflokksins í takt við tímann? a: Drífa Sigfúsdóttir. b: Níels Árni Lund. 11. KI.16:15 Hvernig á Framsóknarflokkurinn að haga vinnu- brögðum sínum í næstu framtíð? a: Magnús Ólafsson. b: Bjarni Hafþór Helgason. 12. Kl. 16:30 Hvernig á ungliðahreyfing innan stjórnmála- flokks að starfa? a: Jón Sigfús Sigurjónsson. b: c: Þórður Æ. Óskarsson. 13. Kl.16:45 Almennar umræður og fyrirspurnir. 14. Kl.19:00 Kvöldverður. Sunnudagur 15. sept.: 1. Kl.10:00 Ber að taka upp nýtt stjórnunarfyrirkomulag á íslandi í formi sjálfstæðra fylkja? a: Þórður I. Guðmundsson. b: Ásmundur Jónsson 2. Kl.10:30 Aimennar umræður og fyrirspurnir. 3. Kl.12:00 Fundarslit. Ráðstefnan er öllum opin, ungt framsóknarfólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Kostnaður er kr. 1400.- innifalið er kaffi, kvöldmatur og morgunmatur. Nánari upplýsingar í s. 24480. S.U.F H ITAVEITA REYKJAVlKUR Orðsending frá Hitaveitu Reykja- víkur Húsbyggjendur eru minntir á, að hitaveitu- heimæðar í hús eru ekki lagðar ef frost er í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostn- aðar, sem af því leiðir. Til þess að sleppa við þennan aukakostnað þurfa húseigendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði fyrir 10. október n.k.: 1. Leggja inn beiðni um tengingu hjá Hitaveit- unni. 2. Hafa hús sín tilbúin til tengingar. Hús telst tilbúið til tengingar þegar því hefur verið lokað, hitakerfi lagt og lóðjöfnuð u.þ.b. í rétta hæð. -----"T Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjáns- son alþingismaður boða til almennra funda á Fljótsdalshéraöi vikuna 8.-15. september. Fundarefni: Landbúnaðarmál og önnur þjóðmál. Fundirnir verða sem hér segir: Þriðjudagur 10. september kl. 16.00 í Hálsakoti. Þriðjudagur 10. september kl. 21.00 á Skjöldólfsstöðum. Fimmtudagur 12. september kl. 21.00 á Iðavöllum. Föstudagur 13. september kl. 16.00 i Végarði. Föstudagur 13. september kl. 21.00 á Rauðalæk. Laugardagur 14. september kl. 16.00 á Arnhólsstöðum. Einnig veröur fundur á Borgarfirði eystra föstudaginn 6. september kl. 21.00 og á Vopnafirði sunnudaginn 15. september kl. 21.00. Fundarefni: Sjávarútvegur og landbúnaðarmál og önnur þjóðmál. YAMAHA DX - 7 Námskeið fyrir eigendur DX-7 verður haldið á vegum YAMAHA og hefst það 11. sept- ember. Einnig verðu rkennd meðferð Músíktölvunn- ar CX-5, svo og DX-5 og QX-1, sem er Sequenser. Þá verður einnig farið yfir með- ferð þeirra tækja, sem væntanleg eru á þessu sviði frá YAMAHA á næstunni. Upplýsingar og innritun í Hljóðfæraverslun Poul Bernbourg hf., Rauðarárstíg 16, sími 20111. Mannleg samskipti - áætlanir - breytingar Þetta er meðal námsefnis á námskeiðum Verkstjórnarfræðslunnar. Ný námskrá var að koma út. Hringið til Verkstjórnarfræðsl- unnar, Iðntæknistofnun íslands, símar 687000 og 687009, og fáið sendar upplýs- ingar. Þ10DLEIKHUS1Ð Sala á aðgangskortum stendur nú yfir. Miðasala kl. 13.15-20.00. Sími 11200.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.