NT - 10.09.1985, Page 18
w
Dreifingarstjóri
Dagblaðiö NT óskar að ráða dreifingarstjóra.
Starfssvið: Skipulagning og stjórn á dreif-
ingu blaðsins um land alit og pökkunardeild.
Umsjón með skráningu áskrifenda og sam-
band við umboðsmenn.
Við leitum að manni sem getur unnið
sjálfstætt og skipulega, á gott með að
umgangast fólk og á auðvelt með að leysa
úr vandamálum sem upp kunna að koma
skyndilega. Þetta er viðamikið starf og laun
eru í samræmi við það.
Skriflegar umsóknir leggist inn á NT sem
fyrst. (Fyrirspurnum ekki svarað í síma).
tæ
Afgreiðslumaður
Við leitum einnig að afgreiðslumanni:
Starfssvið: Viðkomandi yrði dreifingarstjóra
til aðstoðar í öllum daglegum störfum. Hann
þyrfti að sjá um útskrift reikninga o.fl.
Við leitum að manni sem á gott með að
umgangast fólk og sérstaklega fólk af yngri
kynslóðinni í blaðberastétt.
Góð laun eru í boði.
Skriflegar umsóknir leggist inn á NT sem
fyrst.
lll Útlitsteiknari
Loks leitum við að útlitsteiknara:
Starfssvið: Viðkomandi tæki við stjórn á
útlitsdeild NT og hefði náið samstarf við
ritstjórn og aðra á tæknideild.
Við leitum að vönum og hugmyndaríkum
útlitsteiknara, sem getur unnið með okkur að
margvíslegum verkefnum sem framundan
eru. Góð laun eru í boði fyrir þetta ábyrgðar-
starf á NT, góð vinnuaðstaða og gott and-
rúmsloft.
Skriflegar umsóknir leggist inn á NT, Síðu-
múla 15, Reykjavík, sem allra fyrst.
Áríðandi er, að þeir sem áhuga kynnu að
hafa á þessum störfum gætu hafið störf við
blaðið sem allra fyrst.
Lausar stöður
við sjúkrahúsið
á Egilsstöðum
Leiðbeinandi við föndur/handavinnu, V2
staða frá 15. okt. n.k. Uppl. gefur hjúkrunar-
forstjóri í síma 97-1631/1400.
Sjúkraþjálfari, 1/i staða. Mótandi starf, ný
aðstaða tekin í notkun bráðlega. Uppl. gefur
Gunnsteinn Stefánsson, yfirlæknir í síma
97-1400.
Skrifstofumaður/launafulltrúi V staða.
Bókhaldsþekking nauðsynleg. Uppl. gefnar í
síma 97-1386.
- eftir steindautt jafntefli gegn Þrótti
■ Þórsarar frá Akureyri fyrir-
gerðu möguleikum sínum á sigri
í 1. deild Islandsmótsins í knatt-
spyrnu á laugardaginn er liðið
kom til Reykjavíkur og tókst
ekki að skora hjá Þrótturum.
Þrótturum tókst ekki heldur að
skora frekar en endranær og
úrslitin urðu því markalaust
HNOT-
SKURN
■ Slakur leikur en hart barist.
Lítid um tækifæri og jaíntefli
sanngjarnt. Dómari í leiknum
var Sveinn Sveinsson og var
ágætur. Gaf hann fjögur gul
spjöld, tvö á iid. Ahorfendur voru
ekki ýkja margir.
NT
Boltinn
■ Varnir beggja liða stóðu fyrir
sínu og mega þær sparka á milli
sin boltanum.
jafntefli, 0-0. Leikurinn var
steindauður mest allan tímann.
Þórsarar sóttu meira og áttu
betri færi en Þróttarar vörðust
mjög vel á litla Valbjarnarvelli.
Vegna þrengsla á vellinum þá er
mjög auðvelt að loka svæðum
og leikmenn fengu ekki mikinn
tíma til að taka ákvarðanir með
boltann á tánum. Eins og fyrr
þá virðist ekki vera sama barátt-
an í Þórsurum á útivelli eins og
á heimavelli og liðið virkaði á
tíðum full áhugalaust. Þróttarar
verða nú að fara í Garðinn til að
spila til úrslita um hvort liðið
heldur sæti sínu í deildinni. Þar
dugar þeim jafntefli.
Leikurinn á laugardaginn var
varla hafinn er Atli Helgason
komst aleinn innfyrir vörn Þórs
en skaut ekki mjög nákvæmlega
af vítateig og boltinn fór
framhjá. Mjög gott færi. Þetta
var allt og sumt er gerðist í fyrri
hálfleik utan að Nói og Nikulás
fengu gult spjald hvor.
Síðari hálfleikur var ögn
fjörugri. Þórsarar fengu tvö
mjög góð færi og hefðu átt að
skora úr a.m.k. öðru þeirra.
0. september 1985 18
íþróttir
Evrópumolar
■ Keppnistímabilið í
ítölsku 1. deildinni hófst á
sunnudaginn. Eins og
ávallt þá voru það nokkrar
stjörnur sem voru í sviðs-
Ijósinu hjá Itölunum. Karl-
Heinz Rummenigge skor-
aði tvívegis fyrir Inter Mí-
lanó í 3-1 sigri á Pisa. Þessi
mörk hans færðu bros á
andlit Franz Beckenbauer
landsliðsþjálfara Þjóðverja
en þeir eiga að leika gegn
Svíum í undankeppni HM
þann 25. sept. Brosið fraus
þó fljótlega því Inter hefur
neitað að láta Rummen-
igge lausan í þriggja daga
æfingabúðir fyrir leikinn.
Það eru þó víðar vand-
ræði með landsliðsmenn en
hjá Þjóðverjum. Mark
Hateley miðherji Englend-
inga lék með liði sínu AC
Mílanó um helgina og
hjálpaði til við að vinna
sigur á Bari, 1-0. Þetta
kostaði þó það að meiðsl
sem Hateley hefur átt við
að stríða lengi, tóku sig
upp og ekki er víst að hann
verði með Tjöllunum gegn
Rúmenum á morgun.
En eins manns dauði er
annars manns brauð, eða
vín. Sá sem datt í lukku-
pottinn á Ítalíu í fyrradag
var danski landsliðsmaður-
inn Preben Elkjær Larsen
sem skoraði fyrsta mark
Verona í 2-2 jafnteflisleik
gegn Lecce. Þetta mark
var einnig fyrsta markið í
ítölsku deildinni á þessu
ári og fyrir það fékk Elkjær
700 flöskur af víni, léttu
víni væntanlega.
Ekki var Zbigniew Bon-
iek í minna stuði en Elkjær.
Hann lagði upp bæði mörk
síns nýja félags, Roma, í
sigri á Atlanta, 2-1. Nela
og Pruzzo skoruðu þau.
í Hollandi heldur Feyen-
oord forystu í deildinni eft-
ir 2-0 sigur á Utrecht. Ajax
komst aftur á vinningsslóð
eftir tvo tapleiki í röð. Nú
rúllaði Ajax upp Venlo 7-1.
Ajax er þó fjórum stigum á
eftir Feyenoord. Den
Bosch er í öðru sæti í
deildinni eftir 2-2 jafntefli
gegn Roda þar sem mark-
vörður liðsins óð upp völl-
inn á síðustu mínútu og
jafnaði með góðu marki -
sannarlega allt lagt í sókn-
ina.
■ „Þefaðu af þessum“ gæfi Hlynur Birgisson verið að hugsa er hann reyndi að stinga tánum í nef
Lofts Ólafssonar.
íslandsmótið í knattspyrnu 1 deild:
NT-mynd: Róbcrt.
Þórsarar úr leik
Þau féllu bæði í fætur Kristjáns
Kristjánssonar. Fyrst tókst hon-
um að vera aðeins á undan
Guðmundi markverði Þróttar í
bolta er datt innfyrir vörnina.
Loftur Ólafsson náði þá að
bjarga mjög naumlega á línu.
Stuttu síðar kom fyrirgjöf og
Kristján var dauðafrír á mark-
teig en skaut yfir. Reyndar var
boltinn í loftinu er Kristján fékk
hann, en engu að síður var allt
opið. Þannig lauk þá þessari
viðureign.
Hvorugu liðinu tókst að sýna
góða knattspyrnu. Svæði á þess-
um litla velli eru af skornum
skammti og því er oft auðveld-
ara að verjast en sækja.
íslandsmótið 1. deild:
Víðismenn betri
- gegn KR en náðu ekki sigri
■ K.R. og Víðir skildu jöfn á
K.R.-velli í spennandi leik þar
sem Víðismenn sýndu klærnar
og hefðu, með smá heppni, átt
að fara með þrjú stig heim í
Garðinn. Leikurinn endaði þó
með að hvort lið gerði eitt mark
og Víðismenn mæta því Þróttur-
um í hreinum úrslitaleik um fall
í síðustu umferð íslandsmótsins.
Það voru K.R.-ingar sem
hófu leikinn af krafti á sínum
heimavelli og ætluðu sér greini-
lega að spila djarft með aðeins
þrjá varnarmenn til staðar. Með
jákvæðri spilamennsku upp-
skáru þeir líka mark og það af
fallegri gerðinni. Ásbjörn
Björnsson tók þá á móti bolta
inn í teig og renndi út á Ágúst
Má sem skaut góðu skoti upp
undir slá Víðismarksins.
Eftir þessa góðu byrjun var
sem leikmenn K.R. teldu sig
hafa gert sitt í bili og Garðsbúar
fóru að láta að sér kveða með
Grétar Einarsson, sannarlega
einn leiknasta leikmann 1.
deildar, í fararbroddi flestra
góðra sókna. Á 27. mín. unnu
Ólafur Róbertsson og Grétar
vel saman upp hægri vænginn
en Stefán í marki K.R. varði
skalla Ólafs. Stefán bjargaði
einnig vel mínútu síðar er Guð-
mundur Jens komst einn í gegn.
Aftur á móti varð Stefán að sjá
á eftir knettinum í netið er
Vilberg Þorvaldsson braust á
óskiljanlegan hátt í gegnum
vörn K.R.-inga og renndi bolt-
anum í netið. 1-1 og þannig var
staðan í hálfleik.
í síðari hálfleik héldu Víðis-
ntenn áfram að vera meira ógn-
andi liðið á vellinum án þess þó
að takast að skora. Þeir komust
næst marki er Gísli Eyjólfsson
skallaði í stöng og út.
K.R.-ingar byrjuðu þennan
leik vel en döluðu er á leið og á
þetta við alla leikmenn liðsins
að undanskildum Snæbirni sem
sótti sig og Stefáni í markinu
sem varði vel allan tímann.
Víðismenn léku vel sem liðs-
heild enda hafa sömu mennirnir
verið í þessum slag í langan
tíma og því farnir að þekkja
hvorn annan vel. Gísli var sterk-
ur í vörninni og frammi gefur
Grétar Einarsson liðinu fjöl-
breytilega möguleika í sóknar-
aðgerðum.
Spánn:
Enn tapar Pétur
- nú fyrir Osasuna og er Hercules með eitt stig
■ Ekki gengur Pétri Péturs-
syni og félögum hjá Hercules í
spænsku knattspyrnunni of vel.
Liðið tapaði nú um helgina á
útivelli fyrir Osasuna 1-0. Hefur
Hercules nú aðeis eitt stig eftir
þrjár umferðir. Madrid liðið
Atletico og Real eru nú efst í
deildinni en Atletico sigraði
meistarana frá í fyrra Barcelona
í spennandi leik í Madrid. Bar-
celona náði forystu strax eftir 10
mín. er Caldere skoraði með
þrumuskoti. Atletico lét þetta
ekki á sig fá og þeir Cabrera og
da Silva tryggðu sigurinn með
mörkum á tveimur mínútum.
Real sigruðu Espanol með
mörkum frá Butrageno og Sanc-
hez en Zuniga kom Espanol yfir
í upphafi leiksins.
HNOT-
SKURN
■ Þokkalegur leikur. Vídis-
menn sterkari. Ágúst Már skor-
adi fyrir KR og Vilberg Þorvalds-
son fyrir Víði. Áhorfendur 500 og
dómari Gisli Guðmundsson var í
lagi.