NT - 11.10.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7
Búseti riðar til falls
■ Fái Búseti ekki sem fyrst
jákvæð svör frá Húsnæðis-
stofnun ríkisins vegna um-
sóknar félagsins um húsnæð-
ismálastjórnarlán vegna
byggingar fjölbýlishúss í
Grafarvogi, er allt útlit fyrir
að húsnæðissamvinnufélagið
verði að skila Reykjavíkur-
borg aftur lóðinni.
Forsvarsmenn Búseta
höfðu búist við því að hús-
næðismálastjórn tæki lána-
umsóknina fyrir á fundi sín-
um sl. miðvikudag, en henni
var frestað enn einn ganginn.
Að sögn Reynis lngibjarts-
sonar, starfsmanns Búseta,
er þessi eilífa frestun á um-
sókninni félaginu dýrkeypt.
Mánaðarlega borgar það um
50 þúsund krónur í vexti af
lánum, sem þeir þurftu að
taka til að greiða gatnagerð-
argjöld. Þá hefur verktaka-
fyrirtækið Hagvirki unnið að
hönnun á húsinu, en Valdi-
mar Harðarson, er arkitekt
hússins. . Að sögn Jóhanns
Bergþórssonar, hjá Hag-
virki, er hönnunarkostnað-
urinn kominn í 3-500 þúsund
kr. núna. Einutekjurnarsem
húsnæðissamvinnufélagið
hefur, eru félagsgjöld, en
,félagar í húsnæðissamvinnu
félögum munu nú um 3000
talsins.
1 Húsnæðissparnaðarreikn-
ingur sá sem Búseti hefur
boðið félagsmönnum sínum
upp á var af fjármálaráðu-
neytinu dæmdur ófullnægj-
andi til að falla undir lög
ríkisstjórnarinnar um hús-
næðissparnaðareikninga. Fé-
lagsmenn fá því ekki skatta-
afslátt af sparnaði sínum
einsog aðrir húsnæðisspar-
endur. Jóhanna Sigurðar-
dóttir lagði í gær fram frum-
varp um breytingu á þessum
lögum, Búseta í hag.
Stjórn Búseta sendi félags-
málaráðherra bréf í gær þar
sem félagið fer fram á að
hann leiti allra hugsanlegra
ráöa til að húsnæðismála-
stjórn afgreiði lánsumsókn-
ina án allra frekari tafa. Þá
segir í bréfinu að fari svo að
félagiö verði að skila lóðinni
aftur sitji það uppi með fjár-
hagslegar skuldbindingar,
sem geti riðið því að fullu.
Ölfus:
Kranabíll
valt
-þegar jarðveg-
ur lét undan
■ Kranabíll valt á hliðina þeg-
ar jarðvegur hrundi undan
honum, þar sem verið var að
steypa í grunn á Læk í Ölfusi,
en þar er verið að reisa nýja
fiskeldisstöð. Gerðist þetta upp
úr hádeginu í gær.
Þegar bíllinn valt hékk
steypusíló í bómunni, sem
menn voru að vinna við að losa
úr á jörðu niðri. Að sögn Heið-
ars Jónssonar lögreglumanns á
Selfossi hefði bíllinn líklega
ekki oltið ef bílstjórinn hefði
sleppt níðþungu steypusílóinu,
en þar sem menn voru að vinna
við það hefði það getað valdið
slysi á þeim. Jarðvegurinn lét
því undan kranabílnum þar sem
hann stóð á brún við grunninn
og seig bíllinn á hliðina án þess
að nokkuð yrði að gert, en
öllum nálægt tókst þó að forða
sér í tíma.
Sögðu viðstaddir að mildi væri
að ekki hefði farið ver, enginn
slasaðist og hlutu kranabíllinn
sem er í eigu Smiðs hf. á Selfossi
og grunnurinn sem hann lagðist
ofan á að hluta, aðeins minni-
háttar skemmdir.
Kristján Thorlacius:
Misskilningur
óhugsandi
- Hlýtur að ganga yfir alla,
segir Ásmundur Stefánsson
■ „Ég fullyrði að hvorki for-
sætisráðherra, né Þorsteinn
Pálsson, gátu misskilið það sam-
komulag sem Albert Guð-
mundsson gerði við BSRB,"
sagði Kristján Thorlacius, for-
maður BSRB við NT í gær-
kvöldi, en hann var viðstaddur
er fjármálaráðherra hafði sam-
band við þá Steingrím og Þor-
stein og hlustaði á samtalið.
Bæði forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins lýstu
því yfir í kvöldfréttum útvarps-
ins í gær, að einsog Albert hefði
sett upp málið, hefðu þeir hald-
ið að þarna væri um leiðréttingu
að ræða fyrir takmarkaðan hóp
ríkisstarfsmanna.
Kristján sagði að Albert hefði
lagt samkomulagið mjög skýrt
fyrir formennina, og að mis-
skilningur af því tagi, sem þeir
töluðu um í fréttunum, kæmi
ekki til greina.
„Misskilningur er alltaf erfið-
ur skilningur," sagði Ásmundur
Stefánsson, hjá ASÍ; „en það er
ómögulegt að túlka þessa
ákvörðun sem þarna var tekin,
öðru vísi en svo, að ríkisstjórnin
hafi ákveðið að bæta fólki þá
umframhækkun sem hefur orð-
ið á verðlagi, frá því sem gert
var ráð fyrir í samningunum í
sumar. Það hlýtur því að vera
ætlast til að þessi kauphækkun
gangi yfir einnig á hinum al-
menna vinnumarkaði.“
Hitaveita Akureyrar:
Erlend lán nema
1700 milljónum
- hefst á 10-15 árum segir tæknifuiltrúinn
■ Skuldir Hitaveitu Ak-
ureyrar nema um 1700
milljónum króna. Stærsti
hluti skuldarinnar er í
formi erlendra lána í hin-
um ýmsu gjaldmiðlum.
Eins og kunnugt er tók
Hitaveitan upp nýtt sölu-
fyrirkomulag í sumar, og
er gert ráð fyrir því að það
skili fyrirtækinu ellefu
prósentum hærri upphæð
en gamla kerfið gerði.
Böðvar Bjarnason
tæknifulltrúi hjá Hitaveit-
unni sagði í samtali við
NT í gær að orsök þessa
skuldahala væri fyrst og
fremst mikill stofnkostn-
aður. „Eins og staðan er í
dag þá á að nást að greiða
þetta niður á tíu til fimm-
án árum. Hinsvegar ef
gjaldskráin verður þving-
uð niður hér eins og hjá
Hitaveitu Reykjavíkur, þá
er þetta vonlaust dæmi.
Þá myndi þetta vinda upp
á sig eins og snjóbolti. En
með þessum tiltölulega háu i
orkugjöldum sem eru hér
þá á þetta að nást,“ sagði j
Böðvar.
Hann benti einnig á það
að búið væri að gera þær
ráðstafanir sem gera
þyrfti og ekki von á enn
frekari hækkunum.
Innflutn-
ingsbann
áS-Afríku
■ Samtök flutningsverka -
manna og hafnarverkamanna á
hinum Norðurlöndunum
ákváðu á fundi í Helsingfors í
gær, að setja innflutningsbann
á allar vörur frá S-Afríku, frá
og með 20. október.
NT hafði samband við Ás-
mund Stefánsson hjá ASÍ og
spurði hann hvort svipaðra
aðgerða væri von hér á landi.
Ásmundur sagðist ekki kann-
ast við þessa samþykkt, en
hinsvegar hefði hann verið á
stjórnarfundi með Alþýðu-
samböndum Norðurlandanna
fyrir u.þ.b. viku og þar voru
aðgerðir gegn kynþáttastefnu
S-Afríku til umræðu, en ASÍ
hefur ekki ákveðið til hvaða
aðgerða verði gripið, en það
verði gert á næstunni.
íslendingar flytja inn vörur
fyrir um 20 milljónir kr. á ári
og mestur hluti þess eru ávext-
ir. Sagði Ásmundur að þetta
væru allt vörur sem við gætum
fengið annarsstaðar að og væri
því auðveldara fyrir okkur en
ýmsa aðra að setja á innflutn-
ingsbann.
Fóraf
slysstað
■ Ökumaður í Vestmanna-
eyjum sem ók á ellefu ára
gamlan dreng sem var á reið-
hjóli í gærdag, hvarf af slysstað
eftir að hafa ekið á drenginn.
Lögregla hafði uppi á mannin-
um og tók hann til yfir-
heyrslna. Þar játaði hann að
hafa ekið á drenginn, en sagð-
ist hafa haldið að hann væri
ekkert meiddur. Drengurinn
var lítið slasaður.
Þá varð fjórtán ára gömul
stúlka fyrir bíl í Eyjum í gær
en hún slapp með minniháttar
meiðsli.
4 umferð-
aróhöpp
■ Aðeins fjórir minniháttar
árekstrar urðu í umferðinni á
Reykjavíkursvæðinu í gærdag
og enginn slasaðist. Sagði lög-
regluvarðstjóri í Reykjavík að
þetta væri óvenjulítið miðað við
það sem hefur verið undanfarið,
kannski er það yfirstandandi
umferðarvika sem hefur þessi
jákvæðu áhrif á reykvísku um-
ferðina.