NT - 11.10.1985, Blaðsíða 7
ÍTF Föstudagur 11. október1985 7
IlL Útlönd
■ Yul Brynner.
Þurrkunum í Afríku lokið:
Fimm ríki
þurfa ennþá
neyðaraðstoð
Frægur leikari:
Yul Brynn-
er lést í
gærdag
New-York-Reuter:
■ Hinnkunni bandaríski leikari
Yul Brynner lést í gær á sjúkrahúsi
af fylgikvillum lungnakrabbameins
sem hann fékk árið 1983. Hann
náði 65 ára aldri og átti að baki
fjölbreyttan feril sem sviðs- og
kvikmyndaleikari.
Það hlutverk sem Brynner
var þekktastur fyrir var í leikrit-
inu „The King and 1“ þar sem
hann lék konunginn af Síam.
Leikritið var kvikmyndað með
hann í sama hlutverki en þó var
það uppfærslan í New York sem
vakti mesta athygli. Fyrsta sýn-
ing var árið 1951 og sú síðasta
með hans þátttöku nú síðastlið-
ið sumar. Þannig lék hann hlut-
verkið alls 4.625 sinnum.
Af þeim kvikmyndum sem
Brynner lék í má nefna „Anast-
asía“, „Bræðurnir Karamazov"
og „The Magnificent Seven“.
Evrópuþingið:
Mexíkanar
fái frí frá
skuldunum
Strasbourg -Reuter.
■ Evrópuþing Efna-
hagsbandalags Evrópu
hvatti í gær til þess að
Mexíkanar fengju tíma-
bundinn gálgafrest á
skuldagreiðslum til er-
lendra lánadrottna vegna
jarðskjálftans sem lagði
hluta Mexíkóborgar í rúst
í seinasta mánuði.
Evrópuþingið sam-
þykkti einnig áskorun á
stjórn EBE að bjóða fórn-
arlömbum jarðskjálftanna
fimm milljón evrópudoll-
ara (150 milljón ísl.kr.) í
neyðaraðstoð.
Endanleg ákvörðun um
skuldbreytingar og neyð-
araðstoð EBE til Mexíkó
verður samt ekki tekin fyrr
en eftir að framkvæmda-
stjórn bandalagsins og
ráðherranefnd þess hefur
rætt um hana.
Nairobi-Rcuter.
■ Mjög hefur dregið úr hung-
ursneyðinni í Afríku að undan-
förnu vegna hagstæðs veðurfars
og rigninga sem hafa bundið
enda á langvinna þurrka. En
samkvæmt upplýsingum Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna er nauð-
synlegt að haída áfram neyðar-
aðstoð til fimm Afríkuríkja til
að koma í veg fyrir hungur-
dauða.
Þegar ástandið var sem alvar-
legast höfðu 150 milljón af um
500 milljónum íbúa Afríku ekki
nægjanlegan mat vegna þurrk-
anna. Pótt ástandið sé nú ekki
nærri því svo slæmt verða hjálp-
arstofnanir í 21 Afríkuríki samt
ennþá að starfrækja matvæla-
dreifingarstöðvar þar sem hægt
er að fá ókeypis matvæli.
Verst er matvælaástandið
núna íEþíópíu, Angóla, Súdan,
Mozambik og Botswana. Stórir
hopar íbúa þessara ríkja verða
enn að treysta á matvælagjafir
frá alþjóðlegum hjálparstofnun-
um til að halda lífi.
Flutningar eru ennþá mikið
vandamál. Þannig bíða um
400.000 tonn af matvælum í
birgðaskemmum í hafnarborg-
um í Súdan eftir því að hægt sé
að flytja þau til hungursvæð-
anna.
f skýrslu Matvælastofnunar
Sameinuðu þjóðanna um mat-
vælaástandið í Afríku kemur
fram að Lesotho, Zambia,
Zimbabwe og Marokko hefur
öllum tekist að vinna bug á
hungursneyðinni og hafa ekki
þurft að biðja um neina
matvælaaðstoð í átta mánuði.
■ Flugvél kemur með mikilvæg hjálpargögn til Súdan. Þótt
ástandið hafi batnað mikið og hungursneyðin sé ekki eins alvarleg
og áður er neyðarhjálp alþjóðastofnana samt ennþá nauðsynleg.
Nýr kommúnista-
flokkur á Spáni
Madrid-Rcutcr.
■ Fyrrverandi leiðtogi
Kommúnistaflokks Spánar
(PCE), Santiago Carrillo, hefur
sagt sig úr flokknum eftir 49 ára
aðild að honum og stofnað nýj-
an flokk sem hann kallar
Kommúnistaflokk Spánar-
marxistar-byltingarsinnar
(PCE-MR).
Carrillo, sem er 70 ára
gamall, var félagi í Komm-
únistaflokknum á meðan á
innanlandsstríðinu 1936-39
stóð. Hann var rekinn úr mið-
stjórn flokksins í apríl síðast-
liðnum vegna andstöðu sinnar
við stefnu eftirmanns síns Ger-
ardo Igelsias. Petta er í annað
skiptið á tveim árum að Komm-
únistaflokkur Spánar klofnar.
Um það bil hundrað háttsettir
embættismenn í flo-kknum klufu
sig úr honum í fyrra og stofnuðu
nýjan flokk hliðhollan Sovét-
ríkjunum undirforystu Ignaccio
Gallego.
Uppreisnarmenn
drepa skólastjóra
Harare-Reuter.
■ Lögregluyfirvöld í Zimb-
abwe segja að uppreisnarmenn
hafi drepið skólastjóra og ó-
breyttan þorpsbúa í þorpi nalægt.
Gokwe-borg nálægt miðju
landsins. Uppreisnarmennirnir
brenndu einnig hús íbúanna.
Að sögn lögregluyfirvalda
myrtu skæruliðarnir mennina
vegna stuðnings þeirra við
stjórnarflokkinn Zanu-PF.
Skæruliðarnir hafa að undan-
förnu hert baráttu sína gegn
stjórninni með auknum árásum
á embættismenn stjórnarinnar
og stjórnarflokksins.
'NEWSINBRIEF
October 10, Reutcr
WASHINGTON - Presi-
dent Reagan called on
Palestine Liberation or-
U. ganization chief Yasser
a Arafat to hand over the
§
four hijackers of an Italian
cruise ship or to punish
them himself. He said the
(/) four deserved the death
íi penalty.
CAIRO - Egyptian Presi-
dent Hosni Mubarak said
the four Palestinians who
hijacked the Italian cruise
ship Achille Lauro with
400 people aboard had
left Egypt before Cairo
learned that an American
hostagc was slain. But in
Tunis, the Palestine Libe-
ration Organisation said
the four were still in
Egyptian hands and would
not be brought to PLO
headquarters there.
Bi
£
SOFIA - The Soviet Uni-
on said at UNESCO’S
^ General Conference it
wanted more of the ag-
* ency’s money spent on
«5 ways to avoid a nuclear
holocaust, rejecting ap-
peals by Western nations
to scrap the controversial
programmes troubling the
agency.
•
LONDON - Engiand -
The British government
announced plans for a new
law to conibat street vio-
lence afler a recent wave
of big-city riots. lt also
said it would not cut un-
employment by increasing
j. government spending.
by
OC
CQ BARCELONA, Spain -
^ Police attempted to
identify two bodies bear-
““ ing signs of torture found
in a Barcelona flat. They
wo'uld not confirm an Isra-
el radio report that the
dead were Israeli seamen
killed by Palestinian
Guerrillas.
JOHANNESBURG -
Five South African blacks
including an infant have
been burned to death in
widespread violence the
day after thousands pack-
ed churches to pray for an
end to racial strife.
KARLSRUHE, West
Germany - An official of
the extreme right-wing
German National Demo-
_ cratic Party suspected of
OQ spying for East Germany
has been arrested, justice
offlcials said.
g
QC
BONN - A leading West
German politician called
for a technology coope-
ration pact with the Unit-
ed States that would go
beyond agreement on the
involvement of West
German firms in president
Reagan’s „Star Wars“
space weapons research
programme.
•
SEOUL - Ministers from
developing countries
pleaded with industrial
nations at the Internation-
al Monetary Found/
World Bank meeting to
increase the flow of aid,
stem protectionism and
cut interest rates in order
to alleviate their burden
of debt.
newsinbriefA
Hiúkrunarfræðingar
Stöour hjúkrunarfræðinga við eftTrtaldar
heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar
nú þegar:
Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina í Breiðdalsvík.
Staða hjúkru narfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Eyrarbakka.
Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Þórshöfn.
Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöð Suðurnesja, Keflavík.
Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsu-
gæslustöðina á Dalvík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf í hjúkrun sendist heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
8. október 1985.
Laus staða
Staða yfirmatsmanns á Vestfjörðum er laus
til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjend-
ur hafi matsréttindi og reynslu í sem flestum
greinum fiskiðnaðar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist Sjávarútvegs-
ráðuneytinu fyrir 1. nóvember n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
10. október 1985.
Vélsleðar
Til sölu notaðir vel með farnir vélsleðar:
Yamaha Phazer árg. 1985. V. 250 þús.
Yamaha SW-440 árg. 1979. V. 120 þús.
Yamaha V-Max árg. 1983. V. 250 þús.
Yamaha EC-540 árg. 1984. V. 210 þús.
Massey Ferguson árg. 1974. V. 60 þús.
Kawasaki Intruder árg. 1981. V. 130 þús.
Skidoo Mx-5500 árg. 1981. V. 150 þús.
Skidoo Alpine árg. 1981. V. 150 þús.
Upplýsingar hjá Búnaðardeild Sambandsins
í síma 38900.
Vélstjóri
Annan vélstjóra vantar á 200 tonna bát frá
Patreksfirði. Upplýsingar í síma 94-1308 frá
kl. 8-16.
Til sölu
Cortína 1600 árg 1974.
Þarfnast lagfæringar. Verð kr. 15-20.000.-
Góð snjódekk.
Upplýsingar í síma 78587 eftir kl. 18.00.
Continental
Betri barðar undir bílinn allt árið hjá Hjólbarða-
verslun Vesturbæjar að Ægissíðu 104 í Reykja-
vík. Sími 23470.
Til sölu
20 feta gámur. Upplýsingar í símá 45500 og
74912.