NT - 11.10.1985, Blaðsíða 23

NT - 11.10.1985, Blaðsíða 23
Sjónvarp kl. 21.25: Börn tveggja landa ■ í kvöld verður sýndur í sjónvarpinu, seinni hluti ástr- ölsku heimildamyndarinnar um börn í Kína og Ástralíu. í þeim fyrri heimsóttu áströlsk börn Kína er en nú heimsækja kínversk börn Ástralíu. Kínversku börnin sem eru átta talsins, hitta forsætisráð- herra Ástralíu Bob Hawke, fara á slóðir villtra mörgæsa, sigla niður Murray fljót á gufu- Utvarp kl. 22.55: Svipmynd - endurtekin með Þuríði Baldursdóttur ■ Útvarpið mun í kvöld endurtaka Svipmynd Jónasar Jónassonar frá síðasta föstu- degi. Ástæðan er að sögn Jónasar sú, að margir landsmenn misstu af þættinum þá, vegna þess að fæstir höfðu áttað sig á því að búið var að færa þáttinn af miðvikudagskvöldum vegna breytinga sem urðu með nýrri vetrardagskrá. Rás 2 kl. 21. Tónlistúröllum heimshornum Kringlan hefur göngu sína ■ Kínversku börnin sjá m.a. eitt þekktasta einkenni Astralíu, kengúrumar. ■ Kringlan, heitir nýr þáttur á Rás 2, sem verður á dagskrá annað hvert föstudagskvöld kl. 121.00. Stjórnandi þáttarins er Kristján Sigurjónsson, sá hinn sami og sá um Þjóðlagaþáttinn sem var á Rásinni á þriðjudög- um, en sá þáttur er nú hættur. í Kringlunni ætlar Kristján að spila tónlist úr öllum heims- hornum, hvort sem um er að ræða popp, rokk eða jazz, og verður líklega mest áhersla lögð á Evrópulöndin, fyrir utan Bretland. I þessum fyrsta þætti sagðist Kristján ætla að taka fyrir danska tónlist, jazz, popp og rokk og m.a. yrðu spiluð lög með danska trompetleikaran- um Valdemar Rasmussen, Nils Henning Örsted Pedersen, hljómsveitinni Töse drengene og rokksöngkonunni kröftugu Anne Linnet og Sanne Salo- monsen, en Kristján benti á að hlutur kvenþjóðarinnar væri áberandi stór í dönsku tónlist- arlífi. Það var nú ánægjulegt að heyra í lok kvennaáratugar. báti, og skoða að sjálfsögðu stærstu borgir landsins Mel- bourne og Sidney. Þetta er aðeins brot af því sem þau fá að kynnst í Ástralíu, en flest af því kemur þeim eflaust skringi- lega fyrir sjónir enda koma þau frá fjarlægri heimsálfu, frá landi með gjörólíkri menningu og lífsháttum. Þýðandi er Reynir Harðar- son og þulur er Sigurður Jónsson. Gesturinn í þessum þætti er Þuríður Baldursdóttir söngkona á Akureyri og kennir söng við tónlistarskólann þar. Hún hefur margoft haldið tónleika fyrir norðan og einnig komið fram í útvarpssal. Frásögn hennar í þættinum vakti mikla athygli þeirra sem hlýddu, en þeir sem misstu af því hafa sem sagt tækifæri til að hlusta á hana í kvöld. Rás 2 sunnudag: Tónlistarkrossgátan ■ Tónlistarkrossgátan verð- ur á dagskrá Rásar 2 kl. 15.00 á sunnudaginn. Stjórnandi er Jón Gröndal og fá hlustendur að spreyta sig á að svara spurn- ingum um tónlist og tónlistar- menn og fylla út krossgátu í leiðinni. Lausnir sendist til: Ríkisút- varpsins Rásar 2, Efstaleiti 1, 108, Reykjavík. Senda skal lausnir í umslagi merkt Tón- listarkrossgátan. Föstudagur 11. október 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sætukoppur" eftir Judy Blume Bryndís Viglundsdóttir les 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleik- ar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þátt- ur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Lesið úr forustugreinum 10.40 „Ljáðu mér eyra“ Umsjón: Málmfríöur Siguröardóttir. RÚVAK. 11.10 Málefni aldraðra Þórir S. Guö- bergsson flytur þáttinn. 11.25 Morguntónleikar Þættir úr „Töfraflautunni" eftir W.A. Mozart. Joseph Heidenreich raddsetti fyrir blásarasveit. Hljómsveitin „Mun- chner Bláserakademie'' leikur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan „Á strönd- inni“ eftir Nevil Shut. Njöröur P. Njarðvík les þýöingu sina (15). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Sinfónia nr. 1 op. 13 eftir George Enescu. Fílharmoníusveit hollenska út- varpsins og Flaututríó Amster- damborgar leika. Sergiu Commisi- ona stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristin Helgadóttir. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. T9.00 FréttirTilkynningar. 19.45 Daglegt mái. Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 19.50 Tónleikar 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Nauðlending i Skorradal Óskar Þórðarson frá Haga flytur frásöguþátt frá heims- styrjaldarárunum síðari. b. Kór- söngur Karlakórinn Hreimursyng- ur undir stjórn Guðmundar Norðdahl. c. Á handahlaupum um Húnaþing Ragnar Ágústsson segir frá. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir smálög fyrir pi- anó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar „Fantasie stucke" op. 12 eftir Robert Schumann. Murray Perahia leikur á píanó. 22.55 Svipmynd Þáttur Jónasar Jón- assonar. RÚVAK. 24.00 Fréttir. 00.05 Jassþáttur-Tómas R. Einars- son. 01.00 Dagskrárlok. Élf Föstudagur 11. október 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómasson. 14:00-16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Bögur Stjórnandi: And- rea Jónsdóttir 21:00-22:00 Kringlan Tónlist úröllum heimshornum. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 22:00-23:00 Nýræktin Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23:00-03:00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Föstudagur 11. október 19.15 Á döfinni. 19.25 Svona eru bækur gerðar (Sá gör man - Böcker) Sænsk fræðslu- mynd fyrir börn. Þýðandi og þulur Bogi. Arnar Finnbogason. (Nord- vision - Sænska sjónvarpið) 19.35 Kfnverskir skuggasjónleik- ir. (Chinesische Schattenspiele) 3. Apakóngurinn sigrar hvitu beinagrindina þrisvar. Þýöandi Bergdís Ellertsdóttir. Sögumaður Viðar Eggertsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttlr og veður 20.30 Auglýslngar og dagskrá. 20.40 Kvikmyndahátíð Listahátíðar kvenna Kynningarþáttur um dagskrá hennar sem stendur yfir dagana 12. til 18. október i Reykja- vík. Umsjón: Margrét Rún Guð- mundsdóttir og Oddný Sen. Stjórn upptöku: Kristin Pálsdóttir. 20.55 Skonrokk Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.25 Börn tveggja landa (Children of two Countries) Síðari hluti. Ástr- ölsk heimildamynd í tveimur hlut- um um börn i Kína og Ástralíu. I síðari hluta er lýst kynnisferð kín- verskra barna til Ástralíu. Þýðandi Reynir Harðarson. Þulur Sigurður Jónsson. 22.15 Fórnin (The Wicket Man) Bresk bíómynd frá 1983. Leikstjóri Robin Hardy. Aðalhlutverk: Edward Woodward, Britt Ekland og Christopher Lee. Lögreglumað- ur fer til afskekktrar eyjar við Skot- land til aö rannsaka hvarf telpu. Margt í fari eyjarskeggja kemur þessum grandvara manni undar- lega fyrir sjónir. Atriði i myndinni geta vakið ótta hjá bömum. Þýð- andi Jón O. Edwald. 23.45 Fréttir í dagskrálok. Föstudagur 11. október1985 Lítil saga um unglingsárin Skilningstrcð •k-k-kVi (Kundskabens træ) Aðalhlutverk: Eva Gram Scholdager, Jan Johansen, Line Arlien-S0borg, Marian Wendelbo Leikstjóri: Nils Malmros Lengd: 110 mínútur Uanmörk, 1981. ■ Kvikmyndin Skilningstréð gerist á sjötta áratugnum í Árósum. Fylgst er með 17 hressum krökkum er þau halda til móts við hið dramatíska gelgjuskeið. Þessi mynd ætti að höfða til flestra aldurshópa. Hún lýsir tilfinningum afar ólíkra krakka þegar ástin kviknar í fyrsta skipti, þegar krampakennd afbrýðisemin heldur innreið sína af fullum þunga og þegar forvitnin gefur velsæmd og góðum siðum langt nef. Krakkarnir eru skemmtilega samsett úrtak unglinga og ég efast ekki uni að allir þekki einhverja persónuna af eingin raun. Malniros hefur hér valið að segja sögu úr hversdagsleikan- um, viðhorf og bakgrunnur barnanna kemur nokkuð við sögu, en skólinn er í brennidepli. Það er hreint ótrúlegt hvernig unnt er að móta svo margar heildstæðar persónur á 110 mínútum seni raun ber vitni. Krakkarnir standa sig með stakri prýði og gætu sern best verið að leika atriði úr sínu daglega lífi ef ekki kæmi til önnur hárgreiðsla og tíðarandi. Þungir og daufir litir eru afgerandi í myndinni og undirstrika erfiðleika þá og sálarstríð sem krakkarnir glíma við, hver á sinn hátt. Raunar er það einkennilegt sjónarmið hjá Malmros, því unglingsárin eru jú ekki eintóm mæða, eins og berlega kemur fram í Skilningstrénu. Niðurstaðan er því vart í samræmi við andrúmsloftið. Það er hversdagsleikinn sem geíur þessari mynd svo mikið gildi. Hún er því frumleg þó hún sé ófrumleg. En hversdags- leikinn er ekki alltaf fyndinn og skemmtilegur og því verður myndin nokkuð langdregin á köflum. Og það sem verra er, það vantar samtengingu. Atriðin eru sundurlaus, eins og svipniyndir úr raunveruleikanum, án innbyrðis tengsla. En í heild er rnyndin hreint afbragð. Malmros hefur á stunduni verið líkt við Truffaut og Forman og má það til sanns vegarfæra aðeinhverju leyti. Hvaðsem því líður hefur honum tekist að gera hérörlítið meistaraverk, sem lætur lítið yfir sér en er vel þess virði að sjá. Myndina þýddi Hersteinn Pálsson með styrk frá Norður- landaráði. MJA Vinsældalistar: Bi etland 1(1) City Heat 2(4) The Karate Kid 3(3) Ghoulies 4(2) 2010 5(5) Wild Geesell 6(6) PoliceAcademy 7(7) First Blood 8(25) Body Double 9(9) Red Dawn 10(10) Bachelor Party ■ -T. 1(2) The Killing Fields 2(1) Desperately Seeking Susan 3(3) The Karate Kid 4(4) A Soldiers Story 5(5) The Falcon and the Snowman 6(17) The Sure Thing 7(6) Starman 8(8) A Nightmare on Elm Street 9(12) Mrs. Soffel 10(7) Stick 1 (1 ) Madonna: ... The Video EP 2 (-) Phil Collins . No Jacket Required 3 (2) TinaTurner. Private Dancer Tour 4 (3) Queen ............ Live in Rio 5 (4) U2 . Live Under a Blood Red Sky 6 (5) Queen ..........Greatest Flix 7 (8) Kate Bush ....The Single File 23

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.