NT - 11.10.1985, Blaðsíða 5

NT - 11.10.1985, Blaðsíða 5
r TP Föstudagur 11. október1985 5 l lL Fréttir Staðgreiðsla búvöru kostar 600 milljónir: 500 milljóna kr. aukalán nauðsynlegt - segir Gunnar Guðbjartsson ■ Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur tekið við fyrstu 20 millj. krónunum af því 600 millj. króna láni frá Seðla- bankanum sem talið er að þurfi á yfirstandandi verðlagsári til að standa undir ákvæðum nýju framleiðsluráðslaganna um staðgreiðslu til bænda í fram- leiðsluvörum þeirra. Lánið er til að brúa það sem á vantar að afurðalánin og greiðsla fyrir seldar afurðir jafn óðum, dugi vinnslustöðvunum til að stað- greiða fullt verð. Útborgun fyrir mjólk hefur verið um 90% yfir vetrarmánuð- ina, þannig að þessar 20 millj. nú eru til að brúa 10% sem upp á vantar. Búist er við að annað eins þurfi í nóvember. Stærstu summuna vantar síð- an þegar nú á í fyrsta sinn að borga bændum að fullu fyrir sauðfjárafurðir haustsins í des- ember n.k. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmda- stj. Framleiðsluráðsinserreikn- að með að heildargreiðslan fyrir þau 12.150 tonn af kindakjöti sem samið hefur verið um fullt verð fyrir, muni nema um 1,755 'millj. króna auk greiðslna fyrir innmat og gærur. Afurðalánin hafi dugað til að greiða um 70-74% af kjötverðinu. Taldi Gunnar að aukalánið þyrfti að nema um 500 millj. í desember til að standa við fullnaðar- greiðslu allra sauðfjárafurðanna þá. Reiknað er með að lánið, þ.e. umræddar 600 millj. kr. verði endurgreitt jafnóðum og afurðirnar seljast. Að hluta komi endurgreiðslan með út- flutningsbótum þegar uppgjör á útflutningi fer fram og að hluta með niðurgreiðslum á kjöti á innlenda markaðinum eftir því sem þær koma. Sú 100% staðgreiðsla fyrir mjólk sem nú hefur verið tekin upp skapar að sögn Gunnars vandamál, sem ekki hefur verið leyst. Mismunandi útborgun- arhlutfall á mjólk -*þ.e. 75% yfir sumarmánuðina en 90% vetrarmánuðina - hefur verið notað sem hvatning til þess að -jafna mjólkurframleiðsluna meira yfir árið. Með því að greiða út fullt verð allt árið hverfur sú hvatning sem verið hefur á bændur að færa meira af framleiðslunni frá sumrinu yfir á vetrarmánuðina, sem m.a er mikilvægt vegna hagræðingar í rekstri mjólkursamlaganna, og að ávallt sé næg neyslumjólk yfir vetrarmánuðina. Enn eykst spennan í einvígi Karpovs og Kasparovs: Jafntefli í hörkuskák Bæjarstarfsmenn: Vilja einnig launahækkun ■ Bæjarstarfsmannaráð BSRB beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórna að veita bæjarstarfsmönnum launahækkun eins og þá er ríkisstarfsmenn fengu með samkomulagi Alberts Guðmundssonar og Krist- jáns Thorlacíus. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi Bæjar- starfsmannaráðs í gær. ■ Umferðarvikan hefur gengið upp og niður, skipst hafa á góðir og slæmir dagar í umferðinni. Við skulum vona að þetta skilti eigi ekki við um slysalausa daginn. NT-mynd: Svemr Flugfreyjur hjá sáttasemjara: Mikiðberámilli ■ Samninganefndir flugfreyja og Flugfélags íslands mæta hjá sáttasemjara ríkisins klukkan 10 árdegis í dag. Flugfreyjufélagið hefur út- vegað sér verkfallsheimild, en enn hefur ekki verið ákveðið að beita henni. Verkfall skellur á viku eftir að það hefur verið boðað. ■ Tíunda jafnteflið í einvfginu um heimsmeistaratitilinn milli Karpovs og Kasparovs sá dagsins Ijós í gær í 14. skák einvígisins. Staðan er enn jöfn en þetta er þriðja jafnteflisskákin í röð. Sem endranær var hart barist í Moskvu eftir að Karpov hafði komið andstæðingi sínum mjög á óvart með djarfri taflmennsku í byrjun. Það var þó Kasparov sem hafði undirtökin hvað varðaði beinar hótanir því í miðtaflinu varð heimsmeistarinn að sneiða hjá hinum fjölmörgu gildrum sem Kasparov lagði fyrir hann. Það tókst honum mætavel en í endataflinu sem upp kom gat hann ekki fært sér í nyt kosti biskupaparsins. Nú fer í hönd lokasprettur einvígis- ins. Aðeins tíu skákir eru eftir að ljóst er að hvorugum tekst að ná sex sigrum fyrir lokin. Eftir því sem nær dregur endalokunum eykst tauga- spennan. Taflmennskan hefur hingað til verið frískleg og margar nýjar hugmyndir séð dagsins ljós. í næstu skákum má búast við því að Kasparov reyni allt til þess að ná forystunni. Hann hefur hvítt í 15. skákinni sem tefld verður á morgun, laugardag. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Sikileyjar vörn 1. e4 (Eins og í mörgum undanförnum skákum kom Karpov nokkrum mínút- um of seint. Kóngspeðsleikurinn á allan hug hans nú.) 1. .. c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 (Hann er ekki búinn að finna nægilega góða leið gegn peðsfórn Kasparovs í afbrigðinu: 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7. Rlc3 a6 8. Ra3 d5!?) 5. .. d6 6. g4!? (Þessi leikur kom sérfræðingunum í Tscahkaovskí-höllinni í opna skjöldu. Sé leikurinn ekki „nýr“, þá er hann a.m.k. mjög sjaldséður. Karpov stefnir greinilega á svipaða stöðu og kemur upp úr Keres-árásinni, 1. e4c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4, en þannig tefldist 1. einvígisskák þeirra félaga í Moskvu í fyrra.) 6. .. h6 8. Bg2 Be7 7. h4 a6 9. Be3 (Býður uppá peðsfórn sem Kasparov gerir rétt í að hafna: 9. - Bxh4 10. Rxc6 bxcó 11. Hxh4! Dxh4 12. Dxd6 og nú A: 12. - Bd7 13. g5! (13. Bc5 er svarað með 13. - De7! með óljósri stöðu) og svartur er varnarlaus gegn Einvígið um heimsmeistaratitilinn: 1 2 3 4 5 Anatoly Karpov 0 Vi Vi 1 1 Garrí Kasparov 1 Vi Vi 0 0 margvíslegum hótunum hvíts, 14.0-0- 0, 14. Bc5 o.s.frv. B: 13. - Re7 14. 0-0-0 Hd8 15. Bb6 og vinnur.) 9. .. Rxd4 10. Dxd4 e5 11. Ddl Be6 (11. - Bxh5 var harla vafasamt vegna 12. Rd5 með hótuninni 13. Bb6 og 14. Rc7t.) 12. Rd5 Hc8 13. c3 Rf6 14. Rxe7 Dxe7 15. g5 (Virðist vafasamt með tilliti til 18. leiks svarts en hvítur átti ekkert betra, 15. Bf3 strandar á 15. - Hd8 með hótuninni 16. - d5 o.s.frv.) 15. .. hxg5 17. Bxhl Rg4 16. hxg5 Hxhlt 18. Bd2 (Það á ekki við Kasparov að bíða aðgerðarlaus. Hann hyggst ná mót- færum eftir h-línunni þar sem Karpov er veikur fyrir. Karpov þarf nú að sýna ítrustu aðgát þó rangt sé að segja að hann standi lakar að vígi. Mögu- leikarnir vega nokkuð jafnt.) 19. Df3! Dh8 20. Bg2 Dh4 21. b3! (Valdar hinn mikilvæga c4-reit. Hvít- ur er nú þess albúinn að koma hrókn- um í spilið og reyna að notfæra sér ótrygga stöðu riddarans á g4. Kaspa- rov má því engan tíma missa.) 21. .. d5! 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Vl '/2 V2 1/2 1/2 0 V2 V2 V2 V2 V2 V2 V2 Vl 1 V2 V2 Vl (Það er hreint ótrúlegt hversu Kaspa- rov er laginn við að finna nýja og nýja gegnumbrotsmöguleika. Hugmyndin með leiknum er þó fremur einföld að þessu sinni: 22. exd5? Bxd5! 23. Dxd5 Hd8! og hvíturerglataður. Afþessum sökum verður hvítur að leita eftir drottningaruppskiptum.) 22. Dg3 Dxg3 23. fxg3 Hd8 (Betra en 23. - dxe4 24. Bxe4 og hvítur hefur náð mun betri stöðu.) 24. Ke2 Ke7! (Enn ein gildran: 25. Hhl? dxe4! 26. Bxe4 Rf2! og svartur nær yfirhönd- inni.) 25. Bcl d4 27. cxd4 exd4 26. Ba3t Ke8 28. Hhl Re5 (Nú leysist skákin upp í jafntefli. Hvítur hótaði að ná hagstæðara enda- tafli með 29. Hh8 30. Hxd8 og 31. Kd3.) 29. Hh8t Kd7 31. Bb2 Bg4t 30. Hxd8t Kxd8 32. Kd2 Rf3t - Jafntefli. Framhaldið gæti orðið 33. Bxf3 Bxf3 34. Bxd4 Bxe4 35. Bxg7 og staðan er steindautt jafntefli. Takið eftirað33. Kd3strandará33.-Relt- Staðan í einvíginu: Karpov 7 Kasparov 7 Kópavogsbúar - VesturbsBingaTj Fyrrverandi nemendur úr Kársnesskóla og Þinghólsskóla fæddir ‘58, ‘59, ‘60. Mætum öll á stórdansleik í veitinga hús- inu Rio i Kópavogi föstudaginn 1. nó- vember. Húsið verður opnað kl. 9 00 Takið með ykkur gamla góða skólaskapið, makar og kennarar velkomnir. f«Ski!w«cð fc?IleS,ir,i,kynniÞátttöku isíma: irl í s oL Jana S.54670 ‘5Q rtfa R S1e266 ‘60 Hrabba S. 641381 59. OlaBjarnaS: 78653 Magga S. 45129 Dráttarvélar Gröfur Vörubíla Jarðýtur Athugið okkar verð Póstsendum Q\varahlutir ^ Hamarshöfða 1 Hamarshöfða 1 Simar 3651 Oog 83744 HALOGEN H-4 og H-3 Vinnuvélalugtir (í gúmmíhúsi) fyrir:

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.