NT - 11.10.1985, Blaðsíða 3
\1 Föstudagur 11. október1985 3
Fréttir
Ungt fólk og umferð:
Myndbandasamkeppni
meðal ungs fólks
■ I tengslum við Umferðarvikuna
sem nú stendur yfir í Reykjavík og
vegna árs æskunnar hafa Umferðar-
nefndin og íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur ákveðið að efna til
myndbandasamkeppni meðal ungs
fólks á aldrinum 13-20 ára.
Myndirnar eiga að bera nafnið
Ungt fólk og umferð og glæsileg
verðlaun verða í boði eða 30 þúsund
krónur fyrir bestu myndina, 20 þús-
und krónur fyrir þá næstbestu og 10
þúsund krónur fyrir þá þriðju bestu,
auk þessa verða myndbandasnældur í
verðlaun fyrir4.-10. bestu myndirnar.
Efnið á að vera hraði og skynsemi,
og höfðar það sérstaklega til ungs
fólks undir 25 ára aldri því sá aldurs-
hópur virðist lenda í yfirgnæfandi
meirihluta í einhvers konar umferðar-
óhöppum e.t.v. vegna of mikils
hraða, ofmats á eigin hæfni og ónógr-
ar reynslu.
Markmiðið með myndböndunum á
að vera að vekja ungt fólk til umhugs-
unar á umferðaröryggi ungs fólks og
umferðar almennt.
Skilyrði er að myndbandið sé frá
'árinu 1985 og hafi ekki verið sýnt
opinberlega áður. Myndin má vera
5-20 mínútur að lengd og mynd-
bandagerðin verður að v.era í höndum
áhugamanna og innsend myndbönd
verða að vera af VHS gerð.
Öll þau myndbönd sem vinna til
verðlauna verða eign borgarinnar og
hún áskilur sér rétt til að nota þau í
heild sinni eða að hluta í áróðurs-
skyni, önnur verða endursend.
Skilafrestur er til 6. janúar 1986 og
þau ber að senda til íþrótta- og
tómstundaráðs Fríkirkjuvegi 11, 101
Reykjavík.
Islenskar konur:
Styrktu
konur í
Afríku
■ fslenskar konur söfnuðu í
vor og sumar saman fé til styrkt-
ar kynsystrum sínum í Afríku.
Mest voru það kvenfélög um
land allt sem söfnuðu fénu og
nam upphæðin 5000 dollurum,
en það var María Pétursdóttir
sem afhenti það á kvennaráð-
stefnunni íNairobi í sumar.
Petta fé gengur til sjóðs sem
hjálparstofnunin WIF og Sam-
tök fjölmiðlakvenna í Afríku
standa fyrir og er ætlunin að
sjóðurinn standi fyrir video-
kaupum fyrir ólæsar konur í
dreifbýli vanþróuðu landanna.
Tilgangurinn með þessum
videokaupum er að koma
fræðslu til þessara kvenna um
hollustuhætti, meðferð ung-
barna, hreint vatn o.fl. þess
háttar.
Þetta hefur verið reynt lítil-
lega segir í frétt frá fulltrúum
kvennaráðstefnunnar í sumar
og hafa sýningartækin reynst
auðveld í notkun fyrir konurnar
þar sem sólarorkan sér um að
hlaða tækin og myndmálið kem-
ur því til skila sem þarf.
Er það von fulltrúanna að
framhald geti orðið á þessari
fjársöfnun svo vinna megi bug á
ýmsum vandamálum sem þarna
er við að eiga.
Vonast Umferðarnefndin og
íþrótta- og tómstundaráð til að sem
flestir taki þátt í þessari sámkeppni
og leggi þar með sinn skerf til bættrar
umferðarmenningar í höfuðborginni.
Dómnefndina skipa Karl Jeppesen
kvikmyndagerðarmaður, Guttormur
Þormar framkvæmdastjóri umferðar-
nefndar Reykjavíkur og Gunnar Örn
Jónsson forstöðumaður.
Ungt fólk á aldrinum 13-20 ára
takið ykkur nú saman í andlitinu og
byrjið strax og munið skilafrestinn -
6. janúar 1986!
■ Ólafur Jónsson er hér að kynna myndbandasamkeppnina um ungt fólk og
umferð sem er að fara af stað nú um þessar mundir.
GARÐABÆR
5
INYfUM ME)BÆ
Föstudaginn 11. okfóber
eru tímamót í sögu Garðabœjar.
Þó flytja þrjór höfuð viðskipta-og þjónustustofnanirbœjarbúa
í ný og glœsileg húsakynni
í hjarta nýja miðbcejarins við Garðatorg,
Búnaðarbankinn, Brunabótafélagið og Póstur og sími
bjóða Garðbœinga velkomna
í nýja húsið Garðatorgi 5,
til að skoða aðbúnað og þiggja léttar veitingar.
O Geymsluhólf fyrir við-
skiptamenn
O Nœturhóif.
O Visa greiðslukort.
O Ferðatékkar í helstu
g'aldmiðlum.
II önnur innlend og
erlend bankaþjónusta.
O Nýr sími, 6517 00.
5BUNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI
Brunabótafélag íslands
hefur œtíð lagt óherslu ó
að halda góðum tengslum
við viðskiptamenn sína.
Með opnun nýrrar skrifstofu
í Garðabœ skapast
möguleikartil belri og virkari
þjónustu.
Nýr sími, 6517 40.
0 BrajnnBÓTflFÉlflQÐ
-AFÖRYGaSÁSTÆÐUM
O Póst- pg símaafgreiðslan
opin mónudaga -
föstudaga kl. 09-17.
O Öll almenn póst- og
sfmaþjónusta, þ.ó.m.
sala símtœkja og leiga
pósthólfa.
O Sfmi 51777.
POSTUR OG SIMI