NT - 11.10.1985, Blaðsíða 4
> v 4
►faví
Loðnudeilan:
Lausn í sjónmáli?
Föstudagur 11. október1985 4
■ Á Siglufirði var SOdarverksmiðjan að stöðvast í gær þar sem engri loðnu hefur verið landað þar.
Dræm veiði:
Búið að salta
í 20 þús. tunnur
Mikil síld, en of djúpt
■ Eins og fram kcmur í
töflunni „loönuvertíðin í
tölum“, var heildaraflinn
rétt rúm 146 þús. tonn um
síðustu helgi. Um og eftir
helgina var lítið að gerast
hjá loðnubátunum og það
var ekki fyrr en í fyrrinótt og
í gær að fjörkippur færðist í
veiðarnar. Seinnipartinn í
gær höfðu um þrjátíu bátar
tilkynnt um afla og var útlit
fyrir góða veiði í nótt.
Eins og komið hefur fram
í fréttum, hafa loðnusjó-
menn verið óánægðir með
breytta aðferð við sýnatöku
til mælingar á þurrefnis- og
fituinnihaldi loðnunnar.
Breytingin felst í því, að nú
eru sýni tekin eftir löndun
fisksins, en voru áður tekin
um borð í skipunum. Aðferð
þessi var tekin upp eftir að
lágmarksverð á loðnu til
bræðslu var ákveðið 30. sept-
ember síðastliðinn.
Lágmarksverðið, sem er
1290 kr/tonn, miðast við
16% fituinnihald og 15%
fitufrítt þurrefni, og breytist
verðið um 81 kr. til lækkunar
eða hækkunar fyrir hvert
1% frávik í fituinnihaldi og
um 87 kr. fyrir hvert 1%
þurrefnismagns. Mælingar-
aðferðin getur því skipt máli
fyrir það verð sem fæst fyrir
loðnuna, og telja seljendur
nýju aðferðina óréttláta.
I mótmælaskyni hafa
loðnusjómenn ákveðið að
landa ekki í Krossanesverk-
smiðjunni og á Siglufirði og
fóru engir bátar þangað í
fyrrinótt eða í gær. Flestir
sigldu með aflann á Austfirð-
ina,
Astandið mun þó ekki
vera mjög slæmt í Krossa-
nesverksmiðjunni og hefur
verksmiðjan hráefni til um
tveggja sólarhringa loðnu-
bræðslu. Á Siglufirði var
hins vegar öll vinnsla að
stöðvast í gær vegna hráefn-
isskorts.
Komið hefur fram nokkur
undrun meðal sfldarkaup-
enda vegna þessara mót-
mæla, þar sem þessi mæling-
araðferð var ákveðin sam-
hliða loðnuverðinu á sínum
tínia og þar með voru það
fulltrúar kaupenda og odda-
maður yfirnefndar sem að
baki henni stóðu.
Fari svo að deilan dragist
á langinn getur það sett strik
í loðnuveiðarnar þar sem
loðnan er nú fyrir norðan og
því þessar tvær hafnir einna
næstar miðunum.
í gær var unnið að lausn
málsins og deiluaðilar rædd-
ust við. Þegar NT hafði sam-
band við Þorstein Gíslason
stjórnarformann Síldarverk-
smiðja ríkisins í gær, sagðist
hann fastlega reikna með að
eitthvert samkomulag um
umþóttunartíma, meðan
nýrra leiða væri leitað.myndi
nást mjög fljótlega. í öllu
falli yrði slíkt reynt til þraut-
ar áður en til róttækari að-
gerða yrði gripið af hálfu
fiskimjölsframleiðenda, sem
myndi þá væntanlega þýða
allsherjar lokun.
Ymsar hugmyndir hafa
verið uppi um málamiðlun,
m.a. frá Guðjóni A. Krist-
jánssyni að sýni verði tekin á
mörgum stöðum úr aflanum
um borð og svo líka í landi,
og síðan reiknað meðaltal
allra sýnanna.
Þegar síðast fréttist í gær-
kvöld var fundur hjá Verð-
lagsráði sjávarútvegsins, þar
sem mál þetta var á dagskrá,
en ekki var enn Ijóst hver
niðurstaðan yrði.
■ Síldveiði hefur verið frekar
dræm nú allra síðustu daga þó
svo að menn hafi orðið varir við
mikið af síld við Norðaustur-
land.
Að sögn Reynis Árnason-
ar á Vopnafirði virðist svo sem
megnið af síldinni sé í Bakka-
flóa, Vopnafirði, Héraðsflóa og
svæðinu þar út af, en gallinn sé
hins vegar sá, að enn sem komið
er standi hún of djúpt. Reynir
sagði, að þeir bátar sem væru
með dýpstu næturnar, eða 90
faðma, hefðu þó náð síldinni og
sú síld sem komið hefði á land
væri mjög góð.
Um 14 bátar voru á síld í
Bakkaflóa í nótt en aflinn
dreifðist á hina ýmsu staði.
Víðar urðu síldveiðibátar varir
við síld í fyrrinótt og fékk til
dæmis einn bátur góðan afla út
af Stokksnesi í gærmorgun. Þó
hefur aflinn verið lítill í heild
fyrir Suðausturlandi.
í gærmorgun var búið að salta
síld í 14000 tunnur á landinu og
var það nánast allt fyrir austan,
á svæðinu frá Hornafirði til
Vopnafjarðar. Að sögn Krist-
jáns Jóhannessonar hjá Síldar-
útvegsnefnd var verið að salta á
þessu svæði í allan gærdag og
sagði hann að reikna mætti með
að búið yrði að salta í 20 þús.
tunnur í gærkvöld.
Stærsta einstaka söltunar-
stöðin er Pólarsíld á Fáskrúðs-
firði, en þangað komu Guð-
mundur Kristinn og Snæfari
með vel yfir 200 tonn af síld í
gær. Guðmundur Kristinn var
með fullfermi, eina ferðina enn,
eða sem nemur 1500 tunnum.
Þegar búið verður að vinna
þennan afla hafa yfir 6000 tunn-
ur verið saltaðar hjá Pólarsíld.
Reikna má með að síldin fari
að ganga upp hvað úr hverju, en
það er ekki óalgengt að hún
standi frekar djúpt til að byrja
með.
Verð á síld
til frysting-
ar og beitu
■ Á fundi sínum í gær ákvað Verðlagsráð sjávarútvegsins
eftirfarandi lágmarksverð á síld til frystingar og frystingar á
beitu fyrir yfirstandandi síldarvertíð:
1. Síld, 30 cm og stærri, hvert kg.....................Kr. 4.60
2. Síld, 25 cm að 30 cm, hvert kg.......................Kr. 3.10
Afhendingarskilmálar eru óbreyttir.
Verð þetta var ákveðið með atkvæðum oddamanns og
fulltrúa kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda.
Höfum á
boðstól u m
Hraðfrystitæki - með láréttum og lóðréttum
plötum - af ýmsum stærðum, með og án
kælivéla.
Allar stærðir af frysti-kælivélum, stimpil og
skrúfuþjöppur, fyrir R 22 - R 502 og
ammoniak.
Ennfremur öll stýritæki f. kæli-frystikerfi.
Allt frá leiðandi fyrirtækjum.
Framleiðum:
Allar stærðir af lausfrystitækjum.
Allt á einni hendi
Framleiðsla • sala • þjónusta
K
Wf
Kaeling hf
Langholtsvegi 109 — Reykjavík
Símar 32150-33838
K
Wf
Loðnuvertíðin í tölum
- yfirlit til 5. október
kvóti(tonn) fjöldi Landaðurafli
Nafn skips og umdæmisnúmer: veiðif. 5.okt
Albert GK: 31 9.800 12 6.907.035
Beitir NK: 123 13.300 2 2.316.140
BergurVE:44 9.400 6 3.019.168
Bjarni Ólafsson AK: 70 12.100 1 1.001.937
BörkurNK: 122 12.300 2 1.793.285
Dagfari ÞH: 70 9.500 2 463.338
Eldborg HF: 13 14.400 1 1.368.842
Krling KE: 45 9.000 6 2.622.604
FínilGK: 54 9.900 3 1.171.755
Gígja RE: 340 10.500 3 1.668.141
Gísli Árni RE: 375 9.900 13 8.358.116
Grindvíkingur GK: 606 12.100 8 8.194.905
Guðniundur RE:29 11.300
Guðmundur Ólafur ÓF: 91 9.800
Guðrún Þorkclsdóltir SU: 211 10.500 12 7.497.736
GullbergVE:292 9.800 4 2.188.100
Harpa RE:342 10.000 2 692.048
Hákon ÞH: 2511 10.800 9 5.531.053
Heimaey VE: 54 9.500 1 448.005
Helgali RE:373 9.600
HilmirSU: 171 13.2(81 1 539.651
HilmirllSU: 177 9.700 5 2.751.896
IlrafnGK: 12 10.100 10 6.535.607
Huginn VE:55 9.800 1 558.162
Húnaröst ÁR: 150 10.000 4 2.226.158
Höfrungur AK:95 11.200 3 2.446.716
ísleifur VE:65 10.5(81 7 4.860.987
Jón KjartanssonSU: 111 12.100 3 3.248.363
JúpíterRE: 161 13.100 8 8.667.409
JiifurKK: 17 9.100
Kapll VE:4 10.200 7 4.631.341
Keflvíkingur KE: 10(1 9.400 5 2.651.791
Ljósfari RE: 102 9.700 4 2.041.700
MagnúsNK:72 9.500 8 3.932.060
Pélur Jónsson RE: 14 10.800 5 3.633.007
Rauðsev AK: 14 9.700 8 4.737.116
Sighvatur Bjarnason VE: 81 10.200 3 1.929.579
SigurðurRE:4 13.500 2 2.807.500
SjávarborgGK:60 10.800
Skarðsvík SH: 205 9.800 9 5.759.877
SúlanEA:300 10.800 9 6.731.395
SvannrRE:45 10.2(81 11 7.876.014
SæbergSU:9 9.800 7 3.188.959
Víkingur AK: 100 13.200 1 1.041.690
VíkurbergGK: 1 9.500
Þórður Jónasson EA: 350 9.400
Þórshamar GK: 75 9.800
ÖraKE: 13 9.800 14 8.172.370
Samtals: 508.400 222 146.211.556