NT - 16.10.1985, Blaðsíða 2

NT - 16.10.1985, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 16. október 1985 2 Gagnrýnendur hefðu drepið mig ef þeir hefðu getað Þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta annar gestur kvikmyndahátíðar kvenna í kvenna sem nú stendur yfir í Stjörnubíói. „Ég hef mjög mikinn áhuga á að sjá íslenskar kvikmyndir,“ sagði Margarethe í samtali við blaðamenn - í síðustu viku. „Ég hef nú þegar séð kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur - Á hjara veraldar - og mér fannst hún alveg óskaplega falleg. Ég er mjög hissa á því hve íslendingar eiga blómlega kvikmyndagerð og hlakka mikið til að sjá fleiri íslensk- ar kvikmyndir," segir hún og brosir hlýlega. - Þú fékkst æðstu krikmynda- verðlaun Vestur-Þýskalands fyrir fyrstu eigin kvikmynd þína Onnur vitundarvakning Christu Klages. Er það ekki stórkostlegur árangur fyrir kvikmyndahöfund að fá slík verð- laun fyrir fyrstu mynd sína? „Nei, veistu ég held að það hafi frekar ráðist af því að hún kom út á réttum tíma,“ segir Margarethe brosandi. „Ég sýndi myndina á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1978. Við héldum hópinn, við Helke Sander sem var líka að. sýna fyrstu kvikmynd sína á hátíðinni. Á þess- um tíma var mikil umræða um jafnréttismál í Þýskalandi og þess vegna voru karlarnir mjög fegnir að sjá kvikmyndir eftir konur og voru tilbúnir til að gefa okkur tækifæri. Við fengum líka meiri athygli en ella af því að við vorum tvær saman.“ - Eiga kvikmyndagerðarkonur erfiðara uppdráttar í Þýskalandi en karlar í kvikmyndagerð? „Já, gleggsta dæmið um það er ef til vil það að konur eru yfirleitt orðnar fertugar þegar þær gera fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd. Þetta er að mínu mati auðvitað þjóðfélagslegt vandamál, konur eiga almennt erfiðara uppdráttar en karlar og þær fá síður viðurkenn- ingu fyrir verk sín. Og því þurfa konur í kvikmyndagerð að vera sérdeilis hugrakkar því það eru mörg ljón á veginum. Þær eiga til dæmis erfiðara með að fá fjármagn til að gera kvikmyndir. Leið mín að kvikmyndagerðinni var t.d. ekki bein, ég varð að fara ýmsar króka- leiðir. Ég fór 18 ára gömul til Parísar og sá þar allar þessar yndis- legu myndir eftir Bergman, Anton- ioni og Pasolini og hreifst mjög af þeim og frönsku nýbylgjunni í kvik- myndagerð. Pá sá ég hvað kvik- myndagerð gat í raun verið því í Vestur-Þýskalandi voru aðeins framleiddar kommersíal gaman- myndir. Mig langaði til að leggja kvikmyndagerð fyrir mig en ég vissi ekki hvernig ég átti að bera mig að. Ég giftist og eignaðist son en þegar þýska nýbylgjan í kvikmyndagerð reis upp slóst ég með í hópinn. Ég byrjaði að vísu sem leikkona en leit á það sem tímabundið ástand því mig langaði alltaf að vera kvik- myndaleikstjóri. Ég kynnist núver- andi eiginmanni mfnum Volker Schlöndorff árið 1969 og saman gerðum við einar 7 kvikmyndir þar sem ég ýmist skrifaði handrit, var aðstoðarleikstjóri eða lék.“ ; / bókinni „Women and Fi!m“ eftir E. Ann Kaplan heldur höfund- ur því fram að þú eigir meira í sameiginlegum kvikmyndum ykkar Schlöndorffs en hann því í mvndun- um séu kvenpersónurnar í brenni- depti og þær eru sterkari og tilfinn- ingaríkari en kvenpersónur í fyrri samtali við NT Konur í kvikmyndagerð þurfa að vera sérdeilis hugrakkar. NT-mynd: Árni Bjamn ■ Margarethe von Trotta. Nafn hennar er eitt af stóru nöfnunum í þýsku nýbylgjunni í kvikmyndagerð og hún er yfirleitt nefnd í sömu andrá og kvikmyndargerðarmenn eins og Fassbinder, Herzog, Wend- ers og Volker Schlöndorff sem er . eiginmaður hennar. Saman hafa Margarethe og Volker Schlöndorff gert sjö kvikmyndir þar á meðal kvikmyndina Ærumissir Katharinu Blum (Der verlohrene Ehre Der Katharina Blum) árið 1975. Hún hefur gert fimm kvikmyndir í eigin nafni og þegar sú fyrsta, Önnur vitundarvakning Christu Klages (Der zweite Erwachen der Christa Klages) leit dagsins ljós árið 1978 féll heimurinn flatur að fótum henn- ar og hún fékk æðstu kvikmynda- verðlaun V-Þýskalands - Bundes- filmpreis. Aðrar myndir hennar: Schwestern oder die Balance der Glucks (1979), Die Bleierne Zeit (1981) og Heller Hahn (1984) hafa hlotið fjölda verðlauna og notið mikilla vinsælda enda komast áhorf- endur ekki hjá því að verða snortnir af sterkum og tilfinningaríkum kvenpersónum myndanna. Margar- ethe von Trotta er annar gestur kvikmyndahátíðár Listahátíðar Kr.2^-287’’9 ú"aMreMtm notar 80-90% af ö«um banki heims'. wjs ffiS, w « «" SSS-*“ 7 80kubbut W. _ 7.167,' _ 1.016,' _ 1.284,- _ 588,- _ A .016,- _ 3.393,- _ 2.856,- *.ass*s:s>- * Besetiakta A\U inlertace

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.