NT - 16.10.1985, Blaðsíða 8

NT - 16.10.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Skrifstotur: Siðumúlí 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 ildsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Ðlaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Vandamál stjórnar- andstöðunnar ■ Fyrr í þessum mánuöi var í leiðara N.T. auglýst eftir stjórnarandstöðu landsins. Fvígamni fylgdi nokkuralvara. Öllum er það ljóst að stjórnarandstaðan hefur lítið látið á sér bæra nema hvað stöðugar fréttir berast af átökum innan þeirra flokka. Málefni stjórnarandstöðuflokkanna hafa fallið í skugg- ann fyrir uppstokkun ríkisstjórnarinnarog þeim bollalegg- ingum sem henni fylgdi. Nú þegar þingstörf hefjast að nýju má búst við að stjórnarandstaðan hugsi sér til hreyfings og telja má víst að kratar leggi fram bunka af þingsályktunum og lagafrum- vörpum ef af líkum lætur. í vor og sumar reið formaður Alþýðuflokksins um héruð ogspurðistfyrirum hverætti ísland. Ekki liggur fyrirhvort hann hefur komist að niðurstöðu í því máli en væntanlega fá þingmenn og aðrir að heyra frá honum um það í vetur. Pá hefur liann boðað flutning á tillögu um að bjórinn margfrægi verði leyfður á Islandi og ættu ræður hans frá því í vetur að nýtast ve! við þá umræðu. Trúlega verða fluttar fleiri skörulegar ræður um það „þjóðþrifamál" og framkvæmdar margar „vandaðar skoð- anakannanir" um vilja fólksins í þeim efnum, því ekki er ráölegt að gera annað en það sem „fólkið vill". Fylgi Alþýðuflokksins var mikið fyrri hluta þessa árs cn hefur fallið mikið síðan og þarf formaðurinn í brúnni að gæta sín ef hann verður ekki látinn taka pokann sinn og settur í land samkvæmt eigin dómi. Kvennalistakonur hafa lítið látið á sér bæra enda hefur þjóðfélagsumræðan snúist um efnahagsmál og niðurskurð á fjárlögum en eins og alþjóð hefur komist aða raun um eru það ekki málefni sem kvennalistakonur vilja ræða mikið um. Kvennalistakonur þurfa líka von bráðar að átta sig á því hvcrt þær ætla að stefna í framtíðinni. Ætla þær að bjóða fram sérstaka lista til sveitarstjórna? Ætla þær að bjóða fram sér lista til Alþingis viö næstu kosningar? Eða telja þær sig Itafa náð fram sínum markmiðum og muni í framtíðinni vinna innan þeirra flokka þar seirt þær helst finna hljómgrunn fyrir sínar skoðanir? Bandalag jafnaðarmanna er í ógöngum. Þar er hver höndin upp á móti annarri og klögumálin ganga á víxl. Sumir heimta að vinna eftir skipulagi en aðrir vilja flöt grasrótarsamtök sem fáir átta sig á hvað er. Bandalagið hafði það sem sín helstu baráttumál að skilja að fram- kvæmdavald og löggjafarvald, kjósa forsætisráðherra beinni kosninguogtakaskipulag verkalýðshreyfingarinnar til gagngerðrar endurskoðunar. Mörgum bandalagsmannin- unt finnst að þingmennirnir hafi brugðist að koma þessum sjónarmiðum nægilega á framfæri en að þair hafi þess í stað farið að karpa um önnur málefni sem ekki hafi veriö ætlunin meö stofnun Bandalags jafnaðarmanna. Sá klofn- ingur sem nú er kominn upp á yfirborðið er djúpstæður og er ekki ástæða til áMta að hann verði leystur af þeim mönnum sem nú ráð&Jpr ríkjum. Ófremdarástartd W^AJþýðubandalaginu. Þar skipt- ast fylkíngarnar í We ffiópa. Þá sem eru kommúnistar íí eðli sínu og hina s®tti»ttdja sig vera það en eru það ekki. Það sern þessir átt sameiginlegt að undanförnu er að telja öðrum tt®ffin að þeir séu annað en þeir eru. AlþýðubandalagidteBfur á undanförnum árum reynt að spanna allt of vítt svið í sjórnmálum sem það ræður ekki við. Skoðanir þeirra manna eru allt of ólíkar til að svo geti haldið áfram til langs tíma. Vandamál stjórnarandstöðuflokkanna verða mikið til umræðu í vetur. Miðvikudagur 16. október 1985 8 Ingvar Gíslason alþingismaður: íslenskan er í flokki merk* ustu tungumála heimsins Hvað má læra af Frökkum í umgengni við móðurmálið? ■ Einhvern tíma komst sú gamansaga á kreik (sem þó er ekkert grin) að de Gaulle, sem lengi var forseti Frakklands og leiðtogi Frakka á örlagastund- um, hafi lagt það til að frönsk- um þegnum yrði hegnt að lögum, með sektum eða fang- elsi, ef þeir gerðust sekir urn að sletta ensku og ofbyðu þannig hinni göfugu feðra- tungu frönsku þjóðarinnar. Nú er það að vísu margra dómur að Frakkar séu ekki með öllu lausir við menningarhroka og finnist svo mikið til um sjálfa sig og tungu sína að þeim hætti til að líta á frönsku sem mál allra mála. Ogekki verðursagt að þeir hafi farið mjúkum höndum um tungumál minni- hlutanna í franska ríkinu og æðrast ekki þótt frönsk mál- áhrif gagnsýri önnur tungumá!, t.d. ensku, enda naumast á þeirra valdi að koma í veg fyrir slíkt nema síður sé. En - hvað sem þessu líður má margt af Frökkum læra hvað varðar rækt þeirra við tungu sína og þjóðmenningu, svo að mikil- læti þeirra er að því leyti virðingarvert og eftirbreytn- isvert. Málsmekk fer hrakandi Það er að vísu óaðgengileg hugmynd að refsa skuli ntönn- um fyrir málspjöll, og íslend- ingar skulu ætíð njóta þcirrar mildi löggjafans að subbuskap- ur í málfari sé utan gildissviðs hcgningarlaga. En það breytir því ekki að Islendingar mættu vera ögn stórlyndari og kröfu- harðari gagnvart mæltu og rit- uðu máli. sem látið er berast þeim til eyrna cða birt þeim sem skrifaður texti. En mikið vantar á að landinn sýni í þessu cfni stórlyndi eða kröfuhörku. Enda sér þar á, því að í fáu er verkvöndun, kunnáttu, alúð og smekk jafn ábótavant sem í beitingu íslensks máls af ýmsu tilefni, svo í smáu sem stóru. Ekki fyrir það að á skorti að margt sé gert til þess að hvetja menn til málræktar, hvort sem er í móðurmálskennslu í skól- um eða upplýsinga- og mál- vöndunarþáttum í ríkisútvarp- kveðið um laklega meðferð íslenskrar tungu í ræðu og riti og almennan sljóleika fyrir góðu máli og kæruleysi gagnvart atferli málníðinga, þá ber að sjálfsögðu að viðurkenna að slík ósköp eru ekki einhlít, svo er Guði fyrir að þakka. Enn eru skáld og rithöfundar fram- verðir tungunnar og varnar- Dæmum um málníðslu fer alltaf fjölgandi, m.a. vegna þess að skriffinnska, fjölmiðl- un og auglýsingastarfsemi vex ár af ári og fákunnandi mönnum, sem starfa á þess- um sviðum, fjölgar að sama skapi. inu, jafnvel í dagblöðum, en það er eins og fæst af þessu nái til skilningarvita þeirra, sem helst ættu að bregðast vel við leiðbeiningum af þessu tagi og sveit hennar, og þar vinnur hver með sínu verklagi tung- unni til viðþalds og eflingar. Blaðamönnum og útvarps- mönnum eru að vísu mislagðar En hvað sem líður þeirri hremmingu, sem ómenguð enskunotkun er í þjóðiífi íslend- inga, þá tekur þó út yfir þegar að því kemur að þýddir eru erlendir auglýsingatextar á íslensku. Um útkomuna á því eru mörg Ijót dæmi, og þá fara menn að efast um að tii bóta sé að bregða út af um notkun erlendra mála og gerast þjóðlegir. þörf hafa fyrir þær. hendur - svo heldur vex en minnkar - en í þeirri stétt Málsbætur finnast margir vel mæltir menn Þótt svo fast sé að orði og ritfærir, svo er enn Drottni fyrir að þakka, og meðal al- þýðu manna, sérstaklega í sveitum, sem eru nógu langt frá Reykjavík, hljómar ís- lenskt mál hreint og tært eins og í árdaga. Fyrir það skal Guði nú þakkað í þriðja sinn á þessum blöðum. Erlend málnotkun á íslandi En þetta innskot til málsbóta okkur 20. aldar mönnum í umgengni við móðurmálið dugir þó einum of skammt. Eftir stendur sem áður er sagt, að íslendingar eru ekki kröfu- harðir um málfar sitt. Dæmum um málníðslu fer alltaf fjölg- andi m.a. vegna þess að skrif- finnska, fjölmiðlun og auglýs- ingastarfsemi vex ár af ári og fákunnandi mönnum, sem starfa á þessum sviðum, fjölgar að sama skapi. Að því er fundið með réttu (sbr. m.a. forystugrein Morg- unblaðsins s.l. föstudag) að erlend málnotkun á íslandi aukist jafnt og þétt. Þessu ber að gefa fullan gaum og nauð- syn að átta sig á hver áhrif þessi mikla erlenda málnotkun hefur. Margt er til vitnis um daglega notkun erlendra mála á Islandi (einkum ensku) og ekki er allt forkastanlegt í því sambandi - ekki endilega, og þó er þarna ærið mjótt á mun- unum. Til umhugsunar í þessu sambandi kemur kvikmyndaá- huginn (sem víst getur verið af hinu góða), myndbandaásókn- in (sem er nokkuð görótt menningarfyrirbæri), að ekki sé minnst á auglýsingaflóðið í sjónvarpinu. sem er að nokkru leyti á ensku, og margt annað sjónvarpsefni, sem varla þykir boðlegt nema það sé ættað frá Engilsöxum. íslenskt kvik- myndaefni má sín lítils í þess- „Paté“ er kæfa ■ Paté er ekki kæfa segir í lystugu auglýsingaplaggi frá ís- lensk-franska eldhúsinu. Á öðrum stað í sömu útgáfu er viðurkennt að „paté” sé í söniu fjölskyldu og gamla góða kæfan," en þar endar skyld- leikinn." Þetta er rangt. „Paté" er kæfa. Það er sama hvaða orð- hengilsháttur er viðhafður, ís- lenska orðið kæ.fa nær með sóma yfir þá margbreytilegu rétti, sem Frakkar kalla paté og hefur verið tekið upp í mörgum tungumáium.' „Paté" er nú til sölu í flestum betri kjötverslunum og vand- aðri veitingahúsum. Er það vel. Margbreytilegar kæfur auka á fjölbreytni í mataræði og franskir matsveinar sern hér hafa starfað og starfa hafa flutt nteð sér ágæta franska matar- menningu, sem sjálfsagt er að njóta hér norðurfrá. Eðlilegt er að tileinka sér það sem betur fer í menningu annarra þjóða, en hafa vit á að sleppa því sem miður fer. En þótt tekinn sé upp ein- hver angi af frönskum matar- kúltúr er ekki nauðsynlegt að frönsk tunga fylgi með. Kæfan þeirra smakkast hvorki betur né verr þótt hún sé nefnd íslensku nafni. Kæfa er fjölbreytt íslensk kæfa hefur verið búin til með ýmsum hætti og heitið á ekki aðeins við um mauksoðið kjöt og mör. Sama er uppi á teningnum með franskt „paté". Þar í landi býr hver kokkur og hver húsmóðir til sína eigin útgáfu af kæfu. Þar ganga kæfutegundir undir fleiri nöfnum. Má þar nefna „mousse", sem farið er aðsjást í verslunum hér, og er í ætt við ' hina marghökkuðu og bökuðu kæfu, sem hér gengur undir því ágæta nafni lifrarkæfa og mörlandinn lærði að búa til hjá dönskum. í Blöndalsbók er lifrarkæfa einfaldlega Liverpostej. í sömu biblíu er útlegging á íslenska orðinu kæfa = Köd- postej, national islansk Ret. bestaaende af Faareköd, der mörkoges, indtil Benene kan pilles ud (nogle hakker den ogsá), derpaa tilsættes Salt (nu ogsaa Peber og Lög) og ofte Fedt. og det hela kogest til en fast Masse, der skæres kold í tynde Skiver og spises som- Paalæg-jfr. soðkæfa, stykkja- kæfa, smálki. Fletti maður upp á smálka, sem er sunnlenskt heiti á kæfu, kemur í ljós að smálki er smátt saxað kjöt - stykkjakæfa. Áður fyrr var orðið smálki notað yfir einstaka parta af kjöti og úr innyflum sláturdýra og var jafnvel notað yfir það sem kallast bjúgu, sperðill, magáll og „annað ætilegt sern tros af kjöti". Stykkjakæfa er kæfa sem ekki er mauksoðin. Stykkja- kæfan var búin þannig til að smákjötbitar voru settir í heita tólg og var þessu helt í belgi eðajafnvel kistla og látið kólna og storkna. Þannig geymdist kjötið sæntilega og var þessi réttur hentugur í niötu ver- manna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.