NT - 16.10.1985, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. október 1985 7
Útlönd
Miðstjórnarfundur í Moskvu:
Gorbachev lofar
auðugri framtíð
Moskva-Reuter:
■ Mikhail Gorbachev œösti
leiötogi Sovétríkjanna kynnti í
gær nýja fimmtán ára efnahags-
áætlun á miðstjórnarfundi
kommúnistaflokksins. Gorbac-
■ Frakkar telja Grænfríð, skip grænfriðunga, ógna öryggishags-
munum sínum með kjarnorkumótmælum á Kyrrahafí.
Bilaður Grænfriður
vill franska viðgerð
Papeete, Tahiti-Reutcr
■ Greenpeace (Grænfriður),
skip Grænfriðunga, sem eru að
mótmæla kjarnorkutilraunum
Frakka í Kyrrahafi, sigldi í gær
áleiðis til frönsku nýlendunnar
Tahiti í von um að Frakkar
fengjust til að gera við rafal
skipsins sem er bilaður.
Grænfriðungar notuðust við
vararafal og sögðust nauðsyn-
lega þurfa viðgerð. En franski
landstjórinn, Bernard Gerard,
sagði að skipið fengi ekki að
koma í höfn í Tahiti þar sem
það hefði verið notað til áróðurs
gegn Frakklandi sem bitnaði á
vörnum Frakka.
Frakkar stjórna mörgum af
nýlendum sínum í Kyrrahafi frá
Tahiti og franska stjórnin hefur
látið í ljós efasemdir um að
bilunin í skipi Grænfriðunga sé
raunveruleg.
Seint í gærkvöldi gaf Gerard
samt í skyn að Greenpeace
fengi hugsanlega að koma inn í
höfnina ef athugun franskra
sérfræðinga á biluninni leiddi í
ljós að hún væri svo alvarleg að
ekki væri hægt að gera við hana
úti á rúmsjó.
hev sagði að áætlunin stefndi að
því að tvöfalda þjóðartekjur
fram til aldamóta og bæta lífs-
kjör almennings verulega.
Gorbachev lagði áherslu á að
þessi áætlun væri raunsæ en
ekki draumórar eins og loforð
Nikita Khrushevs árið 1961
um fullkomið kommúnískt
þjóðfélag tveimur áratugum
síðar þar scm vinnudagurinn
væri rniklu styttri en í öllum
öðrum ríkjum og enginn skortur
væri á neysluvörum.
Gorbachev sagði að fram-
leiðsluaukningunni yrði náð
með 130 til 150% framleiðni-
aukningu. Slíkt væri mögulegt
vegna þeirra breytinga sem nú
væri verið að gera á stjórn efna-
hagskerfisins með það fyrir aug-
um að gera hana áhrifaríkari og
sveigjanlegri. Aukin framleiðni
yrði svo til þess að beina meiri
kröftum til framleiðslu á neyslu-
varningi.
S-afrískt skáld
sent í gálgann
Ungverjar
opna fyrir
útlendinga-
þrömmurum
Hcilbronn, V-Þýskalandi-Reuter
■ Evrópusamtök göngugarpa
og langferðaþrammara skýrðu
frá því í gær að ungversk stjórn-
völd hefðu opnað landamæri
sín fyrir göngumönnum frá
Vestur-Evrópu. Ungverjaland
er fyrsta ríkið í Austur-Evrópu
sem leyfir vestrænum þrömmur-
um að þramma yfir landamæri
sín.
Með þessari ákvörðun Ung-
verja opnast 2.600 gönguleið
frá Monserrat nálægt Madrid á
Spáni yfir Pyreneafjöll, um Alp-
ana og um skóga í Austurríki og
Ungverjalandi alla leið til Búda-
pest. Að sögn Evrópusamtaka
göngugarpa tekur um tvo mán-
uði að þramma þessa leið sem
er köllu E-4. Þrammararnir fá
vegabréfsáritun án allrar skrif-
finnsku þegar þeir koma að
ungversku landamærunum í
Austurríki. Zoltan Rakonczay
aðstoðarumhverfisráðherra
Ungverjalands segir að þetta
endurspegli anda Helsinkisam-
komulagsins og efli vináttu
þjóða í milli. Rakonczay er
sjálfur formaður þrammsam-
taka Ungverjalands.
50 látast
fyrir framan
sjónvarpið
Dhaka-Reuter
■ Að minnsta kosti
fimmtíu stúdentar létust
og tæplega 250 slösuðust í
samkomusal Dhakahá-
skóla þegar þak hússins
hrundi saman yfir rúmlega
300 nemendur sem voru
að horfa á sjónvarpið.
Gífurlega mikil rigning
var þegar þakið féll saman
og sagði aðstoðarrektor
skólans að þakið hefði lát-
ið undan regnþunganum. I
Norskt gas til V-Þýskalands:
Ægilöng gas-
leiðsla 880 km
á hafsbotni
Stafangur-Reuter:
■ Norska ríkisolíufyrir-
tækið Statoil skýrði frá því í
gær að lengsta neðansjávar-
leiðsla í heimi hefði verið
tekin í notkun og gasi væri
nú dælt eftir henni um 880
kílómetra vegalengd frá
norskum gaslindum í
Norðursjó til Vestur-Pýska-
lands.
Við lagningu leiðslunnar
varð að vinna bug á mörgum
erfiðum tæknilegum vanda-
málum eins og hvernig best
væri að leiða gasið yfir neð-
ansjávarhyli auk þess sem
það hefði verið nauðsynlegt
að gera 700 kílómetra löng
steinsteypt göng á landi.
Kostnaðurinn við lagn-
ingu gasleiðslunnar nam 18,5
milljörðum norskra króna
(tæplega 100 milljarðar ísl.
kr.). Norðmenn dæla gasinu
til Emden í Vestur-Þýska-
landi þar sem það verður
leitt inn í gaskerfi Vestur-
Evrópu.
Samvæmt samningum
Statoil við vestur-evrópsk
gasfyrirtæki verður um átta
milljörðum rúmmetra af gasi
dælt eftir leiðslunni á ári frá
og með árinu 1987.
Jóhannesarborg-Reuter
■ Núvirðistljóstaðsuður-afr-
íska skáldið Benjamin Moloise
verður hengdur næstkomandi
föstudag þrátt fyrir alþjóðleg
mótmæli og beiðni öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna um að
dauðadómnum verði breytt.
Moloise, sem er 28 ára gamall
og svartur á hörund, var dæmd-
ur fyrir morð á svörtum lög-
reglumanni. Við upphaf réttar-
haldanna neitaði hann því að
hann tengdist morðinu á nokk-
urn hátt en síðan sagði hann að
Afríska þjóðarráðið hefði neytt
hann til þess.
P.W. Botha frestaði aftöku
skáldsins á síðustu stundu í
ágúst síðastliðnum og sagðist þá
myndu athuga hvort ástæða væri
til að taka mál hans upp að
nýju. Hann hefur nú kveðið
upp þann úrskurð að aftakan
skuli fara fram og að málið skuli
ekki rannsakað nánar.
Samkvæmt upplýsingum suð-
ur-afríska dómsmálaráðuneyt-
isinsvoru 115menn tekniraflífi
í Suður-Afríku á seinasta ári.
Þar af voru 88 svartir á hörund,
24 voru kynblendingar og að-
eins tveir voru hvítir og einn af
indverskum uppruna.
Að minnsta kosti 750 Suður-
Afríkumenn hafa látist í kyn-
þáttaátökum á síðastliðnum
21 mánuði. Yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra eru blökkumenn.
Sovétmenn
finna gull
í Yemen
Aden-Rcuter
■ Mánaðarritið Al-Masar hef-
ur skýrt frá því að hópur
sovéskra vísindamanna hafi
fundið auðugar gullnámur í
Suður-Yemen um 600 kílómetr-
um fyrir austan Aden.
Samkvæmt tímaritinu fundu
Sovétmennirnir einnig ýmis
önnur verðmæt jarðefni á sömu
slóðum. Nú þegar hefur undir-
búningur hafist að því að vinna
gullið og er stefnt að því að
framleiðsla geti byrjað árið
1988.
íbúar í Suður-Yemen eru
rúmlega tvær milljónir talsins.
Ríkinu er stjórnað af kommún-
istaflokki sem hefur náið sam-
band við Sovétríkin.
Sparnaðarsérfræðingur
fær Nóbelsverðlaunin
- segir stefnu Reagans geigvænlega fyrir komandi kynslóðir
Stokkhólmur-Rcuter
■ Bandaríski prófessorinn
Franco Modigliani, sem m.a. er
þekktur fyrir kenningar sínar
um áhrif aldurs og ellilífeyris á
sparnað, fékk í gærNóbelsverð-
launin í hagfræði.
Modigliani, sem er 67 ára,
fæddist á Ítalíu en gerðist
bandarískur ríkisborgari árið
1939. Hann starfar nú sem próf-
essor við Tæknistofnun Massac-
husetts. Auk rannsókna á áhrif
aldursdreifingar og eftirlauna-
kerfis á sparnað hefur hann sett
fram merkar kenningar um
markaðsgildi fyrirtækja sem
hann er sagður hafa sýnt fram á
að er ekki háð skuldum eða eigin
fé fyrirtækjanna heldur tekju-
möguleikum þeirra.
Modigliani er fylgjandi ríkis-
afskiptum af hagkerfinu í sam-
ræmi við kenningar hagfræð-
ingsins John Maynard Keynes
og hafnar fjárstjórnunarkenn-
ingum frjálshyggjumanna undir
forystu Miltons Friedmans.
Prófessor Assar Lindbeck
formaður Nóbelsverðlauna-
nefndarinnar segir að sparnað-
arkenningar Modigliani varpi
meðal annárs ljósi á sparnaðar-
þróun í Svíþjóð. Sparnaður
sænskra þegna hafi minnkað úr
sex prósentum fyrir einum ára-
tug niður í nánast ekki neitt.
Þetta stafi af því að ríkið reki
eftirlaunakerfi og þess vegna sé
ekki nauðsynlegt fyrir einstakl-
inga að leggja til hliðar peninga
fyrir ellinni.
Modigliani heldur fram að
sparnaður einstaklinga sé mjög
nauðsynlegur þar sem hann skapi
fjármagn sem sé notað til fjár-
festinga í þjóðfélaginu.
Þegar Modigliani frétti að
hann hefði unnið Nóbelsverð-
launin í gær notaði hann tæki-
færið og gagnrýndi harðlega
efnahagsstefnu Reagans Banda-
ríkjaforseta sem hann sagði að
hefðu geigvænlegar afleiðingar
fyrir komandi kynslóðir. Hann
sagði að hinn gífurlegi fjárlaga-
halli hefði í för með sér meiri
harmleik í heiminum en hann
hefði búist við.
NEWSIN BRIEF
15. October, Rcuter.
BRUSSELS - U.S. Secre-
tary of State George
Shultz took Italy to task
for freeing the Palestinian
JJ. leader sought by the Unit
Œ ed States in the Achille
g Lauro hijack affair. He
«2 saw Italian Foreign Min-
S ister Giulio Andreotti for
V> 30 minutes to try to ease
S tension between their gov-
gí ernments after U.S. prot-
ests over Italy’s release of
Mohammed Abbas.
•
ROME - Italian magis-
| trates said they had issued
arrest warrants for three
more people over the hi-
| jacking of the Achille
Lauro in addition to four
' Palestinians already held.
•
BRUSSELS - Secretary
of State George Shultz
sought to reassure NATO
allies that the United Stat-
gi es would conduct its „Star
^1 Wars“ space defence pro-
CQ ‘gramine within the narrow
^ ilimits of existing arms con-
trol treaties.
pfe *
Ul BOISE, Idaho-Prcsident
^ Reagan said his „Star
Wars“ programme was in
the fundamental interests
of the United States and
its allies and would not be
bargained away in arms
talks.
•
NEW DELHI - At least
51 people were killed
when floods triggered by
torrential monsoon rains
struck the northern Indian
state of Uttar Pradesh.
•
JJ- LONDON - The British
S Government told Indian
qq Prime Minister Gandhi it
^ would help to combat terr-
orrism in India by setting
up legal machinery to send
g London-Based fugitive
•5 extremists for trial in
India.
MOSCOW - Kremlin chi-
ef Mikhail Gorbachev un-
veiled a plan pledging dra-
matic improvement in the
Soviet economy by the
end of the century and a
leap in the living standards
of the people.
WASHINGTON - A
U.S. Marine helicopter
carrying 19 troops and
crew crashed into the At-
lantic ocean near the
North Carolina Coast and
there was no immediate
evidence of survivors.
3
CAMBRIDGE, Massa-
chusetts - Professor
^ Franco Modigliani, winn-
er of the Nobel Prize for
a6 Economics, criticized
3 President Reagan’s econ-
omic policies and said
massive federal budget
defícits meant disaster for
future generations.
•
. WASHINGTON - U.S.
1 trade representative
| Clayton Yeutter said the
value of the dollar would
have to drop a further 10
| til 20 per cent if the U.S.
trade deficit was to be
I significantly reduced.
•
BRASILIA - French
President Mitterrand,
addressing congress on the
second day of a visit here,
said Brazil was not born to
be a debtor nation and
expressed confídence in
its democratic future.
newsinbriefJ