NT - 16.10.1985, Blaðsíða 5

NT - 16.10.1985, Blaðsíða 5
Könnun á 6 leiktækjasölum í Reykjavík: Helmingur stelpnanna 1 -3 tíma á dag í leiktækjasölum Strákarnir miklu fleiri en stoppa styttra ■ Mjög verulegur munur kom fram milli stelpna opg stráka bæöi hvað varðar komur, erindi og lengd dvalar- tíma á leiktækjasölum Reykjavíkur, samkvæmt könnun sem gerð var á vegum Útideildar í sex leiktækjasöl- um í marssl. vor. Strákarnir voru nær þrisvar sinnum fleiri en stelpurnar. Rúmur helmingur stelpnanna var 14- 15 ára og um 17 ára aldurinn virðast þær snúa sér að öðrum áhugamálum og vart sjást lengur í leiktækjasölum. Nær 3 af hverjum 10 strákum var hins vegar 18 ára og eldri. Strákarnir komu í yfirgnæfandi meirihluta á staðinn til að spila, en um helmingur stúlknanna fyrst og fremst til að hitta kunningjana og spjalla. Um 200 í einn leiktækjasal á 3 klst. Alls voru 6 leiktækjasalir í könnun- inni, sem voru heimsóttir á mismun- andi tímum dagsins (frá kl. 11-22) sex sinnum og dvaldi könnunarfólkið þar hálftíma hverju sinni. Einn staður (við Hlemm) skar sig úr - en þar voru á staðnum eða komu 192 gestir þá samtals 3 klukkutíma sem könnunar- fólk stóð við. En alls náði það sam- band við 571 gest, suma oftar en einu sinni, þar af 405 pilta og 147 stúlkur. Af þeim voru alls 52 krakkar 13 ára og yngri. en álíka hópur 20 ára og eldri, en það voru nær eingöngu strákar. Um 6. hver vinnur með skólanum Rúmlega 3/4 hluti gestanna voru Reykvíkingar þar af um 30% úr Breiðholti og svipað hiutfall úr Aust- urbæ, en leiktækjasalirnir eru í Miðbæ og nágrenni Hlemmtorgs. Rúmlega 3/4 hópsins var skólafólk og um 6. hver þeirra stundaði einhverja ■ Þegar sundlaugin var tekin í notkun s.l. föstudag tók m.a. dr. Ásgeir B. Ellertsson til máls. NT-mynd: Árni Bjarna Borgarspítalinn: Ný sundlaug á Grensásdeild - tekin í notkun ■ Ný sundlaug við Grensásdeild Borgarspítalans var tekin í notkun s.l. föstudag 11. október. Sundlaugin er í nýbyggingu við Grensásdeildina, en framkvæmdum við hana er nýlega lokið. Sundlaugarsalurinn sjálfur er 550 fm en laugin er u.þ.b. 16x10 m stór og 80-1.60 m djúp og við hana eru tveir pottar með vatnsnuddi. Laug og pottar eru 50 cm ofan við salargólf, en það auðveldar fólki í hjólastólum að komast í laúgina. Tröppur eru niður í laug og potta og lyfta fyrir þá sem eru mikið fatlaðir. Með lauginni voru tekin í notkun 2 böð og búningsherbergi með skápum fyrir 20 manns í hvoru, auk þess er aðstaða fyrir þá sem eru mikið fatlað- ir. í tengslum við laugarsalinn er herbergi fyrir sjúkraþjálfara með til- heyrandi búningsherbergjum og böðum. Möguleiki er að um 90 sjúklingar sæki laugina á dag, þar af 50-60 eingöngu frá Grensásdeild. Stærsti sjúklingahópurinn eru lamaðir ein- staklingar vegna sjúkdóma eða slysa á heila og taugakerfi. Þá koma sjúk- lingar með gigtar-, liða- og vöðva- sjúkdóma, þeir sem hafa hlotið bein- brot, aflimaniro.fi. Eiginleikar vatns gera það mjög hentugt við læknis- fræðilega endurhæfingu. Hreyfingar verða léttari í vatni og mótstaða og hitaleiðsla vatns er önnur en and- rúmsloftsins. Meðferð í sundlauginni gerir þannig endurhæfingu margra sjúklinga mikið auðveldari. Pastel: Sérverslun með gallerý plaköt ■ Pastel, heitir ný verslun sem opnuð hefur verið að Laugavegi 33 (uppi), en hún er sérverslun með gallerý plaköt og inn- römmun. Gallerý plakat er sérhannað myndverk þar sem unnið er með myndir eða tákn og letur. Það brúar bilið milli fjöldafram- leiddra eftirprentana og mál- verka eða grafíkmynda í mjög takmörkuðu upplagi. Þessi teg- und mynda hefur mjög rutt sér til rúms erlendis sem veggja- prýði á heimilum og vinnustöð- um á síðustu árum. Sýningarsalur Pastel og jafn- framt móttaka mynda til inn- römmunar er opin á verslunar- tíma. Nú þegar er boðið upp á 45 gerðir sérsniöinna ramma í öllum regnbogans litum bæði úr tré og áli. Eigendur verslunarinnar eru Björn Valdimarssonv Guð- munda_ Valdimarsdóttir, Haf- steinn Árnason og Sigríður Líba Ásgeirsdóttir. vinnu með skólanum. Það hlutfall var þó lang liæst meðal unglinga af Sel- tjarnarnesi, en meira en þriöjungur þeirra var í vinnu með skóla og rúmur fjóröungur skólafólksins úr hinum nágrannasveitarfélögunum, en að mcðaltali var þar um eldri krakka að ræða en borgarbörnin. A.m.k. 28 skólar höfðuborgarinnar áttu fulltrúa í hópi leiktækjafólksins, þar af allir grunnskólarnir nema Fossvogsskóli. Helmingur stelpnanna stoppar 1-4 klst. Rúmlega helmingur stúlknanna kvaðst koma í leiktækjasali daglega og þar af surnar oft á dag og jafnstór hluti þeirra dveljast þar frá I og upp í meira en 3 klukkutíma hverju sinni. Aðeins fjórðungur strákanna kvaðst koma daglega eða oftar og enn minni hluti stoppa meira en klukkutíma. Spilað fyrir 15-20 þús. á mánuði? Athygli vekur að yngstu krakkarmr - 13 ára og yngri - virðast verja mestum peningum til spilanna. Fjórði hver þeirra kvaðst spila fyrir yfir l(K) kr. hverju sinni og þriðjungur þess hóps fyrir 200-300 kr. Meðal þeirra sem eldri eru voru 15% sem spiluðu fyrir meira en 100 kr. I hópnum voru þó 6 unglingar sem kváðust koma daglega eða oftar og spila þá fyrir meira en 500 kr. hverju sinni, sem samkvæmt því mundi þá þýða yfir 15.000 kr. á mánuði. Helmingur vinnur sjálfur fyrir peningunum Rúmlega helmingur 15 ára ogyngri var að spila fyrir vasapeninga og svo var einnig um góðan hluta þeirra 16-17 ára. Rúmlega helmingur hóps- ins í heild sagöist hafa unnið fyrir sínum spilapeningum - þar af 40% þeirra 13 ára og yngri og yl'ir 80% þeirra 18-19 ára. Hvað búsetu snerti voru tæplega 2 af hverjum 3 hcima hjá báðum for- eldrum, um 15% hjá einstæöum for- eldrum og 11% hjá foreldri og stjúp- foreldri. Af þeim 64 sem ótaldir cru (12%) bjuggu 15 hjá afa ogömmu, 12 hjá ættingjum eöa vinum, 32 einireða í sambúð og 5 sögðust vera á götunni. UÍHHM SÖUJBOÐ E ! Gróft matarsalt 'J 2kg Piparkökur 250 gr Skorpur 225 gr QÖV Ananasmauk a l£S§ 567 gr Ananassneiðar 567 gr siL©n Tómatsósa r6 w 525 gr SÍnneP490 gr r#Tí H5 J Tekex 200 gr J Kruður 110 gr ...vöruverð í lágmarki SAMVtNNUSa UBOO Hf\ t (,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.