NT - 16.10.1985, Blaðsíða 24
.
LÚRIR ÞÚ Á FRÉ 1 1 ?
HRINGDU ÞÁ í SÍMA 68-65-62
Við tökum við ábendingum um fréttir alian sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til ' -
fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
Bolungarvík:
Framkvæmdir hafnar
viðratsjár stöðina
- fyrsti áfanginn kostar 5*7 milljónir
■ Framkvæmdir hafa nú hafist
við ratsjárstöðina á Stigahlíð
við Bolungarvík. Fyrsti áfangi
frantkvæmdanna er vegarlagning
að rótum fjallsins. f>aö er verk-
takinn Jón Fr. Einarsson á Bol-
ungarvík sem fékk þennan
verkhluta, en eins og kunnugt
er sjá íslenskir aðalverktakar
um allar framkvæmdir á vegum
hersins og úthluta síðan verk-
þáttum til undirverktaka.
Að sögn Andrésar Andrés-
sonar, verkfræðings hjá íslensk-
um aðalverktökum, mun
þessi áfangi sem samið hefur
verið um við Jón Fr. kosta urn
5-7 milljónir. Bjóst hann ekki
við að meira yrði framkvæmt í
haust, en uppi eru áætlanir um
að byggingu ratsjárstöðvanna á
Stigahlíð og Gunnólfsvíkurfjalli
á Langanesi Ijúki á árinu 1987.
Sagðist Andrés ekki búast við
því að það standist, því enn
hefur ekki komið verklýsing á
framkvæmdunum. Sem dæmi
um hversu framkvæmdirnar
hafa dregist, þá átti að byrja á
þeim í vor. Nú stæðu málin
þannig að litlar líkur eru á að
hafist verði handa fyrir austan
og aðeins lagður þessi vegarkafli
upp að fjallinu við Bolungarvík
á þessu ári.
Hjá varnarmáladeild utanrík-
isráðuneytisins fengust þær upp-
lýsingar að kostnaður
við hvora stöð væri áætlaður
um 30 milljónir dollara, en auk
stöðvanna á Stigahiíð og Gunn-
ólfsvíkurfjalli er endurnýjun á
búnaði stöðvarinnar á Stokks-
nesi og Rockwell stöðinni á
Miðnesheiði áformuð. Árið
1987 eiga allar stöðvarnar að
vera komnar í gagnið með
bráðabirgðaútbúnaði, en
áformað er að endanlegum
tækniútbúnaði verði komið upp
um 1990.
Ólafsvík:
Már SH boðinn upp
- nýtt útgerðarfélag stofnað?
■ Fyrsta uppboð á togaran-
um Má SH var haldið í gær
hjá bæjarfógetanum á Ólafs-
vík. Þrír aðilar buðu í skipið.
Fiskveiðasjóður 106 milljón-
ir, Landsbankinn 107 mill-
jónir og Ríkisábyrgðarsjóð-
ur 110 milljónir. Éftir að boð
Ríkisábyrgðarsjóðs kom
fram fór fulltrúi Landsbank-
ans fram á að frekari boðum
yrði frestað.
Már SH er í eigu Útvers
hf„ en að því standa Ólafs-
víkurbær og sex fiskvinnslu-
fyrirtæki. Utver er nú gjald-
þrota og útgerðaraðilar
togarans eru þegar farnir að
huga að stofnun nýs útgerð-
arfélags sem gæti tekið við
rekstri togarans og telja þeir
að aldrei hafi verið grund-
völlur fyrir því að reksturinn
heppnaðist eins og málin þró-
uðust. Svikin loforð stjórn-
valda, lán í dollurum, og
ófyrirsjáanleg óhöpp eru
nefnd í þessu sambandi.
Stefnt er að því að halda
útgcrð skipsins áfram frá
Ólafsvík og vonast heima-
menn til að þessi mál verði
komin á rekspöl þegar seinna
uppboðið fer fram þann 16.
desember næstkomandi.
Húshitunarrafmagn:
Lækkað um
þriðjung
- á rúmum tveim árum
■ Verð á raforku til húshitunar
hefur lækkað um nær þriðjung að
raungildi ás.l. tveini árum. eða frá
ágúst 1983 þar til nú, að því er
fram kctnur í frétt frá iðnaðar-
ráðuneytinu. Á þessu tímabili hef-
ur verð á raforku aðcins hækkað
einu sinni, þ.e. um síðustu áramót
unt innan við 10%. Á sama tíma
(ágúst 1983 - sept. 1985) hefur
framfærsluvísitala hækkað um tæp
63% en byggingarvísitala um
58%.
Framangreind lækkun á raun-
verði raforku til húshitunar kom
fram í nýlegri athugun Rafmagns-
veitna ríkisins. Miðað er við hitun-
artaxta C1 og 32.800 kílóvatts-
stunda ársnotkun. Miðað við
hækkun byggingarvísitölu frá því í
ágúst 1983 og þar til nú kostar
rafhitun nú 68,1% af því sem hún
kostaði í upphafi þessa tímabils,
að sögn þeirra hjá iðnaðarráðu-.
neytinu.
Aðeins 35% fyrirtækja með bókhaldið í lagi:
Lélegt bókhald
hjá bókhöldurum
- samkvæmt könnun skattrannsóknarstjóra
■ Aðeins um þriðjungur
þeirra 423 fyrirtækja sem mcnn
skattrannsóknarstjóra könn-
uðu bókhaldiö hjá nýlcga
höfðu það í lagi. En í fyrirtækj-
um þessum var kannað hvort
farið væri eftir þeim reglum
sem gilda um skyldu þeirra til
að skrá viðskipti á nótur, reikn-
inga og önnur gögn, svo og
hvort þau uppfylltu þær kröfur
sem til þeirra eru gerð. Aðeins
ein atvinnugrein' af þeim 24
sem könnunin náði til -gleriðn-
aðttr - reyndist með bókhaldið
í lagi, en þar var um 2 fyrirtæki
að ræða. Hjá þeim 22 lögfræð-
ingum sem könnunin náði til
höfðu hins vegar aðeins 5 eða
tæpur fjórðungur bókhaldið í
lagi og litlu betra, eða 38% af
þeim bókhaldsþjónustufyrir-
tækjum sem skoðað var hjá.
Lakast var ástandið hjá 4
fyrirtækjum íieir- og postulíns-
gerð sem öll höfðu bókhaldið í
ólagi. Og sama var raunar að
segja um þrjú fyrirtæki í teppa-
lögn, ferðaskrifstofu og inn-
heimtustarfsemi. Af 29 málur-
um og múrurtint höfðu aðeins
4 bókhaldiö í lagi og aðeins
fjórðungur 48 húsasmíðafyrir-
tækja. Hins vegar reyndist
pappírsvinnan í lagi hjá rúmum
helming rafvirkja og pípulagn-
ingarmanna. Sama hlutfall
reyndist í lagi hjá tannlæknum.
Ástand bókhaldsins virðist
batna eftir því sem fyrirtækin
eru stærri, þ.e. hafa rneiri
veltu. Af minnstu fyrirtækjun-
um - undir 500 þús. króna
veltu - voru aðcins 27 af 128
mcð bókhaldið í lagi. ( mið-
flokknum var hlutfallið 29%,
en af 151 fyrirtæki mcð 1,5
millj. veltu eða meir var rúmur
helmingur með bókhaldið í
lagi.
r
■ Hjörtur Bergmann Jónsson stöðvarstjóri Fiskeldisstöðvarinnar á Læk í Ölfusi. NT-mynd: Ární Bjama
Ölfus:
„Heppilegasta fisk-
eldissvæði á landinu“
- segir stöðvarstjórinn á Læk
■ „Við bjuggumst aldrei við
því að finna svona mikinn hita
á þetta litlu dýpi, þegar við
byrjuðum að bora,“ sagði
Hjörtur Bergmann Jónsson
stöðvarstjóri Fiskeldisstöðvar-
innar á Læk í Ölfusi í samtali
við NT, en þar hefur nýlega
fundist í borholu 11° heitt vatn
á aðeins 8 m dýpi.
Fiskcldisstöðin á Læk er í
eigu íslenska fiskeldisfélagsins
og er nú í uppbyggingu, en eins
og komið hefur fram í fréttum
er fjöldinn allur af fiskeldis-
stöðvum að spretta upp í Ölfus-
inu og kringum Porlákshöfn.
„Það er engin tilviljun að
allar þessar fiskeldisstöðvar séu
reistar hér,“ sagði Hjörtur einn-
ig „þetta er líklegast heppileg-
asta svæði á öllu landinu undir
slíkastarfsemi, héreruótæman-
legar lindir af heitu og köldu
vatni neðanjarðar, en það er
öllum fiskeldisstöðvum mikil-
vægast. Kjörhitastigið sem við
þurfum í kerin er um 12° heitt
vatn, og þegar við byrjuðum að
bora í borholunni hér skammt
frá fundum við tæplega það
hitastig í vatninu. næstum því
undir eins. Pað hlýtur því að
vera gífurlegur hiti á vatninu
þegar við komumst niður í 100-
200 rnetra."
Tilraunaeldi á Læk byrjaði í
fyrrahaust og eru ræktuð þar
um 90.000 seiði núna, _en um
áramótin verður stöðin flutt í
nýtt hús, sem verið er að byggja
á Læk. og er þá reiknað með að
seiðafjöldi komist upp í eina
milljón.
Var Hjörtur bjartsýnn á
framtíð fiskeldisstöðvanna, en
taldi þó að tímabært væri nú að
leggja meiri áherslu á sjóeldið,
þar sem þróunin hefur verið
hægari en í seiðaeldinu, þarna á
milli þyrfti að ná jafnvægi.