NT - 16.10.1985, Blaðsíða 14

NT - 16.10.1985, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 16. október 1985 18 flokksstarf Akranes Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akranesi verður haldinn miövikudaginn 16. okt. n.k. kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21, Akranesi. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga 1986. 3. Önnur mál Stjórnin Seltjarnarnes Aðalfundur framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn í sal tónlistarskólans fimmtudaginn 17. okt. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ver.juleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarmál. Félagar fjölmennið, nýir félagar velkomnir. Stjórnin Framsóknarfélag Miðneshrepps Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 8.30 í Verkalýðshúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþingið 19. október 3. Sveitastjórnarmál 4. Önnur mál. Stjórnin. Konur Árnessýslu Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður haldinn að Flúðum fimmtudaginn 17. október og hefst hann kl. 21.00. Framsöguerindi: Drífa Sigfúsdóttir, ræðir um framboðsmál. Kosnar verða konur á kjördæmisþing. Nýir félagar velkomnir. Mætum allar eldhressar. Stjórnin. Fulltrúaráðið í Kópavogi Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 20.30 I Flamra- borg 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga Önnur mál. Stjórnin Heilbrigðis- og trygginganefnd SUF Fundur í nefndinni fimmtudaginn 17. október kl. 17.30 að Rauðarárstíg 18. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin Kjördæmisþing á Reykjanesi Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Garðaholti laugardaginn 19. okt. . Dagskrá auglýst síðar. ötjornm. Húnvetningar - miðstjórnargestir FUF A-Flún. heldur upp á 45 ára afmæli sitt laugardaginn 2. nóvember kl. 21 í Félagsheimilinu Blönduósi, dagskrá: 1. Kaffiveitingar 2. Ávörp, Steingrímur Flermannsson og Finnur Ingólfsson formaður SUF. 3. Jóhann Már Jóhannsson syngur við undirleik Sigurðar Daníelssonar 4. Óvæntar uppákomur o.fl. Veislustjóri verður Björn Magnússon, bóndi Hólabakka, hljómsveitin Rót frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórn FUF A-Hún. Viðtalstímar Halldór E. Sigurðsson verður til viðtals lllffifÍÍ'í'* á skrifstofu félagsins að Rauðarárstig 18, mánudaga til fimmtudags 1 ' ■ kl. 13.30- 15.30, fyrst um sinn. ""fe Framsóknarfélag Reykjavíkur. IVi Móðursystir mín, Ólöf Guðmundsdóttir, lést 10. þessa mánaðar. Hún var fædd á Svert- ingsstöðum í Miðfirði 11. júní 1906, dóttir Guðmundar Sig- urðssonar bónda þar og Guð- rúnar Einarsdóttur, Skúlasonar á Tannstaðabakka. Pau hjón, Guðmundur og Guðrún, flult- ust síðar að Hvammstanga, þar sem hann var kaupfélagsstjóri. Eiginmaður Ólafar var Grím- ur Bjarnason tollvörður. Hann var fæddur á Húsavík 24. apríl 1898, en lést 11. janúar 1981. Þau Grímur og Ólöf eignuð- ust tvo syni, Bjarna og Guðmund. Við systkinin á Efra-Núpi í Miðfirði kölluðum Ólöfu alltaf Lóu frænku. Lóa frænka kom ekki oft norður, en þegar hún kom á sumrin, var það upplífg- andi. En vænst þótti okkursyst- kinunum um hana vegna jóla- gjafanna og sælgætisins, sem hún og Grímur sendu okkur fyrir jól. Þar var rausnarlega verið. Það var ekki eins auðvelt að komast í skóla haustið 1944 og það er nú. Þá um haustið tóku þau Grímur og Lóa mig til sín yfir vetrarmánuðina, og hjá 'þeim dvaldist ég alla veturna 1944-1949, fyrst í Ingimars- skólanum og síðan í Mennta- skólanum í Reykjavík. Ég veit ekki, hvað hefði orðið úr skóla- göngu minni, ef ég hefði ekki átt þau hjón að. Það var gott að vera hjá Lóu og Grími. Fyrsta vetur minn hjá þeim voru þar í fæði Karl móð- urbróðir minn og kona hans Gunnlaug Hannesdóttir. Þá var oft glatt á hjalla. Þiegar ég kom til Reykjavík- ur, bjuggu þau Lóa og Grímur ásamt sonum sínum tveimur í Meðalholti 11, en 1957 fluttust þau í Efstasund 57 og bjuggu þar til æviloka. Mér verður hugsað til þess nú, að þröngt hafi verið um okkur öll, hjónin og syni þeirra tvo auk mín. En ég fann ekki til þess þá, að þröngt væri. Þó var íbúðin ekki meira en ein stofa og hjónaher- bergi.Herbergi í kjallara fylgdi íbúðinni, en það var leigt út fyrstu veturna, sem ég var þar. Ég svaf í stofunni ásamt Bjarna og Guðmundi. Af þessu má sjá, að það var ekki svo lítið, sem þau Lóa og Grímur lögðu á sig mín vegna. Ég fullyrði líka, að þessi ár voru besti og skemmti- legasti tími ævi minnar. Því á ég þessari fjölskyldu mikið að þakka. Heimili þeirra Lóu og Gríms var myndarheimili í orðsins fyllstu merkingu. Ekkert var sparað til heimilisins. Þau hjón unnu bæði hörðum höndum. Auk tollvarðarstarfsins var Grímur einnig gjaldkeri Bygg- ingafélags verkamanna, og innti hann það starf af hendi á kvöldin. Margir komu til hans vegna þessa aukastarfs hans. Ég veit, að hann naut mikils trausts og virðingar í því starfi. Eftir að ég fór frá Lóu og Grími hafa margir spurt mig um þau. En af viðræðum við fólk, sem þekkti þau, hef ég komist að því, hve mikilla vinsælda og virðingar þau nutu. Ólöf Guðmundsdóttir var glaðvær og skemmtileg. Hún. var, að því er hún sagði sjálf við mig, nokkuð skapmikil. Én hún bætti því við, að það væri ein- stakt að okkur skyldi aldrei verða sundurorða alla fimm vet- urna, sem ég var hjá henni. Það ríkti friður á heimili Lóu og Gríms. Grímur var þekktur fyr- ir hógværð og jafnlyndi. Ég hefði ekki getað kosið mér betri dvalarstað þessa fimm vetur en hjá Lóu og Grími. Ég lenti í harðvítugu stjórn- málabrasi veturinn 1948-1949, síðasta vetur minn í Meðalholti 11. Þá kom það vel í ljós sem oftar, að þau Grímur og Lóa höfðu metnað fyrir mína hönd, sem ég væri sonur þeira. Grímur talaði oft lengi við mig og rök- ræddi um hins ýmsu málefni. Ekki er ég í neinum vafa um það, að ég, ófróður og óreyndur sveitapiltur, þroskaðist mikið af rökræðum okkar Gríms. Ég hringdi í Lóu frænku í sumar, rétt áður en hún fór á sjúkrahús. Hún var þá glöð og bjartsýn. Fyrir áratugum heyrði ég tal hennar, er hún sagði, að jarðvistin hefði lítinn tilgang, ef ekki væri líf eftir þetta líf. Hún trúði á annað líf. Fráfall Lóu frænku kom ekki á óvart. Eftir veikindi á efri árum hefur hún nú hlotið hvíld. Blessuð sé minning Ólafar Guðmundsdóttur. Sonum hennar. barnabörnum og venslafólki votta ég hluttekn- ingu. Skúli Ben. Nýtt rit um fíkniefni Helen Nowlis: Fíkniefni. Ný viðhorf til vandans. Námsgagnastofnun. ■ Höfundur þcssa bæklings var prófessor í sálfræði við háskólann í Rochester í Bandaríkjunum þar til árið 1971 að hún varð fram- kvæmdastjóri fræðslustofnun- ar um fíkniefni í Washington. Árið eftir var hún svo til ráðu- neytis þegar Unesco hafði fyrstu ráðstefnu sína um fíkni- efnafræðslu. Þctta rit birtist 1975 og cr ekki að efa að höfundurinn hefur vitað allt sem þá var vitað um þessi efni. Sú saga liggur til grundvallar þessari útgáfu að eitt félag Junior Chambers, JC-Reykja- vík, gerði menn á fund Sigurð- ar Pálssonar, sem þá var náms- stjóri hjá skólarannsóknadeild Menntamálaráðuneytisins og leitaði álits hans á því hvaða lið félagsskapurinn gæti iagt fyrirbyggjandi fræðslu um þessi efni. Þá hafði hann útgáfu bessa rits efsta á óskalista. JC-Reykjavík hefur svo kost- aö þýðinguna og tekur að sér söluna að einhverju leyti. Tilgreindir eru þrír þýðend- ur: Guðbjörn Sigurmundsson, Margrét Eggertsdóttir og Sonja Diegó. Ef til vill mætti þýðingin vera ögn liprari. Dæmi: „Ef menn ráðast ekki beint gegn atferli sem felst í fíkniefnaneyslu. eru menn þá f raun nokkuð að fást við mis- notkun fíkniefna?" Atferli sem felst í fíkniefnaneyslu, -erþað ekki sjálf neyslan? Þess munu vera nokkur dæmi önnur að óþarflega langt sé gengið að þýða frá orði til orðs. Hver eru svo hin nýju við- horf til vandans? Auðvitað er best að hver og einn leiti þeirra sjálfur með Iestri ritsins. Þar mun þó ekki mega finna neinar heildarlausnir sem áður hafa verið óþekktar. Þar sem sagt er frá merki- legri tilraun sem mjög vel gafst er einum liðnum lýst svo: „Að gefa ungu fólki kost á að taka þátt í félagsstarfi sem þroskar þau (svo) vitsmuna- lega eða mcnningarlega eða til afþreyingar, í staðinn fyrir að eyða frístundum sínum í fíkniefnaneyslu." Á næsta vori liafa barnastúk- ur starfað á íslandi í hundrað ár. Þær hafa alla tíð starfað samkvæmt þessari forskrift. Margur ágætur maður hefur unnið að félagsmálum í sam- rænri við þetta. Þeir fslending- ar skipta þúsundum sem rekja þroska sinn að einhverju leyti til félagslífs í ungmennafélagi, stúku, skátafélagi o.s.frv. Þrátt fyrir þá reynslu sem áhugamenn hafa staðið fyrir víða um lönd verður ekki sagt að stjórnvöld hafi yfirleitt lært af því og lagt höfuðáherslu á að efla slíka félagsstarfsemi. Að því leyti er hér um ný viðhorí að ræða. Þeim sem stjórna málum þjóða og fara með löggjafarvald og fjárveit- ingavald er bent á leið sem þeir hafa yfirleitt veitt litla athygli. Myrkri verður ekki eytt nema með ljósi. Þegar gluggi er opnaður eða Ijós er kveikt hverfur myrkrið. Á sama hátt þarf citthvað að fylla manns- hugann svo að sorti vímuefn- anna sæki ekki að honum. Þetta er það sem dr. Helen Nowils hefur að segja. Fyrirgefið að ég nefni svo sjálfsagðan hlut sem það að í þessu riti er áfengið látið hafa fastan sess þar sem það á heima meðal annarra fíkni- efna. Þetta skal afsakað með því að hér á landi heyrist stundum talað um fíkniefni og áfengi, þó að ekki sé minnst á þegar sumar áfengistegundir eru naumast taldar til áfengis, hvað þá fíkniefna. Hér er rætt um málin af raunsæi og þekk- ingu. Það er talað af viti. Hið nýja viðhorf til vandans er að láta sér ekki nægja umtal- ið eitt, treysta ekki á að nóg sé að segja krökkum hve ljót og voðaleg ofdrykkjan er, heldur skuli jákvætt félagslíf fylgja fræðslunni. Helen Nowils legg- ur áherslu á að tímanum sé ekki eytt í fíkniefnaneyslu. Hún varar við því að æskulýðs- félög séu drykkjufélög. Það er ekki í samræmi við hin nýju viðhorf sem hún boðar að fíkniefnin og neysla þeirra sé á dagskrá á fundum og mótum æskulýðsfélaga. Svo einfalt og sjálfsagt sem þetta virðist vera mun þó ekki ofmælt að það sé gagnlegt umhugsunarefni bæði stjórnar- völdum og félagsleiðtogum eins og ástatt er hér á landi. H.Kr. ■ Dieter Langewieche: Eur- opa wischen Restauration und Revolution 1815-1849. Oldenbourg Grundriss de Geschichte. Band 13. R. Oldenbourg Verlag 1985. 252 bls. Tímabilið frá lokum Napól- eonsstyrjaldanna og Vínar- fundarins og fram til febrúar- byltinganna, 1848, hefur löng- um freistað sagnfræðinga . í þessu riti er þess freistað að gefa lesendum dágóða yfirlits- mynd af sögu Evrópu á þessu skeiði. Eins og öðrum bindum í þessari ritröð, er þessu skipt í þrjá meginhluta. Fyrst greinir frá atburðasögu tímabilsins og segir þar fyrst frá valdakerfinu sem byggt var upp á Vínar- fundinum og síðan frá skipu- lagi landbúnaðarmála, iðnþró- un og fólksfjölgun. Þá er kafíi um myndun þjóðríkja og skipulag þeirra og fá „höfuð- ríkin" þrjú, Frakkland, Bret- land og Þýskaland hvert um sig allrækilega umfjöllun. í sam- bandi við Þýskaland og Frakk- land er sérstaklega fjallað um júlíbyltinguna 1830 og áhrif hennar og ennfremur um að- draganda byltingarársins 1848. Um byltingarnar 1848 er síðan fjallað í sérstökum kafla, skýrt frá uppreisnunum í hverju landi fyrir sig og loks reynt að greina, hvers vegna byltingarn- ar runnu út í sandinn. Sérstakur kafli er um stöðu rannsókna í viðfangsefninu og síðan er ýtarlegur kafli um heimildir og er hann flokkaður eftir efnisþáttum og löndum. Þess hefur verið getið við umfjöllun um önnur bindi í þessari ritröð, að þau væru einkar gagnleg þeim er vildu kynna sér rannsóknir og rann- sóknaraðferðir, sem nú eru helst á döfinni innan sagnfræð- innar. Það á við um þetta bindi ekki síður en þau, sem þegar eru út komin. í þókarlok er tímatalsskrá fyrir tímabilið, nafnaskrá og kort, sem góður fengur er að. Jón Þ. Þór. Evrópa 1815-1849

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.