NT - 16.10.1985, Blaðsíða 12

NT - 16.10.1985, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 16. október 1985 12 Um 2,2% hækkun framfærsluvísitölu í september: Kartöflur verðbólgnuðu um 27% á tveim mánuðum á sama tíma og meðalhækkun matvöru er um 5,5% ■ Gífurleg verðbólga liefur hlaupið í íslenskar kartöflur að undanförnu. Frá því vísitala framfærslukostnaðar var síðast sett á 100 fyrir 20 mánuðum hefur verð á kartöflum og vör- um úr þeim hækkað um 132% á sama tíma og verð á öðru græn- meti og ávöxtum hefur hækkað um 34% - enda íslenskar kart- öflur nú í ýmsum tilfellum orðn- ar dýrari en suðrænir ávextir. Verð á matvörulið vísitölunnar í heild hefur hækkað um tæp 67% ásama20mánaða tímabili. Undanfarna tvo mánuði hef- ur kartöfluverðið hoppað upp uni tæplega 27% á sama tíma og matvörur hafa að meðaltali hækkað um 5,4%. Frá því í maí í vor hafa matvörur hækkað í verði um 14% en kartöflurnar 45%. Pað viröist því nánast sama hvaða viðmiðun er tekin - kartöflurnar hafa svifið langt frani úr öllum öðrum vöruteg- Húsavík: ■ Reykvíkingar höfðu vinninginn yfir Akureyringa í keppni um hverjir gætu prjónað lengri trefil á hinum árlcgu Álafossdögum sem lauk sl. laugardag, þeir höfðu þá staðið frá 4. október. Á myndinni sést Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra reka enda- hnútinn á trefdinn sem varð 29,3m þegar upp var staðið, en 24,5 m á Ákureyri. 'Fjöldi manns tók þátt í prjónaskapnum á báðuni stöðum rúmlega 300 í Reykjavík og á þriðja hundrað á Ákureyri. Þar sem hvergi finnast heimildir uni tilvcru eða gerð lengri trefla en þctta má fastlega reikna með því að metið verði skráð í heimsmetabók Guinnes. NT-imnd: Sverrir. undum sem framfærsluvísitalan mælir verðbreytingar á. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 2,2% í síðasta mánuði. Af þeirri hækkun stafa 0,3% af verðhækkun landbún- aðarafurða, 0,3% af hækkun húsnæðisliðar, 0,3% afhækkuð- um rekstrarkostnaði einkabíls- ins og 0,4% af verðhækkun á fatnaði. Langsamlega mest hækkun einstakra liða var á kartöflum og vörum úr þeim tæplega 13%, en að meðaltali hækkaði matvöruliðurinn um 1,5% á sama tíma. Þá má nefna tæplega 10% verðhækkun á skófatnaði, rúmlega 8% á ferðavörum og skartgripum og í kringum 5% hækkun á ýmiss konar vörum og þjónustu til heimilishalds. Vísitala framfærslukostnaðar reyndist um 152 stig í október- byrjun, miðað við 100 í febrúar 1984, þ.e. að verð þeirra vöru- tegunda og þjónustu sem vísital- an mælir hefur hækkað að með- altali um 52% á þessu 20 mán- aða tímabili. Af hinum ýmsu liðum hefur heilsuverndin hækkað mest á tímabilinu, 78% og matvörur um tæp 67%. Hins vegar hefur póstur og sími lækk- að og rafmagn og húshitun aðe- ins hækkað um tæp 20%. Félagsmiðstöðvar: Nýir for- stöðumenn ■ ATR 42 flugvélin sem þessa dagana er verið að kynna Flugleiðum. í baksýn sést Fokker 27 vél, sem notuð liefur verið í innanlandsfluginu hingað til. ■ Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögur Æskulýðsráðs Reykjavíkur Flugleiðir: Endurnýjun innanlands flotans í sjónmáli? - fullkomin farþegaflugvél kynnt hér á landi ■ Aukin þægindi, minni háv- aði, 30% eldsneytissparnaður. Þetta eru aðeins þrjú atriði af mörgum sem nýja ATR 42 flug- vélin, sem nú er verið að kynna hér á landi, hefur framyfir Fokker 27 flugvélarnar sem hingað til hafa verið notaðar í íslenska innanlandsfluginu hjá Flugleiðum. „Það er gífurlegur munur að stjórna ATR 42 vélinni miðað við gömlu Fokkcrana," sagði Gunnar Guðjónsson flugstjóri hjá Flugleiðum, annar tveggja sem stjórnaði vélinni þegar farið var með blaðamenn í kynning- arflug með henni. „í henni er fullkomnast stjórnkerfi sem völ er á í flugvélum af þessari gerð, hún er kraftmikil og sveigjan- legri um hraðaval. Auk þess þarf hún mun styttri flugbrautir vegna þess að hún er bæði fljótari að hefja sig á loft og getur hemlað með hreyflunum við lendingu." Flugvélin er framieidd í sam- vinnu frönsku flugvélaverk- smiðjunnar Aerospatiale og ít- ölsku flugvélaverksmiðjunnar Air Italia. Að sögn Alain Brodin, markaðsstjóra frá Aer- ospatiale, er nú verið að kynna vélina víðsvegar um heim og hefur hún hvarvetna vakið at- hygli. Sagði hann verðið á henni vera um 7 milljónir dollara, eða tæplega 300 milljónir íslenskra króna, og er það svipað ef ekki lægra en verð á sambærilegum flugvélum sem nú eru fram- leiddar hjá öðrum flugvélaverk- smiðjum. „Okkur líst mjög vel á þessa vél, þar hefur mikið að segja hve spör hún er á eldsneytið," sagði Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða í samtali við NT. „Það er þó of snemmt að segja um hvort við ætlum að festa kaup á slíkum vélum í náinni framtíð, það er að sjálfsögðu mjög dýrt og myndi væntanlega hafa í för með sér 15-20% hækkun á far- gjöldum félagsins. Það eru fleiri nýjar vélar af þessu tagi að koma á markaðinn á næsta ári, við eigum eftir að kynna okkur fleiri möguleika áður en við endurnýjum innanlandsflot- ann,“ sagði Leifur að lokum. um ráðningu forstöðumanna tveggja félagsmiðstöðva á vegum æskulýðsráðs. Þeir eru: Jönas Kristjáns- son, fæddur 1.3. 1960. Hann hefur unnið á vegum æsku- lýðsráðs í Fellahelli s.l.'ár og er nýkominn heim eftir að hafa lokið námi í æskulýðs- leiðsögn við Lýðháskólann í Gautaborg. Tómas Oskar Guðjóns- son, fæddur 19.5. 1959, var ráðinn forstöðumaður nýrr- ar félagsmiðstöðvar við Frostaskjól. Hann hefur ný- lokið námi frá Háskóla ls- lands í líffræði, en hefur starfað hjá æskulýðsráði frá 1977, sem leiðbeinandi í tómstundastarfi í skólum og í félagsmiðstöðinni Tónabæ. ■ Alain Brodin frá Aerospatiale ræðir við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða og Krístjönu Millu Thorsteinsson um borð í ATR 42. Vélin er sérlega stöðug og þægileg að sitja í. Hún tekur 66 manns í sæti. NT-myndir: Ámi Bjarna Ný stjórn- gæslustöð Frá llafliöa Jóslcinssyni, frcttarilara NT á Húsavík ■ Sigurður Gizurarson, sýslu- maður og bæjarfógeti á Húsavík, tók sl. fimmtudag fyrstu skóflu- stunguna að nýrri stjórnsýslustöð á Húsavík. Húsið, sem verður um 900 fer- metrar á tveimur hæðum, mun liýsa embætti sýslumanns Þingey- inga, cmbætti bæjarfógeta Húsa- víkur og lögregluna á staðnum. Húsið mun bæta úr því ástandi sem þessi embætti hafa búið við um margra ára skeið, og voru starfsmcnn þcirra því að vonum kátir viö skóflustunguna. Vcrktaki fyrsta áfangans er Noröurvík h.f. á Húsavík. Árneshreppur: 600 lömb til riðu- veikisvæða Frá CuAmundi Valj>cirssyni, Ba* í Árncshrcppi ■ Unt hádegi á mánudag var skipað út í MS Esju 624 lömbum í Norðurfirði. Lömbin eru frá flestum bæjum í hreppnum en þó einkum þeim sem eru með fé sitt í sauðfjárræktarfé- lögum og því skýrslufært. Lömbin eiga að fara til lífs í Skagafjörð, Svarfað- ardal og Skútustaðahrepp á bæi þar sem skorið hefur verið niður fé vegna riðu- veiki. Þetta er liður í til- raun til riðuveikirann- sókna á þessum stöðum. í fyrrahaust fóru 60 lömb héðan í Svarfaðadal í sama skyni. Lömbin voru flutt í gámum. Vegna nýju hafn- araðstöðunnar á Norður- firði gekk vel að koma lömbunum í skip en mjög tafsamt hefði orðið að flytja þau með bát.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.