NT - 26.10.1985, Blaðsíða 4

NT - 26.10.1985, Blaðsíða 4
Orkustofnun erlendis hf. Framkvæmdastjóri Orkustofnun erlendis hf., hlutafélag sem stofnað er með lögum nr. 53/1985 til að markaðsfæra erlendis þá þekkingu, sem Orkustofnun ræður yfir á sviði rannsókna, vinnslu og notkunar jarðhita, vatnsorkurann- sókna og áætlanagerðar í orkumálum, aug- lýsir starf framkvæmdastjóra laust til um- sóknar. Umsónarfrestur er til 1. des 1985. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í verkfræði, eða sambærilega menntun, og reyslu í erlendum samskiptum er varða markaðsfærslu erlendis á þeim sviðum sem að ofan eru tilgreind. Hlutastarf kemur til greina fyrst um sinn. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu stílaðar á stjórn Orkustofn- unar erlendis hf., en sendar starfsmanna- stjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, Reykjavík. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Félagsráðgjafi Staða félagsráðgjafa í Hafnahreppi er laus til umsóknar. Um er að ræða heila stöðu. Umsóknum skal fylgja greinargerð um menntun og fyrri störf. Umsóknum skal skila til skrifstofu Hafnahrepps fyrir 10. nóv. nk. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hafna- hrepps. SIGLINGAMÁLASTOFNUN RÍKISINS HRINGBRAUT 121, 107 REYKJAVÍK, SÍMI 25844 Auglýsing ( samræmi við ákvæði reglna um björgunar- og öryggisbúnað skipa nr. 325/1985 er taka gildi 1. janúar 1986, er hér með auglýst eftir aðilum til að taka að sér að sjá um skoðun og viðhald sjósetningarbúnaðar í íslenskum skipum. Leitað er eftir a.m.k. einum aðila fyrir hvert eftirtalinna svæða. 1. Svæði Suð-vesturland þ.e. Hvalfjarðar- botn - Vík í Mýrdal. 2. Svæði Vestmannaeyjar 3. Svæði Austfirðir 4. Svæði Norðurland 5. Svæði Vestfirðir 6. Svæði Vesturland Æskilegt er að umsækjendur hafi tækni- menntun. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember næst- komandi. Umsóknir sendist inn til Siglingamálastofn- unar ríkisins, Hringbraut 121,107 Reykjavík. Pósthólf 7200. Siglingamálastjóri. Viðskiptafræðingur Fjárhagsdeild Sambandsins óskar að ráða við- skiptafræðing í hagdeild. Hér er um að ræða starf sem krefst sjálfsstæðra vinnubragða, þekkingar og áhuga á tölvunotkun. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er veitir upplýsingar. Umsóknarfrestur til 5. nóv. n.k. SAMBAND ÍSLSAIYIVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A Laugardagur 26. október 1985 4 Vetrarstarf Kammermúsíkklúbbsins: Sellósvítur Bachs - alls fimm tónleikar ráðgerðir í vetur ■ Kammermúsíkklúbburinn er að hefja vetrarstarf sitt, en klúbburinn ráðgerir fimm tón- leika í vetur. Fyrstu tónleikarnir verða í ' Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. október og laugardaginn 2. nóvember. Erling Blöndal Bengtsson, sellósnillingurinn víðfrægi, leikur þá allar sex sellósvítur Bachs. Mörgum er trúlega í fersku minni hve myndarlega klúbburinn minnt- ist Bachs fyrr á afmælisárinu, þegar Sinnhoffer-kvartettinn og Ragnar Björnsson léku Fúgu- listina við góðar undirtektir. Þykir vel við eiga nú þegar langt er liðið á árið að gefa mönnum kost á því að heyra nú annað af stórvirkjum meistarans - selló- svíturnar. Ekki ætti að spilla ánægjunni að margir hafa hlýtt á þær áður í flutningi þessa ágæta listamanns. Sunnudaginn 24. nóvember munu nokkrir strengjaleikarar undir stjórn Guðnýjar Guð- mundsdóttur flytja nokkra kvartetta eftir Bertók og Haydn og C-dúr kvintettinn eftir Schubert. 1 febrúar munu Laufey Sig- urðardóttir, Helga Þórarins- dóttir, Nora Kornblueh og Hrefna Eggertsdóttir spila m.a. strengjatríó eftir Beethoven og píanókvartett eftir Fauré. Síðustu tónleikarnir verða ráðgerðir í mars og verða þá á dagskrá nokkur píanótríó í flutningi Guðnýjar Guðmunds- dóttur, Gunnars Kvaran og Snorra S. Birgissonar. Bætt verður við nýjum félög- um við upphaf þessa starfsárs í síma Kammermúsíkklúbbsins hjá ístóni, Freyjugötu 1 og fyrir ■ Erling Blöndal Bengtsson leikur sex sellósvítur Bachs á fyrstu tónleikum Kammer- músíkklúbbsins í vetur. tónleikana í Bústaðakirkju n.k. þriðjudag. Strætisvagnar Reykjavíkur: Breytingar á leiðum 10,13 og 14 ■ Frá og með sunnudeginum 27. október n.k. verða eftirfar- andi breytingar á ofangreindum leiðum. Leið 10: Hlemmur-Selás Endastöð færist frá Klapparási að Selásbraut við Þingás. Þá munu vagnarnir sleppa Ártúns- höfða á kvöldin og um helgar (laugardaga og sunnudaga) og aka í báðum leiðum um Artúns- holt. Leið 13: Lækjartorg-Breið- holt og leið 14: Lækjartorg - Sel. Vagnarnir aka á kvöldin og um helgar Bústaðaveg, Háa- leitisbraut, Listabraut og Kringlumýrarbraut á vesturleið og öfugt á austurleið í stað GRAFARVOGUR í.£t& t/urMMUK - SecMs eNOAsröo samsvaranui Kaua a mikiu braut. Leið vagnanna á þessun tímum verður að *öðru leyt óbreytt. Viðkomustaðir verða í Bústaðavegi gegnt Borgar spítalanum og á Listabraut vic Kringlu (nýr miðbær). Þess breyting er gerð til að bætí samgöngur við Borgarspítal ann. Mánudaga-föstudaga kl. 7-l( munu vagnar á leiðum 13 og V aka eins og áður en nýir við- komustaðir verða beggja vegn: Miklubrautar austan bensín stöðva Skeljungs. (Fréttatilkynning frá SVR) Rjúpan í Reynihiíð ■ Víðsvegar er farið að bjóða rjúpnaskyttum nokk- urskonar helgarpakka. Innifal- ið er morgunverður, gisting, veiðileyfi ásamt leiðsögn. Hót- el Reynihlíð tók nýlega upp þennan sið, þ.e. að bjóða veiðimönnum þessa þjónustu. Gisting, morgunverður, leið- sögn og veiðileyfi kostar 850 krónur á dag. Fréttaritari NT í Mývatnssveit-Ágúst Hilmars- son kynnti sér hvernig veiðin hefði gengið. Hann fékk þær upplýsingar að menn hefðu verið að fá þetta 15 til 20 fugla í fyrstu ferðunum. Reytingur á Skógarströnd Reytingur af fugli er á Skógarströnd og á Snæfellsnes- inu norðanverðu. Veiðihornið hefur haft spurnir af mönnum sem lagt hafa Ieið sína á þessar slóðir, og þrátt fyrir að snjó- leysi hafi háð veiði eins og víðast hvar á landinu, hafa skyttur fengið allt að tuttugu fugla í ferð. Það kostar að vísu labb en hvað leggja menn ekki á sig til þess að ná í jólarjúp- una? Hengist á hausnum Rjúpa sem skotin hefur verið skal hengd upp á hausn- um með fæturna niður. Ekki á fótunum. Það virðist vera nokkuð algengur misskilning- ur að rjúpan sé hengd upp á löppunum. Veiðihornið hafði samband við gæsa- og rjúpna- skyttur út af þessu og fiestir bentu á regluna: Sjófugla á löppunum og landfugla á hausnum. í rúmið efftir veiðiskapinn Rjúpnaveiðin fór vel af stað fyrir norðan. Ekki er óalgengt að menri séu með 20-30 fugla eftir daginn, og er það miklu betra en í fyrra. Mikið virðist vera af rjúpu á Axarfjarðar- heiði. Þá er fuglinn í miklum mæli í grennd við Húsavík og í Mývatnssveit. Einnig hefur Bárðardalurinn verið gjöfull. Kyrrsetumennirnir fá að finna fyrir strengjum þessa dagana og fá bágt fyrir kappið. Það er erfitt að gæta hófs þegar nóg er af fugli, eins og einn kunningi Veiðihornsins fékk að reyna um daginn. Hann fór í Bárðardalinn á virkum degi, til þess að geta verið einn í rólegheitum. Allt kom fyrir ekki og fjórir voru komnir í fjallið á undan honum. Mikið varumrjúpu enhúnvarmjög stygg. Vinur okkar náði fljót- lega þremur úr sama hópnum og þurfti að elta eina niður fjallið. Þar sem hann er að paufast upp sér hann hvar hvítur refur þýtur í burtu með báðar rjúpurnar í kjaftinum. Sótbölvandi heldur hann áfram. Rjúpan eina dinglar í beltinu, frá því um morguninn. Veiðimaðurinn er orðinn af- skaplega móður. Eley skotin númer fimm duga takmarkað á 40-50 metra færi. Dettur honum þá það snjallræði í hug að skríða á fuglinn, rétt eins og um gæs væri að ræða. Það er öllu erfiðara að skríða á maganum í fjallaklungri, en að sjá um bókhald. Árangurinn lét þó ekki á sér standa. Eftir klukkutíma eru þær orðnar tíu. Kippan er skilin eftir, á góðum stað, til þess að hamla ekki veiðinni. Þegar fjallshlíð- in er á enda skriðin liggja tíu í viðbót. Þá er svo dregið af söguhetju vorri að hann átti aðeins um tvennt að velja. Eða eins og hann segir sjálfur frá: „Það kom aðeins tvennt til greina, að ná í kippuna og verða úti um nóttina, og við það að drukkna í eigin svita eða láta fjallshlíðina og rassinn um að koma sér til byggða." Seinni kostinn tók hann og Iá pinnastífur í rúminu allan næsta dag og sór þess dýran eið að fara bara með heyvagni í næsta túr. HIH-Akureyri.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.