NT - 26.10.1985, Blaðsíða 12

NT - 26.10.1985, Blaðsíða 12
Laugardagur 26. október 1985 12 Sýnir í Ásmundarsal Nýjar sögur í Gamla bíói - níu sagnaskáld lesa upp úr óbirtum verkum sínum ■ Bókelskir íslendingar og þeir sem unna sagnaskáldskap ættu aö geta fengið kraft og styrk í sálina til að takast á við' vetrardrungann því í dag ætla níu núlifandi sagnaskáld að lesa upp úr nýjum sögum í Gamla bíói. Þeir sem lesa eru: Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðlaugur Arason, Hermann Másson, Pétur Gunnarsson, Stefanía Þorgrímsdóttir, Stein- unn Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn og Vcsteinn Lúðvíks- son. Höfundarnir eru allir af lýð- veldiskynslóð, fæddir cftir 1944, og lesa allir upp úr óbirtum verkum, flestir úr bókum scm eru að koma út. Einar Már Guðmundsson les upp úr bók sem hann er með í smíðum, sem hann segir að sé ólík fyrri skáldsögum hans. Baldur Edwins: Bókin hefur ekki enn hlotið nafn, a.m.k. ekki opinberlega enda segir höfundur að vegna hjátrúar vilji hann ekki gefa upp vinnuheiti bókarinnar. Ein- ar Kárason les upp úr bók sem kemur út hjá Máli og menningu um jólin og hefur hlotið nafnið Gulleyjan, ný saga, en persónur bókarinnar Þar sem Djöflaeyj- an rís koma við sögu. Guðlaug- ur Arason les upp úr bók sinni Sóla Sóla sem kemur út hjá Máli og menningu um jólin og er fjölskyldusaga með sögulegu ívafi. Hermann Másson cr ung- ur maöur sem nú stundar nám í París og hefur starfað sem kafari en rís nú úr djúpunum með fyrstu skáldsögu sína sem ber nafniö Froskmaðurinn. Bókin kemur út um jólin og útgefandi er Forlagið. Pétur Gunnarsson les upp úr sögu sem hann er nú að lcggja allra síðustu hendur á. ■ í dag, laugardaginn 27. október, opnar Baldur Edwins yfirlitssýningu á vatnslita- og olímálverkum, sem hann hefur unnið á fimmtíu ára starfsferli sínum. Sýningin er í Ásmund- arsal á Freyjugötu og er hún opin virka daga frá 16-22 og um helgar 14-22. Baldur hcfur í tvígang haldið einkasýningar í Bogasal og ver- ið með á samsýningum F.I.M. Jafnframt hefur hann sýnt er- lendis á Charlottenborg í Kaup- mannahöfn og Lc Salon í París. Baldur nam málaralist í lista- akademíunum í Vín, París og Madrid. Aðgangur er ókeypis og lýkur sýningunni 3. nóvember: Kjarvalsmynd: Krítik á korti ■ Kjarvalssafni Reykjavík- urborgar hafa borist veglegar gjafir í tilefni aldarminningar listamannsins. Eyrún Guðmundsdóttir færði safninu tvö málverk: „Ofar skýjum" og „Þing- vallabóndinn“ og Guðrún Norðdahl afhenti dánargjöf systur sinnar Rannveigar Norðdahls, málverk sem ber nafnið „Andi öræfanna“. Þá færðu bílstjórar á B.S.R. sýn- ingunni blómakörfu. Gífurleg aðsókn hefur ver- ið að Kjarvalssýningunni á Kjarvalsstöðum síðan hún var opnuð á fæðingardegi listamannsins 15. októbers.l. Á fjórða þúsund manns skoð- uðu sýninguna fyrstu helgina og muna menn ekki eftir annarri eins aðsókn nema ef vera skyldi þegar húsið opn- aði með veglegri Kjarvals- sýningu árið 1973. Sýningin verður opin dag- lega kl. 14-22 fram til 15. des. n.k. Aðgangur er ókeypis en vegleg sýningarskrá er seld á kr. 300. Vogur: Stytta afhjúpuð í minningu Hilmars ■ Stefán Hilmarsson aflijúpar styttuna sem gefin var í minningu föður hans Hilmars Helgasonar, fyrsta formanns SAA. Aftar stendur m.a. Hendrik Berndsen formaður SÁÁ. Styttan heitir Andi og efnisbönd og er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Kjarvalssýning á Kjarvalsstöðum: Gffurleg aðsókn og góðar gjafir ■ Offsetprentsmiðjan Litbrá hefur í tilefni 100 ára minningar Kjarvals gefið út kort af hinu þekkta málverki hans „Krítik". Málverkið er nú í eigu Reykjavíkurborgar og er á.sýn- ingunni sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Verkið var málað á árunum 1945-50 og er með stærstu verkum sern Kjarv- al gerði 2x4 m. Þetta er sjöunda kortið sem Litbrá gefur út eftir Kjarval. Hin kortin eru: Sjálfsmynd (1920), Fyrstu snjóar (1953), Bláskóga- heiði (1953), Snjór og gjá (1954), Skjaldbreiður (1957) og Bleikdalsá (1967). Kortin eru til sölu á Kjarvals- stöðum og í bóka- og gjafavöru- verslunum. ■ Kjarvalssafni hafa borist vegiegar gjafír. Eyrún Guðmundsdóttir færði safninu tvö málverk: Ofar skýjum og Þingvallabóndann... ■ - ..og Guðrún Norðdahl afhenti dánargjöf systur sinnar Rann- veigar Norðdahl, málverkið Andi öræfanna. ■ Bifreiðastjórar á B.S.R. færðu Kjarvalsstöðum blómakörfu í tilefni sýningarinnar,með þakklæti og bestu virðingu. ■ Fimmtudaginn 17. október sl. var afhjúpuð stytta við sjúkrastöðina Vog. Húnergefin SÁÁ í minningu Hilmars Helgasonar, fyrsta formanns SÁA af þakklátum alkóhólist- um og fjölskyldum þeirra. Það var sonur Hilmars, Stef- án sem afhjúpaði styttuna við hátíðlega athöfn á Vogi að við- stöddum vinum og ættingjum Hilmars, svo og stjórn og starfs- fólki SÁÁ. Styttan heitir Andi og efnisbönd og er eftir Einar Jónsson myndhöggvara og stytt- an er úr bronsi. Hendrik Berndsen núverandi formaður SÁÁ sagði í ávarpi sínu við þetta tækifæri að um þessar mu dir væru tíu ár síðan fyrstualkóhólistarnir fóru ímeð- ferð á Freeport sjúkrahúsið í New York. Meðal þeirra var Hilmar Helgason se síðan beitti sér mikið fyrir stofnun SÁÁ og gerði samtökin að því afli sem þau eru í dag. Hendrik sagði ennfremur að Hilmar hefði með ötulu starfi sínu í SÁÁ breytt viðhorfum íslendinga til áfengisvandamáls- ins og hefði um leið skapað alkóhólistum og fjölskyldum þeirra tækifæri tií að lifa eðlilegu lífi. Styttan, Andi ogefnisbönd er staðsett við anddyri sjúkra- stöðvarinnar Vogs eins og fyrr segir og sýnir hún þakklæti alkó- hólista í fortíð, nútíð og framtíð, að sögn Hendrik Berndsen. ■ Sex af níu rithöfundum sem lesa upp í Gamla bíói í dag kl. 14-17. Frá vinsíri: Þórarinn Eldjárn, Steinunn Sigurðardóttir, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson og Pétur Gunnarsson. Á myndina vantar Guðlaug Arason, Hermann Másson og Véstein Lúðvíksson. M-m>nd: Svereir. Vinnutitill sögunnar er Sögulok og hún er fjórða og sfðasta bókin um hinn þjóðfræga Andra. Bókin kemur út um miðjan nóvember og útgefandi er Punktar sf. Stefanía Þor- grímsdóttir les upp úr skáldsögu sem kemur út fyrir jólin hjá Forlaginu. Steinunn Sigurðar- dóttir les upp úr skáldsögu sem hún er með í smíðum. Þetta er fyrsta skáldsaga Steinunnar og er að sögn höfundar frjáls í formi. Vinnutitill bókarinnar er Taldir dagar. Þórarinn Eld- járn les upp úr smásagnakveri sem kom út fyrir skömmu hjá Gullbringu. Smásagnakverið ber nafnið Margsaga. Ogsíðast- an en ekki sístan ber svo að tel ja Véstein Lúðvíksson sem les upp úr skáldsögunni eða safni 96 smásagna. Bókin hefur hlotið heitið Oktavía og kemur út um jólin hjá Máli og menningu. Upplesturinn hefst kí. 14. Dregið verður um röð höfunda en dagskráin stendur til kl. 17. Góða skemmtun. Martin Berkofsky: Hljómplata til styrktar tónlistarhúsi ■ Martin Berkofsky, hinn kunni píanósnillingur er nú að lcika inn á hljómplötu til styrktar byggingu tónlistarhúss hér á landi. í frétt frá stúdíóinu Mjöt á Klapparstíg segir að þetta sé mikill fengur fyrir Islendinga og er talið að miklir möguleikar séu á drcifingu erlenois. Þetta er tíunda hljóm- platan sem Martin Berkof- sky leikur á en mun vera fyrsta sólóplatan sem hann sendir frá sér. Þá er Martin einnig að spila Franz Liszt í fyrsta sinn inn á hljóm- plötu og segir í fréttinni að sú tónlist sé uppáhalds- tónlist Martins og væntir Mjöt að hér sé gott innlegg til tónlistar og byggingar tónlistarhúss á íslandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.