NT - 26.10.1985, Blaðsíða 7

NT - 26.10.1985, Blaðsíða 7
fff? Laugardagur 26. október 1985 7 uií Útlönd ■ ■ ■ w Umsáturs- Argentínu Buenos Aires-Reuter. ■ Raul Alfonsin forseti Argentínu lýsti í gær yfir umsáturslögum næstu 60 daga til að auðvelda löggæslu í ríkinu þar sem mikið hefur verið um sprengjutilræði og annað ofbeldi að undan- förnu. Antonio Troccoli örygg- ismálaráðherra segir að um- sáturslogin komi ekki til með að hindra þingkosningar scm verða haldnar 3. nóvember næstkomandi. En lögin væru nauðsynleg til að hægt væri að handtaka þá sem grunur léki á að stæðu bak við sprengjutilræðin að undan- förnu. . Grænlendingar sja auð í olíudraumum _______ \ ■ Jónatan Motzfeldt formaður heimastjórnarinnar á Grænlandi. Hann vill að olíufundir á grænlenskri grund verði til að auðga Grænlend- inga en ekki Dani. Nuuk-Reuter ■ Grænlenskir embættismenn skýrðu frá því í gær að heimastjórnin á Grænlandi hefði farið fram á það við dönsku stjórnina að endursamið yrði um skiptingu þess hagnaðar sem kynni að vera af olíuvinnslu á Græn- landi finnist olía þar. Grænlendingar fá árlega tvo mill- jarða danskra króna (8,7 milljarða íslenskra króna) í opinbera styrki frá Dönum. Samkvæmt núverandi samn- ingum um námuvinnslu, sem voru gerðir árið 1978, fá Danir allan hagn- að að olíuvinnslu óskiptan uns hann verður jafnhár styrkjunum. Eftir það á að semja upp á nýtt um hagnaðar- skiptinguna. Jónatan Motzfeldt formaður græn- lensku heimastjórnarinnar hefur lagt til að nýir samningar um hagnaðar- skiptingu hafi samninga kanadísku stjórnarinnar við stjórn Nýfundna- lands að fyrirmynd. Samkvæmt þeim fá Nýfundnalendingar 90% alls olíu- hagnaðar fyrstu fjögur árin án þess að ríkisstyrkir séu skertir. Danskir embættismenn segja að slíkur samningur myndi gera heima- stjórninni á Grænlandi auðveldara um vik að leyfa olíuleit á ýmsum svæðum þrátt fyrir andstöðu veiði- manna og fiskimanna. En þeir segja að sumir danskir stjórnmálamenn óttist að efnahagslegt sjálfstæði Græn- lendinga kunni að aukast með slíkum samningi sem geti ógnað sambandi Danmerkur og Grænlands. Olíuleitin við Grænland kemst á nýtt stig í næsta mánuði þegar olíu- leitarfyrirtækið Orco Grænland, sem er dótturfyrirtæki bandaríska fyrir- tækisins Atlantic Richfield, hefur olíuleit með jarðlagasýnum á austur- strönd Grænlands í Jamesonlandi. Alþjóðaheilsustofnunin: Ónæmistæring verði Slegist um japönsk yen Tinkreppa Tinviðskipti stöðvast eftir verðhrun London-Reuter. ■ Helstu tinframleiðendur heims hættu að selja tin í gær eftir mikið og skyndilegt verðfall. Verðfallið kom í kjölfar yfirlýsingar framkvæmdastjóra sameiginlegs tinkaupasjóðs tinfram- leiðenda um að sjóðurinn hefði ekki lengur fjármagn til að kaupa umframframleiðslu og stuðla þannig að háu tinverði. Sérfræðingar segja að verðlækkun- in á tini geti numið allt að 50% sem gerir það að verkum að fjöldi fyrir- tækja, sem framleiða tin verða gjald- þrota og tinframleiðsluþjóðir verða að loka mörgum tinnámum. Tin er aðallega notað til að húða stálþynnur sem eru notaðar í niður- suðudósir eða í aðrar pakkningar. Að undanförnu hefur ál komið í staðinn fyrir tin í auknum mæli. Verðhrunið á tini er gífurlegt áfall fyrir tinframleiðsluríki sem flest eru fátæk þróunarríki. Mestu tinframl- eiðsluríki heims eru Malaysía (28%) Indónesía (14%), Thailand (13%), og Bólivía (6%). ■ Rannsóknarmaður í Pasteourstofnuninni í París að rannsaka ónæmistær- ingu. Ýmislegt þykir benda til þess að þessi geigvænlegi sjúkdómur sé uppruninn í Afríku og vilja vísindamenn nú koma á rannsóknarstofum þar til að rannsaka hann. Á miðnætursýningu íAustur- bœjarbíói í kvöld kl. 23.30. Miðasalan í Austurbœjarbíói opin frá kl. 16.00-23.30, sími 1 13 84 ouo LEIKFELAG REYKjAVÍKUR i AUSTURBÆJARBÍÓI Tokyo-Reuter ■ Gífurleg eftirspurn var eft- ir reiðufé í japönskum bönkum í gær og verðbréf og skuldabréf lækkuðu meira í verði en dæmi eru um síðastliðin 40 ár. Eftirspurn eftir reiðufé eykst venjulega mikið í Japan í des- ember þegar fyrirtæki greiða háar upphæðir í bónus. Jap- anski seðlabankinn hefur venjulega brugðist við þessari seðlaeftirspurn með því að prenta fleiri seðla sem síðan eru teknir úr umferð þegar launamenn leggja bónusinn inn í banka. En Seðlabanki Japans hefur nú tilkynnt að í ár verði fyrir- tæki og viðskiptabankar þeirra að útvega rciðufé eftir öðrum leiðum. Margir bankar óttast nú að þeir nái ekki að skrapa saman nægjanlegu reiðufé og verði að taka okurlán með refsivöxtum. Lánastofnanir gripu þess vegna til þess ráðs að hækka vexti og selja skuldabréf og gjaldeyri fyrir yen á hagstæðu verði. En kaupendurnir voru fáir svo að skuldabréf og verðbréf lækkuðu og yenið hækkaði nokkuð. Mið-Afríkulýðveldinu verði notaðar í fyrrnefndum tilgangi. Ónæmistæring hefur til þessa leitt um 16000 manns til dauða í 49 ríkjum. Flest fórnarlambanna hafa verið í Bandaríkjunum og þar hafa þrír af hverjum fjórum sýktum verið kynhverfirkarlmenn. Þaðhefurvakið athygli að mörg tilfelli ónæmistæring- ar í Mið-Afríku eru rakin til kynferð- islegra samskipta einstaklinga af gagnstæðu kyni. Bangui-Rcuter. ■ Alþjóðaheilsustofnunin, WHO, hefur mælt með því að rannsóknar- stofur í þremur ríkjum Mið-Afríku verði notaðar til þess að samræma aðgerðir gegn útbreiðslu ónæmistær- ingar. Vísindamenn hafa til þessa oft bent á Mið-Afríku scm upphafsstað sjúk- dómsins. í>ó svo að yfirvöld í þessum heimshluta hafi ekki tilkynnt Alþjóðaheilsustofnuninni um eitt ein- asta tilfelli ónæmistæringar þá er talið að sjúkdómurinn sé útbreiddur á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir að rannsóknarstofur í Zaire, Gabon og rannsökuð í Afríku

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.