NT - 26.10.1985, Blaðsíða 11

NT - 26.10.1985, Blaðsíða 11
Jr 1 Laugardagur 26. október 1985 11 I Ská k Glæsilegir sigrarMH og Hvassa- leitisskóla á NM í skólaskák Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák ■ Skáksveitir Menntaskólans við Hamrahlíð og Hvassaleitis- skóla staðfestu yfirburði íslend- inga á skáksviðinu fram yfir aðrar Norðurlandaþjóðir þegar hið svokallaða Norðurlandamót í skólaskák fór fram í Hammers- hoj í Danmörku um síðustu- helgi. Báðar íslensku sveitirnar unnu yfirburðasigur. Norðurlandamótið í skóla- skák er haldið hvert ár og þátt- tökurétt hafa þær sveitir sem unnið hafa sigur í sambærileg- um keppnum hver í sínu landi. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur um margra ára skeið borið höfuð og herðar yfir aðrar sveit- ir hér á landi í framhaldsskóla- keppnunum og ekki hefur gengi sveitarinnar minnkað þegar út fyrir landsteinana hefur komið. Petta er nefnilega í áttunda skipti af 11 mögulegum sem sveit MH ber sigur úr býtum í Norðurlandamóti framhalds- skóla og oft hefur sveitin unnið með miklum yfirburðum. Loka- úrslitin að þessu sinni eru óvenju glæsileg því fjórum vinn- ingum munar á sveit MH og næstu sveit. Pó réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu umferð er sveitin gersigraði helsta keppi- naut sinn, sænsku sveitina 4:0! Sænska sveitin var fyrir umferð- ina aðeins !ó vinningi á eftir sveit MH og nægði sigur með minnsta mun til að hreppa efsta sætið. Lík staða fyrir síðustu umferð hefur oft áður komið upp í þessari keppni og niður- staðan yfirleitt á eina lund, stórsigur MH og lokaniðurstað- an varð sú að sveit MH hlaut 12 vinninga úr 16 skákum (ekkert jafntefli), danska sveitin kom í 2. sæti með 8 vinninga, sú sænska varð í 4. sæti með 7 vinninga og sú norska rak lest- ina með 5]/i vinning. Búist var við Simen Agdestein á 1. borði í norsku sveitinni en hann mætti ekki til leiks. Halldór G. Einarsson tefldi á 1. borði fyrir MH og hlaut 3 vinninga, byrjaði með skelfilegu tapi í 1. umferð sem byggðist á ótrúlegri skákblindu. Lárus Jó- hannesson fékk 2v. af 4 mögu- legum á 2. borði, Jóhannes Ágústsson var með 3 vinninga úr 4 skákum og Hrafn Loftsson gerði sér lítið fyrir og vann alla andstæðinga sína, fjóra að tölu. Varamaðurinn Snorri Bergsson tefldi ekkert sem sýnir á vissan hátt styrk sveitar MH. Grunnskólamótið Sigursveit Hvassaleitisskóla úr grunnskólamótinu hér heima naut fylgilags þeirra Þrastar Þórhallssonar og Tómasar Björnssonar sem ekki eru leng- ur nemendur í skólanum, en mega samkvæmt reglum tefla sem meðlimir í sigursveit skól- ans frá því í vor. Sigur Hvassa- leitisskólans var öruggur enda tefldu þeir Þröstur og Tómas af miklu öryggi. Alls voru sex sveitir með í grunnskólakeppn- inni og hlaut Hvassaleitisskól- inn 14 og hálfan vinning úr 20 skákum. Sænska sveitin varð í 2. sæti með 11 vinninga, í 3. sæti kom B-sveit Dana með 10. vinn- ing þá A-sveit Dana og norska sveitin báðar með 9!ó vinning og Finnar ráku lestina með 5!ó vinning. Mikill og góður stígandi var í frammistöðu sveitar Hvassa- leitisskóla, í 1. umferð unnu þeir Norðmenn 2Ví:JV5, þá Svía 3:1, síðan Finna 2V5:1V5, B-sveit Dana 2V^:1V^ og í lokin klykktu þeir út með 4:0 - sigri yfir A-sveit Dana. Fyrirsíðustu um- ferð munaði aðeins einum vinn- ing á þessum tveim sveitum en piltarnir í Hvassaleitisskóla tóku af öll tvímæli um styrk sinn með glæsilegri frammistöðu. Yngsti meðlimurinn, Héðinn Steingrímsson varð fyrir því óhappi að viðbeinsbrotna í knattspyrnu daginn áður en tefldi engu að síður í lokaum- ferðinni og vann! Vinningar sveitarmeðlima skiptust þannig: 1. borð: Þröstur Þórhallsson 4xh v., 2. borð: Tómas Björns- son 4Vá v., 3. borð: Héðinn Steingrímsson 3V5 v., 4. borð: Magnús Kristinsson 2. v. af 5. Varamaðurinn Tryggvi Þor- valdsson tefldi ekkert í keppn- inni. Ólafur H. Ólafsson var farar- stjóri hópsins og var verk hans erfiðara að þessu sinni en oft áður því hann meiddist á hendi skömmu fyrirutanferðina. Þátt- ur hans í velgengni skólaskák- sveitanna hin síðari ár verður víst seint ofmetinn. Aðbúnaður mun hafa verið með besta móti en teflt var í Tjele efterskole sem hefur þá sérstöðu fram yfir marga aðra grunnskóla Dana að þar er skák á námsskrá sem valgrein. En snúum okkur að keppn- inni. Halldór G. Einarsson tefldi yfirleitt vel á 1. borði ef frá er skilin skákin í 1. umferð. í 4. umferð lagði hann að velli hættulegasta andstæðing sinn, danskan skákmeistara með um 2400 dönsku Elo-stig: 1. borð: Hvítt: Halldór G. Einarsson Svart: Jan Nielssen (Danmörk) Caro-Kann 1. e4 có 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 (Panov-afbrigðið svokallaða sem löngum hefur verið talið eitt beittasta vopn hvíts gegn Caro-Kann vörninni.) 4.. . Rf6 5. Rc3 g6 6. cxd5 Bg7 7. Bc4 Rbd7 8. d6! (Það er hæpið að hvítur geti haldið í d5 - peðið en með þessum skemmtilega leik gefur hvítur það til baka undir afar heppilegum kringumstæðum. Því var e.t.v. betra fyrir svartan að hróka stutt á undan - Rbd7.) 8.. . exd6 9. De2t! Kf8 (Erfiðleikar svarts eru einnig miklir eftir 9. - De7 10. Bf4! o.s.frv.) 10. Rf3 Rb6 11. Bb3 Bf5 12. a4 a5 13. 0-0 Dd7 14. Bd2 h6 15. Hfel Re8 16. d5! (Þrengir mjög að svörtum. Hvítur hefur teflt byrjunina afar markvisst og hefur náð miklum stöðuyfirburðum.) 16... Dd8 17. Be3 Rd7 18. Rd4 Rc5 19. Bc4 Bd7 20. Rcb5 Bf6 21. Bf4 Bxb5 22. Rxb5 Kg7 23. Ha3! (Skemmtileg leið við að koma hróknum í spilið. Hann á eftir að gera mikinn usla þessi.) 23... Dd7 24. Dc2 Hc8 25. Ra7 (Ekki fær þessi leikur háa einkunn en Halldór var orðinn tímanaumur og hefur sjálfsagt viljað vinna tíma með því að endurtaka leiki. Stöðuyfirburð- ir hans eru til staðar eftir sem áður.) 25.. . Hd8 26. Rb5 Ra6 27. Hf3 Rb4 28. Dd2 Dg4? (Hrein tímasóun sem reynist afdrifarík. Nú snúast hjólin hratt hvítum í vil.) 29. h3 Dc8 30. b3 b6 31. Be3! (B6-peðið er nú undir sigti en meira býr undir.) 31.. . Db7 32. Hxf6! 32.. . Rxf6 33. Bd4! (Svartur er gjörsamlega varn- arlaus gagnvart hótuninni 34. Bxf6t.) 33.. . Dd7 34. Bxf6t Kxf6 35. Dd4t Kg5 36. f4t Kh5 37. Be2t - og svartur gafst upp. Hann er óverjandi mát. (Einfalt og afgerandi:) Kasparov, glaðhlakkalegur með aðstoðarmönnum sínum Kasparov feti frá titlinum ■ Anatoli Karpov gaf 19. einvígisskákina í gærmorgun án þess að tefla hana frekar, eins og allir bjuggust reyndar við þegar skákin fór í bið. Þar með er Kasparov kominn með tveggja vinninga forskot í Heimsmeistaraeinvíginu þegar aðeins fimm skákir eru eftir, og virðist nú ekkert geta komið í veg fyrir að hann verði næsti heimsmeistari í skák. Ingimar Eydal: Um heiður og sóma kennara- stéttarinnar að tefla ■ Örlög B.S.R.B. gerast nú ráðin þessa dagana. Flestir munu sammála um, að það afl, sem mestu ráði um gengi sam- taka á borð við B.S.R.B., sé samstaða og samheldni félags- manna. Og skýtur það ekki dálítið skökku við, að einn af stofnaðilum samtakanna og jafnframt sá, sem gegnum tíðina hefur hvatt til samstöðu opin- berra starfsmanna, skuli nú gera sig líklegan til þess að kljúfa samtökin? Telja má fullvíst, að fari kennarar úr samtökunum muni aðrir hugsa sér til hreyf- ings. Meirihluti stjórnar Kenn- arasambandsins hefur ítrekað lýst því yfir, að hann hviki ekki frá ákvörðun sinni um úrsögn kennara úr sambandinu, og okkur, hinum óbreyttu, hefur skilist, að gagnrýni á ákvörðun meirihlutans hljóti að vera sprottin af persónulegum valda- draumum viðkomandi. Sá, sem þessi orð ritar, er ekki að sækjast eftir völdum eða persónulegum vinsældum innan kennarasamtakanna, enda er hann talsmaður minni- hluta. Hann lætur sér hins vegar ekki í léttu rúmi liggja velferð og sóma þeirrar stéttar, sem hann tilheyrir. Það er velferð- armál kennarastéttarinnar að kasta ekki frá sér réttinum til samninga um kaup og kjör, jafnvel þó þeim rétti séu tak- mörk sett. Baráttan um það að ná fullum samningsrétti þarf engan veginn að tengjast úrsögn úr bandalaginu, enda er fullur samningsréttur aðildarfélaga eitt af stefnumálum B.S.R.B. Þeir, sem vilja úrsögn kennara úr B.S.R.B., halda því gjarnan fram, að í kjaradeilu og hugsan- legu verkfalli standi kennarar betur að vígi einir sér en í samfloti með öðrum starfs- mönnum hins opinbera. Ekkert er fjarri sanni. Litlir, vel skipu- lagðir starfshópar með kverka- tök á ákveðnum púlsum þjóð- lífsins geta* að vísu einir sér brotist upp úr launakerfi hins opinbera, það sanna dæmin. En kennarastéttin getur stærðar sinnar vegna aldrei komist í þessa aðstöðu, styrkur kennara í kjarabaráttu eru fólgin í sam- stöðu með öðrum starfsmönn- um hins opinbera. í heildarsam- tökunum getum við grundvallað kröfugerö okkar í því að höfða til sanngirnissjónarmiða. Ann- ars eru umræður um þessa hlið málsins að vissu leyti út í hött, við úrsögn úr B.S.R.B. missa kennarar bæði samnings- og verkfallsrétt. Svo er að heyra á klofningsmönnum, að eftir úr- göngu kennara úr heildarsam- tökunum muni verða svona nokkurs konar blöndun á staðnum meðal kennara. Hinar tvær fylkingar kennara muni þá renna saman í eina órofa heild. Því miður bendir fátt til að svo verði. Hvorki heyrist hósti né stuna frá félögum í B.H.M., sem bendir til þess, að þeir hyggist kljúfa sig úr sínum heildarsamtökum, þó svo að við göngum úr B,S.R.B. Aðlokum þetta: Orsögn úr bandalaginu er háð því skilyrði, að hún sé samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu hjá viðkom- andi félagi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Nú er það Ijóst, að hlutfall þeirra, sem greiddu úrsögn atkvæði, nær ekki 2/3 hlutum þeirra, sem greiddu atkvæði, í kosningu Kennarasambandsins um úr- sögnina. Úrsögn kennara úr B.S.R.B. var því felld. Það er því fullkomin ævintýramennska ef meirihluti stjórnar Kennara- sambandsins , heldur fast við fýrri 'afstöðu sína. Við, sem erum mótfallnir úrsögn úr heildar- samtökunum, sættum okkur að sjálfsögðu við úrsögn, sé hún samþykkt með tilskildum meiri- hluta. En að laumast úr banda- laginu líkt og þjófur að nóttu, brjótandi þá samninga, sem undirritaðir hafa verið í nafni samtaka okkar, nær ekki nokk- urri átt. Þar er um heiður og sóma kennarastéttarinnar að tefla. Ingimar Eydal

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.