NT - 26.10.1985, Blaðsíða 8

NT - 26.10.1985, Blaðsíða 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. rai Setning og umbrot: Tœknideild NT. _T'mT Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Áskrift 360 kr. Vanhugsuð málsmeðferð ■ Með afgreiðslu sinni á lögum um gerðardóm í kjaradeilu flugfreyja og Flugleiða, setti Aiþingi forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í ákaflega erfiða stöðu. Henni var gert að undirrita lögin á frídegi kvenna þar sem landsmenn minntust loka kvennaáratugs; aukinnar umræðu um stöðu kvenna og lagasetningar um réttindi þeirra til jafns við karlmenn. Langt er í land með að konur hafi náð fullu jafnrétti á við karla í þessu þjóðfélagi okkar og því hlýtur það að hafa verið erfið ákvörðun fyrir forseta, að undirrita lögin. En hún hafði ekkert val og ekkert fordæmi er fyrir því að forseti hafi tekið sér umþóttunartíma fyrir undirritun laga. Forsetinn er æðsti embættismaður landsins og getur ekki annað en axlað þær skuldbind- ingar, sem því starfi fylgja, hvort sem það er persónunni sjálfri ljúft eða leitt. Forsetanum hafði verið kynnt lagafrumvarpið um gerðardóm í deilumáli forstöðumanna Flugleiða við flugfreyjur og hún fyrir sitt leyti fallist á málsmeð- ferð. Hins vegar er á það að líta, að afgreiðsla málsins tafðist verulega við umræður í þinginu, meðal annars fyrir málþóf stjórnarandstöðunnar, sérstaklega langar ræður Jóhönnu Sigurðardóttur þingmánns Alþýðuflokksins. Þinginu hefði verið í lófa lagið að afgreiða málið á einni kvöldstund og þannig forða því að stilla forseta landsins upp við vegg. Þingmönnum og ráðherrum og landslýð öllum er fullkunnugt um afstöðu Vigdísar Finnbogadóttur sem einstaklings til kvennabaráttu í landinu og því er með eindæmum klaufalegt að afgreiðsla laganna skuli hafa tafist svo lengi sem raun bar vitni í þinginu. Hér verður því ekki trúað að óreyndu, að þingmenn stjórnarandstöðunnar sem greiddu atkvæði gegn lögunum, eða viku af þingfundum, hafi ætlað sér að flækja forsetann í málið með þessum hætti. Slíkt væri meiri hneisa fyrir stjórnmálabaráttu í landinu en orðum tæki. Engum dylst, að forsetanum kom ekki í hug annað en að undirrita lögin um gerðardóminn. Stórkallaleg- ar yfirlýsingar Matthíasar Bjarnasonar, samgöngu- ráðherra, um afsögn embættis eru kjánalegar og segja landsmönnum allt um það hvað hann hefur lært á þessum áratug sem er að líða. Ríkisstjórn, sem telur sig þurfa að leysa innanhúss vanda einkafyrirtækis úti í bæ með lagasetningu á Alþingi, á ekki að gera það á kostnað forseta íslands. | Stjórnarandstaða, sem í örvæntingu notar öll meðul til þess að klekkja á ríkisstjórn, verður að hugsa herbrögð sín til enda. Málþóf stjórnarand- stöðunnar tafði afgreiðslu laganna og varð til þess, að þau komu til undirritunar á kvennafrídeginum. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hefur á embættisferli sínum gert sér far um að einangrast ekki frá þjóð sinni og fylgst náið með þjóðmálum. Einmitt þess vegna nýtur hún mikillar virðingar meðal landsmanna og einmitt þess vegna hefur hróður landsins borist víða. Það orð fer af okkur að sakir frjálslyndis og víðsýni í skoðunum höfum við kjörið fyrstu konuna í embætti forseta í lýðfrjálsum kosningum. Við megum ekki láta úrræðaleysi stjórnenda einkafyrirtækis, karlrembulegar yfirlýsingar sam- gönguráðherra og vanhugsuð útspil stjórnarand- stöðuflokka eyðileggja þetta álit. Laugardagur 26. október 1985 8 Vetftvangur Steinþór Þorsteinsson, forstöðumaður Afurðasölu Sambandsins: Málflutningur Bjarna Pálssonar ■ í blaðagreinum í NT 17. og 18. október víkur leiðarahöfundur Alþýðu- flokksins, Bjarni Pálsson, m.a. að Sambandinu og Kaupfélagi Borgfirðinga vegna sláturkostnaðar og sölu sauðfjárafurða. Skrif þessi einkennast af kunnum aðferðum allmargra forystu manna jafnaðarmanna og fleiri um samvinnuhreyf- inguna, þar sem jöfnum höndum er blandað saman takmörkuðum sannleika við öfgar og ímyndanir í því skyni að vekja tor- tryggni í garð söiuaðila bænda. Undirritaður hefði látið þetta karp leiðarahöfund- arins afskiptalaust ef hann hefði látið nægja að láta skapsmuni sína fá útrás í blaði sínu. Aftur á móti er skörin heldur farin að fær- ast upp á bekkinn þegar skammirnar eru komnar I inn á síður fjöllesins dag- blaðs og þar vegið að sam- vinnuhreyfingunni. Þá er mál til andsvara. Áður en lengra er haldið má þó vekja athygli á öðru. í fyrri grein sinni segir Bjarni m.a. og ræðir þar um einn af leiðurum sínum í Alþýðublaðinu: „í leiðar- anum var sagt að þetta hefði verið árið 1983, en tölurnar áttu við árið 1982, Annaðhvort hefur ræðu- maður nefnt árið 1983 eða undirritaður tekið rangt eftir.u Þegar rætt er um mikil- væg málefni sem snerta hagsmuni margra verður að gera þá kröfu að menn fari rétt með staðreyndir eða láti þær ósagðar ella. Stað- reyndin er sú að menn, sem ætla að skapa tortryggni, taka oft viljandi rangt eftir. Síðar víkur Bjarni að Kaupfélagi Borgfirðinga og segir: „Nú vil ég taka það fram að það er ekki af annarlegum hvötum sem það félag er nefnt hér sem dæmi.“ Hér er að því að gæta, sem Bjarna Pálssyni ætti að vera fullkunnugt um, að Kaupfélag Borgfirðinga hefur gegnt forystuhlut- verki í uppbyggingu vinnslu- stöðva fyrir landbúnaðaraf- urðir. Jafnframt hafa þeir verið fremstir að því er varðar hreinlæti og vand- aða vörumeðferð. í þessu sambandi má rifja upp að árin 1964-65 reisti félagið vandað sláturhús sem var að fullu tekið í notkun 1966. Petta gerðist á sama tíma og erlendir markaðir fyrir lambakjöt voru að komast í mikla hættu og framleiðslan var hvað mest. Þessi hætta stafaði af ^ð- stöðuleysi í gömlum slátur- húsum hér á landi sem olli því að vörur úr þessum sláturhúsum fengust ekki lengur viðurkenndar af er- lendum kaupendum. Við þessar aðstæður tók Kaupfélag Borgfirðinga frumkvæði og byggði best búna sláturhús landsins sem leysti þetta vandamál. Eftir tilkomu þess var hægt að bjóða erlendum kaupend- um vörur sem uppfylltu kröfur þeirra. Síðan komu aðrir í kjölfarið og endur- nýjuðu hús sín eða byggðu ný- I framhaldi afþessu víkur höfundur að því sem hann Séu fjármunir ekki ætlaðir til þessara hluta getur afleiðingin aldrei orðið nema ein. Smám saman myndi allri þjónustu í þessari mikilvægu neyslu- vöru þjóðarinnar hraka og endirinn gæti orðið alger stöðnun í þessum rekstri. Ekki gæti slíkt heitið að gæta hagsmuna framleiðenda. Þegar rætt er um mikilvæg málefni sem snerta hagsmuni margra verður að gera þá kröfu að menn fari rétt með staðreyndir eða láti þær ósagðar ella. Staðreyndin er sú að menn, sem ætla að skapa tortryggni, taka oft viljandi rangt eftir. Æviferill Kjarvals er viðfangs efni fyrir unga listfræðinga ■ „Nú skyldi ég hlæja, ef ég væri ekki dauður,“ sagði mað- urinn, sem var verið að bera til grafar hér um árið. Hvað myndi Jóhannes Sveinsson Kjarval-svo næmur á skop sem hann var - hafa sagt ef hann hefði getað risið úr gröf sinni á 100 ára afmæli sínu, sem haldið cr hátíðlegt í Reykjavík og nágrenni þessa úrgu októberdaga 1985 með mikilli viðhöfn, sýningum á hinum ólíklegustu stöðum á borgarlandinu og undraniiklu orðaflóði, svo að flæðir yfir síður blaöa, og málæði sern stoppar hlustir þeirra seni enn hlýða á Ríkisútvarpið. En í öllu þessu tilstandi veit maður varla hvað það er sem skiptir máli. A.m.k. verður ekki séð að verið sé að leita að kjarna málsins og útskýra það hvers vegna svona mikið er fyrir því haft að halda upp á 100 ára afmæi Kjarvals frekar en einhvers annars manns sem fæddur er á þessu sama ári og hann, Samkvæmisbrandarar Heilbrigðisráðherra lands- ins var fenginn til að tala við opnun sýningar á verkum Kjarvals, og samkvæmt út- varpsfréttum af þeirri ræðu var meginefni hennar það að segja einn samkvæmisbrandarann enn af Kjarvali karli, sem aldrei sat sig úr færi að lífga upp á heimilislíf yfirstéttar- fólks í Reykjavík með óvænt- um uppákomum, svo sem eins og það að koma í kvöldverðar- veislur höfðingjanna í olíukápu og klofbússum. Mik- ið skelfing má ■þetta teljast mikilvægt framlag til skilnings- auka á listamanninum Jóhann- esi Sveinssyni Kjarval! Málalengingar og orð- skrúð Ef það er list Kjarvals sem verið er að minnast á þessu 100 ára afmæli, þá þarf varla alla þessa orðafroðu sem er í kring- um afmælið, því að myndverk Kjarvals tala sínu eigin máli, og þeim er nóg að vera vel fyrir komið í sýningarsölum, þar sem fólkið á götunni getur komið inn og séð þau með eigin augum. Þessi verk verða hvorki fegurri né aðgengilegri þótt þessir sömu herramenn sern hafa verið að segja þetta sama um Kjarval í 50 ár endur- taki það allt á.þessari afmælis- hátíð með sömu mála- lengingunum og því ofhlæði orða, sem þeim er svo lagið að láta hylja kjarna málsins svo að hann sést aldrei fyrir ein- tómum umbúðum. Ekkert nýtt af Kjarval að segja Ekki er það minningu Kjarv- als heldur til mikils sóma að blöðin fari að jagast um það hvor þeirra Indriða G. og Björns Th. hefði átt að búa til þessa löggiltu skrautútgáfu af ævisögu Jóhannesar Kjarvals, sem lengi hefur vantað í bóka- hillur þeirra, sem skipta við Almenna bókafélagið. Indriði er ekki verr að því kominn en Björn Th., ekki síst vegna þess að hann (Skagfirðingurinn) hefur í sér ögn af skopskyni og kann að segja tröllasögur. Kynslóð þeirra Björns og Indriða, sem að vísu er farin að fella af, þótt hún sé við sæniilega heilsu, skynjaði Kjarval sem brandarakarl og kemst ekki yfir það. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að úr penna eða munni manna á þessum aldri getið komið neitt nýtt um Kjarval, enda hefur það ekki gerst á þessu afmæli. Verkefni fyrir unga menn Við hæfi hefði verið á þess-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.