NT - 26.10.1985, Síða 19

NT - 26.10.1985, Síða 19
Unglingaknattspyrna rædd á fundi ÓL í Seoul: ■ Unglingaknattspyrn- an mun vcrða til umræðu á fundi sem Unglingaráö KSÍ gengst fvrir laugar- daginn 2. nóvember n.k. Fundarstaður er veitinga- húsið Ártún og hefjast umræður kl. 10.00 um morguninn. Frummælendur verða m.a. Lárus Loftsson, unglingalandsliðsþjálf- ari. Jón Gíslason, mat- vælafræðingur, Grímur Sæmundsen, læknir og Reynir Karlsson, íþrótta- fulltrúi ríkisins. Allir hafa þeir góða sérþekkingu og munu vafalaust drepa á ýmist athyglisvert. Vonast er til að umræð- ur um hin margvísleg- ustu atriði, s.s. dómara- mál og mótanefndarmál, muni koma til ineð að verða fjörlegar og upp- byggjandi. Þátttökutil- kynningar eiga að sendast til KSI og eru reyndar þegar byrjaðar að strcyma inn. Er vonast til að áhugamcnn, stjórn- endur og þjálfarar utan af landi geti komið því við að heimsækja höfuð- borgina því þá ætti að fást sein bestur þver- skurður af unglingaknatt- spyrnunni og vandamál- um hennar. ■ Valur Ingimundarson var frábær í gær og gerði 37 stig. ^augardagur 26. október 1985 23 Íþróttir Úrvalsdeildin I körfuknattleik: Stórsigur UMFN í nágrannaslag - Lögðu Keflvíkinga að velli 101 -70 og höfðu yfirburði Frá Frímanni Ólafssyni á Suðurncsjum: ■ Þeir sáu aldrei til sólar Keflvíkingar í íþróttahús- inu í Keflavík í gærkvöldi er nágrannarnir Njarðvík- ingar komu í heimsókn. Njarðvíkingar undirstrik- uðu mjög vel að þeir eru með besta liöið í körfunni í dag og unnu stóran sigur 101-70 í þessum nágranna- slag. Aðkomuliðið var mun betra allann leikinn og höfðu yfirburði á flestum sviðum. Keflvíkingar náðu aðeins að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en þá komst munurinn niður í sjö stig áður en Árni Lárusson skoraði þriggja stiga körfu og staöan í leikhléi var 47-37 fyrir UMFN. Njarðvíkingar tóku þennan leik strax í sínar hendur og sáust tölur eins og 13-2 og 30-18 í fyrri hálfleik. Síðan söxuðu Keflvíkingar aðeins á undir lok hálfleiksins. Valur Ingimundarson sem fór á kostum í þessum leik sem mörgunt öðrum skoraði fyrstu 11 stig Njarð- víkinga í seinni hálfleik á meðan ÍBK gerði 2 og stað- an varð 58-39, leikurinn búinn. Spennan varð síðan bara sú hvort Njarðvíking- unr tækist að rjúfa 100 stiga múrinn sem og tókst á loka- sekúndunni. Valur átti góðan leik og gerði 37 stig en þeir Árni og Isak voru líka góðir í annars jöfnu lið UMFN. Þeir gerðu báðir 18 stig. Hreinn skoraði mest fyrir ÍBK 24 stig. Dómarar voru Jón Otti og Jóhann Dagur og dæmdu vel. Unglingahandknattleikur: Handknattleiksmótið í Sviss, Island-A-Þýskaland: Vörnin hrundi illa í síðari hálfleik - og A-Þjóðverjar gengu á lagið og sigruðu örugglega 28-21 ■ íslenska landsliðið í hand- knattleik tapaði nokkuð illa fyr- ir því a-þýska á handknattleiks- mótinu í Sviss í gærkvöldi. Lokatölur urðu 28-21 fyrir Þjóðverjana eftir að staðan í leikhléi hafði verið 13-12 fyrir Þjóðverjana. Það var fvrst og fremst slakur varnarleikur í síð- ari hálfleik sem gerði út um leikinn. A-Þjóðverjar breyttu þá stöðunni úr 15-15 í 22-16 sér í vil og skoruðu þá úr öllum sínum færum. Sóknir Þjóðverj- anna á þessum tíma einkennd- ■ Norður-Kórea hyggst leita enn frekari stuðnings annarra sósialískra ríkja við þá hug- ntynd að næstu Ólympíuleikar verði haldnir sameiginlega af ríkjum Kóreu Ef leikarnir verða hinsvegar aðeins í Seoul, höfuðborg S-Kóreu, munu for- Fylkir á gras ■ Fylkir úr Arbæjar- hverfínu hefur löngum leikið knattspyrnuleiki sína á malarvelli. Bráðlega mun úr rætast. í dag kl. 2.00 verður nefnilega tekin fyrsta skóflustugan að nýjum grasvelli í Arbæjar- hverfinu._____________ ust af því að boltinn gekk hratt á milli manna á örskömmum tíma og skot og mark. Mark- varslan var líka slök á þessum tíma. í fyrri hálfleik þá voru íslend- ingar jafningjar Þjóðverjanna og náðu reyndar að skora fyrstu tvö mörkin. Bjarni og Atli þrumuðu tuðrunni inn, 2-0. Síð- an var fyrri hálfleikur jafn og skemmtilegur handbolti upp á teningnum. íslendingar komust í 12-10 rétt fyrir lok hans en síðustu þrjú mörkin voru Þjóð- ráðamenn í N-Kóreu ætla að hvetja samherja sína að hunsa þetta stærsta mót íþróttanna. Öllu þessu er haldið fram í bandaríska stórblaðinu Nýju Jórvíkurtíðindum (New York Times). Ólympíuleikarnir 1988 voru upphaflega settir á Seoul en undanfarna mánuði hafa N- Kóreumenn fylgt fast eftir til- lögum sínum um sameiginlega Ólympíuleika og fengið mál- efnalegan stuðning bæði frá So- vétríkjunum og Kína. í Nýju Jórvíkurtíðindum er haft eftir utanríkisráðhera N-Kóreu Kim Yong Nam að sameiginlegu Ól- ympíuleikarnir 1988 verði von- andi „24. kóresku Seoul-Py- ongyang Olympíuleikarnir'*. verja. Síðari hálfleikur byrjaði vel. Kristján skoraði tvö mörk í röð og ísland var yfir 14-13. Þegar Þorbergur Aðalsteinsson hafði jafnað leikinn 15-15 sögðu Þjóð- verjar stopp. í stöðunni 22-16 fyrir Þjóðverjana þá fór að kom- ast jafnvægi í leikinn á ný. Staðan var 26-21 rétt fyrir lok leiksins og íslendingar með boltann. Það var síðan algjört klúður í lokin sem gaf Þjóð- verjunum full stóran sigur. Kristján Arason var atkvæða- Suður-Kóreumenn hafa neit- að hugmyndinni hingað til og talið hana „tæknilega og röklega óhugsandi með öllu.“ ■ Formenn ólympíunefnda Suður- og Norður-Kóreu takast í hendur. Sá með gleraugun er að norðan. mestur íslendinga og gerði 8 mörk. Einar varði vel í byrjun og í lokin. Kristján Sigmunds- son kom inná og spilaði sinn 100 landsleik. Víkingur fær ekki að keppa ■ íþróttasambandi ís- lands hefur boríst til- kynning frá fínnska íþróttasambandinu og flnnsku Lyfjaeftirlits- nefndinni, þar sem skýrt er frá því, að í samræmi við uppkveðinn úrskurð hinn 7. okt. s.l. um tveggja ára keppnisbann gagnvart lyftingamannin- um Víkingi Traustasyni, Akureyri, fyrir að neita að mæta til lyfjaprófunar á Norðurlandameistara- mótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Noregi, sé Víkingur Traustason einnig í keppnisbanni í Finnlandi og fái því ekki að taka þátt í Heims- meistaramótinu í kraft- lyftingum, sem fram fer í Finnlandi 7.-10. nóv. n.k. Tekið skal fram, að umræddum lyftinga- manni svo og Iþrótta- bandalagi Akureyrar og Lyftingasambandi ís- lands hcfur þegar veríð kynnt þessi niðurstaða. (Fréttatilkynning frá ISI) Verða þeir hunsaðir - af sósíalískum þjóðum að beiðni N-Kóreumanna? Hart barist - í mörgum yngri flokkanna sem nú eru rúllaðir af stað ■ Um þessa helgi verða víða „lúrneringar“ í handknattleik hjá yngrí flokkunum Um síðustu helgi var spilað í nokkrum flokkum og birtum við hér helstu niðurstöð- ur í þeim „túrneringum“ er þá fóru fram. 2. flokkur karla: í A-riöli í 2. flokki cru Þórar- ar frá Eyjum í efsta sæti eftir fyrstu umferö. Liðið sigraði alla andstæðinga sína utan einn og er með 6 stig í riðlinum. Njarð- víkingar eru einnig með 6 stig en í þriðja sæti eru Týrarar frá Eyjum með 5 stig. Spennandi keppni þar. I B-riðli hafa FH-ingar nokkra yfirburði. Liðið vann alla and- stæðinga sína í fyrstu umferð og er með 8 stig. Framarar eru næstir með 6 stig en Selfyssingar eru þriðju með 4 stig. Fimm lið eru í riðlinum og eru Reynir og Þróttur hin liðin. í A-riðlinum keppa líka Keflavík og Haukar. I C-riðli hafa Stjörnumenn fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Yalsarar eru næstir. Grótta, Ármann og Blikar eru einnig í C-riðli. í D-riðli eru Víkingar efstir með 6 stig úr fjórum leikjum en ÍR kemur næst einnig með 6 stig. Auk þeirra spila HK, KR I og Afturelding í riðlinum. 2. flokkur kvenna: í A-riðlinum hafa stúlkurnar úr Fram fullt hús eftir fjóra leiki : en FH og Grótta hafa 5 stig 1 hvor. Afturelding og ÍA eru einnig í riðlinum. í B-riöli berjast Blikar, Sel- foss og HK um sigurinn er Blikastúlkurnar eru langefstar. Þær í grænu búningunum hafa 7 stig en HK og Selfoss 4 hvor. Valur og KR reka lestina. í C-riðli eru Víkingsstúlkurn- ar langefstar. Þær hafa unnið alla sína fjóra leiki en Haukar hafa sex stig. Eyjastúlkur, Njarðvíkingar og Grindvíking- ar eru einnig með í þessum riðli. I D-riðli leióir Stjarnan hóp- inn með fullt hús úr fjórum leikjum en Ármannsstúlkur eru næstar. Auk þeirra kljást þarna Fylkir, ÍBK og Þróttur. 4. flokkur kvenna: I þessum flokki eru þrír . riðlar. I A-riðlinum hafa FH- stúlkur forystu en Grótta kemur næst. Fylkir, ÍBK og Valur eru líka með. í B-riðli leiða Sel- fyssingar hópinn örugglega. Selfoss er með sex stig úr þrem- ur leikjum en Grindavík kemur næst. Þá cru Haukar og Njarð- vík líka með. I C-riðli eru KR og Fram efst og jöfn með 8 stig. Einnig eru með Víkingur, Reynir, HK og Blikar. 6. flokkur karla: Hér eru tveir riðlar. í A-riðli leiða litlu piltarnir úr HK og Víkingi en FH og Stjaman fylgja fast á eftir. Fram, KR og Hauk- ar eru líka með. 1 B-riðli eru Blikar efstir með 8 stig en Reynir er með 6. Fylkir, Grótta og Selfoss eru líka með í slagnum. Reykjavíkurmótið í handknattleik ■ Úrslitaleikirnir á Reykjavíkurmótinu í handknattleik verða í Laugardalshöll í dag. Hefst keppnin kl. 13.00 en úr- slitaleikurinn hjá körlum verður um kl. 16.45. Þar keppa Valur og Árntann. ÍR vann Fylki í gær og spilar við Víkinga urn þriðja sætið. Valur og Vík- ingur spila úrslitaleikinn hjá konunum. íslandsmót íblaki ■ íslandsmótið í blaki hefst í dag í Hagaskóla. Þróttarar og Framarar spila kl. 14 en strax eftir spila Þróttur og UBK í 1. deild kvenmt.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.