NT - 26.10.1985, Blaðsíða 13

NT - 26.10.1985, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. október 1985 1 7 ■ Þá er komið að síðasta rallinu af sex þetta árið, haustrallinu sem nú heitir Ypsilon-rall. 24 áhafnir leggja af stað frá veitingahúsinu Ypsiloni klukkan fímm á laugardagsmorguninn og þær sem Ijúka öllum 400 kílómetrunum koma þangað aftur klukkan fímm eftir hádegi. Nærri helmingur 150 kílómetranna á lokuðum sérleiðum eru því eknir í myrkri, sem gerir enn strangari kröfur en venjulega til ökumannanna. Margir þeirra eru staðráðnir í að draga ekkert af sér eða drösli sínum, því mikið er í húfí: íslandsmeistaratitillinn. Fimm menn eiga möguleika á íslandsmeistaratitli ökumanna í rallakstri, færri berjast um titil aðstoðarökumanna. Þeir Þórhallur Kristjánsson og Sigurður Jensson eru efstir til hvors titils fyrir sig, hafa klárað öll röll sumarsins nema eitt á Talbot Lotus sínum. Forskotið er lítið og verða þeir því að taka á honum stóra sínum til að halda mönnum eins og Jóni Ragnarssyni, Ásgeiri Sigurðssyni og Bjarma Sigurgarðarssyni (ef hann kemst með) fyrir aftan sig, svo einhverjir séu nefndir. Keppendur eru fleiri en búist var við, 48 menn á 24 bílum. Hverjir koma í mark af þeim fríða flokki er vandi um að spá, því þótt rallið sé ekki ýkja langt, sérleiðakílómetr- arnir 150 eru eknir á tólf tímum samfleytt. Leiðirnar bjóða upp á næga möguleika til að hlekkjast á í myrkrinu. Tvær áhafnir marka nú sín fyrstu för í rallslóðana og gamlar kempur koma og sanna enn á ný að enginn hættir í ralli - menn taka sér bara mislöng frí. Fer þar fremstur í flokki Jóhann Hlöðversson og Jakob félagi hans á forlátagóðum Escort þeim sem Akureyringurinn Auðunn Þorsteins- son smíðaði og ók af list. Styttra er síðan Ævar Hjartarson ók síðast í fyrra en æði langt er síðan „nýi“ bíllinn hans sneri síðasta hjóli. Sá hraðskreiði Ævar er nefnilega kominn á víðfrægan rallSkodann -og ætlast þeir Árni Óli nú til að hann bregði vana sínurn og komist alla leið! Verði þeim hnökralaust að þeirri ósk þurfa margir að horfa upp í opið púströr Bomsunnar. Annar frægur hrakfallabíll er BMW Turbo sem Þorsteinn Ingason átti en dúóið drengilega Ævar/Ægir hann nær öruggan íslandsmeistara þegar vertíðin hófst en bilanir kost- uðu þrjú röll. Þorvaldur Jensson hefur keypt sér Opel Kadett Rallye sem þeir Pétur Sigurðsson fara nú á í fyrsta sinn. Escortinn kraftmikli sem Hafsteinn Aðalsteinsson var á nú síðast er nú í höndum nýliða, Guðmundar og Karls. Ragnar og Smári eru líka nýliðar og aka Mözdu. Oðrum kraftmiklum Escort verður nú ekið af Michael Reynis sem fór til prufu með Hafsteini Aðalsteinssyni í vor, keypti rall-Subaruinn þekkta og velti honum í Ljómarallinu. Þessum Escort óku Óskar Ólafsson og Árni Óli Friðriksson síðast. Bjarni Haraldsson er búinn að taka umbúðirnar af puttunum sem hann sagaði framan af rétt fyrir Ljómarallið og er því klár í keyrsluna - á gamla Lancer - loksins. Þá verður að nefna tvo sem standa Fordana sína bláa - í bókstaflegum skilningi hjá Birgi Vagnssyni á ægi- legri Hjólbarðahallar Cortínunni. Hún bilaði snemrna í Ljómanum eins og Escort Eiríks Friðrikssonar, en Eiki kokkur fer þá bara fengra - og ■ Tekst þeim að klára á Rallbomsunni? Ævar Hjartarson og Ámi Óli Friðriksson (tv.). aka nú. Forþjappan bilaði í vikunni og verða þeir því að aka með vélina óblásna, þar fara nokkrir tugir hesta, en hvað um það. Steingrímur Ingason hefur verið önnum kafinn framkvæmdastjóri BÍKR í ár en nú er forláta Datsun hanstil íslaginn. 72 módelensábesti hingað til af þeim sem Steingrímur hefur haft. „Það var hálfs keppnisgjaldsins virði bara að- sjá andlitin þegar ég labbaði inn og skráði mig til keppni," sagði Ómar Ragnarsson. Okkar reyndasti rallkappi hefur þurft að sitja hjá í undanförnum þrem röllum vegna meiðsla í baki eftir eitt af sínum landsfrægu bakföllum á sviði. Enn meira kom á menn þegar sást á hvernig bíl Ómar ætlaði með syni sínum Ragnari: Mercedes Benz 230 CE! Þegar síðast fréttist taldi Ómar ólíklegt að af yrði, bíllinn væri ekki klár - raunar ekki keyptur - og meiðslin væru aftur að plaga hann. Eins er ekki víst að Bjarmi Sigur- garðarsson komist með, en flestirspá honurn sigri ef af verður. Þorsteinn Ingason fer þá væntanlega á Talbotn- um kröftuga sem búinn er að gera Bjarma ljótan grikk. Flestir töldu hraðar - núna. Borgnesingarnir Brynjólfur og Ólafur þurftu að sópa vélinni saman af götunni í Ljómanum og hafa ekki annað en dapra 1600 vél til að knýja Escortinn þeirra. Tvíburarnir, á nýjasta og minnsta bílnum, Guðmundur og Sæmundur, náðu ótrúlegum hraða í gegn um Ljómarallið á óbreyttum Kríla sínum. Vélin er minnst allra og leyfir ekki keppni um verðlaunasæti. Hjá Jóni Ragnarssyni uppgötvaðist bilað drif á síðustu stundu en því hefur verið bjargað og ætlar Jón að aka stíft. Þess þarf hann líka. því íslandsmeistaratitillinn er óvænt framundan. Ásgeir Sigurðsson hefur líka góða von þótt hann vanti stig úr tveim röllum. Escortinn er engin græja, en það hefur ekki hindrað Ásgeir hingað til í að bíta alla af sér. Birgir Bragason er annar af þeim sem líta vonaraugum á titilinn. Toyot- an þeirra Gests er iangt frá því að teljast tópp-bíll, en hefur tvisvar í ár sest í annað sætið fyrir þaö. Á nýrri og betur búinni Toyota er eins og í Ljómanum Ríkharður Krist- insson „Action Man“. Hann ekur æ betur í hverju ralli. Það er Olafur Halldórsson líka farinn að gera en þeir Þröstur bróðir hans hafa náð óvæntum árangri í sumar. Mæðginin Helga og Þorfinnur eru óstöðvandi í ralldellunni og aka enn óbreyttum Toyota Tercel Station með drifi á öllum. Karlrembur í lesenda- hópnum má fræða á því að Helga keyrir ekki eins og „kelling". Áhorfendaleiðir Þeim sem vilja sjá keppendurna á fullu er bent á tvær leiðir sem báðar eru við Þingvelli. Klukkan tíu mínút- ur yfir eitt verður fyrsti bíll ræstur úr Leið Tími LH fyrsta bíls lengd Startviö Ypsilon 05:00 Lyngdalsheiöi 06:01 15.07 Lyngdalsheiöil.b. 07:40 15.07 Uxahryggir 08:03 32.40 Bær 09:10 4.10 Flugvöliur 09:21 4.65 Hlé 9.54 Grjótháls 10:31 6.20 Svartagil 10:52 5.20 Flugvöllur 11:32 4.65 Bær 11:44 5.20 Uxahryggir 13:09 32.50 Lyngdalsheiöi 13:46 15.07 Lyugdalsheiöi t.b. 15:10 15:07 Endir viö Ypsilon kl. 17.00 Lundarreykjardalnum og kemur þá líklega um 20 mínútum síðar niður á Þingvelli. Þar eru margir góðir staðir til að horfa á. Næsta leið er Lyngdals- heiði og passar að fá sér kaffi og sjá þegar þeir aka hana til baka frá Laugarvatni. Þaðan fer fyrsti bíll kl. 15,10. I mark koma keppendur við veit- ingahúsið Ypsilon klukkan fimm, og þar verða verðlaun afhent á rallball- inu um kvöldið. AA. Rásröð - Keppendur 1. Bjarmi/ Úlfar-Talbot SunheainLotus 2200 2. Ómar/ Ragnar - Mcrcedes Benz 230 CE 3. Ásgeir/ Pétur - Ford Escort 1600 4. Birgir/ Gestur - Toyota Corolla 1600 5. Þórhallur/SigurAur-Talbol Sunbeam l.olus 22INI 6. Jóhann/ Jakob - Ford Escorl 1600 7. Ævar/ Árni - Skoda 130 RS 8. Þorsteinn/ Sighvatur - Toyola Corolla GT 16 1600. 8. Ævar/ Árni Óli - Skoda 130 RS 9. Jón R./ Rúnar- Ford Escort Cosworth 2000. 10. RíkharOur/ Atli - Toyota Corolla GT 1600 11. Ævar/ Ægir - BMW '2002 Turho 12. Eiríkur/ Þráinn - Ford Escort Rs 2IMI0 13. Birgir/ Gunnar - Ford Cortina HH 2000 14. Ólafur/ Þröstur - Ford Escort 2000 15. Helga/ Þorfinnur - lóyota Tercel 4*4 1500 16. Þorvaldur/ Pctur- Opcl Kadell Rallye 19(M) 17. Brynjólfur Viðar/ Ólafur- Ford Escort 1600 18. Guömundur/ Sæmundur - Subaru Justy 4x4 1000 19. Steingrímur/ Ingólfur - Datsun 1800 20. Michael/ Sigurjón - Ford Escort 2000 21. Bjami/ Þórður - Mitsubishi Lancer 16IM) 22. Ragnar/ Gunnar - Ford Escort 2000 23. Ragnar/ Smári - Mazda 24. Guðmundur/ Karl - Ford Escort Cosworth 1600 Söluskrá Notaðar vélar Ford 6600x4 78 Ford 6600 77 Ford 5000 74 Ford 4000 74 Ford 3000 70 M.F. 240 83 M.F. 165 75 Zetor 5011 83 Zetor 7011 ’83 Zetor 7011 ’80 Zetor 4718 76 Ursus 362 ’80 PÓRf SÍMI B1500-ÁRIVUJLA11 YFIRSYN s/f BÓKHALDSþJÓNUSTA Langagerái 32 Síml: 83912 Bókhald/Tölvuvinnsla Tökum aö okkur bókhald fyrir fyrirtæki og ein- staklinga í atvinnurekstri, jafnt á höfuðborgarsvæö- inu, sem utan þess. Hringið og leitið upplýsinga Við seljum til verslana at lager, hin vinsælu VIKING stígvél. Mikið úrval. Mjög hagstætt verð. Andrés Guðnason heiidversiun Smiðjuvegi 8, Kópavogi Sími 76888 BÓLSTRUN Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. Komum heim með áklæðasýnishorn og gerum verðtilboð yður að kostnaðarlausu. BÓLSTRUN Smiðjuvegi 9 E Kópavogi Sími 40800, kvöld og helgars. 76999 Bandalag jafnaðarmanna - landsfundur Landsfundur BJ verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 7. desemberog sunnudaginn 8. desember 1985. Dagskrá fundarins kynnt síðar. Þeir sem áhuga hafa geta fengið fundargögn heimsend og látið skrá þátttöku á skrifstofu BJ Klapparstíg 40 og í síma 21833 og 11560 hjá framkvæmdastjóra þingflokks, Kristínu Waage. Framkvæmdanefnd landsfundar. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Sért þú húsbyggjandi, þarftu að lesa þetta: 1. Sendir þú okkur lánsumsókn fyrir 1. febrúar síðastliðinn? 2. Verður byggingin ekki fokheld fyrir 1. nóvember næstkomandi? Eigi þetta tvennt við um þig, verður þú að staðfesta umsóknina sérstaklega, ella verður hún felld úr gildi. Þú getur staðfest hana með því að hringja í síma 28361. Símsvari tekur við staðfestingum allan sólarhringinn, fram að 1. nóvember. Umsókn má líka staðfesta með bréfi, helst ábyrgðarbréfi. Reykjavík, 23. október 1985. /ii 1 lúsnicðisslofnun ríkisins

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.