NT - 26.10.1985, Blaðsíða 2

NT - 26.10.1985, Blaðsíða 2
Nemendaleikhúsið: Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? - frumsýning á sunnudagskvöld ■ Ólíkir gestir, bæði í útliti, skapi og hvað varðar lífsskoðanir. Leikritið Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? hefur hlotið fjölda viðurkenninga en það var frumsýnt í Bandaríkjunum árið 1973. N I'-mynd: Árni Bjarna ?-) I O Varðskipið ÞOR selt á 1000 krónur Eina arðbæra fjárfestingin sem við ráðum við er í varðskipunum strákar! ■ Hvenærkemurðuaftur, rauðhærði riddari? heitir leikritið sem Nemenda- leikhúsið frunrsýnir á sunnu- dagskvöld. Höfundur er Bandaríkjamaðurinn Mark Medoff. Leikritið Hvenær kem- urðu aftur, rauðhærði ridd- ari? var frumsýnt í Banda- ríkjunum-árið 1973 oghlaut þá Outer Critic’s Circle verðlaunin og Obie- og Drama verðlaunin. Síðan hefur leikritið verið sýnt víða um lönd og verið kvik- myndaö. Leikritið gerist í lok sjöunda áratugarins í veitingavagni í suðurhluta Mexico. Að sögn Stefáns Baldurssonar leikstjóra sem jafnframt þýddi verkið gerast mjög einkennilegir hlutir í veitingavagninunr sem leiða til straumhvarfa hjá gestum og starfsfólki veitingahússins. Leikritið væri hörkuleikrit enda bannað börnum, mikið um átök og tilfinningasveiflur en leikritið væri jafnframt meinfyndið. Mark Medoff er fæddur í Illinois árið 1940, óx upp í Miami þar sem hann lagði stund á háskólanám og gerðist síðan kennari við háskólann í New Mexico. Hann er nú fastráðinn leik- ritahöfundur og forstöðu- maður leiklistardeildarinn- ar við ríkisháskólann í New Mexico. Þetta er annað verk höfundar sem flutt er hér á landi, hitt var Guð gaf nrér eyra sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir tveimur árum. Með leikritinu hefst ní- unda starfsár Nemendaleik- hússins en Nemendaleik- húsið samanstendur af fjórða árs nemum í Leiklist- arskóla íslands og fjórða árs nemar þessu sinni eru: Bryndís Bragadóttir, Eirík- ur Guðmundsson, Guð- björg Þórisdóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Skúli Gautason og Valdimar Flygenring. Auk þeirra leika í sýningunni gestaleik- ararnir Gunnar Eyjólfsson og Sigmundur Örn Arn- grímsson. Guðný Björk Richards annast leikmynd og hún og Halla Helgadóttir búninga en lýsingu annast David Walter. Svo má auðvitað ekki gleyma fyrsta árs nem- um í Leiklistarskólanum sem hafa aðstoðað við upp- setningu sýningarinnar. Önnur sýning er á þriðju- dagskvöld en nánari upp- lýsingar fást í sfma 21971 þar sem líka er hægt að panta miða en símaþjónust- an er opin allan sólarhring- inn. ■ Það gengur víst ábyggilega þó nokkuð á í leikritinu Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? fyrsta verkefni Nemendaleik- hÚSSinS í ár. NT-mynd: Ámi Bjarna Athugasemd - við forsíðufrétt NT frá 24. október ■ Valdimar Guðmannsson hóndi að Bakkakoti heldur því fram í umræddri frétt að Jón Helgason hafi lítil eða engin samráð liaft við bændur um gerð nýju framleiðsluráðslaganna. Tekið skal fram að eintak af frumvarpinu var sent öllum bændum landsins til kynningar um ieið og það var lagt fram. Ritstjóri

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.