NT - 01.11.1985, Blaðsíða 5

NT - 01.11.1985, Blaðsíða 5
Reykjavík: Ekki lægra verð síðan Föstudagur 1. nóvember 1985 fasteigna- árið 1979 ■ Verð á fasteignum í Reykjavík er nú orðið lægra en það hefur verið s.l. 6 ár - þ.e. reiknað á föstu verðlagi samkvæmt lánskjaravísitölu. Reikn- að á föstu verðlagi hefur fasteigna- verð lækkað í kringum 1,5% á mán- uði á fyrri helmingi þessa árs, en lækkunin frá miðju ári í fyrra til sama tíma nú er milli 11-12%. Samkvæmt fréttabréfi Fasteigna- mats ríkisins hefur fasteignaverð í krónum talið hækkað um 10% frá síðasta ársfjórðungi 1984 til þriðja ársfjórðungs 1985, en það svarar til um 13% hækkunar á heilu ári. Frá september 1984 til sama tíma 1985 hefur lánskjaravísitala hækkað um 35% (byggingarvísitala 37%). Petta er talið jafngilda 1,5% verðlækkun á mánuði fyrri hluta þessa árs, þ.e. reiknað á föstu verðlagi. Fasteignamatið segir litlar íbúðir (l-2ja herbergja) enn mjög dýrar, eða um 15% dýrari á fermetra en stærri íbúðir og ekki sé sjáanlegt að breyting verði þar á í næstu framtíð. Þá kemur fram að útborgun hafi hækkað á þessu ári - úr um 70% um síðustu áramót í 72-74% á tímabilinu mars til september í ár. Hin mikla lækkun sem orðið hefur á fasteignaverði miðað við lánskjara- vísitölu s.l. 3 ár er mjög alvarlegt mál fyrir þá sem fjármagnað hafa sín kaup að töluverðum hluta með verð- tryggðum lánum, eins og algengast er. Frá árinu 1982 nemur verðlækkun- in t.d. yfir 20% á föstu verðlagi. Lítum á dæmi um ungt fólk sem keypt hefði sína fyrstu íbúð s.l. haust - 2ja herb. íbúð á 1,4 millj. króna - en þyrfti einhverra hluta vegna að selja hana núna. Miðað er við að kaupendur hafi átt 300 þús. króna eigið fé, en tekin og yfirtekin lán væru 900 þús. á verð- tryggðum kjörum og 200 þús. króna óverðtryggt eftirstöðvaskuldabréf. Miðað við 13% árshækkun íbúðar- innar væri hún nú komin í 1.580 þús., en verðtryggðu lánin í 1.215 þús. og heildarskuldin því í 1.415 þús. Eign- arhluti kaupendanna hefði því lækk- að úr 300 þús. (sem nú væri komið í 413 þús. á verðtryggðum bankareikn- ingi) niður í 165 þús. krónur. Fyrir þann sem verið hefði að skipta um íbúð á s.l. hausti - eða áður þegar verð var hátt - hefur verðlækkun hins vegar ekki eins afgerandi áhrif. ■ Þróun fasteignaverðs í Reykjavík miðað við lánskjaravísitölu á árunum 1978 til 1985. Sem sjá má er íbúðaverð á föstu verðlagi nú orðið lægra en nokkru sinni s.I. 6 ár, en tekið skal fram að fasteignaverð var mjög lágt árið 1978. Verðlækkunin frá 1982 og þar til nú er um 22% miðað við lánskjaravísitölu. Sá sem þá hefði keypt íbúð á verðtry ggðum kjörum værí því búinn að tapa stórfé. Stálverksmiðja: Sovétmenn vilja ekki eignaraðild ■ Sovétmenn eru ekki tilbúnir til þess að gerast eignaraðilar að 100-150 þúsund tonnastálverksmiðju hér á landi. Þetta kom fram áfundi sem haldinn var í gær, en þar ræddust við Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra og sovéski viðskiptafulltrúinn hér á landi. Sovétmenn lýstu sig hinsvegar tilbúna til þess að leggja lið við tækni, hráefni og sölumál slíks fyrirtækis. Þá kom fram á fundinum að engar viðræður hafa átt sér stað milli sovéska viðskiptafulltrúans og Stálfélagsins um hugsanlega samvinnu þessara aðila. Stálfélagið hf. telur sig ekki reiðubúið til þess að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu og hefur vísað málinu til stjórnvalda varðandi framhald. Engar frekari viðræður eru áformaðar. Stjórn Stálfélagsins hf. og Kristján Ágústsson frá Brimnesi hf. sátu fundinn. Húsnæðismál: Ófremdarástand ■ Þingflokkur Alþýðubandalagsins sendi frá sér ályktun um húsnæðis- mál þann 23. október sl. Þar segir m.a. að þingflokkurinn lýsi „fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur í húsnæðismálum og birtist m.a. í óhugnanlegum fjölda nauðung- aruppboða á íbúðum þessa dagana“. I ályktuninni er minnt á tillögur Alþýðubandalagsins frá síðasta þingi um bráðabirgðaaðgerðir í húsnæðismálum. ■ Verslunarskólinn og Menntaskólinn í Reykjavík kepptu í boðhlaupi í kringum Tjörnina í gær. Er þctta árlegur viðburður og sigraði MR bæði í karla og kvennaflokki. Iþróttaráð MR sá um framkvæmd hlaupsins enlikast til er þetta í síðasta sinn sem þessi keppni fer fram því Verslunarskólinn mun flytja í nýtt húsnæði eftir áramót. A myndinni má sjá tvo vaska MR-inga er leikurinn stóð hæst. Nr-mynd: Sverrir. islenskir bændur kannast viö ásælm húsdýra i f|Orur Par sæk|a þau stemefm, snefilefm og vitamin i valdar þorungategundir Nú fæst þetta sælgæti i 10 kg umbúðum á skaplegu veröi • MARAMJÖL eykur hárvöxt og gefur (eldinum glansandi áterð. • MARARMJÖL styrkir og heröir hófa. • MARARMJÖL bætir meltingu dýranna, eykur velliðan þeirra og gefur þeim hraustlegt útlit. • M ARARM JÖL eykur viönámsþrótt gegn sjúkdómum. Dagsammtur er u. þ. b. 60 gr. (1 tebolli). MARARMJÖL á aö blanda saman við annað fóður. ÞÖRUNGAVINNSLAN HF. Reykhólum 380 Simi93-4740

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.