NT - 01.11.1985, Blaðsíða 8

NT - 01.11.1985, Blaðsíða 8
Málsvarl frjálslyndis, samvlnnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvst|.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaösstj.: Oddur Ólalsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvoldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Sefning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Bla&aprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Veri í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrlft 400 kr. Bregst einkaf ramtakið ? ■ Flestir virðast sammála um að draga þurfi úr umsvifum ríkisins á sem flestum sviðum. í það minnsta verði að gæta sparnað- ar og hagkvæmni hvar sem því verði við komið. Því er haldið fram hér, að einkageir- inn svonefndi megi einnig líta í eigin barm. Því er haldið fram hér, að þar viðgangist bruðl og óstjórn á mörgum sviðum, sem innheimt sé af almenningi með hærra vöru- verði og gjöldum fyrir þjónustu. Skattalög ýta undir þetta. Þar er að finna ákvæði um skattfrádrátt fyrir ýmisskonar útgjöld eigenda og stjórnenda fyrirtækja og alkunna er að stór hluti rekstrar einstaklinga virðist vera undanþeginn skatti. Mönnum virðist í lófa lagið að skrá rekstur heimilis meira eða minna sem útgjöld vegna atvinnu- rekstrar. En fyrst og fremst er þarna um ákveðið hugarfar að ræða. Það er ríkið sem borgar. Þetta kemur fram víða. Það er ríkið sem á að hlaupa undir bagga þegar illa árar, þótt oft megi finna því stað að rekstrarerfiðleika megi rekja til óstjórnar og kæruleysis. En ríkið er við. Ríkið er skattar og álögur á almenninng. Þetta virðast menn oft ekki taka með í reikninginn þegar kröfurnar eru gerðar. Því hlýtur það að vera okkur öllum, sem viljum veg einstaklingsins og frelsi hans sem mest, mikil vonbrigði, ef félög og fyrirtæki einstaklinga hyggjast ekki taka þátt í Þróun- arfélagi íslands. Það verður að túlka sem mikil vonbrigði og í raun og veru áfall fyrir ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, ef ekki verður af þátttöku félaga og einstaklinga í Þróunarfélaginu. Það er meg- intilgangur félagsins að stuðla að nýsköpun í atvinnulífi, styrkja fyrirtæki og atvinnurekst- ur sem fyrir er og veita fé til rannsókna og í nýjar atvinnugreinar. Öllum er ljóst, að verulega þarf að taka til hendinni til þess að efla atvinnulíf í landinu. Stjórnvöld hafa þegar tekið rándýrt fé að láni erlendis til þess að halda í horfinu, en með Þróunarfélaginu á að efla innlenda þátttöku í uppbyggingu atvinnulífsins. Félög og fyrirtæki einstaklinga geta ekki setið auðum höndum og beðið eftir því að ríkið geri alla hluti. Það er heldur ömurlegt hlutskipti einkageirans ef hann er orðinn feitt og latt dekurbarn sem ekki þorir að taka neina áhættu jafnvel þótt það styrki stöðu hans síðar meir. Almenningur mun fylgjast með því næstu sjö daga, hvert þor einkageirans er við að taka á vandamálum atvinnulífsins í landinu. Föstudagur 1. nóvember 1985 8 Bréf að norðan Magnús Ólafsson Sveinsstöðum: Ruglið með ráðherrana ■ Pað hefur nokkuð dregist hjá mér að senda bréf héðan að norðan. Aðallega er það fyrir annríki við önnur og meira aðkallandi störf, enda er það nú svo að haustin eru æði mikill annatími í sveitum. Pá þarf að mörgu að hyggja og búa undir vetur. Ogsláturtíðin setur sinn svip á haustið. Áður en fargað er leggja góðir fjár- bændur í það mikla vinnu að velja ásetningsféð. Sérstök áhersla er lögð á að velja góða lífhrúta, enda veltur á miklu að vel takist það val. Þá þarf að skera úr ánum, bera á tún og dytta að húsum. Margt er það því sem að kallar á haust- dögum. En á sama tíma og bændur um allt land ákváðu hverju skyldi fargað og Itvað á vetur sett voru aðrir þjóðfélagsþegn- ar við önnur störf. Meðal þeirra var formaður Sjálf- stæðisflokksins, sem lá undir feldi og hugsaði um það helst hvernig hann mætti ná þeim stól sem hann mest þráði og þá um leið hverjum hann skyldi t’arga til þess að sá draumur rættist. Loks lá ákvörðun for- ntanns fyrir og var kunngjörð við mislitla hrifningu. Hverj- um ráðherra var skipað á nýjan bás, ti! nýrra starfa, svo for- maðurinn fengi þann stól er hann þráði. En Matthías svaf í fjarlægu landi og fékk engan nýjan stól. Það er von að menn tali um að dýr hafi verið ferðin sú! Annars sé ég ekki nema eitt gott við þessa breytingu. Nú geta ntenn vænst þess að stjórnmálaumræðan, sem undanfarin misseri hefur að stórum hluta snúist um stóla og göt, færist á annað og vonandi eitthvað hærra plan. Ruglið með ráðherrana getur ekki lagað nokkuð. Ég get a.m.k. með engu móti skilið að hafi ráðherrarnir hver fyrir sig verið óhæfir í þeim ráð- herraembættum sem þeir gegndu, verði eitthvað skárri í öðrum embættum. Raunar er það furðulegt að þcir skyldu yfir höfuð taka sæti í nýjum ráðherrastól eftir svo ntikla vantraustsyfirlýsingu frá for- manni flokks síns á miðju kjörtímabili. En svona geta góðir stólar verið mjúkir og lokkandi. Já, vantraustið var mikið. Allt í einu rétt fyrir þingsetn- ingu upplýsir formaðurinn að þessi og hinn ráðherrann sé settur úr sínu embætti. Nýir vendir sópa best, sagði einhver af hans dyggu stuðningsmönn- um. Með öðrum orðum, gamli vöndurinn var orðinn lélegur ef hann hafði þá nokkru sinni verið til einhvers nýtur. Nú heldur kannske einhver að ég sé alfarið á móti því að skipt sé um ráðherra. Vissu- lega er ég það ekki, en það á aðeins að gera við stjórnarskipti í kjölfar kosninga og svo að sjálfsögðu er einhvbr ráðherra þarf af óviðráðanlegum ástæð- um að láta af ráðherrastörfum. Ég lít svo á að þegar ný ríkis- stjórn tekur við völdum eftir kosningar þá fari fyrst nokkur tími í að koma í gegn bráð- nauðsynlegum málum, málum sem viðtakandi stjórnarflokk- ar hafa lagt á áherslu í kosninga- baráttu. Samhliða hlýtur hver ráðherra að undirbúa viðameiri frumvörp í sínu ráðuneyti, sem eru útfærsla á stefnu viðkomandi flokks og málefnasamningi ríkisstjórn- ar. Verkstjóri í þessu verki hlýtur ráðherra að vera þó vissulega vinni embættismenn og aðrir starfsmenn mikið að frumvarpsgerðinni. Verkstjóri í hverju verki ræður jafnan miklu um hvernig vinnan er framkvæmd. En allt í einu er verkstjóranum kippt burt og nýr settur til starfa. Sá lilýtur nokkurn tíma að þurfa til þess að setja sig inn í mál. Ruglið með ráðherrana hiýtur því að tefja mjög fyrir störfum Alþingis að stefnumótun, a.m.k. ef ráðherrar ráða í raun einhverju um það á hvern hátt stefnan birtist. Já, við sem úr fjarlægð fylgj- umst með hvað þeir hafast að þarna fyrir sunnan getum ekki skilið annað en þetta stólabrölt sé til mikils skaða fyrir þjóð- félagið, hvernig sem á málin er litið. Við getum einfaldað dæmið. í upphafi þessa bréfs ræddi ég um bændur óg þeirra haust- verk. Hugsum okkur bónda, sem býr stórt og hefur þrjá vinnumenn. Einn erfjósamað- ur, annar t'jármaður og hinn þriðji sinnir vélaviðhaldi og öðrum störfum því tengdum. Hver þeirra hefur reynslu og þekkingu á sínu sviði og bú- skapurinn gengurvel. Hugsum okkur nú að bóndinn ákveði einn daginn að vélamaðurinn verði fjósamaður, fjósamaður- inn verði fjármaður og fjár- maðurinn annist vélaviðhald- ið. Ljóst er að vélamaðurinn hefur aldrei komið í fjósið og kann ekkert til þeirra verka og fjármaðurinn hefur aldrei svo mikið sem skipt um dekk. (Lýsti ekki nýi iðnaðarráð- herrann því yfir við embættis- tökuna að hann hefði aldrei komið í iðnaðarráðuneytið?) Hver yrði árangurinn hjá bóndanum okkar? Er ekki hætt við að kýrnar geldist og vélarn- ar verði gangtregar? Því held ég að enginn skynsamur bóndi fari svona að ráði sínu. Á sama hátt getur maður ekki skilið að nokkur skynsemi sé að flytja til ráðherra á þann hátt sem gert var á dögunutn. Eða er það virkilega svo að það sé minna vandaverk að vera ráðherra en venjulegur vinnumaður í sveit??? Magnús Ólafsson Sveinsstöðum. Nýir vendir sópa best, sagði einhver af hans dyggu stuðningsmönnum. Með öðrum orðum, gamli vöndurinn var orð- inn lélegur ef hann hafði þá nokkru sinni verið til nokkurs nýtur. Á sama hátt getur maður alls ekki skilið að nokkur skynsemd sé að flytja til ráðherra á þann hátt sem gert var á dögunum. Eða er það virkilega svo að það sé minna vandaverk að vera ráð- herra en venjulegur vinnumaður í sveit??? Þegar Laxness varð Nóbelsskáld fagnaði öll þjóðin ■ Varla blandast mönnum hugur um, að verk Haildórs Laxnesserutoppurinn á skáld- skaparviðleitni íslendinga á síðari öldum. Halldór er ekki einasta mcsti skáldsagna- höfundur þjóðarinnar og mál- snillingur síðan á Sturlunga- öid, heldurogljóðasmiðursem býr yfir meira listfengi en flest- um er léð. Ef einhver íslend- ingur átti skilið að fá Nóbels- verðlaun í bókmenntum þá var það Halldór Laxness, - því miöur fyrir Itina sem voru að vísu góð skáld en urðu að lúta því stranga lögmáli sem ræður svona verðlaunaveitingum. Löngu gleymt pex Halldór hlaut Nóbelsverð- launináiið 1955, fyrir30árum. Og af því að íslendingar eru minnugir á ártöl og afmælis- glaðir, auk þess sem blöðin eru sífellt uppiskroppa með fréttir og umræðuefni, þá virðist það hafa orðið að samkomulagi milli Þjóðviljans og Morgun- blaðsins að halda upp á 30 ára afmæli Nóbelsverðlaunanna með því að hefja á ný löngu gleymt pex um pólitík frá kaldastríðsárunum. Þessa þrætu man varla nokkur maður - nema ef vera skyldu ritstjórar Þjóðviljans og Moggans, - enda hámark allrar heimsku í untræðum um alþjóðastjórn- mál fyrr og síðar. - Flestir, sem stóðu í þessum slag og enn lifa, eru svo vel menntir og miklir smekkmenn á umræðu- efni að þeir telja gleymsku og þögn hæfa best pólitísku orða- skaki þessara ára. Fagnandi þjóð Að vísu sér í þá glætu í formyrkvun MacCar’thyism- ans og Stalínismans á íslandi á þessum árum að Halldór Laxness kom siglandi á Gull- fossi nteð Nóbelsverðlaunin og var fagnað af allri þjóðinni. Halldór Laxness hefur nefni- lega lengst af verið ákaflega vinsæll meðal þjóðar sinnar, og þegar verið er að halda því fram að bækur hans hafi verið einhvers konar bannvara á ís- lenskum heimilum og út- skúfunarefni í fátækum lestrar- félögum hér og þar. þá er það eins og hver önnur ímyndun. Ef eitthvað var - lengi vel - Þá voru íslenskir heimilisfeður svo umkomulitlir og félausir að þeir höfðu ekki efni á að kaupa bækur fyrir kr. 9,50 eða hvað það nú var sem bækur kostuðu fyrir stríð. Á þeim árum voru menn allan daginn

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.