NT - 01.11.1985, Blaðsíða 22
■ John McEnroe hefur verið meiddur að undanförnu en er nú að komast í gang
Undirbúningur undir HM í knattspyrnu:
Mislukkuð ferð
- mexíkanska landsliðsins til Mið-Austurlanda veldur úlfaþyt heima fyrir
■ Landslið Mexíkana í knatt-
spyrnu er nýkomið heim úr
miklu keppnisferðalagi um N-
Afríku og Mið-Austurlönd.
Liðið lék þar sex leiki og sigraði
aðeins einu sinni. Eru Mexíkan-
ar nú ævareiðir yfir óförum
manna sinna, en eftir gott gengi
á síðasta ári er liðið lék gegn
Englendingum, ítölum og V-
Þjóðverjum var markið sett á
sigur í næstu heimsmeistara-
keppni. Þykir sú áætlun hafa
sett all verulega niður eftir
ferðalag landsliðshópsins.
Eina liðið sem Mexíkó náði
að sigra var landslið Norður-
Jemen. Líbýa og Egyptaland
höfðu hins vegar betur í viður-
eignum sínum við Mexíkó og
jafntefli varð staðreynd gegn
liðum Kúwait, Jórdan og Sam-
einuðu furstaríkjanna. Allir
'leikirnir voru*sýndir í mexik-
anska sjónvarpinu og vöktu
mikla hneykslun og reiði. Út-
varpsmaður nokkursagði: „Við
gefum þeim núll fyrir tækni,
núll fyrir leikskipulag, núll fyrir
þrek, núll fyrir baráttuhug og
núll sinnum eitthvað er
núll... .það er það sem liðið er.“
Dagblöð í Mexíkó hafa lýst
ferðinni allt frá misheppnaðri til
hneykslunarverðar og bent á að
með réttu hefði henni átt að
vera aflýst eftir jarðskjálftana
miklu þar í landi. Þar létust að
minnsta kosti 7 þúsund manns
og því var lítil von að leik-
mannahópurinn væri sálfræði-
lega undirbúinn til að leika
knattspyrnu úti i hinum stóra
heimi.
En ferðinni var ekki aflýst og
liðið átti eftir að verða fyrir
ýmiss konar mótlæti s.s. að þurfa
að leika á gervigrasvöllum og í
lítilli hæð yfir sjávarmáli (sem
er nokkuð kaldhæðnislegt því
flest liðin sem leika í Mexíkó
næsta ár þurfa að venjast því
gagnstæða).
Annað vandamál sem mætti
liðinu var að leikirnir reyndust
ekki alltaf vera þeir „vináttu-
leikir“ sem stofnað var til. Þegar
leikið var t.d. í Kairó á móti
Egyptum byrjuðu heimamenn
að taka Mexíkana í kennslu-
stund í sóknarknattspyrnu. En
á lokakaflanum ruglaðist einn
varnarmanna heimaliðsins
nokkuð ískyggilega. Sá heitir
Abdel Magdi Ghani og virtist
hann gleyma að um knatt-
spyrnuleik væri að ræða, en
sneri sér í þess stað að ýmisskon-
ar karatehöggum. Þurfti heilan
hóp af egypskum öryggisvörð-
um til að draga hann út af
vellinum.
Boris Milutinovic, hinn júg-
óslavneski þjálfari mexíkanska
landsliðsins, var að sjálfsögðu
tekinn í mikla yfirheyrslu af
fjölmiðlum við heimkomu
liðsins. Hann reyndi að draga úr
úrslitunum og sagði ferðina hafa
verið farna til að læra, ekki til
að sigra. Formaður mexíkanska
knattspyrnusambandsins Raf-
ael Del Castillo studdi Milutin-
ovic og sagði að nú skipti höfuð-
máli að sameinast um liðið því
markið væri sett hátt,á sigur í
heimsmeistarakeppninni, næsta
ár, en hún fer einmitt fram í
Mexíkó.
■ Mexíkanar geta þó alltaf huggað sig við það að þeirra besti
knattspyrnumaður, snillingurinn Hugo Sanchez, var upptekinn
með Real Madrid á meðan ferðinni stóð.
Föstudagur 1. nóvember 1985 22
Tenniskappinn McEnroe í Evrópu:
Ekki í fyrsta sæti
aldrei þessu vant
- Ivan Lendl er sá besti í heiminum í dag - McEnroe gefst þó ekki upp
■ Sá frægi tenniskappi John
McEnroe er nú í Evrópu og um
síðustu helgi lék hann á sýning-
armóti í París.McEnroe hefur
átt við meiðsl að stríða í öxl og
er ekki í sínu besta formi. Þar
að auki hefur árið reynst honum
erfitt á margan hátt. Hann datt
t.d. úr fyrsta sætinu á listanum
yfir sterkustu tennismenn heims.
en þar hefur hann verið óslitið
frá því 1981. Sætið missti hann
til aðalkeppinautar síns Ivans
Lendl sem sigraði á Opna
bandaríska meistaramótinu í
sumar og hefur verið í hreint
frábæru formi síðan.
Það var greinilegt á áður-
nefndu sýningarmóti að Mc-
Enroe hafði misst niður nokkuð
af sínum gamla hraða og krafti
enda þurfti hann að lúta í lægra
haldi fyrir Frökkunum Henri
Leconte og Yannick Noah. Þeir
kumpánar tóku báðir eftir aftur-
för McEnroes. „John hefur mun
minni hraða núna og virðist
ekki vera upp á sitt besta líkam-
lega. Kannski cr hann orðinn
þreyttur á tennisog hcfur fundið
annað í lífinu til að hugsa um,“
sagði Leconte eftir sigur sinn.
I viðtali við franska stórblaðið
L'Equipe nú í vikunni sagði
Njarðvík sigraði
■ Einn leikur fór fram í
bikarkeppni kvenna í
körfu nýlega. Þar áttust
við nágrannarnir Njarð-
vík og Keflavík og sigr-
uðu stúlkumar frá Njarð-
vík örugglega. Þær skor-
uðu 53 stig á móti 29
stigum Keflavíkurstúlkn-
anna.
McEnroe að...sífellt yrði erfið-
ara að einbeita sér einungis að
tennisnum...“, og að hann gæti
ekki hugsað bara um tennis eins
og Stefan Edberg og aðrir
sænskir spilarar gera, að áliti
McEnroes. Kappinn var annars
óspar á hólið í viðtalinu og sagði
m.a. Boris Becker vera „frábær-
an íþróttamann".
McEnroe var vinsæll í París
og kenndi þar t.d. nokkrum
heppnum skólakrökkum hvern-
ig höndla ætti tennisspaðan. Ein
sagði eftir kennslustundina aö
nú vissi hann hvernig sigra mætti
McEnroe. „Þú verður að láta
hann finna að þú sért góður, að
þú sért á svæðinu....“ sagði
stráksi og bætti við..síðan er
best að plata hann að netinu og
lyfta svo yfir hann eða senda
boltann með línunum." Guttinn
er 10 ára gamall.
Skíðasamband Islands:
Haustþingið
■ Dagana 1. til 2. nóvember
verður haldið Haustþing Skíða-
sambands ísands 1985 ogverður
þingið í hinum nýju húsakynn-
um ÍSÍ inní Laugardal.
Mótaskráfundur verður
föstudaginn 1. nóvember og
hefst kl. 14.00. Þingið verður
síðan sett á föstudagskvöldið
kl. 20.30 og þá fara fram hefð-
bundin þingstörf.
Á laugardaginn fara síðan
fram nefndarstörf og vinnuhóp-
ar verða starfandi. Gert er ráð
fyrir að þinginu ljúki kl. 18.00 á
laugardaginn.
Sunnudaginn 3. nóvember
verður svo þjálfarafundur í
alpagreinum og skíðagöngu og
hefst hann kl. 10.00 og stendur
eitthvað fram eftir degi. Þar
verða flutt mörg áhugaverð er-
indi þ.á.m. erindi um barna-
þjálfun, stórsvigsþjálfun og
notkun gormastanga í keppni.
Bent er á að fundurinn er opinn
öllum sem áhuga hafa á skíða-
þjálfun.
Allar upplýsingar um þingið
veita Hreggviður Jónsson
(v:66948 h: 22662), Trausti Rík-
harðsson (v: 12260 h: 37786) og
Hans Kristjánsson (v: 24478 h:
35373).
Uoyd er efst
■ Chris Evert Lloyd,
bandaríska tenniskonan, er
nú efst á lista yfir sterkustu
konur í íþróttinni en listi
þessi er gefinn út af alþjóða
tennissambandinu. Mart-
ina Navratilova er önnur
og Pam Shriver er í þriðja
sætinu.
Ivan Lendl, sem hefur
verið í toppformi að undan-
förnu, er að sjálfsögðu efst-
ur á karlalistanum, en John
McEnroe kcrnur annar.
Þriðji er svo Svíinn Mats
Wilander.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Stórleikur í kvöld
er Njarðvíkingar taka á móti Haukum - Þrjú lið með sex stig
■ í kvöld eigast við Njarðvík-
ingar og Haukar í Úrvalsdeild-
inni í körfu og verður leikið á
Suðurnesjum. Þetta er fyrsti
leikur sjöundu umferðar og um
toppleik er að ræða.
Njarðvíkingar eru nú með
fjögurra stiga forystu í deildinni
og virka sterkir. Þeir eru með
Val Ingimundarson í sínu liði
og þann mann er erfitt mjög að
stöðva í stigaskoruninni. Valur
skilar ávallt þetta 20-30 stigum í
leik og stundum meir. Njarðvík-
ingar hafa einnig innanborðs
þrjá mjög góða bakverði sem er
meira en hin liðin geta státað af.
Þessir eru þeir ísak, Jóhannes
og Árni.
Haukarnir eru með sex stig
og hafa leikið verr en búist var
við. Líklega er þó hér aðeins
um tímabundna lægð að ræða
og raunar sýndu þeirra helstu
menn, Pálmar og fvar Webster
greinileg batamerki í leiknum
gegn ÍR-ingum síðasta miðviku-
dagskvöld.
Það skemmtilegasta í Úr-
valsdeildinni er hversu liðin eru
jafnari en ráð var fyrir gert.
Keflavík var t.d spáð slæmu
gengi en með leikmenn eins og
Jón Kr. Gíslason og Hrein
Þorkelsson innanborðs er liðið
til alls víst. Njarðvíkingar eru
að vísu áberandi bestir um þess-
ar mundir en það er mikið eftir
af mótinu og liðum eins og KR og
Val fer fram með hverjum leik.
Því getur allt skeð er á mótið
líður.
Staðan í Úrvalsdeildinni að
loknum sex umferðum er þessi:
Njarðvík ........... 6 443-385 10 stig
Valur............... 6 459-435 6 stig
Haukar.............. 6 456-454 6 stig
Keflavík............ 6 443-483 6 stig
KR ................. 6 463-476 4 stig
■ Þjóðverjinn og Wimbledon-
meistarinn í tennis Boris Becker
hefur hætt við þátttöku á Opna
ástralska meistaramótinu sem
haldið verður síðustu vikuna í
nóvember. Þetta mót er eitt af
þeim fjóru stóru í tennisheimin-
um og höfðu allir reiknað með
að Becker myndi ekki láta sig
vanta þar.
Aðalástæðan fyrir fjarveru
Beckers ku vera sú að hann vill
vera í sem bestu formi þegar
þýska liðið leikur til úrslita gegn
Svíþjóð í Davis Cup, en það er
keppni þjóða í tennis. Sú
úrslitakeppni fer fram rétt fyrir
jól en síðan bætist svo strangur
janúarmánuður við hjá hinum
unga kappa sem er nú orðinn
ÍR.................. 6 461-513 2 stig
Stigahæstu leikmenn:
Stig
Valur Ingimundarson Njarðvík .... 174
Pálmar Sigurðsson Haukum.......130
Birgir Mikaelsen KR.............113
Ragnar Torfason ÍR............. 110
Jón Kr. Gíslason Keflavík.......109
Garðar Jóhannsson KR...........105
Torfi Magnússon Val.............100
aðalíþróttastjarnan í sínu
heimalandi.
Reyndar hafa blöð í V-Þýska-
landi látið svo mikið með Beck-
er eftir að hann sigraði á
Wimbledonmótinu enska að ný-
lega var stofnaður svokallaður
„Anti-Boris Becker klúbbur".
Það félag lofaði að stemma
stigu við fjölmiðladýrkuninni á
Boris Becker og hafði m.a. í
hyggju að gefa út límmiða þar
sem á stæði: „Hver í fja... er
Boris Becker?" Stofnandi fé-
lagsskaparins Júrgen nokkur
Pfaffe sagði þó nýlega að þetta
væri allt saman bara grín, nann
væri sáttur við Becker eins og
allir Þjóðverjar.
Opna ástralska meistaramótið í tennis:
Þjóðverjinn
- Becker ekki með • Einbeitir sér að Davis Cup