NT - 01.11.1985, Blaðsíða 18
V V
Við seljum til versiana
af lager, hin vinsælu
VIKING stígvél.
Mikiö úrvai.
Mjög hagstætt verð.
Andrés Guðnason heiidversiun
Smiðjuvegi 8, Kópavogi
Sími 76888
yfeeislai
00 *
*
TÍMARITIÐ
LÍFGEISLAR
er f róölegt og fallegt tímarit er fjallar um
fyrirbæri ýmisskonar: Drauma, hluldu-
fólk, fjarskynjanir, miðilsfyrirbæri, lífiö
eftir dauðann, samband við íbúa ann-
arra hnatta o.fl.
Gerist áskrifendur.
Utanáskrift: Lífgeislar, pósthólf 1159,121 Reykjavík.
Áskriftasímar 91-40765 og 91-35683 á kvöldin.
SNJÓHJÓLBARÐAR
Sólaðir og nýir snjóhjólbarðar af öllum stærðum og
ýmsum tegundum, bæði radial og venjulegir, sterkir
og með góðu gripmunstri.
Einnig lítið slitnir snjóhjólbarðar á gjafverði.
Snöggar hjólbarðaskiptingar. Vanir menn - Allir
bílar teknir inn - Setustofa, alltaf heitt á könnunni
meðan hinkrað er við.
Komið, skoðið, gerið góð kaup
BARÐINN
Skútuvogi 2, símar: 30501 og 84844
FRÁKL. 9.00-13.00
25 ára verslunarstúdent óskar eftir vinnu frá
kl. 9.00 til 13.00 strax.
Flest kemur til greina. Upplýsingar í síma
35872 allan daginn eða 622044 eftir hádegi.
Ingólfur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda alúð og hluttekningu við andlát
og útför
Sigríðar Gunnarsdóttur
og Björns Sigurðssonar
Stóru-Ökrum
Guð blessi ykkur öll
börn, tengdabörn og barnabörn
t
Móðir okkar
Sigríður Vilhjálmsdóttir
frá Hánefsstöðum
verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju á mórgun laugardag
2. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu
skal bent á slysavarnardeildina Gró á Egilsstöðum.
Stefán Einarsson
Vilhjálmur Einarsson
Baldur Kristjánsson
fTlp Föstudagur 1. nóvember 1985 18
Lul Plötudómar
Melody Makers - Play the Game Right
í fótspor pabba
■ Sagan segir að Bob Marley
hafi látið eftir sig tæplega tutt-
ugu börn, en hvað sem satt er í
því, þá er það staðreynd að
hluti barnanna hefur fetað
í fótspor konungsins og stofnað
hljómsveit og hana nokkuð
góða. Hér er komin til um-
fjöllunar platan Play the Game
Right, með hljómsveitinni Mel-
ody Makers.
Marley börnin fjögur sem
skipa hljómsveitina hafa greini-
lega innbyrt reggae taktinn með
móðurmjólkinni. Krakkarnir
(sem reyndar eru engir krakkar
lengur) kunna sitt fag og höfuð
hljómsveitarinnar, David
„Ziggy“ Marley er verðugur
arftaki föður síns.
Platan Play the Game Right
er tvískipt. Fyrri hlið hennar er
nær því að vera upprunalegt
reggae. Takturinn er sterkur,
laglínan einföld og hljóðfæra-
skipan er lík því sem er á eldri
plötum The Wailers. Par eru öll
lögin eftir David „Ziggy“ og
virðist manni sem reggae tón-
listin sé hans heitasta trú og að
hana megi ekki menga.
í seinni tíð var Bob Marley
farinn að auka poppuðum frös-
um við reggae tónlistina og fyrir
bragðið var tónlistin léttari og
melódískari. Þannig er síðari
hlið plötunnar, sem hefst á lagi
eftir Bob, laginu Children Play-
ing In the Street. Hin lögin á
plötuhliðinni eru öll eftir David
„Ziggy“. Hann leiðir okkur á
tónleika og verður hálfgerður
rokkari í sumum laganna, en
alltaf er reggae tónninn öllu
öðru yfirsterkari.
David er um margt líkur föð-
ur sínum. Raddbeitingin er hin
sama þó rödd Davids sé eðlilega
ekki orðin eins hrjúf og rödd
Marleys var, en þess er ekki
langt að bíða að illmögulegt
verði að þekkja þá feðga sundur
á röddinni.
Textar Bob Marleys skiptu
alltaf miklu máli og það sama
má segja um hlutverk textanna
í tónlist Melody Makers. Platan
Play the Game Right er alveg
ágæt og sjálfum þykir mér fyrri
hliðin betri, en hún krefst meiri
hlustunar. Platan er ekkert
meistaraverk en fyllilega hlust-
unar virði og þeir sem ekki hafa
smekk fyrir tónlistinni geta bara
spilað Ludo meðan hinir hlusta.
það fylgir nefnilega spilaborð
með plötunni og leiðbeiningar
handa þeim sem ekki kunna
leikinn. ÞGG
(7 af 10)
■ Ég held að það hafi verið
árið 1977 sem út kom fyrsta
hljómplata ungrarsöngkonu frá
Bretlandi, Kate Bush að nafni.
Þar voru lög eins og The Man
With The Child In His Eyes,
Wuthering Heights og fleiri.
Platan vakti mikla athygli, ekki
síst fyrir sérkennilega rödd
söngkonunnar. Nokkur næstu
ár á eftir heyrðist af og til í Kate
Bush, hún átti nokkur vinsæl
lög eins og t.d. Babooshka.
Síðan hljóðnaði nokkuð í kring
um hana, og síðasta plata
hennar, The Dreaming, vakti
fremur litla athygli.
Nú hefur orðið róttæk breyt-
ing á, með nýjustu plötu söng-
konunnar, sem nefnist Hounds
Of Love. Þessi plata hefur vakið
mikla athygli í Bretlandi og
hefur setið þar efst á lista í
töluverðan tíma. íslendingar
hafa hingað til ekki veitt henni
eins mikla athygli, en vonandi
verður þar breyting á, því að
þetta er ágæt plata.
Kate Bush hefur þroskast
mjög sem söngkona og laga-
smiður síðan 1977. Það er eðli-
legt, konan er orðin eldri. Plat-
an er nær algjörlega hennar
verk, hún semur öll lög nema
eitt, og texta, útsetur lögin,
spilar á píanó og Fairlight-mús-
íktölvu, en lætur annan um að
mata trommutölvuna. í flestum
lögum aðstoða síðan fleiri eða
færri hljóðfæraleikarar, m.a.
strengjasextett. Helsti aðstoð-
armaður hennar heitir Del
Palmer, það er sá sem matar
trommarann, en hann mun vera
núverandi unnusti Kate.
Platan byrjar á laginu Runn-
ing Up That Hill (A Deal With
God), sem er lang þekktasta
lagið af plötunni, og kom út á
smáskífu. Þetta ergrípandi lag,
vel við hæfi til að kynna plötuna
í útvarpi. Önnur lög á hlið 1 eru
þyngri, ekki eins aðgengileg, en
engu að síður mjög góð, sér-
staklega The Big Sky og Mother
Stands For Comfort. Lagið
Cloudbursting, síðast á hlið eitt,
er þó sér á parti. Það er gríp-
andi, jafnvel meira grípandi en
Running Up That Hill, og skart-
ar áðurnefndum strengja-
sextett. Þetta er sérkennilegt og
seiðandi lag, og hefur enda
verið gefið út á lítilli plötu.
Síðari hliðin er jafnvel enn
betri en sú fyrri, þótt ekki séu
þar neitt sérlega grípandi lög,
þessi hlið er jafnari en sú fyrri.
Þarna er m.a. írskt þjóðlag,
eina lagið sem ekki er eftir
Kate, og fellur það ákaflega vel
inn f heildina.
Ég verð að segja að þessi
plata kom mér nokkuð á óvart,
ég átti ekki von á þvílíkum
gæðum frá Kate Bush. Þetta er
verulega vönduð plata, gerð af
miklum metnaði og innlifun.
Kate Bush er fyrst og fremst
Ijóðrænn listamaður og inn-
hverfur, og heldur sig frá megin-
straumi popptónlistar nútím-
ans, en er þó í honum miðjum.
Hún er ein af þeim sem stjórna
straumnum, en lætur ekki
stjórnast af honum.
ÁDJ
(9 af 10)
Drykkjan eykst og eykst
■ Úr áliti sérfræðinganefndar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar (WHO).
Þó að meira sé drukkið í
heiminum um þessar mundir en
nokkru sinni fyrr á 20. öld er
mikilvægt að gera sér grein fyrir
að í mörgum Evrópulöndum og
í Norður-Ameríku var meðal-
neyslan á íbúa meiri en hún er
nú um og eftir miðja öldina sem
leið. Það stafaði að nokkru af
því að þá urðu í þeim löndum
svipaðar breytingar á sviði fé-
lags- og efnahagsmála og nú eru
á döfinni annars staðar í heimin-
um.
Þá tókst að lokum að draga
mjög úr þessari miklu áfengis-
neyslu og því félagslega tjóni,
sem hún olli, með markvísri
stjórnun og ýmiss konar löggjöf
- svo sem 1) hömlum á sölu
áfengra drvkkja. 2) styttingu
opnunartíma áfengissölustaða
og vínveitingahúsa, 3) hækkuð-
um sköttum á áfengi og 4) banni
við áfengissölu til ungmenna.
Það fór því miður svo þegar
fólk hafði gleymt þeirri gífur-
legu mannlegu eymd sem
drykkjuskapurinn hafði í för
með sér og þessi ráð áttu að
bæta úr að fariö var að líta á
sjálf úrræðin sem ónauðsynlega
þvingun.
Þar kom að þessar reglur
voru margar afnumdar eða
dregið úr áhrifum þeirra eða
þeim ekki framfylgt einarðlega.
Sú undanlátssemi hvað snertir
lög og reglur um meðferð áfeng-
is, sem hefur verið mikils ráð-
andi eftir síðari heimsstyrjöld
ina, veldur miklu um það hve
mjög drykkja hefur aukist
undanfarna áratugi.
(WHO Technical Report Series
650, 1980)
Áfengisvarnarráð