NT - 01.11.1985, Blaðsíða 1
)
Kjarnorkubyrgi Aimannavarna:
Vatnslaust,
matarlaust
- hvaða 40 fá inni
þegar bomban springur?
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7
Búseti fær lán
- Þorsteinn Pálsson fer inn á starfssvið félagsmálaráðherra
■ Húsnæðisstofnun afgreiddi
á miðvikudag umsókn Búseta
til láns úr byggingasjóði
verkamanna og fékk hún
jákvæða afgreiðslu. Samkvæmt
því hefur Búseti fengið heimild
til láns úr Byggingarsjóðinum
allt að 80%' af hyggingarkostn-
aði til byggingar 40 íbúða í
fjölbýlishúsi í Grafarvogi fyrir
þá félagsmenn sem teljast til-
heyra hópi aldraðra. öryrkja og
námsmanna.
Á þriðjudag þegar Félags-
íbúðarnefnd hafði umsókn Bús-
eta til lokaafgreiðslu, kom
hraðbréf frá fjármálaráðuneyt-
inu, skýrsla sem Jón Steinar
Gunnlaugsson hrl. hafði tekið
saman fyrir Þorstein Pálsson.
um hvort heimilt sé að veita
Búseta lán úr Byggingarsjóðin-
um. Niðurstaða jóns Steinars er
ncikvæð og er vitnað til breyt-
ingatillögu, sem Porsteinn Páls-
son fékk samþykkta á lögum
um Húsnæðisstofnun á síðasta
þingi. en með þeirri tillögu var
felld niður heimild til annarra
sem ekki hafa aðstöðu til að
eignast eigið húsnæði við hæfi,
sem útilokaði Búseta frá lán-
töku.
Pað kom nefndarmönnum
mjög í opna skjöldu að fjár-
málaráðuneytið skyldi vera að
hafa afskipti af störfum nefndar-
innar, því Húsnæðisstofnun
heyrir alfarið undir félags-
málaráðherra. Mælti nefndin
svo með að Búseta yrði úthlutuö
lánin.
Alexánder Stefánsson,
félagsmálaráðherra, sagði við
NT í gær, að það væri Ijóst að
fjármálaráðherra gæti ekki haft
slík afskipti af Húsnæðisstofn-
un. Sagði hann að Húsnæðis-
stofnun hefði ákveðin lög til að
fara eftir og að hann treysti því
fullkomlega að stofnunin væri
fullfær um að túlka lögin rétt.
Þorsteinn Pálsson, fjármála-
ráðherra, þekkti ekki til sam-
þykktar Húsnæðisstofnunar, en
sagðist hafa átt frumkvæði að
því að Jón Steinar gerði lög-
fræðilega úttekt á þessu. Hann
neitaði því að hann væri með
þessu að fara inn á starfssvið
félagsmálaráðherra, enda hefði
enginn ágreiningur verið á milli
ráðuneytanna útaf þessari
greinargerð. „Það cr á engan
hátt óeðlilegt að svona greinar-
gerð sé send á milli ráðuneyta.
Þá sagði Þorsteinn að ef
Búseta hefur verið veitt lán úr
Byggingarsjóði verkamanna án
þcss að samþykktum félagsins
hafi verið breytt, þá sjái hann
ekki annaö en að sú samþykkt
eigi sér enga stoö í lögum.
■ Kristján Thorlacius, formaður HÍK, flytur skýrslu sína við setningu aðalfundar HÍK í gær.
NT-m>nd: Sverrir
Aðalfundur HÍK:
Sameining kennara?
■ Aðalfundur Hins íslenska
kennarafélags var sett um þrjú
leytið í gær, en það stendur
fram á laugardag. Sitja um 78
fulltrúar fundinn en auk þess
eru gestir frá Norðurlöndunum
og einnig formaður og varafor-
maður KÍ. Alls eru um 1.100
manns í HÍK.
Aðalmál fundarins verður
sameining kennarafélaganna og
mun stjórn HÍK leggja fram
tillögu þess efnis að unnið verði
markvisst að þeirri sameiningu
og er stefnt að því að hún fari
fram seinni hluta ársins 1987.
Þó skoðanir séu skiptar meðal
fulltrúanna er almennt búist við
því að sú tillaga verði samþykkt.
Mun sameiningin þá verða með
þeim hætti að bæði félögin verða
lögð niður og eitt Bandalag
kennara stofnað.
Samkvæmt heimildum NT
eru einnig uppi hugmyndir um
aö leggja fram tillögu um úr-
göngu HÍK úr BHM og stefna
þannig að sameiningu kennara
strax en ekki er talið að sú
hugmynd eigi mikinn hljóm-
grunn á fundinum.
■ Ef til kjarnorkustyrjaldar
kæmi þá hafa fjörutíu íslending-
ar öruggt skjól fyrir áhrifum
þess. Listinn yfir þessa fjörutíu
samanstendur af embættis-
mönnum, fulltrúum hjálparfé-
laga, símastúlkum, radio-
amatörum, konum í stjórn
Húsmæðrafélags Reykjavíkur
ásamt fleirum. Nánar verður
greint frá þcssum lista í helg-
arblaði NT á morgun.
En vist þessa fólks yrði ekki
glæsileg ef kjarnorkuárás eða
slys henti fyrirvaralaust. Það
hefur láðst að búa byrgið ein-
angruðum vatnstank svo gestir
þess verða að slökkva þorstann
með geislavirku Gvendar-
brunnavatni ef sprengja spryngi
í nágrenni Reykjavíkureðafar-
ast úr þorsta ella. Engar matar-
birgðir eru heldur í byrginu og
virðist vera ætlast til að hjálpar-
liðarnir komi með nesti með sér.
Þó svo Almannavarnir eigi að
vcra undirbúnar undir hverja
þá vá scm hugsanleg er hér á
landi virðist ekki vera mikii
alvara á bak við undirbúning
þeirra vegna mögulegrar kjarn-
orkuárásar eða slyss.
í helgarblaði NT á morgun
verður fariö nánar út í þessa
sálma.
Sviknir hundar á morðfé
- enginn hreinræktaður Scháffer á skrá hjá Hundaræktarfélaginu
Kasparov
með betri
stöðu
Moskva-Rcutcr
■ Garry Kasparov,
áskorandi, stefnir til sigurs
í 21. skák einvígis síns við
Anatoly Karpov, heims-
meistara, sem fór í bið í
gær. Kasparov er með hvítt
og er með tvo riddara og
fimm peð, gegn biskupi,
riddara og fimrn peðum
Karpovs.
Kasparov leiðir 11-9 í
einvíginu og nægir einn og
hálfur vinningur í viðbót til
að hreppa heimsmeistara-
tignina.
■ Ræktun á „hreinræktuðum
Scháffer-hundum er nýjasti
heimilisiðnaðurinn á Islandi.
Einn er sá galli á gjöf Njarðar,
að hvolparnir eru ekki
hreinræktaðir. Þær upplýsingar
fengust hjá Hundaræktarfé-
laginu að enginn hreinræktaður
Scháffer hundur væri á skrá hjá
félaginu. Samkvæmt heimildum
NT virðist sem fólk selji bland-
aða Scháffer-hvolpa sem hrein-
ræktaða fyrir allt að fjörutíu
þúsund krónur. Algengt verð
mun vera 25 þúsund krónur.
Heimildarmaður NT sagði að
hann vissi allavega um tvær
fjölskyldur sem hreinlega hafa
ræktað upp blandaða hvolpa og
selt sem hreinræktaða. Þá hefur
NT heyrt að menn geti fengið
allt að hálfa milljón beint í
vasann skattfrítt ef tík er nýtt til
hins ýtrasta.
Nýlegt dæmi. Fjórtán ára
drengur keypti hvolp í sumar
sem honum var sagt að væri
hreinn Scháffer. Kaupverð var
25 þúsund krónur. Nýlega var
farið með hundinn til dýralækn-
is. Hann fórnaði höndum, því
þarna var kominn enn einn,
hundur sem hreinlega var seld-
ur á fölskum forsendum, þ.e.
ckki var hægt að færa sönnur á
ætternið. Seljandi neitaði að
greiða andvirðið til baka.
Helga Finnsdóttir dýralæknir
sagði í samtali við NT í gær að
hún hefði fengið slík tilfelli til
sín, sem getið er um hér að
ofan. „Að vonum verða eigend-
ur oft sárir. Þetta er svipað því
að kaupa sér nýjan Volvo og
komast að því að hann er með
Trabant vél.“
Guðrún R. Guðjohnsen for-
maður Hundaræktarfélagsins
sagði að talsvert hefói borið á
því að fólk hefði komið með
hunda sem það hélt vera hrein-
ræktaða Scháffer til skráningar.
Enginn hefur uppfyllt skilyrðin.
„Það læðist að manni sá grunur
að þetta sé gert í ábataskyni.
fólk verður að athuga betur þá
hunda sem það kaupir og alls
ekki taka yngri hund en átta
vikna," sagði Guörún.
Barðastrandarsýsla:
Fé skorið
í óþökk
bænda
■ í gær var skorið niður
fé frá bæjunum Lambeyri,
Raknadal og Fjallatúni í
V-Barðastrandarsýslu sam-
kvæmt skipun landbúnað-
arráðherra, án þess þó að
hafa samþykki bændanna á
Lambeyri og í Fjallatúni,
en þeir hafa ekki skrifað
undir samning um niður-
skurð.
Að sögn Stefáns Skarp-
héðinssonar sýslumanns í
Barðastrandarsýslu er áætl-
un um niðurskurð fjár
vegna riðuveiki í Barða-
strandarsýslu að mestu
lokið en hún hefur staðið í
tvö ár.