NT - 01.11.1985, Blaðsíða 14
TONLEIKAR
Flauta og gítar í Gerðubergi
■ Kolbeinn Bjarnason
flautulelkari og Páll Eyjólfsson
gítarleikari munu koma fram á
næstu sunnudagstónleikum í
Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Peir munu leika gömul
verk og ný. Þau elstu eru
samin við upphaf 18. aldar, en
það yngsta var samið í febrúar
1985. Innlend verk eru eftir
Atia Heimi Sveinsson og Ey-
þór'Þorláksson, en erlend eru
frá mörgum löndum, Ung-
verjalandi, Austurríki, Þýska-
landi, Frakklandi og Ítalíu.
Páll Eyjólfsson læröi á gítar
hjá Eyþóri Þorlákssyni og
stundaði framhaldsnám hjá
meistara José Luis Conzales á
Spáni. Kolbeinn lærði flautu-
leik m.a. hjá Manúelu Wiesler,
í Basel og New York. Þeir Tónleikarnir byrja kl. 17.00
félagarhafaspilaðsamaníár. sunnud. 3. nóvember.
■ Kolbeinn Bjarnason og Páll Eyjólfsson segja að flautan og
gítarinn séu líkt og sköpuð hvort fyrir annað.
Blásarakvintett Reykjavíkur:
Tónleikaferð til Austfjarða
■ Blásarakvintett Reykja-
víkur mun halda ferna tónleika
á Austfjörðum um næstu helgi.
Laugard. 2. nóv. kl. 11.00
verður hljóðfærakynning og
stutt efnisskrá í Egilsstaða-
skóla fyrir nemendur. Kl.
17.00 verða svo tónleikar í
Egilsstaðakirkju á vegum
Tónlistarfélags Fljótsdalshér-
aðs. Tónleikar á Ncskaupstað
verða svo kl. 21.00 á laugardag
á vegum Menningarnefndar
Neskaupstaðar.
Sunnudaginn 3. nóv. kl.
11.00 verður hljóðfærakynning
og stutt efnisskrá í Tónlistar-
skóla Eskifjarðar fyrir nemend-
ur á Eskifirði og Reyðarfirði.
Á efnisskránni eru verk eftir
Beethoven, Þorkel Sigur-
björnsson, Ligeti, Sweelinck
og Arnold, og auk þess tónlist
af léttara taginu eftir Scott
Joplin og Rimsky-Korsakóv.
Þessi tónleikaferð Blásara-
kvintetts Reykjavíkur er að
hluta til styrkt af fjárveitingu
Menntamálaráðuneytisins til
Félags íslenskra tónlistar-
manna.
■ Blásarakvintett Reykjavíkur var stofnaður 1981. Hann skipa
f.v.: Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Hafstcinn Guð-
mundsson, Jósef Ognibene og Bernard Wilkinson.
Hljómskálakvintettinn
með tvenna tónleika
■ Nú um helgina heldur
Hljómskálakvintettinn tvenna
tónleika, þá fyrri í kirkjunni í
Hveragerði laugardaginn
2. nóvember kl. 16.30 og hina
síðari í Háteigskirkju í
Reykjavík sunnudaginn 3. nó-
vember kl. 17.00.
Hljómskálakvintettinn
skipa málmblásararnir Ásgeir
H. Steingrímsson trompet,
Sveinn Birgisson trompet,
Þorkell Jóelsson horn, Oddur
Björnsson básúna og Friðberg
Stefánsson túba.
Á efnisskránni þessa helgi
er Renaissance- og barrokk-
tónlist.
■ Sveinn Birgisson trompet, Oddur Björnsson básúna, Friðberg
Stefánsson túba, Þorkell Jóelsson horn, Ásgeir H. Steingrímsson
trompet.
Föstudagur 1. nóvember 1985 14
Sunnudagsferð F.í. 3. nóv
Ferðafélag íslands stendur
fyrir dagsferð sunnudaginn 3.
nóvember kl. 13: Reykjaborg
- Reykjafell - Skammidalur.
Ekið að Suðurreykjum, gengið
þaðan á Reykjaborg yfir á
Reykjafell og komið niður í
Skammadal.
Brottför frá Umferðarmið-
stöðinni. austanmegin. Far-
miðar við bíl. Frítt fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Ferðafélag íslands.
(Jtivistarferðir
Ný helgarferð 2.-3. nóv.:
Emstur - Ker - Markar-
fljótsgljúfur. Notfærð verður
sumarfærð á fjöllum til
óbyggðaferðar í byrjun vetrar.
Ekið heirn um Fjallabaksleið
syðri. Einstæður ferðamögu-
leiki á þessum árstíma. Gist í
góðu húsi. Brottför laugardag
kl. 8.
Sunnudagsferð 3. nóv. kl.
13.00:
Hellisheiði - Draugatjörn,
gömul þjóðleið. Varðaða leið-
in um Hellisheiði er létt og
skemmtileg leið. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu. Farntiðar við
bíl, en frítt er fyrir börn í fylgd
fullorðinna.
Haustblót á Snæfellsnesi
8.10. nóv:
Gist verður að Lýsuhóli.
Sundlaug og heitur pottur.
Gönguferðir um strönd og
fjöll. Afmælisveisla. Farar-
stjóri verður Ingibjörg S. Ás-
eeirsdóttir.
Laugardagsganga
Hana nú í Kópavogi
Vikuleg ganga Frístunda- nesvegi 12. Gengið í um
hópsins Hana nú í Kópavogi klukkutíma. Ungir og gamlir
verður á morgun. laugardag- eru velkomnir. Gengið verður
inn 2. nóvember. Lagt verður hvcrnig sem viðrar. Klæðist
^f^tað^cL^OJIO^rá^igra^hlýlega^vindsvölutnvetrinunEj
SYNINGAR
Listakonur í Gerðubergi
■ Sunnud. 3. nóv. verður
opnuð í Gerðubergi sýning á
myndverkum í eigu Reykja-
víkurborgar eftir konur. Alls
eru í eigu borgarinnar um 90
verk eftir konur, og hefur því
verið ákveðið að hafa sýning-
una í tveim hlutum. Fyrri hluti
sýningarinnar verður þá opn-
aður á sunnudag, og þar verða
sýnd þau verk sem Reykjavík-
urborg á eftir listakonur sem
nú eru látnar. Má þar nefna
Barböru Árnason, Eyborgu
Guðmundsdóttur, Gerði Helga-
dóttur, Gunnfríði Jónsdóttur,
Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu
Jónsdóttur, Maríu H. Ólafs-
dóttur, Nínu Tryggvadóttur,
Ragnheiði Jónsdóttur Ream
og Vigdísi Kristjánsdóttur.
Sýning þessi er gott tækifæri
til þess að skoða verk þessara
látnu listakvenna á einum stað,
en almennt prýða þau veggi á
hinum ýmsu stofnunum Reykja-
víkurborgar.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 1. desember og er
aðgangur ókeypis. Seinni hluti
sýningarinnar verður síðan í
janúar.
Veggteppi
w
i
Slunkaríki
■ Laugardaginn 2. nóvemb-
er opnar Ólöf Nordal sína
fyrstu einkasýningu í Slunka-
ríki á ísafirði.
Ólöf lauk námi úr vefnaðar-
deild Myndlistar- og handíða-
skóla íslands síðastliðið vor.
Síðan þá hefur hún stundað
ýmsa vinnu, en ofið í matar- og
kaffitímum. Einnig hafa næt-
urnar og almennir frtdagar
reynst drjúgir til verka. Af-
rakstur þessarar vinnu verður
ísfirðingum og nærsveitar-
mönnum til sýnis næsta hálfan
mánuð. Öll verkin á sýning-
unni eru unnin á þessu ári,
nema eitt sem var gert í fyrra.
Á sýningunni verða ofín
veggteppi og myndverk úr ull
og silki. Sýningin verður opin
á venjulegum opnunartíma
gallerísins.
■ Ólöf Nordal við eitt verka
sinna.
Fjölbragðarokk
Tónlistarfélags MH
■ Sunnud. 3. nóv. heldur
Tónlistarfélag MH fjölbragða-
rokkhátíðina „Veikomin um-
borð“. Þar munu koma fram
breski gítarleikarinn Fred
Frith ásamt hijómsveit sinni,
Skeleton Crew, bandaríski
blásarinn og söngvarinn Leo
Smith ásamt hljómsveit sinni,
New Dalta Ahkri, hljómsveit-
in Vonbrigði og skáldin Jó-
hamar, Sjón og Þór Eldon.
Einar Melax mun leika undir á
hljómborð. Þetta verður í
fyrsta sinn á þessu ári sem
hljómsveitin Vonbrigði lætur í
sér heyra.
1980 komst Fred Frith hátt á
vinsældalista með lagið „Danc-
ing in the Street", sama lagi og
David Bowie og Mick Jagger
syngja nú, og aðrir flytjendur
eru einnig mjög vel þekktir.
Fjölbragðarokkhátíðin
„Velkomin um borð“ hefst
stundvíslega kl. 20.30 í hálíða-
sal Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Hátíðin er öllum opin.
Forsala aðgöngumiða er í
hljómplötuverslunum og í
MH.
Sýning í Háholti:
„Meistari
Kjarval
100 ára“
■ Sýningin „Meistari Kjarval
100 ára" cr opin alla daga
vikunnar í Háholti við Reykja-
nesbraut, Hafnarfirði kl.
14.00-19.00. Þar eru sýnd 152
Kjarvalsverk úr safni Þorvald-
ar Guömundssonar. forstjóra í
Síld og fisk. Til sölu er vandað
litprentað rit unt Kjarval, en
aðgangur er ókeypis.
■ Þann 15. október var opn-
uð Kjarvalssýning á Kjarvals-
stöðum í tilefni fæðingardags
listamannsins. Aðsókn hefur
verið með eindæmum mikil og
fyrstu vikuna sáu hana um
8.500 manns. Þar eru sýnd 212
verk eftir Kjarval, flest í eigu
einstaklinga, og hafa mörg
þeirra aldrei verið sýnd opin-
berlega fyrr. Á göngum eru
sýndir munir úr fórum Kjarvals
og stækkaðar ljósmyndir af
honum frá ýmsum tímum. í
fundarsal er sýndur mynd-
bandsþáttur, þar sem rakinn
er ferill Kjarvals í stuttu máli.
Ókeypis aðgangur er að sýn-
ingunni, en vegleg sýningar-
skrá á íslensku og ensku er
seld á kr. 300.
Sýningin er opin alla daga
frá kl. 14.00-22.00. Henni lýk-
ur 15. desember n.k.