NT - 01.11.1985, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. nóvember 1985 11
ta
y Sjávar síðan
Nokkrar aflafréttir:
Misjafnar gæftir
- NT heyrir hljóðið í mönnum út um land
Yestfírðir:
■ Á Patreksfirði hefur illa veiðst
þessa vikuna. Bátarnir hafa verið
með 3-4 tonn á dag, og er það ekki
nema um þriðjungur af því sem
venjulegt er. Togarinn þeirra, Sigur-
ey, landaði um síðustu helgi og því
enn vinna í frystihúsinu.
Tálknfirðingur landaði 22. október
sl. 111 tonnum á Tálknafirði, aðallega
grálúðu. Lítið hefur veiðst hjá minni
bátum.
Á ísafirði landaði togarinn Guð-
bjartur um 100 tonnum á mánudag,
aðallega þorski. Tveir línubátar, Orri
og Guðný, eru á ísafirði og hafa
fengið 56 tonn í róðrum. Guðbjörgin,
togari íshússfélagsins á Isafirði hefur
undanfarið verið í slipp í Þýskalandi.
Smábátar eru í veiðibanni til mánaða-
móta. Vel hefur veiðst af skelfisk á
ísafirði.
í Hnífsdal landaði togarinn Páll
Pálsson um 80 tonnum sem fóru í
frystihúsið og um 36 tonn í gáma.
Togararnir á Þingeyri hafa aflað
vel undanfarið, á mánudaginn land-
aði Framnesið um 60 tonnum í gáma
og 25 tonn fóru í frystihúsið. Slétta-
nesið landaði á þriðjudaginn 124
tonnum. Smærri bátar á Þingeyri hafa
lítið komist út vegna veðurs.
Togarinn Gyllir á Flateyri landaði
í vikunni um 86 tonnum, þar af fóru
um 26 tonn í gáma. Áflinn var
blandaður, þorskur, ýsa og karfi. Illa
hefur gefið fyrir smærri báta.
Togarinn Heiðrún í Bolungarvík
landaði á mánudaginn 85 tonnum af
þorski og á miðvikudag landaði togar-
inn Dagrún um 120tonnum af þorski.
Rækjutogarinn Sólrún landaði einnig
á miðvikudag 17 tonnum af úthafs-
rækju. Loks landaði togarinn Hugrún
um 20 tonnum í gær, helmingur
aflans var bolfiskur, en hinn rækja.
Eru Bolvíkingar ánægðir með þennan
góða afla á svo stuttum tíma.
Norðurland:
Á Norðurlandi hefur afli verið
þokkalegur og á Akureyri landaði
Sléttbakur á mánudag 168 tonnum af
karfa og grálúðu. Hringbakur kom
inn með 244 tonn af þorski á miðviku-
dag. Lítið er róið á trillum frá Akur-
eyri og bátaútgerð er lítil sem engin.
Togarinn Núpur landaði á Greni-
vík um 40 tonnum af þorski og
báturinn Óskar landaði um 3 tonnum
í byrjun vikunnar.
Dalvíkingar hafa fengið talsverðan
fisk, en togarinn Dalborg kom með
90-95 tonn og er nú að fara í siglingu.
Bliki landaði um 50 tonnum og hann
er einnig að fara í siglingu á næstunni.
Togarinn Björgúlfur frá Dalvík hefur
landað að undanförnu í Hafnarfirði
og hann er væntanlegur inn til Dalvík-
ur á mánudag. Togarinn Björgvin
landaði einnig um 115 tonnum í
Hafnarfirði í gærmorgun. Baldur er
nýkominn úr siglingu og er nú sem
stendurí slipp. Frá Dalvík hefur lítið
verið róið á trillum þessa viku vegna
sunnanstrekkings.
f Hrísey hafa gæftir verið fremur
slæmar og fiskirí tregt, en togarinn
Snæfellið kom inn á miðvikudag með
100 tonn af grálúðu og þorski. Togar-
inn ísborg hefur legið í slipp á Húsa-
vík síðan í júlí, kvótalaus. Eyborgin
hefur verið á netum en afli fremur
lítill. Rækjubáturinn Svanur hefur
verið í slipp á Dalvík að undanförnu.
Á Raufarhöfn landaði togarinn
Rauðinúpur 76 tonnum af grálúðu og
þorski á mánudag. Trillur hafa ekki
farið á sjó vegna ótíðar á Raufarhöfn.
Til Þórshafnar kom Fagranesið
með um 100 tonn af þorski og bátarnir
Hafrún og Sólberg fóru í einn róður í
vikunni og komu inn með um 700 kg
hvor. Togarinn Gullver landaði 75
tonnum og skiptist sá afli á Raufar-
höfn, Bakkafjörð og Þórshöfn.
Austurland:
Á Austfjörðum hafa menn einbeitt
sér að síld og loðnu eins og undan-
farnar vikur. Þar hefur verið frekar
leiðinleg tíð uppá síðkastið.
Á Djúpavogi hefur enginn bol-
fiskafli verið, bara rækja og síld.
Sunnutindur er á rækju og landar á
Djúpavogi þar sem rækjan er unnin
og seld til Bretlands.
Svipaða sögu er að segja frá Höfn
í Hornafirði og hefur verið landað
þar yfir 3000 tonnum af síld síðustu
daga. Togarinn Þórhallur Daníelsson
fór í siglingu í fyrradag en Freyr seldi
í Hull og Grimsby í gær og fékk
þokkalegt verð fyrir aflann sem var
þorskur, eða 51,70 kr. á kílóið.
Á Austfjörðum hefur verið nóg að
gera í loðnu og síld, en gæftir hafa
verið lélegar fyrir smærri bátana.
Austfjarðartogararnir sigla því með
sinn afla. Otto Wathne sigldi til
dæmis með 147 tonn af þorski og fékk
fyrir það um 47 kr. á kílóið.
Suöurland:
Frekar dræm veiði hefur verið hjá
togurunum að undanförnu. Þrír hafa
landað í vikunni, Sindri 100 tonnum,
Halkion 75 t. og Vestmannaey 90 t.
Vinnan í Eyjum snýst því að mestu
um síldina. Fjórir síldarbátar lönd-
uðu í gær; Barði 130 t., Dalarafn 90
t., Glófaxi 60-70 t. og Valdimar
Sveinsson 150-160 tonnum. Tveir
síldarbátar höfu landað fyrr í vikunni
og von var á fleirum í dag. Trollbátar
landa sínum afla öllum í gáma til
útflutnings.
í Þorlákshöfn hefur verið mikið
gæftaleysi að undanförnu og því sára
lítil vinna þar til síldin tók að berast
þangað í vikunni, 277 tonn og 110 t.
sem Jóhann Gíslason ÁR landaði í
gær. í dag er síðan von á einum 5-6
síldarbátum að austan og því nóg að
gera næstu daga. Þorlákshafnarbúum
þykir veðrið hafa sett leiðinda strik í
(síldar)reikninginn, þar sem bátarnir
þeirra hafa orðið að landa á Aust-
fjörðum vegna veðurs þar til nú. Sem
dæmi um gæfta- og aflaleysi síðustu
viku má nefna að 7 bátar lönduðu
samtals aðeins um 28 tonnum alla
vikuna.
Reykjanes:
Á Reykjanesi hefur veðrið sett
strik í veiðar síðastliðinn hálfan mán-
uð eða svo. í Grindavík var síldar-
löndun góð og menn bjartsýnir þó
þeir hefðu misst af síldarævintýrinu í
ár. Þar hafa komið um 100-200 tonn
úr sjó annan hvern dag undanfarið. I
Keflavík og Njarðvík var lítið að
frétta, 2 bátar eru á línu, og koma inn
með 2-3 tonn mest, 5-6 bátar á netum
og koma þeir inn með frá 100 kílóum
til 2-3 tonna. í Hafnarfirði er góð
atvinna og nóg að gera. Togarar
koma daglega með 100-120 tonn hver,
mest þorsk og karfa. í Reykjavík eru
menn fremur bjartsýnir, sögðu vera
ágætis fiskirí. Hjá BÚR hefur komið
reytingur af karfa, nóg til vinnslu , og
sæmilegt magn miðað við árstíma.
Ásgeir RE kom inn með 110 tonn í
morgun hjá ísbiminum og koma
togararnir þar með um 100 tonn á
dag. Togarar Hraðfrystistöðvarinnar
eru í siglingu og selja á erlendum
markaði.
Vesturland:
Haustvertíðin hefur gengið illa á
Vesturlandi. Bátar sem stunda drag-
nótaveiðar hafa síðustu daga verið að
kroppa þetta 200 kíló og upp í tvö
tonn. Sömu sögu er að segja af
línuveiði og netum. Ótíð hefur verið
mikil og smærri bátar hafa lítið róið á
Snæfellsnesi. Togarinn Krossavík
landaði 140-150 tonnum af þorski á
Akranesi í gær. í síðustu viku komu
rúm 65 tonn af bolfíski á land í
Ólafsvík. Þar af átti togarinn Jökull
18 tonn. Eftir að Hraðfrystistöðin
hætti að taka við afla, á miðvikudag
fyrir rúmri viku hefur aflinn verið
unninn í verkunarstöðvum í nágrenn-
inu. Eins dauði annars brauð. Grund-
firðingar og Hólmarar hafa haldið sig
eingöngu við skelina, og voru 13
bátar frá Stykkishólmi að veiðum í
gær og 6 frá Grundarfirði.
DAGANA
IJl'l HELGINA
LJúfmeti af léttara taginu
verður á boðstólum; hvers konar ostar,
auk margra forvitnilegra rétta sem bárust í samkeppnina um
„Bestu uppskriftirnar ’85“
„Bestu uppskriftirnar '85"
Við kynnum nýjan glæsilegan bækling með fjölda uppskrifta
úr samkeppninni.
MtÍUtMr
SJÁVAKIUVIIIK
SJÁVARRÉTTUR „A LA SOFFIA’
I.ÍÍXUSFlSKRÉrrtlH
KOLI ÚTOERÐARJ*IANN«'
805 H rrMfi! 09 5iwrn> i
V*l •! uAjm * .KW 8 lrn*)i
xvct-ir ícckW.1 * l li.iM>r
* L'2 SlíAtiunur. 5df-<titia • r> ) ,ci
;:l c.iiiy, * ; 3>*n ýurU
5ö»ki> * : i pipriw. «><wa *
3 fnxui íkarjr l *
(jm oi»1)í> fncmn » t >' <1 i-.int
<Í4 ikúlt:»l(5CT> * FJ t hfc s-> 1 *
t-í Wv •
I.'2 t>k p.Ji;iisiKWt * ) IM. Urcl
» I >i t»k M.pUuKU'-
Mcimí ÍMÁOg fcfcbV»M» t MVt'fl
fcimí (V!p»ikaKiii, guaotwwm 09
»«*>■» * tóo a fct>na«s«iúsfcuf *
m * IOCki * KO3 rtaswf t
Isuiett * i »w3 c3» gtMi pipúKa *
Í0 8 ívcppri taslei.
fcKrW)Bt.V1U\
l tit, tóíl * i We fcvíwr pi.w * \fl t»k.
* t'? Mk. fíxvlircií prrcwacjte * IO
SÖSA
105 s tKppmlttt • ICO <t MCtjM»Ui
*Cinjii> * 4 n<
tr.tfcon » IW) <j
03 iwpp''
i 3*11*8»
HifceS xitjöfí, S<*>i3 ItvK pa?ii»
í i tKiloia? »irtðlinu. SseriS ýrjn.t
ng n.M >n:n <Jm i intmt
i 4ut»u» i»9 Ut;8 þntta fcnen*
ifctcre. Síljií tJÁUI»»tiw uy
Vt.»ki> út > cj Ut»tx P»
Kttur át < 03 tátia
Lnií tft. |Drr.!» ttetítftxi
Itonaiit jt i tíisiuaií 11-3 <*<n
Bend irttitin fram mrJ <íWbMl(i:
■rijóntm «8 «.».*. íti054i<ili vjj
StUubtíaíi.
ímifS. BtiatiiJ IuiaKíIkp sotiuR t hoil* fifl (.ririiá hrtm
irc.mrm *rti ll<fcioi
Vtjll Mtsno. cúrntjúlfciM í*:3u rjóiC4Rn tJ»:i*lniA
ijétTfcúm «8 ataanyinn tS fctytklinu i sMI ng fcrtrriít v<i
síim? ttriiiá áwfc yl'.t ííXr'j i fc»rim: »g M»Jí5 »íf'i;-
M-.iewt- yi > tfcifcW í ofuf f.i fXTv ( Í5-A? min
• Sfctcifíií réitlnif wcS fimðhim 09 siixÍRum ng fcerW
fcjtnR fr»rr. m<>5 tnttt»ufc*hr»u.V.
Kynntu þér íslenska gæðamatíd
Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins
á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni.
Ostameistararnir verða á staðnum og sitja fyrir svörum, um allt sem
lýtur að ostum og ostagerð, og bjóða þér að bragða á ostunum sínum.
Ostar á kynningarverði
Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið.
OPIÐ HÚS
kl.I-6
laugardag 8t sunnudag
“ að Bitruhálsi 2
x
*
3
<
Verið velkomin
OSTA-OQ
(D
SMJÖRSALAN