NT - 01.11.1985, Blaðsíða 4

NT - 01.11.1985, Blaðsíða 4
r æ Föstudagur 1. nóvember 1985 4 J Fréttir Splunkunýtt unglingaleikhús: Veit mamma hvað ég viH? útileikhús í dag en flóamarkaður á morgun í Galdraloftinu, Hafnar stræti 9 ■ Höfuðborgarbúar hafa eignast nýtt leikhús-ungl- ingaleikhúsið Veit mamma hvað ég vil? og það er víst ðhætt að segja að ungling- arnir séu að springa af áhuga ogeldmóði. I dagætlaþau að standa fyrir útileikhúsi á svæðinu milli Hlemms og Lækjartorgs bæði til að vekja athygli á leiktelagi sínu og flóamarkaði sem þau halda á morgun svona til að öðlast einhvern pening sem getur staðið undir rekstrinum til að byrja með. En það er fleira að gerast hjá krökkunum. Þau hafa nú tekið á leigu upp á háalofti að Hafnarstræti 9 sal sem Sigrún Valbergsdóttir framkvæmda- stjóri Bandalags íslenskra leikfélaga leigir og í salnum geta þau æft og líklega haldið sýningar í. „Salurinn sem hefur hlotið nafnið Galdra- loftið er himnasending á þessum síðustu og verstu tímum,“ segja krakkarnir og bæta því við að eins og hún Helena sagði á fyrsta fundi eftir framhaldsstofnfund þá eru það forréttindi sérhvers leikhúss að eiga eða hafa húsnæði til afnota. „Salurinn á að vísu eftir að taka stakkaskiptum áður en farið verður að æfa í honum," sagði Sigrún Valbergsdóttir á fundi sem krakkarnir héldu með fréttamönnum í vik- unni. Og krakkarnir fara að æfa á næstunni. Að sögn Vilhjálms Hjálmarssonar formanns stjórnar Ieikfélags- ins ætla þau að reyna að frumsýna fyrstu leiksýningu sína um mánaðamótin janú- ar-febrúar. „Það er mjög lík- legt að Guðrún Gísladóttir verði leikstjóri þeirrar sýn- ingar en hún mun líka að- stoða okkur við val á leik- riti“. Krakkarnir vildu taka skýrt fram að leikfélagið væri öllum opið, þetta væri alls engin klíka. Sjálf eru þau á aldrinum 14-21 árs en enginn aldurstakmörk væru fyrir inngöngu í félagið. Stofn- fundur félagsins var haldinn í vor en framhaldsstofnfundur í haust og þegar liafa 82 unglingar látið skrá sig í leikhúsið. 7 ■ Það vantar ekki áhugann og orkuna í meðlimi nýja leikfélagsins sem höfuðborgarbúar hafa eignast - unglingaleikhúsið Veit mamma hvað ég vil? Þau ætla í dag að standa fyrir útileikhúsi á Laugaveginum og á morgun ætla þau að halda dýrindis flóamarkað þar sem verða meðal annars á boðstólum leðurvörur frá vcrsluninni Pilot. Hér eru þau stödd á Galdraloftinu þar sem þau hafa æfíngaraðstöðu og sýningaraðstöðu síðar meir. Frá vinstri: Sigrún Valbergsdóttir framkvæmdastjóri BÍL, Birna Imsland, Arni Eiríkur Bergstcinsson, Anna Karlsdóttir, íris Sveinsdóttir, Vilhjálmur Iljálmarsson, Már W. Mixa og Kristinn Pétursson. NT-mynd: Sverrir Sýnishorn af verkum svissnesku listamannanna í Nýlistasafninu. NT-mynd: Árni Itjarna.. Nýlistasafnið: Svissnesk listaverk ■ Sýning á verkuin átta svissn- eskra listamanna er að hefjast í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Sýning þessi er tilkomin vegna blómlegra samskipta ís- lenskra og svissneskra lista- manna undanfarin ár. Hingað til lands hafa koinið nokkrir svissneskir listamenn og haldið námskeið við Myndlista- og handíðaskóla íslands, í leiðinni hafa sumir haldið sýningar á verkum sínum m.a. í Nýlista- safninu. Þá hefur íslenskum listamönnum oftar en einu sinni boðist tækifæri til að sýna verk sín á svissneskri grund og enn aðrir hafa haldið þangað til námsdvalar. Allir þeir listamenn sem sýna á þessari sýningu eru innan við fertugt og telja aðstandendur sýningarinnar að hún gefi nokkra ntynd af því hvað sé um að vera í svissneskri myndlist í dag. Þrír þessara listamanna hafa verið hér á landi, en cinn þeirra kentur Itingað í vor og heldur námskeið við MHl. Sýn- ingin opnar kl. 8.00 á föstudags- kvöld. Húsgagnaiðjan Hvolsvelli: Samvinna við útlönd ■ Húsgagnaiðjan Hvolsvelli hefur brugðist við aukinni sam- keppni á íslenskum húsgagna- markaði, með því að Iterða sífellt kröfur um framleiðslu- gæði, og jafnframt tekið upp aukna framleiðslusamvinnu við erlend húsgagnafyrirtæki. Þau fyrirtæki erlendis sem Húsgagnaiðjan á samvinnu við er norska fyrirtækið Ekornes, sænska fyrirtækið Ulferts og danska fyrirtækið Flemming Hvid Möblerarkitektfirma, og samkvæmt leyfi frá þeim fram- leiðir hún ýmiskonar húsgögn sem ella væru alveg framleidd erlendis og síðan flutt inn. Þessi fyrirtæki tlytja bæði mikið út og húsgögn þeirra eru framleidd í ýmsum öðrum lönd- um en heimalöndunum. Með sam- vinnunni við Húsgagnaiðjuna Hvolsvelli hefur Island bæst í hóp framleiðslulandanna, í stað þess að vera einungis innflytj- andi húsgagna frá þessum kunnu erlendu fyrirtækjum. Hefur Húsgagnaiðjan lagt mikla áherslu á að kynna þessa framleiðslu sína og gerðir hafa verið tveir litprentaðir bækling- ar þar sem gerð er ítarleg grein fyrir framleiðslunni. Annar fjallar um húsgögn frá Flemm- ing Hvidt Möblerarkitektfirma er hinn um Ekornes/Ulferts hús- gögnin og hefur honum verið dreift til allra heimila og fyrir- tækja í landinu. Hjá Húsgagnaiðjunni Hvols- velli vinna nú 17 manns og fyrirtækið er því mikilvægur hlekkur í atvinnulífi á Hvols- velli. ■ Sýning á húsgögnum úr nýútkomnum bæklingi Húsgagnaiðj- unnar stendur nú yfir í JL-húsinu, Hringbraut 121 Reykjavík, og er þessi stóll þ.á.m. Lífláti hótað í keðjubréfi ■ Keðjubréf með óhugnan- legum hótunum um dauða og limlestingar hafa verið'á ferð- inni upp á síðkastið. í bréfinu er viðtakanda hótað að hann geti átt von á dauða sínum ef hann geri ekki það sem boðið er í bréfinu. Fylgi hann hins- vegar fyrirmælum mun gæfan blasa við honum. Eitt slíkt bréf kom nýlega í póstkassann hjá Önnu Stein- arsdóttur á Kópaskeri. Hún sagði í samtali við NT að bréfið, sem er á ensku, hafi verið póstlagt á Ólafsfirði. Þar þekkir hún engan. Anna er staðráðin í því að slíta keðj- una. Hún sagðist ekki vera hrædd við þessar hótanir, en bréf af þessari gerðinni vekti hinsvegar reiði hennar sagði hún. Bréfið segir að viðtakandi skuli senda tuttugu önnur bréf til þess að viðhalda keðjunni. Engri umbun er lofað í bréf- inu. umfram það að sá sem fylgir fyrirmælunum mun verða lukkunnar-pamfíll í framtíðinni. í niðurlagi bréfsins er sagt frá því hvað hafi komið fyrir þá einstaklinga sem slitu keðj- una. Þeir misstu vinnuna, kon- una og jafnvel lífið. Öll nöfn þeirra sem fyrir óláninu urðu eru ensk. Anna sagði að það væri augljóst að enginn gæti haft hagnað af slíkum bréfum nema þá Póstur og sími.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.