NT - 08.11.1985, Blaðsíða 1

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYINENGLISH SEEP. 7 BÚR og isbjörninn í borgarstjórn: Sameiningin samþykkt Hlutabréf Reykjavíkurborgar boðin til sölu ■ Meirihlutinn í borgar- stjórn samþykkti í gær samein- ingu Bæiarútgerðar Reykavík- ur og Isbjarnarins fyrir sitt leyti. Minnihlutinn lagðist al- farið gegn sameiningunni en þegar harðar deilur höfðu stað- ið í 3 klukkustundir bar Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra og borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, fram tillögu um að eftir sameiningu fyrir- tækjanna byði Reykjavíkur- borg 75% hlutafé sitt í Búr- birninum einstaklingum og fyrirtækjum til sölu. Sameiningin verður hins vegar ekki endanlega í garð gengin fyrr en hluthafafundur Isbjarnarins hf. hefur sam- þykkt samninginn fyrir sitt leyti. Harðar deilur urðu á fundin- um urn sameininguna. Sigur - jón Pétursson, Alþýðubanda- laginu, gagnrýndi harðlega alla málsmeðferð og sagði forsend- ur fyrir sameiningunni haldlitl- ar. Hann bar síðan fram harð- orða bókun frá fulltrúum minnihlutans. Kristján Ben- ediktsson, Framsóknarflokkn- um, sagði að mál þetta væri stærsta mál sem borið hefði á góma í tíð núverandi borgar- stjórnar og þótt lengra væri liðið. Allt pukrið og öll leyndin sem hvílt hefði yfir málsmeð- ferðinni væri nóg eitt og sér til að leggjast gegn sameining- unni. Guðrún Jónsdóttir, Kvennaframboðinu sagði að samningurinn milli fyrirtækj- anna væri illa unninn og líkti honum við „boomerang" sem myndi hitta borgarstjóra harkalega aftur. Samningurinn var síðan samþykktur að viðhöfðu nafnakalli að kröfu fulltrúa minnihlutans. En að því búnu var tillaga Alberts Guðmunds- sonar samþykkt. Heimsmeistaramótið í kraftlyftingumc Kári fékk silfrið - var 7 1/2 kg frá heimsmeti ■ Kári Elísson varð í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á heims- meistaramótinu í kraftlyftingum sem háð var í Helsinki í Finnlandi í gær. Kári setti einnig tvö ný íslandsmet, í bekkpressu og samanlögðu. Endanlegt íslands- met Kára í bekkpressu var 167!ó kg og 660 kg í samanlögðu. Kári fór halloka fyrir Bretanum Pengelly sem lyfti 667'/2 kg og setti þar með nýtt heimsmet en vann hinsvegar Jan Thys frá Belgíu, sem veitti honum harða keppni um annað sætið, en lyfti samanlagt 647V5 kg. ■ Það var glaðbeittur hópur bama sem renndi sér á fyrsta skautasvellinu á Tjöminni í gær. Vetur konungur hefur í för með sér ný leiktækifæri og sjálfsagt er að nýta þau, á meðan færi gefst. NT-mynd: s»emr Aðalfundur LÍÚ: Markaður kvóti til tveggja ára ■ Mjög skiptar skoðanir voru á aðalfundi LÍU í gær, um fiskveiðistefnuna og veiði- takmarkanir. Meirihlutinn styður frumvarp Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráð- herra kvótafrumvarpið svo- kallaða í megindráttum, en greindi á unt gildistíma lag- anna. Niðurstaðan virðist sú að lagt verður til að markaður verði kvóti til tveggja ára í stað þriggja eins og frumvarp- ið gerir ráð fyrir. Alit minnihlutans vakti mikla athygli, en hann leggur til að fiskveiðistefnan verði mörkuð til fimm ára. Það var Bjarni Grímsson, frá Þingeyri, sem mælti fyrir álitinu, en að því standa Vestfirðingar, Snæfellsnesingar og einn Reykvíkingur. Hugmyndin byggist á því að aflanum verði skipt eftir teg- undamarki, sem er ákveðin útfærsla á skrapdagakerfinu og að sögn Bjarna minnir útfærsl- an um margt á sóknarmarks- leiðina. Bjarni sagði að hug- myndin gengi út á það að smíðaður yrði ákveðinn ramrni um fiskveiðistefnuna til þess að jafna út aflasveiflur milli ára. Gert er ráð fyrir að árlega verði leyft að veiða um 320-380 þúsund lestir af þorski, sem er mjög nálægt meðal þorskafla á Islandsmið- um frá 1950 til 1985. Spenna í Moskvu Moskva/Rcutcr ■ Nú ríkir mikil spenna í Moskvu því 23. skák þeirra Karpovs og Kaspar- ovs endaði með jafntefli og er nú staðan í heims- meistaraeinvíginu þannig að Kasparov hefur 12 vinninga en Karpov 11 og þarf því að vinna síðustu skák einvígisins til að halda titlinum. Karpov hefur hvítt í síðustu skák- inni. Harður heimur okurlána: Gengur aðalokur- lánarinn enn laus? gæslufanginn aðeins milliliður, segja heimildir NT Norðurlandameistari: Agdestein vann ■ Simon Agdestein varð Norðurlandameistari í skák í gær- kvöld eftir einvígi við þá Helga Ólafsson og Jóhann Hjartarson í Gjövik í Noregi. Síðasta skák einvígisins var tefld í gær en þá lagði Agdestein Jóhann að velli og varð efstur og jafn Helga Ólafssyni með þrjá vinn- inga, en samkvæmt samþykkt Norræná skáksambandsins réð stigalala Norðurlandamótsins í sumar úrslitum og það dugði Agdestein til að hljóta titilinn eftirsótta. ■ Sjálfstæður atvinnurek- andi sem fékk okurlán, hjá manni, nátengdum þeim sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um okurlánastarfsemi, greiddi 300% ársvexti af lán- inu. Hann tók lán að upphæð ein milljón króna og eftir árið var hann búinn að greiða sem samsvaraði fjórum milljónum. Lántakandinn hefur nú misst fyrirtæki sitt, og mun vera að missa íbúðina. Heimildir NT segja að menn sem tengdir eru Hermanni Björgvinssyni, sem situr í gæsluvarðhaldi, séu þeir menn sem rekið hafa okurlánastarf- semina og fjármagnað hana. Þá segja þessar sömu heimildir að maðurinn sem nú er til yfirheyrslna sé einungis milli- liður fyrir þá sem bera þunga- viktina í þessu máli. Ákveðin nöfn hafa verið nefnd við NT. Þessi nöfn voru borin undir Þóri Oddsson vara- rannsóknarlögreglustjóra. „Ég hef tekið þá stefnu að tjá mig ekki um einstök atriði, hvort þau eru rétt eða röng. Þá er maður farinn að tjá sig um málið og það er ekki tímabært. Við staðfestum ekki nein nöfn þegar rannsókn er svo skammt á veg komin,“ sagði Þórir. Innheimtuaðgerðir eru harðsvíraðar á okurlánamark- aðinum íslenska. Hótanir um líflát og ýmisskonar kvalafull- ar líkamsmeiðingar eru við- hafðar. Pað er sennilega á- stæðan fyrir því aðekki hafa fleiri kært okurlána- starfsemina. Bílar voru teknir upp í greiðslu og m.a. ekur fjölskyldumeðlimur gæslu- fangans um á bíl sem tekinn var uppí afborgun af okurláni. Matvælafyrirtæki það sem getið var um í frétt NT í gær, er í úthverfi borgarinnar, en ekki í miðborginni eins og ranglega var sagt. Fyrirtækið hefur um skeið rekið milliliða- laus viðskipti við bændur. Að- ild fyrirtækisins að okurlána- málinu er tuttugu milljón krónur sem voru í veltu hjá Hermanni Björgvinssyni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.