NT - 08.11.1985, Blaðsíða 2

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 2
Föstudagur 8. nóvember 1985 2 AIDS: Fordómar og ofsóknaræði? ■ Sprettur upp alda fordóma og ofsókna í kjölfar frétta af ónæmistæringu eða AIDS, verða kynhverfir útilokaðir frá þátttöku í samfé- laginu? Þessi virðist ætla að verða raunin hér á landi, en eins og fram kemur í frétt hér á síðunni var Guðna Baldurssyni, föstum viðskiptavini sund- laugarinnar á Hótel Loftleiðum, vísað frá vegna hræðslu annarra við sýkingu. Þá er einnig greint frá því hér á síðunni, að hræðsla við smit í sundlaugum er að öllu leyti ástæðulaus, að sögn borgarlæknis. Pá er rétt að benda á að þrátt fyrir að forstigseinkenna veikinnar hafi orðið vart hér á landi, hefur enginn enn veikst af Aids. Borgarlæknir: Óttinn við smit í sundi ástæðulaus ■ „Það cr algjörlega óþekkt að smit hafi átt sér stað í sundi og menn geta því alveg veriö rólcgir varðandi sundstaði hvað smitun af Aids snertir," sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir þegar hann var inntur eftir smit- hættu af Aids. „Smit af umræddum sjúkdóm gerist ekki með öðrum hætti en frá blóði til blóðs eða þá frá vessa til blóðs. Jafnvcl þó að þessar veirur væru í vatni svo sem í sundlaug og menn gleyptu þær þá væri ekki hætta á ferðum. Það þarf að eiga sér stað miklu nánari snerting til að srnit geti átt sér stað svo sem við samfarir. Það hefureinnig verið bent á að jafnvel kossar væru hættulausir þó svo að annar aðilinn hefði veiruna í sér. Ekk- ert bendir til þess að smitleið þessa sjúkdóms sé mcð öðrum hætti en þcgar hefur verið lýst og menn geta því áhyggjulausir stundað sitt sund rétt eins áður.“ ■ Guðni Baldursson: „Það sem er sárasf er að fólk skuli nota tilvist þessa sjúkdóms til að réttlæta misrétti á þennan hátt. Var ekki hleypt ofaní laugina - á þeirri forsendu að hann væri hommi og því trúlega með Aids ■ Skúli G. Johnsen borgarlæknir: „Óþekkt að menn hafí smitast í sundi.“ ■ „Já það er rétt að hommar á íslandi hafa þegar orðið fyrir barðinu á alls kyns fordómum sem upp hafa komið í kringum sjúkdóminn Aids. Mér hefur til dæmis verið meinaður aðgangur að sundlauginni á Hótel Loft- leiðum á þeirri forsendu að ég væri hommi. Mér var sagt að þeir vildu ekki missa kúnna vegna hræðslunnar við Aids.“ Þessa sorglegu sögu hafði Guðni Baldursson hagfræðing- ur hjá Hagstofunni að segja þegar hann var spurður um fordóma í tengslum við Aids- umræðuna. Guðni er formaður Samtakanna 78, félags homrna og lesbía. Hann er einn þeirra sem gengið hefur fram fyrir skjöldu eða komið úr felum eins og það heitir. „Ég er búinn að stunda laug- ina á Loftleiðum í mörg ár en í sumar fór ég að taka eftir því að starfsfólkið sem sér um laugina fór að verða undarlega ókurteist Síminn stoppar ekki ■ Kristján Erlendsson læknir situr við símann á skrifstofu sinni á Landspítalanum á þriðjudögum og fimmtudögum á milli klukkan 13 og 14. Síminn hringir stöðugt og Kristján veitir upplýsingar um Aids og leiðbeinir fólki. Marg- ir þeirra sem hringja eru karl- tnenn sem legið hafa með gleðikonum og eru hræddir um að þeir hafi smitast af Aids. Aðrir eru í hinum svo- kölluðu áhættuhópum eða eru einfaldlega að afia sér upplýs- inga. Það virðist næg þörf fyrir þessa símaþjónustu því síminn þagnar ekki. Símanúmerið er 622280 og við hringdum fimrn eða sex sinnum á fyrrgreindum tíma í gær og náðum aldrei sambandi. Það var alltaf á tali. Eftir tímann króuðum við Kristján af og fengum hann til að segja okkur ofurlítið af þessari þjónustu. „Þetta er þriðji dagurinn sem við veitum þessa þjónustu og þetta fór rólega af stað en hefur stöðugt verið að aukast. Það eru bæði karlmenn og konur sem hafa samband þó svo að karlmennirnir séu held- ur fleiri. Ég bið fólk að segja mér af hverju það hringi og þá ■ kemur yfirleitt í Ijós hvernig í málinu liggur. Ég leiðbeini fólki síðan á grundvelli þeirra upplýsinga sem það lætur í té. Flestir sem hringt hafa eru einkennalausir en ég tel rétt að flciri fari í blóðrannsókn en færri, sé um einhver vafaatriði að ræða. í þá þrjá daga sem við höfum veitt þessa þjónustu hafa tæplega fimmtíu manns hringt og nú er ætlunin að svara líka í símann á milli klukkan 18 og 19 á þriðjudög- um. Ég hvet fólk eindregið til að notfæra sér þessa þjónustu ef það er í einhverjum vafa og ef það nær ekki sambandi við fyrstu tilraun að reyna þá aftur“ Það eru læknarnir Haraldur Briem og Sigurður Guðmunds- son á Borgarspítalanum og Sigurður B. Þorsteinsson og Kristján Erlendsson á Land- spítalanum, viðmælandi okkar, sem standa að baki þeirri þjónustu sem hér um ræðir. Kristján sagði að það væru fyrst og fremst sögulegar forsendur fyrir því að skil- greina sjúkdóminn Aids á þann hátt að sá maður sem hefur niðurbrotið ónæmiskerfi og er með sýkingu sé með sjúkdóminn. Hann benti einn- ig á að talið væri að aðeins um 10 prósent þeirra yrðu alvar- lega veikir eða létust. Menn geta þvf auðveldlega gengið með þessa veiru í sér alla ævi. En allur er varinn góður og því er fólki sem grunar að það hafi á einhvern hátt komist í tæri við Aids-veiruna bent á að hringja í Kristján. Það kostar þá aldrei nema símtalið. ■ Kristján Erlendsson læknir á hringja eru einkennalausir.“ Landspítalanum: „Flestir sem NT-mynd: Svcrrir í minn garð. I fyrstu leiddi ég þetta hjá mér en í haust, þegar ég kom úr fríi erlendis frá; þá var mér sagt að ég fengi ekki að fara ofaní vegna þess að allt væri fullt. Ég sagðist þá bara hinkra þangað til eitthvað losn- aði en fékk að bíða þar til lauginni var lokað og þá var búið að hleypa mörgum fram- fyrir mig. Næst þegar ég kom spurði stúlka, sem þarna vinnur, hvort ekki væri búið að tala við mig. Nei, ég kannaðist ekki við það og þá sagði hún að þeir væru búnir að missa svo marga kúnna vegna hræðslunnar við ; Aids og að ég væri búinn að koma i fram í blöðunum. Ég fór þá beint heim og skrifaði hótel- stjóranum bréf, sem hann er reyndar ekki búinn að svara enn. Ég trúi þó ekki öðru en bréfi þessu verði svarað og ég verði boðinn velkominn aftur og beðist verði afsökunar á framkomu starfsfólksins. Þetta er ekkert einsdæmi og segir sína sögu. Það sem er sárast er að fólk skuli nota tilvist þessa sjúk- dóms til að réttlæta misrétti á þennan hátt. Samkvæmt þeirn upplýsingum sem liggja fyrir þarf miklu meira að koma til, svo smit eigi sér stað, en að menn baði sig í sömu sundlaug- inni. En ég óttast sem sagt að rniklu fleiri eigi eftir að verða fyrir barðinu á þessum fordóm- um, og misrétti sem hommar á íslandi eru beittir eigi eftir að aukast. Flestir hommar eru ekki undir þetta búnir og leggja því niður skottið þegar á þeim er brotið eins og ætlast er til. Það skortir töluvert á að umburðar- lyndi sé eins mikið hér á landi eins og í nágrannalöndunum. Islendingar eru fordómafullir og því verr undir þetta búnir en aðrar þjóðir. Ef til vill kemur þetta til vegna smæðar samfé- lagsins. Fólk þorir ekki öðru en að sitja og standa eins og það heldur að ætlast sé til af því. Á meðan þau viðhorf eru ríkjandi að það sé rétt að beita homma misrétti þá gerir fólk það hvort sem því finnst það rétt eða rangt. Ég tel að þetta breytist ekki fyrr en þeir menn sem eru í forsvari og almenningur tekur mark á tali hreint út og taki afstöðu gegn svona misrétti". Hvað afgreiðslufólkið sem þarna var að níðast á mér snertir þá get ég ekki sagt að ég sé reiður. Ég vorkenni því eigin- lega meira heldur en ég sé reiður út í það.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.