NT - 08.11.1985, Blaðsíða 23

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 23
Útvarp —sjónvarp TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 39 Lausnir sendist til: Rflcisútvarpsins RÁS 2 Efstaieiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan Tónlistar- krossgátan ■ Tónlistarkrossgátan held- sunnudaginn kl. 15-16. Stjórn- ur áfram göngu sinni á Rás 2 andi er sem fyrr Jón Gröndal. og verður næst á dagskrá á Nýræktin - tækifæri fyrir óþekktar hljómsveitir ■ í kvöld kl. 22-23 verður á Rás 2 þátturinn Nýræktin í stjórn Snorra Más Skúlasonar og Skúla Helgasonar. í prent- aðri dagskrá er til skýringar tekið fram að þátturinn sé um „nýja rokktóniist, íslenska og erlenda". „Aðalhugmyndin með þættinum Nýræktin er að gefa ungum, íslenskum svokölluð- um bílskúrshljómsveitum tækifæri til að koma nafni sínu á framfæri, þ.e.a.s. þeim hljómsveitum sem ekki eru farnar að gefa út ennþá, en það er eins og allir vita mjög dýrt fyrirtæki og ekki nema örfáir sem geta leyft sér það,“ segir Skúli Helgason. Þeir sem þannig er ástatt um geta sem sagt komið með efni sitt á spólum til stjórnenda þáttar- ins, sem koma því þá á fram- færi. í kvöld spila amk. tvær slíkar hljómsveitir í Nýræktinni. Önnur þeirra er Pass, í henni eru 3 strákar sem hafa spilað santan í 4 ár. Hin hefur tekið sér nafnið Simfix og er enn sem komið er jafndularfull og nafnið, en sennilega veit fólk eitthvað meira um hana eftir þáttinn. Hér í Reykjavík segir Skúli ■ Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason gefa óþekktum hljómsveitum tækifæri til að koma sér á framfæri í þættin- um Nýræktin. vera miklu meira til af þessum hljómsveitum en menn gera sér grein fyrir og vilja þeir félagar benda þeim á að hafa samband við sig, því að það væri í meira en nógu að snúast fyrir þá að ganga á hljóðin út um allan bæ til að hafa upp á þeim. Ekki síður vilja þeir hvetja slíkar hljómsveitir úti á landi til að láta vita af sér. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki að vita nema að í slíkri hljómsveit leynist súpergrúppa morgundagsins! Sjónvarp kl. 21.25: Herbert í Skonrokki ■ í Skonrokki í kvöld, sent byrjar kl. 21.25, verður meðal annars efnis' videóupptaka á lagi Herberts Guðmundssonar Can't Walk away, sem er á nýju plötunni hans Dawn of the Human Revolution. „Þetta er alveg æðisleg upp- taka," segir Haraldur Þor- steinsson, annar umsjónar- maður Skonrokks og dregur ekkert úr. Heiðurinn af þessari frábæru upptöku á Karl Ósk- arsson og Frostfilm, auk Her- berts sjálfs að sjálfsögðu og félaga hans, sem ekki eru af verri endanum. Auk Haralds hefur Tómas Bjarnason umsjón með Skon- rokki. ■ Upptaka á lagi Herberts er æðisleg. segir umsjónarmaður Skonrokks. Það er Karl Óskarsson semmundar upptökuvélina en fvrir miðri mynd er Herbert Guðmundsson söngvari. Föstudagur 8. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" eftir Ursulu Moray Williams. Sigríður Thorlac- ius þýddi. Baldvin Halldórsson les (10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur frá kvöldinu áður i umsjá Sigurð- ar G. Tómassonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. 10.40 „Ljáðu mér eyra“ Umsjón: Málmfríður Sigurðardóttir. (Frá Ak- ureyri) 11.10 Málefni aldraðra. Umsjón: Þórir S. Guðbergsson. 11.25 Morguntónleikar. Píanókvart- ett i Es-dúr op. 87 eftir Antonín Dvorák. Arthur Rubinstein leikur meðfélögum í Guarneri-kvartettin- um. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref“ eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (14). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Margrét Jóns- dóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Millu-Kobbi, steinsmiður í Skagafirði. Björn Dúason tekur saman og flytur fyrri hluta frásagnar sinnar. b. Af séra Birni Þorlákssyni og Páli Ólafs- syni. Jóna I. Guðmundsdóttir les þátt í samantekt Jóhönnu Björns- dóttur. c. Álfasaga úr Rauð- skinnu. Helgi Skúlason les og Sigriöur Ella Magnúsdóttir syngur Vísu álfkonunnar við lag Sigurðar Ágústssonar frá Birtingarholti. d. Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur syngur undir stjórn Sigurðar Þórð- arsonar. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags- ins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar a. „Villanelle" eftir Paul Dukas. Sören Her- mannsson leikur á horn og Horst Göbel á pianó. b. Sónata i a-moll D.821, „Arpeggione" eftir Franz Schubert. James Galway leikur eigin raddsetningu á flautu og Philip Moll á píanó. 22.55 Svipmynd. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 00.05 Jassþáttur - Tómas R. Einars- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 til kl. 03.00. Æf Föstudagur 8. nóvember 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Ásgeir Tómasson og Páll Þorsteinsson 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir 16.00-18.00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00 1 Hlé 20.00-21.00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stefánsson. 21.00-22.00 KringlanTónlistúröllum heimshornum. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 22.00-23.00 Nýræktin Þáttur um nýja rokktónlist, íslenska og erlenda. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23.00-03.00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1 Föstudagur 8. nóvember 19.15 Á döfinnl Umsjónarmaður Marianna Friðjónsdóttir. 19.25 Jobbi kemst í klfpu Sænskur barnamyndaflokkur í fimm þáttum. Óli er sex ára drengur sem á heima í Stokkhólmi. Óli á mörg leikföng en vænst þykir honum um tuskudýr sem hann kallar Jobba. Jobbi er mesti hrakfallabáikur svo að Óli verður hvað eftir annað að fá hjálp til að bjarga honum úr klípu. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision - Sænska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttlr og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magnússon. 20.55 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigur- veig Jónsdóttir. 21.25 Skonrokk Umsjónarmenn Har- aldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.05 Derrlck 23.05 Jónas verður 25 ára árið 2000 Frönsk-svissnesk bíómynd frá 1976. Leikstjóri Alain Tanner. Aðalhlutverk: Jean-Luc Bideau, Myriam Boyer, Jacques Denis og Miou-Miou. Myndin er um átta vini, karla og konur og samskipti þeirra. Þetta unga fólk er flest enn rótlaust en leitar jafnframt einhvers sem gefi lifinu gildi. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. 00.55 Fréttlr f dagskrárlok. Föstudagur 8. nóvember 1985 23 ■ Stefania Sandrelli fann lykilinn. Fallega fölblá Lykillinn ★★★ (The Key) Aöalhlutverk: Frank Finlay, Stefania Sandrelli, Franco Branciaroli, Barbara Cupisti Handrit, klipping, leikstjórn: Tino Brass Lengd: 105 mínútur Ítalía, 1984 Bönnuö yngri en 16 ára ■ Þessi djarfa mynd Tino Brass gerist í Feneyjum árið 1940. Nino (Frank Finlay) og Theresa (Stefania Sandrelli) hafa verið gift í 20 ár, en Theresa vekur enn þrá hans. Hann elur með sér villta kyn- óra, en fær ekki af sér að skýra henni frá þeim þar sem hún er afar siðavönd og íhaldssöm. Hann bregður á það ráð að halda dagbók í þeirri von að Theresa lesi hana. Hann tekur myndir af henni þar sem hún sefuroglímirþærinn íbókina. Theresa finnur lykilinn að bókinni og les hana full hneykslunar. Það er ekki fyrr en hún hefur átt ástarævintýri með tengdasyni sínum að hún sleppir af sér beislinu og lifir upp óra gamla mannsins. Myndin er byggð á sögu Junichiro Tanizaki, en hún tengir dónaskapinn listilega saman, sem sjaldgæft mun vera um hinar svokölluðu „djörfu“ myndir. Myndataka er veru- lega góð og fegurð Feneyja er nýtt til hins ýtrasta. Leikur er í góðu meðallagi, þó Frank Finlay beri höfuð og herðar yfir aðra leikara. Það er hálf- broslegt þegar Stefania Sand- relli ræðir við tvítuga dóttur sína sem gæti sem best verið móðir hennar. Tal fer helst aldrei saman við mynd hér frekar en í öðrum myndum ítala en það eru smá- munir. Tinto Brass hefur tekist að gera fölbátt meistaraverk fyrir bæði kynin. Lykillinn er djörf mynd, en ekki klámmynd, hún er áleitin en ekki smekklaus. MJA Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.