NT - 08.11.1985, Blaðsíða 13

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 13
 ÍTli Föstudagur 8. nóvember 1985 13 Ll J Fréttir \ ■ Framtíðarsýn yfir laxeldisstöð íslandslax hf. Það sem þegar er risið af því sem sést á myndinni er seiðastöðin sem sést lengst til vinstri og byrjaðar eru framkvæmdir á fyrsta laxeldishólfinu sem getur framleitt um 500 tonn á ári. Stöðin öll sem sést á myndinni gæti því framleitt 5000 tonn á ári þegar hún verður tilbúin. íslandslax: Reisa nýja laxeldisstöð - mun framleiða 500 tonn af laxi árlega ■ íslandslax hf. er um þessar mund- ir að hefja byggingu á nýrri laxeldis- stöð á jörðinni Stað, skammt vestur af Grindavík. Ætlað er að þegar stöðin er tilbúin geti hún framleitt allt að 500 tonnum af laxi á ári, og yrði hún þá sú langstærsta sinnar tegundar hér á landi, þess má geta að saman- lögð framleiðsia laxeldisstöðva á ís- landi á síðasta ári var eitthvað á annað hundrað tonn. „Þessi framleiðsla verður ekki komin í gagnið fyrr en árið ’87-88“ sagði Þórður H. Ólafsson fram- kvæmdastjóri íslandslax hf. í samtali við NT. „Þegar er búið að byggja 2300 fm seiðastöð í landi Staðar, þar eru nú um 150 þúsund seiði, sem munu ná gönguseiðastærð um mitt árið 1986, en þá er einmitt reiknað með því að eldisstöðin verði tilbúin, til að taka við þeim. Annars er hægt að framleiða í seiðastöðinni allt að 750 þúsund gönguseiðum á ári, sem þýðir um 2.500 tonn af laxi, og raunar er það stefna okkar að byggja svo stóra laxeldisstöð, í áföngum á komandi árum jafnvel enn stærri. Þessi eldisstöð sem nú er verið að reisa er því aðeins fyrsti áfangi að mun stærri stöð, en hún er jafnframt tilraun." Sagði Þórður ennfremur að jörðin Staður væri að öllu leyti mjög heppi- leg fyrir fiskeldi, þar væri gnægð af heitu vatni og ferskt vatn væri til í svo miklu magni að þar mætti ala 1,5 milljón gönguseiða. Mögulegt er síð- an að ná fullsöltum sjó upp úr víðum borholum niður við ströndina. Að lokum sagði Þórður að stefnan væri að laxinn sem framleiddur yrði í eldisstöðinni yrði fluttur út ferskur og er núverandi útflutningsverðmæti á lax um 150 milljónir króna. Fyrirtækið Islandslax er í eigu norska fyrirtækisins Norlax a/s að tæplega hálfu, en íslendinga að rúm- lega hálfu, þar ættu stærstan hlut SÍS, með 26% og Iceland Seafood Corp. með 13.5%. Fasteignamarkadurinn - íbúðabyggingamarkaðurinn: Veltir hann 17 milljörðum í ár? ■ Veltan í kaupum og sölum íbúða á fasteignamarkaðinum var um 7 milljarðar króna á síðasta ári sam- kvæmt útreikningum Fasteignamats- ins. Varla er rnjög fjarri lagi að þeir 813 þús. rúmmetrar íbúðarhúsnæðis sem lokið var byggingu á á árinu hafi kostað um 6 milljarða, þannig að íbúðamarkaðurinn í heild hafi verið um 13.000 milljónir króna. Miðaðvið verðlagshækkanir síðan gæti þarna verið um 17 milljarða króna (17.000.000.000 kr.) að ræða í ár, eða sem svarar þrem fjórðu hlutum af fjárlögum ríkisins á yfirstandandi ári. Um 7% allra íbúða á höfuðborgar- svæðinu eða 3.550 íbúðir voru seldar á síðasta ári samkvæmt gögnum Fast- eignamatsins og því til viðbótar 800 íbúðir annarsstaðar á landinu. Aætl- að söluverð þessara 4.350 eigna var um 7 milljarðar króna, þar af um 5.390 milljónir á höfuðborgarsvæðinu einu. Rúmlega þriðjung íbúðanna - um 1.480 - keyptu þeir sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð, en í hinum tilfellunum var fólk að skipta um húsnæði. Fyrstu íbúðirnar voru hins vegar yfirleitt minni þannig að til fjármögnunar þeirra kaupa fóru rúm- lega 26% af heildarupphæðinni, eða 1.840 milljónir króna. Af þessari upphæð er álitið að um 345 milljónir hafi verið sparifé kaup- endanna og um 790 milljónir hafi verið teknar að láni hjá lánastofnun- um. Um 245 milljónir er fé fengið með ýmsum öðrum hætti, en fjórð- ungurinn, um 458 eru yfirtekin lán og eftirstöðvabréf. Af þeim 5.160 millj. sem eru í veltunni hjá þeim sem skipta um húsnæði eru 55%, eða 2.837 millj. útborganir úr fyrri eign- um. Frá lánastofnunum fékk þessi hópur miklu minna (t.d. búinn að nota lífeyrissjóðslánin í mörgum til- fellum) eða um 590 millj. Eigið fé þessara 2.870 kaupenda var hins veg- ar um 175 millj. eða aðeins um 61 þús. krónur að ’ meðaltali hjá hverjum. Að mati Fasteignamatsins var láns- fjárþörfin á markaðinum um 1.900 milljónir króna, þar af um 860 hjá þeim sem áttu eign fyrir. Þá er miðað við 75% útborgun eigna eins og tíðkaðist í fyrra og enn í ár. Með því að útborgunin færðist almennt niður í 50% er hins vegar talið að lánsfjár- þörfin lækkaði um rúman 1 milljarð, niður í 870 milljónir króna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.