NT - 08.11.1985, Blaðsíða 18

NT - 08.11.1985, Blaðsíða 18
Sovétmenn sigruðu eftir harða keppni - við Kínverja ■Artemov og Kroll voru stigahæstir -Tong Fei fékk 10 á slá ■ Dmitri Belozerchev var ekki með í Montreal enda fótbrotinn. Sovétmenn sigruðu samt. Heimsmeistaramótið í fimleikum: ■ Sovétmenn sigruðu í karla- flokknuni á Heimsmeistaramót- inu í fimleikum sem haldið er í Montreal í Kanada um þessar mundir. Kínverjar voru í öðru sæti eftir að hafa sýnt frábæra tækni í frjálsu æfingunum. Eftir skylduæfingarnar sem lauk fyrr í vikunni höfðu Sovét- menn örugga forystu og virtist fátt geta komið í veg fyrir sigur fyrrverandi heimsmeistarans Yuri Korolev og félaga hans í hinu stórgóða Sovétliði. En er kom að frjálsu æfingunum fóru Kínverjar á kostum, en þeir höfðu vermt fjórða sætið eftir fyrri hluta keppninnar. Fremstir í flokki Kínverja voru Tong Fei og Doo Li Ning. Hinn 24 ára gamli Tong Fei byrjaði að fá 10 í einkunn eftir snilldarlega útfærslu á sláar- æfingum, en við það færðust Kínverjar beint í annað sætið. En Korolev-yfirleitt nteð 9,85 í einkunn - ásamt stigahæsta ein- staklingi mótsins Valdimir Ar- temov leiddu þó sovéska liðið til sigurs að lokum. Sovétmenn geta verið ánægð- ir með þennan sigur því flestir bjuggust við að Kínverjar myndu verja titil sinn, sem þeir unnu af Sovétmönnum 1983 í Búdapest. Sú skoðun styrktist rétt fyrir mótið þegar besti fim- leikamaður heims, Dmitri Bel- ozerchev, fótbrotnaði í bílslysi. En eftir laka frammistöðu heimsmeistaranna í skyldu- æfingunum var nánast útséð um að kraftaverk þyrfti til ef Kín- verjum ætti að takast að verja titil sinn á mótinu. Kínverjar hafa gagnrýnt mjög tilhögun mótsins en þeir þurftu að framkvæma sínar skyldu- æfingar að morgni meðan So- vétmenn fóru í gegnum sínar síðdegis. Kínverjar hafa mikið til síns máls því munur er á keppnisformi á þessum tímum eða eins og þjálfari kínverska liðsins Zhang Jian orðaði það: „Ef fimleikamaður fær 9,60 að morgni getur hann fengið 9,90 síðdegis." Úrslit í flokkakeppninni urðu annarrs þessi: 1. Sovétrikin............. 585.65 stig 2. Kína................... 582.60 stig 3. Austur-Þýskaland .... 581.05 stig 4. Japan................. 579.70 stig 5. Ungverjaland .... 569.65 stig 6. Vestur-Þýskaland .... 567.35 stig 7. Kúba............. 564.25 stig 8. Ítalía........... 563.30 atig 9. U.S.A............ 563.00 stig 10. Frakkland........... 562.60 stig 11. Kanada................ 559.45 stig 12. Bugaría ......... 557.95 stig 13. Suður-Kórea ..... 556.95 stig 14. Sviss............ 552.15 stig 15. Spánn............ 551.85 stig í einstaklingskeppninni var Vladimir Artemov efstur eins og áður sagði en jafn honum var A-Þjóðverjinn Sylvio Kroll. Báðir fengu 58,9 stig. Yuri Kor- olev var síðan þriðji rneð 58,75 stig. ■ Þótt hann sé stressaður hér að ofan vill Lattek halda áfram. Lattek áf ram - hjá Bayern Múnchen ellegar einhverju öðru liði ■ Udo Lattek sem er þjálfari Lattek er 50 ára og hann hefur Bayern Múnchen v-þýsku gert Bayern og „Gladbach" að meistaranna í knattspyrnu hefur þýskum meisturum í alls sex ákveðið að hann ætli að halda sícipti auk þess sem hann hefur áfram að þjálfa lið í að minnsta gert félög að Evrópumeisturum kosti tvö ár til viðbótar. „Hvort í þrígang. Hann var eitt tímabil ég verð áfram með Bayern er hjá Barcelona á Spáni og þá óvíst en ég er spenntur fyrir Urðu þeir Evrópumeistarar Ítalíu og Spáni,“ sagði Lattek í bikarhafa. samtali við fréttamann Reuters, Evrópukeppnin í handknattleik: Föstudagur 8. nóvember 1985 18 Valur mætir Lugi - á sunnudagskvöldið í Höllinni - „Erfiður leikur“ segir Stefán Gunnarsson ■ „Þetta lið hefur staðiö sig vel á útivelli í Evrópukeppnum þannig að viðureignin hér hcima verður geysilega erfið,“ sagði Stefán Gunnarsson, liðstjóri Vals og fyrrverandi drifkraftur í „mulningsvélinni" frægu hjá Valsmönnum, en handknatt- leiksmenn Vals mæta sænska liðinu Lugi í síðari ieik félag- anna n.k. sunnudagskvöld í Höllinni. Fyrri viðureign félaganna var í Lundi í Svíþjóð og þar náðu ■ Breski golfmaðurinn Sandy Lyle stóð sig vel á golfmótum í Evrópu og sigur hans á Opna breska meistaramótinu, sem haldið var á Royal St. George golfvellinum í júlí, sýndi ber- lega styrk Evrópubúa í golf- íþróttinni. Bandaríkjamenn voru nefnilega orðnir vanir því að sigra á breska meistaramót- inu og sigur Lyle var reyndar fyrsti sigur heimamanns frá því 1969. Bandaríkjamenn voru þó ennþá vanari að bera sigurorð af Evrópubúum í keppninni um Ryderbikarinn, en á þessu ári fórt allt á annan veg. Evrópubú- ar, með Lyle,LangerogBallest- eros í broddi fylkingar, tryggðu sér Ryderbikarinn í fyrsta sinn síðan 1957. Vinirnir fyrir vestan haf voru þó ekki alveg á því að gefa Evrópugolfurunum eftir alla sigra í álfunni. Lee Trevino sigraði á móti í Englandi í júní og Craig Stadler sigraði á Opna svissneska meistaramótinu. Þá vann Suður-Afríkubúinn Nick Price, sem leikur sem atvinnu- maður í Bandaríkjunum, Lan- combebikarinn á móti í Frakk- Valsmenn jöfnu 15-15. Voru menn að vonum kátir eftir þann leik því, með góðum stuðningi áhrofenda á sunnudagskvöldið, eru möguleikar á áframhaldi Valsmanna í Evrópukeppninni talsverðir og reyndar raunhæfir í þokkabót. í liði Lugi eru margir kunnir kappar en helstan er að telja Sten Sjögren sem leikur í horn- inu og er skæður hraðaupp- hlaupsmaður. Sá á 117 lands- leiki að baki. Lugi leikur ekta landi í byrjun október. En styrkur Evrópubúa vakti samt mesta athygli á golftíma- bilinu og voru Spánverjinn Ball- esteros og V-Þjóðverjinn Lan- ger oftast í fréttunum á þessu ári. Líklega eru hér á ferðinni tveir heimsins sterkustu golfmenn. Ballesteros sigraði snemma á tímabilinu á móti í New Orleans í Bandaríkjunum, brá sér svo yfir hafið og vann bæði Opna írska og franska meistaramótið. Seint á tímabilinu bar hann svo sigurorð af kvefuðum Langer í úrslitum „World Match Play“ keppninnar og sigraði einnig á Opna spænska meistaramótinu. Langer var í svipuðum ham og sá spánski en tveir helstu sigrar hans voru í Bandaríkjun- um. Hann vann sjálfan „U.S.Master“ titilinn og viku seinna eitt af stórmótum Kana. Peningaverðlaun á golfmót- um álfunnar fóru nú yfir sem samsvarar 200 milljónum ís- lenskra króna, og munu líkleg- ast aukast enn á næsta ári - þökk sé góðri frammistöðu evr- ópskra golfara á afstöðnu tíma- bili. „sænskan" handknattleik - sóknir eru langar en oft á tíðum vel útfærðar. Útí Lundi náðu Valsmenn afgerandi forystu og þurftu þá þeir sænsku að breyta leik sínum talsvert. Það tókst þeim sem sýnir að liðið er sterkt og til alls víst í Höllinni. Lugi hefur áður leikið hér á landi, í Evrópukeppni gegn Víkingi fyrir nokkrum árum og sigraði þá í Höllinni með einu marki - er von að sú saga endurtaki sig ekki á sunnudags- kvöldið. Leikur liðanna hefst kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða verður í Sportval og Bikarnum á föstudag og laugardag. Heið- ursgestur á leiknum verður Sig- urður Helgason, forstjóri Flug- leiða. Champmanráðinn ■ Sammy Chapman hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá hinum hríðfallandi Úlf- um sem eru í þriðja ncðsta sæti í 3. deild ensku knattspyrnunnar. Chapman tekur við af Bill McGarry sem hætti eftir aðeins 60 daga veru í framkvæmdastjórastóli. Chapman er 47 ára og liann sagði að eftir tvo sigra í röð væri andrúms- loftið hjá liðinn gott og stefnan væri tekin uppá við. Sænskur til Grasshopper ■ Sænski landsliðsmað- urinn Mats Gren hefur verið kevptur til Grass- hoppers frá Sviss. Hann mun byrja að spila með liðinu um helgina. For- ráðamenn IFK Gauta- borgar sem Gren var leikmaöur hjá féllust á að láta hann lausan þrátt fyrir að liðið sé enn með í Evrópukeppni meistara- liða. Samningurinn er til tveggja og hálfs árs. Gren er 21 árs framliggjandi miðjumaður. Furðuleg uppátæki í íþróttum: Evrópskir golfmenn góðir: Já, það er af sem áður var Skondnir kappar Er betra að halda á biblíunni í 110m grind? - Hver var Kid McCoy? ■ Alltaf eru þeir til sem fram- kvæma ótrúlegustu hluti í íþróttum. I vissum skilningi má kalla þá „sportidjóta". Hér koma nokkrir. Randolph Lycett frá Ástralíu var geysimikið í mun að slá í gegn á Wimbledon tennismótinu í Englandi árið 1920. Hann hafði því með sér þjón sem „server- aði“ honum kampavín milli lota. Árangurinn af þessu tiltæki kappans var óhjákvæmilegur hann tapaði og þurfti að bera hann út af vellinum. Lycett lét sér þetta að kenningu verða og mætti allsgáður til leiks næsta Wimbledonmót. Þar varð hann sér út um gull í tvíliðaleik og endurtók sama leik næstu tvö árin - allsgáður. Kid McCoy (1872-1940) var bandarískur boxari sem lék illa á enskan keppinaut sinn, svo illa reyndar að nýtt orðatiltæki var tekið inn í enska tugu og er enn notað. Talað er um „hinn raunverulega McCoy“ þegar menn sýna sitt rétta andlit. Allt hófst þetta árið 1896 þegar McCoy var valinn til að berjast á móti Tommy Ryan, heimsmeistara í fjaðurvigt. McCoy sá að möguleikar hans voru litlir sem engir og undirbjó þá lúmska áætlun: Hann ætlaði að láta Ryan vorkenna sér. Það gerði hann með því að segja blaðamönnum að hann væri berklaveikur og berðist aðeins til að geta borgað lækni sínum stórar fjárskuldir. McCoy gerði meira, hann púðráði andlit sitt og sýndi öll veikleikamerki sem hann vissi um. Ryan féll gjörsamlega fyrir bragðinu. Hann hætti að æfa og þegar í hringinn var komið var honum greinilega illa við að lumbra á vesalingnum McCoy. En honum brá í brún þegar sá sjúki hóf slaginn því höggin dundu á Ryan, sem nú sá að hann hafði látið gabba sig illi- lega. Það var hinsvegar of seint. McCoy kýldi hann niður í 15. lotu og næidi í titilinn - ekki hinn sjúki McCoy sem drattaðist um fyrir keppnina allur hvítpúðrað- ur heldur hinn raunverulegi McCoy. Forrest Smithson var banda- rískur frjálsíþróttamaður og guðfræðinemi í þokkabót. Hann var hneykslaður mjög yfir því að Ólympíuleikarnir 1908 voru haldnir þegar yfir stóðu heilagir bændadagar hjá gyðing- um. Hann ákvað að mótmæla þessum ósóma á all sérstæðan hátt. Þegar llOm grindarhlaup- íð hófst - greinin sem Smithson keppti í - hélt kappinn á biblí- unni sem hann hljóp með alla leið í mark. Þrátt fyrir farangur sinn vann hann ekki aðeins hlaupið heldur setti einnig nýtt heimsmet, 15 sekúndur sléttar. Anders Ahlgren, sænskur keppandi í grísk-rómverskri glímu á Ólympíuleikunum 1912 á sinn þátt í að hafa gert íþrótt- ina að frekar óvinsælli áhorf- endaíþrótt. í úrslitunum í létt- þungavigt á áðurnefndum Ól- ympíuleikjum keppti hann við Finnann ívar Bohling. Þeir tók- ust á í rúmlega níu klukkustund- ir án þess að ná bragði á hvor örðum. Að lokum veittu þreytt- ir dómararnir þeim báðum silf- urverðlaun.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.