NT - 16.11.1985, Blaðsíða 8

NT - 16.11.1985, Blaðsíða 8
IIMIM Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritslj.: Helgi Pélursson Ritstjómarfulltr.: Niels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Siöumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Selning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Ble&aprent h.l. Kvóldsímar: 686387 og 686306 Verö I lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Áskrift 400 kr. Tvö stórmál í Laugardagur 16. nóvember 1985 8 Ingvar Gíslason alþm.: Fatlað fólk á rétt til atvinnu við sitt hæfí Hversu mikill er vandinn? sjávarútvegi ■ Sjómenn og útgerðarmenn hafa með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða lýst fullum stuðningi við fiskveiðistefnu Halldórs Asgrímssonar, sjávarút- vegsráðherra. Pessir aðilar hafa fullan skilning á lífsnauðsynlegri þörf þjóðarinnar á því að skipulag sé á fiskveiðum til langs tíma, til þess að tryggja megi vöxt fiskistofna við Iandið. Aðrir, og þar á meðal stór hluti sjálfstæðismanna á þingi og í ríkisstjórn, hafa enga afstöðu tekið í raun og veru eins og svo oft áður. Halldór Ásgrímsson þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Sjómenn og útgerðar- menn og annað fólk í landinu, sem veit að sjávarútvegsráðherra hefur rétt fyrir sér, treystir honum fullkomlega til þess að berja þá menn til hlýðni. Atkvæðagreiðslur á Fiskiþingi og á aðal- fundi Landsambands íslenskra útvegsmanna marka mikil tímamót í sögu þjóðarinnar þótt mönnum sé það kannski ekki ljóst nú og auðvitað er niðurstaðan stjórnmálasigur fyrir Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra. Pví verða þing- menn sjálfstæðismanna einfaldlega að kyngja nú þegar þeir fá frumvarp um fiskveiðistefnu til umfjöllunar. Hér er einnig vakin athygli á stórmerku framtaki sjávarútvegsráðherra hvað varðar málefni fisk- vinnslufólks. Tíu grunnnámskeið fyrir verkafólk í fiskiðnaði hafa nú verið haldin og á þriðja hundrað manns hafa sótt þau. í ljós hefur komið, að mikil þörf var á því, að halda slík námskeið og gott samstarf hefur tekist við aðila vinnumarkaðarins vegna þeirra. Strax í janúar á næsta ári verður þessum starfsfræðslunámskeiðum haldið áfram. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, hefur marglýst því yfir, að mikla nauðsyn beri til þess að bæta kjör fiskvinnslufólks. Raunar er það forsenda fyrir því, að fólk fáist til starfa í þessum undirstöðuiðnaði þjóðarinnar. Með námskeiðun- um hefur ráðherra haft forgöngu um eitt skref í áttina að því marki. Hólmfríður Hólmfríður Karlsdóttir, ung stúlka úrGarða- bænum, leggur nú heiminn að fótum sér. Með látlausri og glæsilegri framkomu hefur hún unnið titilinn „Fegursta kona heims“ og það vissulega verðskuldað. Hólmfríði bíða nú mikil verkefni og vinna um allan heim og svo sannarlega verður ísland með í hennar farteski. Hér því haldið fram, að sigur hennar muni vekja meiri athygli á landi og þjóð en allir auglýsingapeningarFerðamálaráðs og Flugleiða næstu árin til samans og skal þó á engan hátt gert lítið úr þeirra framtaki. Nóvembergarri á íslandi verður þolanlegur við svona tíðindi. ■ Félagsmálaráðuneytið hef- ur nýlega sent frá sér fjölritað- an bækling sem ber heitið At- vinnumál fatlaðra og hefur að geyma framsöguerindi, sem flutt voru á ráðstefnu um þetta málefni, sem haldin var í Reykjavík 6. og 7. febr. sl. Auk þess er þar að finna niðurstöður í umræðuhópum á ráðstefnunni. Framsöguerind- in eru yfir 20 talsins, þar sem fjallað er um umræðuefnið frá ýmsum sjónarhornum, enda mikinn fróðleik að finna í rit- inu í heild og einstökum ræðum. Ekki dettur mér í hug mál fatlaðra, þá felst í því sá vandi sem það er að fatlaðir einstaklingar fái vinnu við sitt hæfi, vinnu sem þeir ráða við af því að þeir kunna verkið og af því að þeir hafa þrek til að inna það af hendi. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að það getur orðið þröngt um störfin, sem fatlaðir hafa aðgang að, því ekki er við því að búast að auðvelt verði að leysa dæmi sem sett eru saman af alls konar ójöfnum og lítt samrýmanlegum skilyrðum, eins og hér er um að ræða. Því má ljóst vera að mikill „Þegar talað er um atvinnumál fatlaðra, þá felst í því sá vandi sem það er að fatlaðir einstakiingar fái vinnu við sitt hæfi, vinnu sem þeir ráða við af því að þeir kunna verkið og af því að þeir hafa þrek til að inna það af hendi.“ hvernig því verður sinnt svo að hægt sé að ná utan um það með árangursríkum hætti. Hér á ég fyrst og fremst við atvinnumál fatlaðra, það verkefni að út- vega fötluðu fólki vinnu. Lög um málefni fatlaðra Gildandi lög um málefni fatlaðra nr. 41/1983 er hin merkasta löggjöf og fullkom- lega í takt við sinn tíma. Lögin eru reist á reynslugrunni okkar íslendinga á málefnum fatl- aðra síðustu áratugi og stefna höndum undir yfirstjórn nú- verandi félagsmálaráðherra, Alexanders Stefánssonar, sem vann auk þess mikið að setn- ingu þessara laga sem trúnað- armaður Framsóknarflokksins í þessum málum. Lagaframkvæmd og lagatúlkun Þótt lögin um málefni fatl- aðra séu merk lög, þá eru þau varla annmarkalaus, síst af öllu þegar til þess kemur að túlka þau í ýmsum greinum eða framkvæma þau í heild eða í „Það er auk þess óumdeildur réttur hvers manns á hendur samfélaginu að hann fái starf við sitt hæfi. Þess vegna ber löggjafa og framkvæmdavaldi að haga þannig lögum og lagaframkvæmd að slíkur réttur komi fram í verki.“ að þetta rit svari öllum spurn- ingum sem varða þetta mikil- vægafélagslegamálefni. Mætti jafnvel fremur segja að þessar umræður veki nýj.ar spurning- ar um leið og öðrum er svarað. Mikiivægt réttlætismál Þegar talað er um atvinnu- vandi er þeim á höndum, sem taka að sér að ráða fram úr atvinnumálum fatlaðra. Hitt er jafn ljóst að þeir, sem að slíkum störfum vinna, gegna mikilvægu félagslegu og mann- úðarlegu hlutverki. Þetta verk- efni er þegar svo stórt og umfangsmikið að það er af þeirri ástæðu einni saman nauðsynlegt að átta sig á auk þess hærra en áður var í lögum og sjá lengra fram í tímann. Þessari löggjöf var fagnað þegar hún tók gildi. Hún er ávöxtur góðs samstarfs um þetta málefni í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens undir forystu þáverandi félagsmála- ráðherra Svavars Gestssonar. Ég er einnig viss um að fram- kvæmd laganna er í góðum einstökum atriðum, enda er lagaframkvæmdin ekki vanda- minna verk en að semja og setja lög. Mér virðist m. a. að lögin séu með þeim annmarka að skýr- greining á viðfangsefni laganna sé engan veginn augljós eins og sést af þessu orðalagi í 2. gr.: „Órðið fatlaður í lögum þessum merkir þá, sem eru Hvaða sérstöðu hefur Alþingi sem stofnun og vinnustaður? ■ Mörgunr mun hafa brugðið í brún þegar þeir heyrðu af niðurstöðu skoðanakönnunar sern gerð var nýlega af óháðu fyrirtæki um álit fólks á stjórn- málamönnum, þ.e. alþingis- mönnum og ráðherrum. Niðurstaðan sýndi að stjórn- inálamenn eru ekki í miklu áliti hjá þjóðinni og þeim fund- ið margt til foráttu. Þessi niðurstaða er út af fyrir sig skýr og engin ástæða til að vefengja hana. Hins vegar er ekki jafn Ijóst hvers vegna fólk hefur myndað sér slíka skoðun, eða hvað það er sem hefur mótað það almenningsálit sem birtist í skoðanakönnun- inni. Slíkt eralvarlegt umliugs- unarefni fyrir stjórnmálamenn og aðra þá, sem bera lýðræðis- lega stjórnarhætti fyrir brjósti. Hver er ástæöan? Þessi niðurstaða skoðana- könnunar Hagvangs er þess virði að fram fari fræðileg könnun á orsökum slíks al- menningsálits. Þar er að finna gagnlegt viðfangsefni fyrir fé- lagsfræðinga eða stjórnmála- fræðinga. Athuganirþeirraeru líklegar til að leiða ýmislegt í ljós, sem stjórnmálamenn gætu lært af og fært sér í nyt. Raunar verður hver stjórn- málamaður að gera sína eigin úttekt á stöðu sinni og sinni „stétt“, ef nota má það orð. Ef til vill finna þeir lausnina með því einu að líta í sinn eigin barm. Sjálfsgagnrýni sakar engan mann. Mótun almennings- álits En hvernig verður almenn- ingsálit til? Fréttamenn eru mikilvægir tengiliðir milli starfsvettvangs stjórnmála- manna og almennings. Að verulegu leyti eru það fjölmiðl- arnir sem gefa almenningi hug- myndir um störf Alþingis og ríkisstjórnar. Hlutur fjölmiðla í mótun almenningsálits á þessu sviði sem ýmsum öðrum sviðum þjóðlífsins hlýtur því að vera mikill. Og þá má spyrja: Er víst að fréttamenn séu alltaf - eða yfirleitt - réttsýnir dómarar og sann- gjarnir fræðarar almennings um störf stjórnmálamanna eða vinnubrögð Alþingis og ríkis- stjórnar? Hér verður ekkert einhlítt svar gefið við þeirri spurningu, hvorki til né frá. Á það eitt skal minnt að blöð og annar opinn umræðuvettvang- ur er jafn óaðskiljanlegur hluti lýðræðis eins og sjálfar höfuð- stofnanir lýðræðisþjóðfélags- ins, þjóðþingið og ríkisstjórn- in. Það hvílir því ekki lítil lýðræðisleg ábyrgð á fjölmiðl- um, sú ábyrgð að þeir séu einnig sannorðir og sanngjarn- ir þegar þeir fjalla um pólitísk

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.